Morgunblaðið - 29.06.2003, Síða 48
SÖNGLEIKURINN Grease var
frumsýndur í Borgarleikhúsinu á
fimmtudagskvöldið en þetta er í
þriðja sinn sem verkið er sett upp
hérlendis á síðustu árum. Árið 1994
sýndi Söngsmiðjan þennan þekkta
rokksöngleik á Hótel Íslandi með
Guðjóni Bergmann og Jónu Sigríði
Grétarsdóttur í hlutverkum Danny
Zuko og Sandy Olsson. Fjórum árum
síðar var röðin komin að Leikfélagi
Reykjavíkur, sem setti upp Grease
með Selmu Björnsdóttur og Rúnari
Frey Gíslasyni í aðalhlutverkunum
sem Birgitta Haukdal og Jón Jósep
Sæbjörnsson fara með nú. Nýjasta
uppfærslan er staðfærð og leikur
Birgitta ekki Sandy heldur Sandí og
er Jón Jósep Danni en ekki Danny.
Ný tegund af söngleik
Söngleikurinn er eftir Jim Jacobs
og Warren Casey en þeir höfðu lengi
verið vinir áður en þeir sömdu
Grease. Hugmyndin var að gera nýja
tegund af söngleik og brjóta viðtekn-
ar venjur. Þeir ákváðu að láta söng-
leikinn gerast seint á sjötta áratugn-
um og snúast um gullöld rokksins.
Þess má geta að rokktónlistin í
Grease þótti sæmilega hallærisleg á
tímum Led Zeppelin, Jimi Hendrix
og Rolling Stones en eitthvað við tón-
listina og tímann heillaði þá félaga.
Söngleikurinn hlaut nafnið Grease
vegna þess að á þessum tíma var allt
löðrandi í hárolíu og fitugum skyndi-
réttum þar vestra. Þeir reyndu hug-
mynd sína á almenningi í fyrsta sinn
hinn 5. febrúar 1971 í tilraunaleik-
húsi í Chicago. Verkið gekk betur en
nokkuð annað hjá leikhúsinu og New
York var næsta skref.
Fjórðungur þjóðarinnar
fór á Grease í bíó
Söngleikurinn var
frumsýndur á Broadway
árið 1972 og hefur notið
mikilla vinsælda æ síðan.
Þess má geta að Richard
Gere náði almennings-
hylli í hlutverki Danny á
Broadway. Vinsældir
verksins jukust enn þeg-
ar samnefnd mynd með
John Travolta og Oliviu
Newton-John var frum-
sýnd árið 1978 en þau
slógu í gegn í hlutverk-
um sínum. Lögin „Sum-
mer Nights“ og „You’re
the One I Want“ náðu víða toppsæti
vinsældalista. Myndin naut að sjálf-
sögðu einnig vinsælda hérlendis og
náði röðin við Háskólabíó langa leið
að Suðurgötu. Engar staðfestar tölur
eru til varðandi aðsóknina á Grease
en ljóst er að myndin er á meðal að-
sóknarmestu kvikmynda á Íslandi.
„Um fjórðungur þjóðarinnar hefur
nú séð þá kvikmynd og sá sem einna
oftast hefur séð myndina hefur séð
hana sextán sinnum,“ segir í Morg-
unblaðinu 1979.
Myndin fékk eina Óskarsverð-
launatilnefningu árið 1979 fyrir lagið
„Hopelessly Devoted to You“ og
fimm tilnefningar til Golden Globe-
verðlaunanna sama ár en hreppti
engin.
Annað æði í uppsiglingu?
Grease-æði hefur sem sagt gengið
reglulega yfir landið. Alls urðu sýn-
ingarnar á þessum söngleik um rokk,
ról og menntaskólarómantík meira
en 70 talsins árið 1998. Þetta sama ár
var stórmyndin Grease tekin til sýn-
inga á ný víða um heim í tilefni tví-
tugsafmælis myndarinnar. Ljóst er
að það hefur enn ýtt undir vinsældir
söngleiksins enda ýmsar uppákomur
tengdar Grease vinsælar á afmælis-
árinu. Svo virðist sem annað Grease-
æði sé í uppsiglingu því miðasala á
nýju Grease-sýninguna hefur gengið
vel. Í tengslum við Grease-æði hafa
Grease-æði hefur gengið reglulega yfir landið
Rokk, ról og
menntaskóla-
rómantík
Þórður, 10 ára, og Áslaug, 11 ára, í Grease-
fötum, þegar æðið stóð hve hæst árið 1979.
Frá sýningu Söngsmiðjunnar á Grease árið 1994 en þá voru Guðjón Berg-
mann og Jóna Sigríður Grétarsdóttir í aðalhlutverkum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grease var sett upp í Borgarleikhúsinu við miklar vinsældir árið 1998 en
þá léku Selma Björnsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason þau Sandy og Danny.
FÓLK Í FRÉTTUM
48 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 3. júlí kl. 20
Tónleikar
Kammersveitar Tübingen
Stjórnandi Guðni A. Emilsson. Á efnis-
skrá: Divertimento eftir Mozart, Konsert
fyrir tvær fiðlur eftir J. S. Bach, Rondo
fyrir fiðlu og strengjasveit eftir Schubert
og Holberg-svítan eftir Grieg. Einleikarar
á fiðlur: Susanne Calgéer og Julia Galic.
