Morgunblaðið - 29.06.2003, Page 34

Morgunblaðið - 29.06.2003, Page 34
FRÉTTIR 34 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Mjög gott 225 fm iðnaðarhúsnæði á einni hæð með tveim stórum inn- keyrsludyrum (5 m háar). Auðvelt er að skipta húsnæðinu í tvær jafnstórar ein- ingar. Hiti í bílaplani. Auðveld aðkoma. Getur losnað fjótlega. Ásett verð 17,5 m. Upplýsingar veitir Agnar í síma 820 8657 eða Óskar í síma 866 8808. Laufbrekka - Kópavogi 533 4300 564 6655 Salómon Jónsson - Löggiltur fasteignasali Suðurlandsbraut 54 við Faxafen, 108 Reykjavík. Sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson lögg. fasteignasali. Til sölu í þessu frábærlega vel staðsetta húsi 218 fm. mjög gott verslunar- húsnæðið á jarðhæð, með góðri lofthæð og stórum innkeyrsludyrum og 218 fm. bjart og rúmgott skrifstofuhúsnæði á 2. hæð. Mjög góð lóð með sérafnotarétti. Húsnæðið hentar fyrir hvers konar verslun og þjónustu. Þetta hús hefur eitt mesta auglýsingagildi húsa í borginni. Eignarhlutarnir seljast í einu lagi saman. MALARHÖFÐI - BÍLDSHÖFÐI Elísabet Agnarsdóttir - símar 520 9306/861 3361 elisabet@remax.is - Hrafnhildur Bridde lögg. fastsali Heimilisfang: Heiðarás 23 Stærð eignar: 248 fm Bílskúr: 34,8 fm Byggingarár: 1980 Brunabótamat: 29,5 millj. Verð: 31 millj. FALLEGT EINBÝLISHÚS Á TVEIMUR HÆÐUM ÁSAMT INNBYGGÐUM BÍLSKÚR. Fimm svefnher- bergi, stofa, borðstofa, sjónvarpshol, eldhús, tvö stór baðherbergi, 25 fm geymsla og jeppafær bílskúr. Parket og flísar á öllum gólfum. Hús nýlega málað og þak endurnýjað. Fallegur garður með heitum potti. SKIPTI MÖGULEG Á MINNI EIGN. Elísabet fasteignamiðlari RE/MAX tekur á móti gestum milli kl. 15-17 í dag. OPIÐ HÚS - Heiðarás 23 KRINGLUNNI 4-12, s. 800 6000 s. 585 0600 KALDALIND - KÓPAVOGI Vorum að fá í einkasölu virkilega fallegt einbýlishús á einni hæð, 133,3 fm, ásamt bílskúr 33,8 fm, samtals 167,1 fm. 3 svefnherb. Mahóní-innréttingar, hurðar og parket fallega lagt í fiskibeins- munstur. Hátt til lofts í stofu, borð- stofu og eldhúsi. Mikið geymslu- rými á háalofti. Skjólgóð lóð, ver- önd. Eign sem vert er að skoða strax, hún stoppar stutt við á sölu- skrá okkar. Ásett verð 28,5 millj. NÝT T Borgartúni 22, 105 Reykjavík, sími 5-900-800. SYÐRI-REYKIR Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali Vorum að fá í sölu þennan skemmtilega sumarbústað við Syðri-Reyki í Árnessýslu. Húsið var byggt árið 1983. Hitaveita er í húsinu. Sólarrafhlaða. Sólp- allur þarfnast lagfæringar. Pott- ur við húsið er hitaður upp með hitaveituvatni.Rafmagnskassi á lóðarmörkum. 60.mín. akstur frá Reykjavík. Verð 3,5 millj. Nánari upplýsingar veitir Jason á skrifstofu fasteign.is. Borgartúni 22, 105 Reykjavík, sími 5-900-800. Opið hús í dag milli kl. 19 og 21 ÞRASTARGATA 9 - EINBÝLI Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali LOKSINS ! LOKSINS er til sölu einbýlishús á þessum frábæra stað. Húsið er járnklætt timbur- hús í frábæru ásigkomulagi. 