Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 33
Elsku Dæja mín, mig langar til að skrifa nokkrar línur og þakka þér fyrir mig. Ég fékk að vera í sveit hjá ykkur Steina og ömmu mörg sumur í Mið- hlíð, og þaðan á ég margar góðar og skemmtilegar minningar, t.d. um heyskapinn, kýrnar, gönguferðirnar og baðferðir í sjóinn. Ég fékk að strokka smjör og skilja mjólk og taka þátt í flestum bústörfum. Það var stutt á milli ykkar systra. Þegar ég kom vestur um daginn til að kveðja Lóu frænku datt mér ekki í hug að það væri í síðasta sinn sem ég sæi þig, eða heyrði í þér. Við átt- um góða stund saman þegar ég heimsótti þig á spítalann. Á leiðinni suður fór ég með Eddu inn í Miðhlíð, og stoppaði góða stund. Ég horfði í allar áttir, og rifjaði um leið upp liðna tíð. Veðrið var yndislegt, sól og bjart yfir, og það glampaði á jökulinn, þann sama jök- ul og ég sé alltaf úr gagnstæðri átt. Ég ætla að kveðja þig með erindi úr ljóði sem þú hafðir svo mikið dálæti á þegar ég var stelpa. Nú andar suðrið sæla vindum þýðum; á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi ísa, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. (Jónas Hallgrímsson.) Ég bið góðan Guð að styðja fjöl- skyldu þína. Þín frænka, Jónína Ólafsdóttir. Þegar ég frétti um andlát Dagnýj- ar vinkonu minnar frá Ytri-Miðhlíð brutust fram margar minningar vegna atburða sem gerst hafa í ár- anna rás. Sú minning sem sterkust er og hefur aldrei gleymst er orðin um 55 ára gömul. Atvikið sem skóp þessa sterku minningu varð um haust. Það var búið að smala, draga sundur og fé komið til sinna eigenda. Þetta haust voru bændur af Snæ- fellsnesi að kaupa líflömb í Barða- strandarhreppi og hófust kaupin á ysta bænum, Siglunesi. Mér var falið að sjá um reksturinn inn að Brjáns- læk og bæta við rekstrarmönnum eftir því sem lömbunum fjölgaði. Þennan dag var suddarigning og voru sumir rekstrarmenn orðnir blautir. Á meðan fjárkaupsmenn voru að velja sér lömb af Miðhlíðar- bæjunum sendi Dagný eftir rekstr- armönnum til að gefa þeim hress- ingu. Þegar hún sá útganginn á mér, þar sem ég stóð í dyrunum rennandi blautur, sagði hún: „Eitthvað verð ég að gera. Þú færð lungnabólgu ef þú verður svona í allan dag.“ Rekstrarmenn voru leiddir til borðs en ég var settur til hliðar og svo gott sem afklæddur og fötin sett á ofna. Svo neri hún í mig hita með hand- klæðinu um leið og hún þurrkaði á mér skrokkinn. Síðan kom hún með bala með heitu vatni. Í hann fóru fæturnir sem hún þvoði og nuddaði þangað til blóðið streymdi fram í hverja tá. Þegar þessu var lokið fékk ég að borða. Aðrir rekstrarmenn fóru út að huga að lömbunum er þeim hafði verið sinnt, en ég sat inni svo lengi sem bændur voru að höndla í réttinni. Þá var ég færður í þurra sokka og fötin, þá orðin hálf- þurr. Þessi minning er ætíð ljóslif- andi hið innra með mér og lýsir hjartahlýju og gestrisni Dagnýjar vinkonu minnar. Ég veit að ég var ekki einn um að fá svona móttökur. Ég þakka „Honum“ sem öllu ræð- ur að hafa fengið að vera samferða svo góðri konu sem Dagný var. Að- standendum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Sigurður Magnússon. Okkur langar með fáeinum orðum að kveðja Dagnýju Þorgrímsdóttur. Dagnýju kynntumst við þegar þau hjónin Steingrímur Friðlaugsson og hún bjuggu myndarbúi í Ytri-Mið- hlíð. Samhent voru þau í snyrti- mennsku og reglusemi við búskap- inn og öllum þeim störfum sem þau komu að. Fyrir um fimmtán árum tengdust fjölskyldur okkar þegar yngstu börn okkar felldu hugi saman og hófu síð- ar sambúð. Margar góðar stundir höfum við átt saman þessi ár, bæði á heimili barna okkar á Patreksfirði og í Ytri-Miðhlíð. Þar nutum við gestrisni þeirra hjóna og hlýju. Fyr- ir þessar stundir og öll þau gæði sem hún ævinlega sýndi okkur og fjöl- skyldu okkar þökkum við af alhug. