Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR Bretar, sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkum og eru í fangabúðum Bandaríkjamanna við Guantanaomoflóa á Kúbu, eru í hópi fyrstu sex fanganna sem kunna að verða dregnir fyrir herrétt í Banda- ríkjunum, að því er breska utanríkis- ráðuneytið greindi frá í gær. Menn- irnir heita Moazzam Begg, frá Birmingham, og Feroz Abbasi, frá Surrey, suður af London. Bandarískir embættismenn hafa neitað að nafngreina mennina sex, en sagt að þeir séu allir grunaðir um að vera ýmist meðlimir í hryðju- verkasamtökum Osama bin Ladens, al-Qaeda, eða hafa með öðrum hætti tekið þátt í hryðjuverkastarfsemi. Næsta skref sé að saksóknari leggi drög að kærum á hendur einhverjum þeirra eða þeim öllum. Ekki sanngjörn málsmeðferð Faðir Beggs, Azmat Begg, kvaðst óttast að sonur sinn hljóti ekki sann- gjarna málsmeðferð. „Þetta verður herréttur, dómarinn verður úr hern- um þótt sonur minn sé óbreyttur borgari,“ sagði Azmat Begg. „Þetta er ekki réttmætt. Það er óréttlátt að stjórnvöld eða herinn tilnefni full- trúa í réttinn. Það ætti óháður aðili að gera.“ Azmat neitaði því að sonur sinn hefði nokkurntíma verið í al- Qaeda. „Hann er heiðvirður fjöl- skyldumaður.“ Moazzam Begg er 35 ára og hefur verið í haldi á Kúbu í hátt í fimm mánuði, og þar á undan var hann í fangelsi í Afganistan í um það bil ár, skv. upplýsingum breska þrýsti- hópsins Fair Trials Abroad (Sann- gjörn réttarhöld erlendis). Segir hópurinn ennfremur að Moazzam, sem er fjögurra barna faðir, hafi ver- ið handtekinn í Pakistan í febrúar 2002 og vera kunni að þeir sem hand- tóku hann hafi farið mannavillt. Hinn Bretinn, Abbasi, er 23 ára og sagði lögfræðingur hans, Louise Christian, að móðir hans væri í öng- um sínum vegna þess að sonur henn- ar kynni að verða dreginn fyrir her- rétt. „Hann var einungis 19 ára þegar hann fór að heiman og það er óhugsandi að hann geti hafa verið háttsettur félagi í einhverjum sam- tökum,“ sagði Christian. Abbasi hefur verið í haldi Banda- ríkjamanna síðan í janúar í fyrra. Breskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu í nóvember að bresk stjórnvöld gætu ekki skorist í leik- inn, jafnvel þótt fangelsun Abbasis væri „lagalega óviðunandi“. Lög- menn hans segja að skv. mannrétt- indaskuldbindingu Breta sé þeim skylt að krefjast þess að Bandaríkja- stjórn annaðhvort láti hann lausan eða ákæri hann og leyfi honum að hafa samband við lögfræðing. Framkvæmdastjóri Fair Trials Abroad, Stephen Jakobi, sagði að væntanleg herréttarhöld í Banda- ríkjunum yrðu þannig úr garði gerð að öruggt væri að sakfelling fengist. „Bandaríska varnarmálaráðuneytið mun tilnefna dómara og saksóknara, stjórna vörninni og setja leikregl- urnar í réttarhöldunum,“ sagði Jak- obi. „Markmiðið virðist aðeins vera eitt – að tryggja sakfellingu. Ef þeir væru reiðubúnir til að kalla þessa menn fyrir venjulegan, bandarískan dómstól myndu sönnunargögnin ekki hrökkva til.“ Áströlsk stjórnvöld segja að þar- lendur ríkisborgari, David Hicks, sé einnig á meðal þeirra sex sem kunni að verða kvaddir fyrir herrétt. Tveir Bretar meðal sex fanga er kunna að verða kvaddir fyrir herrétt Bandaríkjamenn sagðir vilja tryggja sakfellingu AP Azmat Begg, faðir Moazzams Begg, heldur á mynd af syni sínum. London. AP. HUNDRUÐ manna hafa undanfarna daga lagt leið sína út á hveitiakur í grennd við Fairfield í Kali- forníu í Bandaríkjunum til að skoða þessa dularfullu hringamynd sem uppgötvaðist fyrr í vikunni. Hafa hveitiöxin verið troðin niður á kerfisbundinn hátt til að mynda þessa hringi. Það var eigandi akursins sem uppgötvaði myndina, en ekki er vitað hvernig hún er til komin. Reuters Dularfullir hringir SVOKALLAÐIR drápssniglar hafa gert dönskum garðeigend- um lífið leitt undanfarið. Snigl- arnir sem hafa fengið þetta mið- ur fallega nafn eru í raun stórir skógarsniglar frá Íberíuskaga sem bárust til Danmerkur fyrir um áratug, að því er segir í Jyl- landsposten. Þeir eta allt sem fyrir þeim verður í garðinum, róta upp beðum og skilja allstað- ar eftir sig óskemmtilega slóð af þykku slími. Sjóðandi vatn, bjór, salt, eit- ur, sníkjudýr og sniglaspaðar eru á meðal þess sem