Morgunblaðið - 01.07.2003, Síða 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FULLTRÚAR Samfylkingarinnar í utanríkis-
málanefnd og þingflokkur Vinstri grænna telja
að aflétta eigi leynd yfir bréfaskriftum Banda-
ríkjaforseta og Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra vegna viðræðna um framtíð bandarísks
varnarliðs á Íslandi. Í ályktun, sem þingflokkur
VG sendi frá sér, kemur að auki fram að flokk-
urinn telji það fagnaðarefni að sá tími sé í sjón-
máli að erlendur her hverfi með öllu úr landinu.
VG segir í ályktun sinni að ætla megi af fram-
göngu stjórnvalda að „erlend herseta um
ókomna tíð og óháð aðstæðum sé orðin markmið
í sjálfu sér“.
Guðmundur Árni Stefánsson, fulltrúi Sam-
fylkingar í utanríkismálanefnd, hefur sent Sól-
veigu Pétursdóttur, formanni nefndarinnar,
bréf þar sem þess er krafist að haldinn verði
fundur í nefndinni hið fyrsta. Guðmundur Árni
sendir bréfið í umboði þriggja fulltrúa Samfylk-
ingarinnar í nefndinni og er formanni því skylt,
skv. 15. gr. laga um þingsköp, að boða til fundar.
Ákvæðið felur ekki sér að fundurinn skuli hald-
inn innan tiltekins tímafrests en Sólveig segir
erfitt að koma saman fundi á þessum árstíma.
Hún býst við að haldinn verði fundur í utanríkis-
málanefnd haldinn um miðja næstu viku
Setur spurningarmerki
við stuðning
„Mér finnst þetta vera fyrir neðan allar hellur
og hreinlega til skammar,“ segir Sólveig um
málflutning Guðmundar Árna á síðustu dögum.
Hún segir að vegna þingskaparlaga verði að
halda fund í nefndinni en telur hann ekki nauð-
synlegan: „Ég hef áður lýst því yfir að ég telji að
ekkert nýtt hafi komið fram í þessum viðræðum
milli Íslendinga og Bandaríkjamanna og hef því
ekki séð þörf á fundi af þeirri ástæðu,“ segir Sól-
veig. „Talsmaður Samfylkingarinnar hefur áður
lýst yfir stuðningi við ríkisstjórnina í þessu máli.
Ég hlýt að setja spurningarmerki við þann
stuðning í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur
sér stað,“ segir hún.
Í bréfi Guðmundar Árna segir að utanríkis-
málanefnd þurfi „að taka ákvarðanir um með
hvaða hætti veittar verði upplýsingar til þing-
manna og þjóðarinnar um stöðu þessara mik-
ilvægu mála“.
Guðmundur Árni segir að hann telji rétt að
trúnaði verði létt af nefndarmönnum. „Ég vil að
rætt verði um þá leynd sem hvílt hefur á til-
teknum gögnum málsins, þá einkanlega á þess-
um bréfum forsætisráðherra og forseta Banda-
ríkjanna í ljósi þess að umræðan hefur verið
mikil og byggð á hálfsannleik, getgátum og
vangaveltum,“ segir Guðmundur Árni. „Mér
finnst það eigi að birta bréfin. Svo gegnir auðvit-
að öðru máli um einstök skref og einstök atriði í
viðræðum. Það getur verið með þeim hætti að
það þurfi að halda trúnaði yfir þeim.“
Guðmundur Árni segist hafa efasemdir um að
það þjóni hagsmunum Íslands að reka málið
með þeim hætti: „Í þingsköpum er það ákvörð-
unarefni formanns eða ráðherra hvort trúnaður
sé settur á. Ég tel efni til þess að nefndin ræði
þetta. Það er svo kúnstug staða í þessum efnum.
Það eru allir að fjalla um þetta mál efnislega á
grundvelli einhverra fjölmiðlafrétta en við í ut-
anríkismálanefnd vitum auðvitað hið sanna og
rétta um stöðu málsins; a.m.k. svo langt sem það
nær. Við getum hins vegar ekki tekið þátt í um-
ræðu um málið af því að við erum bundin trún-
aði,“ segir Guðmundur Árni.
Nefndarmenn bundnir
þagnarskyldu
Í 24. gr. laga um þingsköp segir að nefndar-
menn séu bundnir þagnarskyldu ef ráðherra
eða formaður kveði svo á um. Sólveig Péturs-
dóttir bendir á að fundirnir sem haldnir hafi ver-
ið, þar sem nefndarmönnum var kynnt efni
bréfaskiptanna, hafi verið með þeim formerkj-
um að um trúnaðarupplýsingar væri að ræða.
Hún segir að til greina komi að ræða um það á
næsta fundi hvort trúnaðarbrestur hafi orðið og
upplýsingar lekið af fundum nefndarinnar til
fjölmiðla.
Sólveig áréttar einnig að það sé ekki á forræði
nefndarinnar að aflétta trúnaði um þessi skjöl
þar sem lögin segi að hvort sem er ráðherra eða
formaður kveði á um þagnarskylduna. Það sé
því misskilningur hjá Guðmundi Árna að nefnd-
in geti tekið ákvörðun um að aflétta þagnar-
skyldunni.