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra sendum við samúðarkveður. Guð blessi minningu góðrar konu. Erna og Jón. Í dag kveðjum við mæta og ljúfa konu, Dagnýju Þorgrímsdóttur, hús- freyju í Miðhlíð á Barðaströnd yfir hálfa öld, á þeim tíma sem mesta framfaratímabil sögunnar rennur í gegn. Jafnan var stórt heimili í Mið- hlíð og nóg að starfa, mjög oft um 10 manns í heimili meðan börnin voru að alast upp og enn fleiri á sumrin. Foreldrar Dagnýjar, sem búið höfðu í Miðhlíð allan sinn búskap, áttu þar sitt ævikvöld við umhyggju þeirra hjóna, Steingríms og hennar. Þess utan voru oft annarra börn í sumar- dvöl og einnig að vetrinum þegar farskólinn var í Miðhlíð. Þá var kennarinn þar til húsa og nokkur börn til viðbótar þeirra eigin börn- um. Þetta þótti sjálfsagt þá en þætti eflaust mikið í dag enda segir sig sjálft að dagur húsmóðurinnar hefur verið langur. Allt bakað til heimilisins, bæði brauð og kökur auk hefðbundinnar matreiðslu. Í sveitinni þurfti líka að mjólka kýrnar og sinna alls konar vinnu eftir árstíðum. Menntun var í heiðri höfð í Miðhlíð og alltaf var tími fyrir námið hjá okkur börnun- um. Eftir því sem á leið og þau höfðu meiri tíma lásu þau mikið og þá stundum hvort fyrir annað og einnig ef þau þurftu að leyfa hinu að taka þátt í því sem lesið var. Dagný var söngelsk og kunni mikið af sönglög- um og danskvæðum og tók þátt í leikstarfsemi í sveitinni sinni fyrr á árum. Nú seinni árin var hún orðin heilsulítil og dvaldist á Heilbrigðis- stofnun Patreksfjarðar og erum við systkinin innilega þakklát starfsfólki þar fyrir hlýju og góða umönnun. Þar lífgaði Dagný upp á umhverfi sitt með því að vera hvatamaður að söng með öðrum dvalargestum með- an heilsa leyfði. Já, margs er að minnast og margt hef ég að þakka, þegar þessi hjón voru nýgift að taka við búi tóku þau einnig að sér fóstur- barn sem þetta ritar og fékk ég og síðar öll mín fjölskylda að njóta hjartagæsku þeirra og örlætis á öll- um tímum. Dagný var einstaklega minnug og hélt heilli hugsun og fylgdist vel með, bæði á opinberum vettvangi og hvað allir í fjölskyld- unni voru að gera. Þá mundi hún eft- ir afmælum allra og hringdi til við- komandi, nú síðast 6. júní hringdi hún tvisvar til nöfnu sinnar Þor- grímsdóttur af því sú stutta var úti. Hennar verður sérstaklega minnst fyrir umhyggju sína og hjálpsemi við náungann í einu og öllu og fengu ófáir af samferðamönnunum að njóta þess. Dagný var mjög trúuð kona og mun trúarljós hennar og það uppeldi sem við fengum lýsa okkur um ókomna tíð. Eitt var það sem okkur systkinun- um þótti einstaklega skemmtilegt, það var þegar sest var saman og hún sagði okkur frá ,,gömlu dögunum“ eins og við orðuðum það. Þá rifjaði hún upp ýmsar sögur og var hrókur alls fagnaðar og með glettni í augum sagði hún eitt sinn ,,Af hverju hlóg- um við svona mikið?“ Elsku mamma mín, ég kveð þig með söknuði og þakka þér fyrir allar góðu minning- arnar, ég veit að nú ertu komin til Steina þíns og ykkur líður vel. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Þín Unnur Breiðfjörð. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 33 ✝ Elísabet Boga-dóttir fæddist á Kaupangi í Eyjafirði 5. október 1909. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Guðný Pálsdóttir og Bogi Ágústsson. Börn þeirra eru: Brynhild- ur, látin, Þorsteinn, látinn, Bekkhildur, látin, Elísabet, sem hér er minnst, og tvíburarnir Júlíus, látinn, og Haraldur, býr á Akur- eyri. Árið 1938 giftist Elísabet Jóni Kristjánssyni, f. á Ísafirði 1. jan- úar 1904, d. 17. nóv- ember 1999. Börn þeirra eru Gréta, f. 1938, Guðbjörg, f. 1940 og Bogi Brynj- ar, f. 1943. Fyrir átti Elísabet dóttur sem hét Jónína Guðný Guðjónsdótt- ir, f. 1931, d. 1973. Jón og Elísabet bjuggu á Akureyri, til ársins 1952 