garðeig- endur prófa að nota í baráttunni við sniglana. Erfitt reynist þó að útrýma sniglunum því þeir fjölga sér hratt, en hver snigill verpir um 400 eggjum á ári. Berjast við drápssnigla SKIPULEGGJENDUR Ólympíu- leikanna í Aþenu lýstu því yfir í gær að þeir kæmu hvergi nærri áformum borgaryfirvalda um að fjölga vændis- húsum í borginni fyrir Ólympíuleik- ana 2004. „Málið snertir okkur ekki,“ sagði Serapheim Kotrotsos, talsmað- ur skipulagsnefndar leikanna. Í síðasta mánuði greindu borgaryf- irvöld í Aþenu frá því að þau hefðu farið þess á leit við ríkisstjórnina að hún rýmkaði löggjöf um vændi til að takast á við straum vændiskvenna til landsins meðan á leikunum stendur. Vændi er leyfilegt í landinu en með nokkrum takmörkunum þó, þar sem það má einungis fara fram á vændis- húsum sem hafa opinbert leyfi til að reka slíka starfsemi. Íþrótta- og ólympíusamband Ís- lands hefur sent Alþjóðaólympíu- nefndinni bréf þar sem það segist líta málið alvarlegum augum enda eigi Ól- ympíuleikar ekki að vera skálkaskjól fyrir kynlífsstarfsemi. Þá hefur ríkis- stjórn Svíþjóðar mótmælt tillögun- um. Fjallað um Feministafélagið Í breska blaðinu Guardian er greint frá því í umfjöllun um málið að Feministafélag Íslands hafi fordæmt tillögur borgaryfirvalda í Aþenu. Þar er m.a. rætt við Kristínu Ástgeirs- dóttur, ráðskonu hjá Feministafélag- inu, sem segir að tillögur yfirvalda í Aþenu séu í mótsögn við anda Ólymp- íuleikanna. „Tilgangur leikanna er að senda skilaboð um heilbrigði, frið, jafnrétti kynjanna og samvinnu,“ seg- ir hún. Ira Valsamaki, talsmaður borgar- yfirvalda í Aþenu, segir í viðtali við AFP-fréttastofuna að tilgangur til- lögunnar hafi ekki verið að rýmka reglur um vændi heldur þvert á móti að tryggja að farið verði eftir þeim á meðan á Ólympíuleikunum stendur. Styður ekki rýmri löggjöf um vændi Aþenu. AFP. HWANG Jang-Yop, sem áður var í æðsta valdahring stjórn- valda í Norður-Kóreu, sagði í gær, að Kim Jong-Il, leiðtogi landsins, hefði sagt sér, að stjórnin hefði þá þegar verið komin með kjarnorkuvopn. Gerðist þetta rétt áður en Hwang flýði til Suður-Kóreu. Sagði hann einnig, að N-Kóreu- stjórn hefði samið við Pakistan- stjórn 1996 um aðstoð við að auðga úran í kjarnasprengjur. Hwang var á sínum tíma aðalrit- ari Verkamannaflokks N-Kóreu og helsti höfundur sjálfsþurfta- búskaparins, sem er megininn- takið í n-kóreskum kommún- isma. Fram hefur komið að bandaríska leyniþjónustan teldi, að N-Kóreumenn væru að smíða litla kjarnaodda, sem unnt væri að skjóta með eldflaugum. Barry White látinn BANDARÍSKI söngvarinn Barry White lést af völdum nýrnasjúkdóms í gærmorgun, 58 ára að aldri. White, sem fékk gælu- nafnið „ástar- rostungurinn“ í poppheimin- um, hafði beðið eftir því að komast í nýrnaskiptaaðgerð. Á meðal þekktustu laga hans voru „Can’t Get Enough of Your Love“ og „You’re The First, The Last, My Everything“. Átökum lokið á Fílabeins- ströndinni STRÍÐANDI fylkingar á Fíla- beinsströndinni lýstu því form- lega yfir í gær að borgarastíðinu í landinu væri lokið. Lýstu deil- endur yfir stuðningi sinum við Laurent Gbagbo forseta, næst- um tíu mánuðum eftir að átök brutust fyrst út sem miðuðu að því að velta Gbagbo úr sessi. Endalokum stríðsins var lýst yf- ir við hátíðlega athöfn sem leið- togar þriggja hreyfinga upp- reisnarmanna sóttu, sem og hersveitir sem styðja Gbagbo. Þá var forsetinn sjálfur við- staddur. Súdeta- Þjóðverjar vilja bætur LEIÐTOGAR tékknesku stjórnmálaflokkanna komu saman í gær til að ræða viðbrögð við vaxandi kröfum um, að fólk af þýsku bergi brotið, sem var rekið frá Tékkóslóvakíu eftir stríð, fengi bætur. Að lokinni Flauelsbyltingunni 1989 voru sett lög um bætur til þeirra, sem kommúnistar höfðu svipt eigum sínum, en ekkert hróflað við Benes-tilskipuninni frá 1945. Með henni voru þrjár milljónir Súdeta-Þjóðverja reknar burt og eigur þeirra gerðar upptæk- ar. Tékkar vísa kröfum um bæt- ur á bug og vísa til þess, að Súd- eta-Þjóðverjar studdu margir nasista, en óttast, að þetta mál geti haft slæm áhrif á væntan- lega aðild þeirra að Evrópusam- bandinu. STUTT Norður- Kórea með kjarnavopn fyrir 1997? Barry White
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.