Tónleikaferðin er studd af Háskóla Íslands,
Goethe Centrum, Þýska Sendiráðinu,
Utanríkisráðuneyti Þýskalands og Forseta-
embættinu í Berlín.
Verð kr. 1.500/1.200.
ATH! SALURINN ER LOKAÐUR
VEGNA SUMARLEYFA
FRÁ 4. JÚLÍ TIL 11. ÁGÚST 2003.
3. SÝNING SUNNUDAG 29/6 - KL. 17.00 UPPSELT
4. SÝNING FIMMTUDAG 3/7 - KL. 20.00 UPPSELT
5. SÝNING FÖSTUDAG 4/7 - KL. 20.00 UPPSELT
6. SÝNING SUNNUDAG 6/7 - KL. 17.00 UPPSELT
7. SÝNING FIMMTUDAG 10/7 - KL. 20 UPPSELT
8. SÝNING FÖSTUDAG 11/7 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
9. SÝNING LAUGARDAG 12/7 - KL. 15 ÖRFÁ SÆTI LAUS
10. SÝNING LAUGARDAG 12/7 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
11. SÝNING FIMMTUDAG 17/7 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA !
POPPBANDIÐ Á móti Sól lætur í
þessari viku frá sér plötuna Fiðr-
ildi. Á plötunni eru meðlimir bands-
ins samir við sig og tryggir fyrri
tónlistarstefnu en síðast létu þeir
frá sér plötu fyrir jólavertíðina
2001, ÁMS og því hartnær tvö ár
frá síðustu breiðskífu þeirra.
„Þetta er önnur plata hljómsveit-
arinnar eins og hún er núna, en sú
fjórða frá upphafi,“ segir Magni Ás-
geirsson, söngvari bandsins, sem
leit við hjá blaðamanni ásamt Sæv-
ari Helgasyni gítarleikara. Auk
þeirra Magna og Sævars eru í
hljómsveitinni Heimir Eyvindarson,
Þórir Gunnlaugsson og Stefán Þór-
hallsson.
Törn í Hveragerði
Á plötunni má heyra nokkra
smelli sem fengið hafa að hljóma í
vetur, eins og „Drottningar“ og
„Keyrðu mig heim“ (sem áður kom
út á safnplötu) en meginþorri plöt-
unnar samanstendur af glænýju
efni: „Við byrjuðum í október á síð-
asta ári að vinna við plötuna, semja
og þess háttar,“ segir Sævar. „Við
tókum eina góða törn í Hveragerði
og fengum Hafþór Guðmundsson til
að stjórna upptökum.“
Hafþór sá hefur löngum verið
kenndur við hljómsveitina SSSól en
verið viðriðinn upptökustjórnun
fyrir mörg vinsælustu popp- og
rokkböndin í dag, eins og Írafár og
Í svörtum fötum.
Tónlist fyrir elskendur
Spurður um titil plötunnar segir
Magni að hugsunin hafi ekki síst
verið að hafa titilinn sumarlegan og
léttan. Hann jánkar því að titillinn
geti hljómað yfrið væminn, segir þó
að í raun sé titillagið eitt rokk-
aðasta og harðasta lagið á plötunni.
Þeir Magni og Sævar segjast
hreyknir af tónlist sinni:
„Við erum löngu hættir að hlusta
á gagnrýniraddir.“
Magni minnist á tal um að textar
þeirra séu ekki nógu margbrotnir:
„Þegar allt kemur til alls er upp-
hafspunkturinn „She loves you,
yeah, yeah, yeah“, og fólkið sem við
erum að spila fyrir er að stórum
hluta í slíkum hugleiðingum.“
Bandið á sér ekki hvað síst stóran
aðdáendahóp meðal ungmenna sem
hafa tekið smellum þeirra opnum
örmum. Þegar þeir félagar eru
spurðir hvort þeir verði mikið varir
við athygli yngri aðdáenda neita
þeir því:
„Það er mest bara sagt „Hæ“ og
kannski spurt „Ertu í hljómsveit?“
og síðan gengið í burtu tístandi.“
Mikið spilað í sumar
Framundan hjá þeim félögum er
löng og ströng vertíð og mun band-
ið spila vítt og breitt á ýmsum
skemmtunum. Eiginlegir útgáfu-
tónleikar segja þeir þó að verði
ekki fyrr en í ágúst en í gærkvöld
léku þeir þó á dansleik á klúbbnum
Nasa þar sem jafnframt var haldið
vel heppnað útgáfuteiti. Í kvöld
mun sveitin skemmta í Miðgarði og
ljóma þeir Magni og Sævar upp
þegar þeir tala um Miðgarð sem
þeir segja eitt af fáum húsum á
landinu þar sem enn sé hægt að
halda almennileg sveitaböll.
Seinna í sumar verður hægt að
sjá hljómsveitina spila meðal ann-
ars á Humarhátíð á Höfn í Horna-
firði, á Unglingalandsmóti Ung-
mennafélags Íslands á Ísafirði og
Þjóðhátíð í Eyjum.
Á móti Sól gefur út nýja plötu eftir nær tveggja ára hlé
Sumarlegt
Fiðrildi
Enn eitt sólskinssumarið er í uppsigl-
ingu hjá bandinu Á móti Sól. Út er
komin ný plata þeirra, Fiðrildi, og
ræddi Ásgeir Ingvarsson við tvo með-
limi hljómsveitarinnar um aðdraganda
útgáfunnar og ungu aðdáendurna.
asgeiri@mbl.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111