2 svefnherbergi, 2 stofur, nýlegt eldhús og allt glænýtt á bað- herbergi. Nýjar skólplagnir eru undir húsinu. Húsið er vel yfir- farið og í góðu ásigkomulagi Góður geymsluskúr á lóðinni. Þessi eign selst fljótt. Ásta sýnir eignina í kvöld milli kl. 19 og 21 SUMARGLEÐI 250 leikskólabarna í Vest- mannaeyjum var haldin á Stakkagerð- istúni fyrir skömmu. Að sögn Ernu Ing- ólfsdóttur leikskólakennara er Sumargleðin að verða fastur þáttur í starfsemi allra leikskóla í Eyjum og dag- mæðra. Dagurinn hefst með því að hóp- urinn safnast saman við Barnaskóla Vest- mannaeyja og þaðan er gengið í skrúðgöngu niður á Stakkagerðistún. Skrúðgangan er eitt helsta stolt barnanna. Á Stakkagerðistúni er margt skemmtilegt í boði og geta börnin valið um stöðvar, þar sem m.a. er boðið upp á hesta, andlitsmálun og ýmsa leiki. Þá skemmti hljómsveitin Dans á rósum, stjórnaði bæði fjöldasöng og leikjum. Frá- bært veður var á Sumargleðinni og mátti sjá ánægjuna geisla af andlitum barnanna enda Sumargleðin mikil og góð tilbreyt- ing við hefðbundið starf þeirra á leik- skólum bæjarins.Morgunblaðið/Sigurgeir Sumargleði leikskóla- barna Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. Í KIRKJUMIÐSTÖÐINNI á Eið- um hafa verið starfræktar sumar- búðir mörg undanfarin ár. Þar dvelja um 200 börn yfir sumarið og koma flest af Austurlandi, þó nokkur komi norðan að og sunnan. Sr. Arna Grétarsdóttir er sumar- búðastjóri í þriðja sinn á Eiðum og hefur ásamt Christoph Gamer unnið nýstárlegt fræðsluefni fyrir sumar- búðastarf, en slíkt efni hefur ekki verið fyrir hendi áður og tilfinnan- lega á því skortur. Arna og Gamer fengu styrk úr Kristnihátíðarsjóði í fyrra og unnu fræðsluefnið þannig að það spannar yfir fjögur ár í fram- kvæmd. Sérstakt fræðsluefni er fyr- ir svokallaða leiðtoga, eða þá sem eiga að kenna börnunum í sumar- búðunum, en barnafræðslan er byggð á leikritum, samtalsþáttum og handverki, svo eitthvað sé nefnt. Núna eru 30 krakkar á Eiðum, á aldrinum 10–13 ára. „Við byrjum á morgnana með fræðslu í leikrits- formi og ræðum svo saman um leik- ritið á eftir. Þannig miðlum við fagn- aðarerindinu,“ segir Arna. „Síðan er farið í föndur og núna erum við til dæmis að gera bókamerki inn í biblí- una, vegna þess að við höfum verið að hvetja þau til að lesa í henni. Eftir hádegi er útivera með þrautakeppni, siglingum og leikjum og á kvöldin eru hugvekjur sem tengjast efninu.“ Arna segir krakkana í hverju her- bergi skiptast á að vera með kvöld- vökur og þær séu ákaflega vinsælar og atriðin vafin inn í alls kyns efni- við; hveiti, epli, lauk, súrmjólk ... „Vægi þessarar fræðslu er gríð- arlegt,“ segir Arna. „Börnin fá að læra um að þau eru ekki ein í heim- inum, læra að þau eigi að hjálpa náunganum og virða aðrar mann- eskjur.“ Líklegt er að fræðsluefnið nýtist víðar í sumarbúðum á Íslandi og segir Arna þegar hafa komið fyr- irspurnir þar um. Sr. Arna Grétarsdóttir verður vígð til prests í Seltjarnarnesssókn hinn 29. júní nk. Sóknarprestur þar er sr. Sigurður Grétar Helgason og mun hún sinna embætti við hlið hans í hálfri stöðu. Nýtt fræðsluefni í sumarbúðum Kirkjumiðstöðvarinnar á Eiðum Fagnaðarerindið og súr- mjólkurdrifnar kvöldvökur Egilsstöðum. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.