„Guðmundur Árni Stefánsson rökstyður
beiðni sína um fund með því að utanríkismála-
nefnd þurfi að taka ákvörðun um að aflétta trún-
aði af þessu máli. Það er auðvitað alls ekki á for-
ræði nefndarinnar að taka slíkar ákvarðanir.
Mér finnst það alveg hreint með ólíkindum
hvernig stjórnarandstaðan, einkum Samfylk-
ingin, hefur talað í þessu máli. Ég hefði haldið að
það þjónaði betur hagsmunum okkar Íslendinga
að við stæðum saman í þessu viðkvæma og al-
varlega máli fremur en að einstakir þingmenn,
og einkum Samfylkingarmenn, séu að reyna að
slá sér upp pólitískt á málinu,“ segir Sólveig.
Hún bætir því við að sér finnist sæta furðu að
ýmsir aðilar innan Samfylkingarinnar hafi tjáð
sig opinberlega um málið: „Það eru ekki bara
fulltrúar Samfylkingarinnar í utanríkismála-
nefnd sem tjá sig um þetta mál heldur bara hver
sem í næst; þ.á m. bæði þingmenn og jafnvel
varaþingmenn,“ segir hún.
Guðmundur Árni segir að Samfylkingin vilji,
auk þess að fjalla um afléttingu trúnaðar á
gögnum í málinu, ræða um embættismannafund
sem haldinn var 23. júní sl. „Ég tel það afskap-
lega eðlilegt að við fáum upplýsingar um þann
fund, hvað fór fram á honum og hvað var ákveð-
ið um næstu skref í þessari viðræðulotu. Ég tók
eftir því í Morgunblaðinu í morgun [gærmorg-
un] að aðstoðarmaður forsætisráðherra gat
þess að forsætisráðherra hafi upplýst kollega
sína á Norðurlöndum um þennan tiltekna fund
en við í utanríkismálanefnd höfum ekki fengið
neinar fregnir af honum,“ segir Guðmundur
Árni.
Vilja ræða um
embættismannafund
Hann segist telja Samfylkinguna hafa verið
ábyrga í þessu máli og að flokkurinn leggi
áherslu á að hér séu traustar varnir og segir að
boði til ríkisstjórnarinnar um náið samráð í mál-
inu ekki hafa verið tekið. „Við teljum málið graf-
alvarlegt og raunar þannig að menn eigi að vona
það besta en að vera viðbúnir hinu versta. Menn
eiga að ræða hugsanlega stöðu málsins ef nið-
urstöður samningaviðræðna við Bandaríkja-
menn leiða til verulegra breytinga á umfangi
varnarliðsins. Það er óhjákvæmilegt að menn
skoði líka þá þætti málsins og fari í gegnum allt
stafrófið í þessum efnum. Það er augljóslega allt
undir,“ segir Guðmundur Árni. Hann segir at-
burðarásina í málinu vera hraða og komið hafi
fram að tímaramminn sé knappur. „Auðvitað
ættu menn ekki að þurfa að standa í stappi við
að fá þessi alvarlegu mál rædd í þeirri nefnd
sem ber að fjalla um þau,“ segir Guðmundur
Árni.
VG vill að brugðist verði
við brotthvarfi hers
Í yfirlýsingu VG kemur fram að flokkurinn
telji mikilvægt að hlúð sé að atvinnulífi á Suður-
nesjum og hugað sé að viðskilnaði Bandaríkja-
hers við umhverfið.
„Það er úrhelt viðhorf að berjast fyrir
óbreyttu ástandi,“ segir í ályktun þingflokks
VG. „Verkefnið er að horfast í augu við veru-
leikann og semja um hvernig þessar breytingar
fara fram, enda fagnaðarefni í sjálfu sér ef unnt
er að draga úr útgjöldum til hermála hér á landi
sem annars staðar og að sá tími skuli nú í sjón-
máli að erlendur her hverfi með öllu úr landinu.“
Vinstri hreyfingin-grænt framboð og Samfylking um varnarmálaviðræður
Vilja að trúnaði á
bréfum verði aflétt
Ekki ákvörðun utanríkismálanefndar, segir
Sólveig Pétursdóttir formaður hennar
Á SUMRIN gefst krökkum góður
tími til að leika sér og þurfa ekki
að hanga inni yfir skólabókunum.
Þessir strákar sem búa á Þórshöfn
tóku lífinu með ró og voru að
hanga úti, í bókstaflegri merkingu,
þegar ljósmyndari smellti af þeim
mynd.