er þau fluttu til Reykjavíkur og síð- an þaðan til Grinda- víkur árið 1980, þar sem þau bjuggu til æviloka. Útför Elísabetar verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Fáir sem feður, engin sem móðir. Elsku hjartans mamma mín, ég ætla ekki að segja: Nú ertu farin frá okkur, því ég veit að þú verður alltaf hjá okkur, bara á annan hátt. Þú ert búin að skila þínu hlutverki hér á jörð- inni 93 ára gömul og gerðir það með sóma, betri mamma var ekki til í mín- um huga, hjartað stórt og mildin mik- il. Þú varst aldrei þiggjandi alltaf gef- andi. Það er svo erfitt að skrifa um þig í stuttu máli, ég þyrfti helst heila bók. En hvar á að byrja? Bernskan er mér efst í huga, ég átti yndislega æsku og þú áttir stærsta þáttinn í því. Þakka þér fyrir það, mamma mín. Þakka þér fyrir hlýju hendurnar þínar sem vermdu mínar köldu barnshendur þegar ég kom inn úr kuldanum. Þakka þér fyrir köldu hendurnar þín- ar sem þú lagðir á enni mitt þegar ég lá veik, þá voru þær svo svalandi og allt varð svo gott. Þakka þér fyrir all- an stuðninginn þegar ég missti mann- inn minn, þá þurfti ég virkilega á þér að halda og þú brást ekki frekar en venjulega. Þú breiddir faðm þinn yfir börnin mín og barnabörn, þakka þér fyrir það. Þú varst með breiðasta faðm í heimi, hann náði yfir allt. Allir sem kynntust þér elskuðu þig, bæði menn og málleysingjar. Það leituðu allir til þín ef eitthvað bjátaði á og enginn fór bónleiður til búðar. Þú varst kletturinn sem stóð upp úr án þess að kikna. Hvernig er hægt að launa svona konu? Það er erfitt, en við systurnar fengum þó tækifæri til þess með því að hugsa algjörlega um þig síðustu mánuði. Við lofuðum þér því að þú færir aldrei á elliheimili eða frá okkur fyrr en æðri máttarvöld tækju yfir og við þetta stóðum við. Hinn 18. júní fékkstu áfall og varst flutt á spít- ala, hinn 29. júní ertu dáin. Guði sé lof að þú þurftir ekki að bíða lengi eftir að fá hvíldina. Þú varst falleg í lifanda lífi og þú varst líka falleg á dánarbeðin- um. Elsku Bubba og Bogi, þakka ykk- ur fyrir ykkar framlag til að mömmu liði sem best og væri ekki ein. Bubba mín, þakka ég þér fyrir að gera allt sem þú gerðir fyrir mömmu og pabba, þú veikst ekki frá þeim í sjö ár. Ég bið góðan Guð að hjálpa okkur að vera sama samheldna fjölskyldan þótt mamma sé farin. Ég veit það verður. Við höldum áfram að vera „ítalska“ fjölskyldan, ekki bara fyrir þig, elsku mamma mín, heldur fyrir okkur öll, því við elskum hvert annað. Þín dóttir Gréta. Mig langar til þess að minnast konu sem var mér fyrirmynd í lífinu, sem ég elskaði og dáði. Hún studdi mig á allan hátt, bæði til jákvæðra verka og ekki síst þegar lífið hjá mér virtist vera svo erfitt að ekki þótti neinn tilgangur með að lifa því lengur. Þegar ég var lítil stúlka vildi ég bara vera hjá ömmu. Þar var skjólið, þar var ég svo mikils virði. Ég minnist þess hve gott var að fá að sofa á milli ömmu og afa í stóra rúminu og alltaf fékk ég að kúra í faðmi ömmu og þannig sofnaði ég oftast værum blundi. Alltaf var svo öruggt og rólegt hjá henni ömmu, hún sagði mér svo margt, hún var aldrei að flýta sér. Oft var glens og gaman hjá fullorðna fólk- inu við spilamennsku langt fram eftir öllu og þá var svo gaman að hlusta, læra og fá að vera með. Amma hafði svo ríka réttlætiskennd. Þegar ósætti og leiðindi komu upp í fjölskyldunni var það oftar en ekki hún sem kom á sáttum eða kom skoðunum sínum það vel á framfæri að ekki var hægt annað en að leysa málin, hún tók ekki annað í mál, þannig að það sem henni fannst eða það sem hún sagði var alltaf merkilegast þegar upp var staðið. Enginn er gallalaus eins og hún svo oft minnti okkur á og það var hún amma mín ekki heldur, en hún var mjög sterkur persónuleiki með hjart- að á réttum stað. Ég vil þakka henni fyrir allt það