Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 179. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Ris glæpa- sögunnar Katrín Jakobsdóttir fjallar um Arnald Indriðason | Lesbók 4 Leðurbarki í loftunum Rætt við flugmanninn og rokk- arann Bruce Dickinson | Fólk 48 Svo bregðast krossbönd Tíð krossbandsslit hjá knattspyrnumönnum | Íþróttir 44 SILVIO Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, kann að hafa komið af stað nýrri pólitískri orða- sennu í gær þegar hann tilkynnti að hann hefði ekki beðið Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, afsök- unar þegar þeir ræddust við í síma í fyrradag. Berlusconi hafði þá valdið miklu uppnámi á Evrópuþinginu með því að líkja þýskum þingmanni við fangavörð í útrýmingarbúðum nasista. Schröder hafði krafist afsökunar- beiðni frá Berlusconi vegna ummæl- anna og að símtali þeirra loknu sagt að pólitísk samskipti landanna væru komin í eðlilegt horf á ný. „Ég baðst ekki afsökunar,“ sagði forsætisráðherrann á blaðamanna- fundi með fulltrúum framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins (ESB) að loknum fundi þeirra í gær. Þá sagðist hann hafa tekið skýrt fram við kanslarann að sér hefði misboðið frammíköll þýska þingmannsins. „Hvað Evrópuþingið varðar er af- staða mín sú sama,“ sagði hann og gaf til kynna að hann hygðist ekki biðja þingið afsökunar á framferði sínu. Þýska stjórnin kvaðst líta svo á að Berlusconi hefði beðist afsökunar. Kveðst ekki biðjast afsökunar  Berlusconi/14 Silvio Berlusconi Róm. AFP. ARABÍSKA sjónvarpsstöðin Al-Jazeera sendi í gær út hljóðritað ávarp manns, sem kvaðst vera Saddam Hussein, þar sem hann sagðist vera í Írak og stjórna árásum sem gerð- ar hefðu verið á banda- ríska hernámsliðið að und- anförnu. Hann hvatti alla Íraka til að taka þátt í and- stöðunni gegn hernámslið- inu. Al-Jazeera kvaðst hafa fengið hljóðupptökuna í gegnum síma í gær, á þjóðhátíðardegi Banda- ríkjanna og ekki hafa neina ástæðu til að ætla að hún sé fölsuð. Sérfræðingar bandarísku leyniþjónust- unnar rannsaka nú upptökuna og líklegt er að það taki nokkra daga. „Við getum ekki staðfest að hún sé ófölsuð,“ sagði talsmaður leyniþjónustunnar. Fréttamenn og fleiri, sem hafa oft hlýtt á ræður Saddams, sögðu hins vegar að svo virtist sem þetta væri rödd hans. „Hvar eru gereyðingarvopnin?“ Á upptökunni kemur fram að ávarpið var flutt 14. júní. „Bræður og systur, ég færi ykkur góðar fréttir: myndaðir hafa verið hópar til að heyja heilagt stríð,“ sagði ræðu- maðurinn. Hann neitaði ásökunum Bandaríkja- manna um að Írakar réðu yfir efna- og sýkla- vopnum og hefðu ætlað að verða sér úti um kjarnavopn. „Þeir stefna að því að leggja Írak í rúst og það sem þeir kölluðu gereyð- ingarvopn var ekkert annað en átylla til að ná því markmiði. Ég spyr innrásarliðið, hvar eru gereyðingarvopnin?“ Ræðumaðurinn varði skjótt fall stjórnar Saddams eftir innrásina í mars og kvaðst hafa neyðst til að „fórna“ völdunum. Hann hótaði fleiri árásum á bandaríska hermenn og hvatti Íraka til að aðstoða árásarmennina og neita að eiga samstarf við hernámsliðið. Ræðumaðurinn kvaðst vera í Írak með fá- mennum hópi „félaga“. Saddam Hussein sást síðast opinberlega í Bagdad 9. apríl, daginn áður en innrásarliðið náði borginni á sitt vald. Bandaríkjaher gerði að minnsta kosti tvær tilraunir til að verða Saddam að bana með loftárásum en aldrei hefur verið sannað að þær hafi tekist. Hótar fleiri árás- um í Írak Saddam Bagdad. AP, AFP.  Ellefu Írakar/14 Nýtt ávarp sem Saddam Hussein er sagður hafa flutt ALLS 245 kílóum af sprengiefni var stolið úr geymslu á Hólmsheiði, norðan Suðurlandsvegar, austan Rauðavatns, aðfaranótt föstudags. Sprengiefnið var í eigu fyrirtækis í Reykjavík, Ólafs Gíslasonar & co., sem hefur átt umboð fyrir innflutn- ingi sprengiefnis allt frá árinu 1963. Umhverfis geymsluna er há vírgirð- ing, sem þjófarnir klipptu gat á. Síð- an beittu þeir klippum og borvélum á voldugar hurðir úr sérstyrktu stáli og komust þannig að sprengi- efninu. Ekki telst öruggt að hafa rafmagn eða þess háttar gæslu í grennd við sprengiefni vegna hættu á neistum, en í gærkvöldi höfðu ör- yggisverðir Öryggismiðstöðvar Ís- lands tekið sér stöðu við veginn að geymslunni. Bæði er um að ræða dýnamít í túpum og rúllum, en ekki var rænt hvellettum eða öðrum kveikibúnaði. Meðferð og notkun sprengiefnis er aðeins á færi kunnáttumanna og er meðhöndlun annarra á efnum sem þessum stórhættuleg. Engin áföll í fjörutíu ár Benedikt Einar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ólafs Gíslasonar & co., segir málið hið alvarlegasta. „Fyrirtækið hefur flutt inn sprengi- efni í 40 ár, óhappalaust. Að vísu hefur verið reynt að fara inn í þessa geymslu, en ekki tekist fyrr en nú,“ sagði Benedikt í gærkvöldi. „Okkur var verulega brugðið að koma að þessu og greinilegt að ránið var skipulagt í þaula. Það líkist helst at- riði úr glæpamynd.“ Segir Benedikt að fjárhagslega sé tapið ekki mikið, hins vegar séu yfirmenn fyrirtæk- isins mjög uggandi yfir því að efnið sé komið í hendur aðila sem ekki kunna með það að fara. Efnið er notað við sprengingar við bygginga- framkvæmdir, jarðgöng og virkjan- ir. Reglugerð um geymslur fyrir sprengiefni var sett árið 1999 og stóðust geymslur fyrirtækisins kröfur sem þar eru settar að sögn Benedikts. Lögreglan í Reykjavík biður alla sem hafi orðið varir við mannaferðir á svæðinu eða hafi upplýsingar um hvar sprengiefnið sé niður komið, að hafa samband hið fyrsta. Morgunblaðið/Júlíus Sprengiefnageymslur Ólafs Gíslasonar & co. á Hólmsheiði. Hægra megin við hliðið má sjá hvernig gatinu á vírnetinu hefur verið lokað. Beittu klippum og borvélum á stálhurðir Öryggisverðir Öryggismiðstöðvar Íslands við veginn að geymslunni. Greinilegt að ránið var skipulagt í þaula, segir framkvæmdastjóri Ólafs Gíslasonar & co.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.