Morgunblaðið/Golli
Lífinu tekið með ró
LÝÐHEILSUSTÖÐ tekur til starfa
í dag. Guðjón Magnússon læknir,
sem skipaður var forstjóri Lýðheilsu-
stöðvar til fimm ára frá 1. júlí 2003 og
á samkvæmt því að hefja störf í dag,
hefur farið fram á það við Jón Krist-
jánsson, heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra, að fá frí sem forstjóri
til 15. september 2004, eða í hálfan
fimmtánda mánuð. Jón Kristjánsson,
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra, getur ekki fallist á ósk for-
stjórans um svo langt leyfi, en hefur
boðist til gefa honum frí frá störfum
til 1. október í haust, segir í frétt frá
heilbrigðisráðuneytinu. Heilbrigðis-
málaráðherra telur afar brýnt að for-
stjóri Lýðheilsustöðvar komi sem
allra fyrst til starfa, þannig að hann
geti tekið þátt í að móta og byggja
upp starfsemi stöðvarinnar. Þetta er
ástæðan fyrir því að ekki er unnt að
verða við ósk nýskipaðs forstjóra um
svo langt leyfi frá störfum þegar
stofnunin tekur til starfa.
Forstjóri settur
til bráðabirgða
Ákveðið hefur verið að setja for-
stjóra til bráðabirgða þar til forstjóri
tekur til starfa. Hlutverk bráða-
birgðaforstjóra yrði fyrst og fremst
að sinna fjármálum, starfsmanna-
málum og stjórnsýslulegu hlutverki
stofnunarinnar þar til ljóst verður
hvort auglýsa þarf eftir forstjóra og
skipa á nýjan leik.
Embætti forstjóra Lýðheilsu-
stöðvar var auglýst laust til umsókn-
ar 27. mars 2003 og að undangengnu
mati sérstakrar hæfnisnefndar var
Guðjón Magnússon læknir skipaður
forstjóri 12. maí 2003. Mánuði síðar
varð heilbrigðismálaráðherra ljóst að
skipaður forstjóri Lýðheilsustöðvar
hefði sjálfur ekki gert upp hug sinn
hvort hann tæki stöðuna eða ekki.
Hefur síðan verið gengið eftir svari
forstjóra. Af hálfu ráðherra hefur
verið lögð rík áhersla á að ákvörðun
lægi fyrir sem allra fyrst þannig að
unnt yrði að gera nauðsynlegar ráð-
stafanir fyrir 1. júlí 2003, þegar Lýð-
heilsustöð tekur til starfa lögum sam-
kvæmt, meðal annars til að forðast
óvissu þeirra starfsmanna sem vinna
að forvarnamálum á vettvangi ráð-
anna og falla undir starfsemi Lýð-
heilsustöðvar frá 1. júlí nk.
Miður að skapast
hafi óvissa
Heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra þykir miður að skapast skuli
hafa óvissa um starfsemi Lýðheilsu-
stöðvar vegna málefna forstjóra sem
leiðir óneitanlega til þess að stöðin
tekur ekki til starfa af fullum krafti
strax. Þau ráð og nefndir sem sam-
einuð verða undir hatti Lýðheilsu-
stöðvar munu starfa áfram og tryggt
er að engin breyting verður á högum
starfsfólks, segir í frétt frá heilbrigð-
isráðuneytinu.
Lýðheilsustöð tekur til starfa í dag
Ekki fallist á
beiðni forstjóra
um ársleyfi
Guðjón Magnússon Jón Kristjánsson
VEGNA fréttar í Morgunblaðinu
sunnudaginn 29. júní s.l. vill fram-
kvæmdastjórn Íþrótta- og ólymp-
íusambands Íslands koma eftirfar-
andi á framfæri:
„Framkvæmdastjórn ÍSÍ setti
fram þá ósk við alþjóða Ólympíu-
hreyfinguna að Júlíusi Hafstein
yrði skipt út úr umhverfisnefnd
IOC. Ástæða þess að þessi ósk var
sett fram er einföld, Júlíus hafði
sett sig í algera andstöðu við þá-
verandi stjórn og forseta ÍSÍ. Var
það talið mjög óheppilegt að ekki
væri fullur trúnaður á milli stjórn-
ar ÍSÍ og þeirra sem sátu í nefnd-
um fyrir samtökin á alþjóðavett-
vangi. Upphlaup Júlíusar Hafstein
kemur þeim ekki á óvart sem
þekkja þessa sögu. Þessi atlaga
hans að stjórn ÍSÍ undirstrikar að
fullt tilefni var til að óska eftir
þessum breytingum.“
Morgunblaðið snéri sér til Ell-
erts B. Schram, forseta ÍSÍ, í
framhaldi af frétt blaðsins á
sunnudag. Ellert vildi ekki tjá sig
um málið og vísaði til framan-
greindrar samþykktar fram-
kvæmdastjórnar ÍSÍ, sem gerð var
á fundi hennar í gær.
Athuga-
semd
frá ÍSÍ
MAÐUR féll 3 metra af svölum ný-
byggingar í Árbæjarhverfi í
Reykjavík um miðjan dag á sunnu-
dag en maðurinn var að vinna við
klæðningu á þakskyggni er hann
féll niður. Hann fékk langan skurð
á höfuðið ofan við hægra eyra og
var fluttur með sjúkrabifreið á
slysadeild.
Féll þrjá metra
af svölum
♦ ♦ ♦