sem hún gaf mér og kenndi mér um lífið. Ég er sannfærð um að það nýja líf sem ég öðlaðist eft- ir margra ára baráttu við Bakkus og eiturlyf hefði ég aldrei öðlast nema með stuðningi hennar og trú hennar á mér, en hún missti aldrei trúna á að ég gæti þetta og hún studdi mig í ein- lægni og fórnaði sér algjörlega fyrir mig og börnin mín. Tímarnir hafa breyst í þjóðfélaginu og allir lifa fyrir sig og tala um að eiga tíma fyrir sig. Lífið hennar ömmu var fjölskylda hennar og að eyða sem mestum tíma með henni. Oft talaði hún um hvað allir væru góðir við sig og virtist ekki skilja af hverju við sótt- umst öll eftir að vera með henni og fá að dekra við hana til dauðadags. Amma mín uppskar eins og hún sáði. Hún varð aldrei nein byrði á okkur þrátt fyrir háan aldur og börnin henn- ar tóku ekki í mál annað en að hugsa um hana og leyfa henni að njóta þess að vera heima. Þannig að ég lít á það sem forréttindi að hafa átt hana að og bið guð að blessa hana og varðveita. Ég elska þig mikið og alltaf. Þín Elísabet Kristjánsdóttir (Dottý). Við viljum þakka þér, amma mín, fyrir að hafa þekkt þig í þessi ár sem við höfum lifað og hafa verið til staðar þegar ungt fólk vissi ekki viti sínu um veraldlega hluti. Þá var gott að eiga ömmu sem hafði séð tímana tvenna og hafði reynt ýmislegt á sinni löngu ævi. Þegar við hugsum til baka þá eru það forréttindi að hafa átt ömmu og afa sem var alltaf gott að heimsækja og fá kleinu eða eitthvern annan glaðning með kaffinu. Samband þitt við okkur barna- og barnabarnabörnin var ein- stakt og mun lifa með okkur um ókomna tíð. Okkur er minnisstætt hversu afi okkar hann Jón Kristjáns- son var skemmtilegur maður og mik- ill hagyrðingur. Þá kemur það upp í huga okkar að þú, amma, varst ekki síðri hagyrðingur en hann. Okkur er einnig minnisstætt þegar sá er hér ritar fyrir fjölskylduna að Suðurvör 14, var spurður í blaðaviðtali hver væri fallegasta kona sem hann hefði séð. Þá svaraði hann umhugsunar- laust, það er hún Elísabet Bogadóttir, amma mín. Við viljum ekki hafa þessi orð fleiri, en við vitum að Dúa, Halli, afi og Tralli taka vel á móti þér. Fjölskyldan að Suðurvör 14, Grindavík. Elsku amma og langamma. Okkur langar að minnast þín með þessum orðum. Það er okkur í fersku minni þegar við komum í heimsókn. Þá var iðulega fullt af fólki við eldhúsborðið að spila og aldrei vantaði góða skapið. Alltaf var heitt á könnunni, hlaðnir diskar af þínum einstöku kleinum og lummum og aldrei var hann Tralli skilinn útundan. Þín verður sárt sakn- að, þó sérstaklega af Berglindi þar sem þú varst henni svo kær. Við vit- um öll að þú ert hvíldinni fegin og við vitum líka að afi bíður þín með spila- stokkinn í hendinni. Elsku amma, við kveðjum þig með þessu ljóði: Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Hvíl þú í friði. Jón Þór, Þóra, Eyrún, Berg- lind og Hallgrímur. Elsku langalanga amma mín. Ég vil þú vitir að þú ert besta amman mín. Nú ert þú komin í himnaríki og hittir loks hann afa minn. Nú hættir þú að vera veik og ég veit að þér líður mjög vel núna. Takk fyrir allt. Ég bið Jesú að passa þig og varð- veita. Þín Elísa Dóra Theodórsdóttir. ELÍSABET BOGADÓTTIR Elskulegur faðir okkar og sambýlismaður, KARL SIGURÐSSON, lést á Landspítalanum Hringbraut föstudaginn 4. júlí. Steinunn Karlsdóttir, Jóhann Karlsson, Þorbjörg Karlsdóttir, Áslaug Magnúsdóttir og aðrir vandamenn. Þökkum sýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför bróður okkar og frænda, ÞORLÁKS STEFÁNSSONAR, Hnappavöllum, Öræfum. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilis- ins Skjólgarðs fyrir hlýja og alúðlega umönnun. Einnig þökkum við öllum þeim sem heimsóttu Þorlák á hjúkrunarheimilið síðastliðinn vetur. Systkini og systkinabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.