Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 53 KRINGLAN kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12. Svalasta mynd sumarsins er komin. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12. AKUREYRI Sýnd kl. 4. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i.12. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4 og 6. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. ÁLFABAKKI kl. 2, 4, 6 og 8.  KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 10. B.i 12.ÁLFABAKKI SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. KRINGLAN Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2. Ísl. tal. Tilboð 300 kr. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. KEFLAVÍK kl. 4 og 6. Tilboð 300 AKUREYRI • REYKJAVÍK • KEFLAVÍK BIRKIR Jón Jónsson var í vor næst- yngstur Íslendinga til að setjast á þing. Hann verður 24 ára seinna í mán- uðinum og er þessa dagana að vinna hörðum höndum að því að mála íbúðina sína þó hann hafi enn sem komið er ekki náð lengra en að setja hlífðarlímband á gólflist- ana – segist ekki einu sinni búinn að kaupa málninguna ennþá. Á Alþingi hefur mestur hluti vikunn- ar hjá Birki farið í málefni Héðins- fjarðarganga en annars er hann að undirbúa ferð á Þjóðlagahátíð á Siglufirði. Hvað ertu með í vösunum? Ég er með norska smámynt, var á dögunum á EFTA-fundi í Noregi. Einnig er ég með hluta af brottfar- arspjaldi vegna sömu ferðar. Ann- ars er ég vanalega með lítið í vös- unum, ekki enn farinn að nota vasaklútinn! Er mjólkurglasið hálftómt eða hálffullt? Það er náttúrulega hálffullt. Sjálfur er ég bjartsýnn að eðlisfari, allt er miklu auðveldara ef bjartsýnin er höfð að leiðarljósi. Ef þú værir ekki alþingismaður, hvað myndir þú þá helst vilja vera? Námsmaður. Ég þarf náttúrulega að klára stjórnmálafræðina. Ætla að reyna að taka eitt og eitt fag í þeirri fræðigrein á næstu 4 árum. Hefurðu tárast í bíó? Það hefur komið fyrir, já. Oft hef ég líka grátið af hlátri í bíó. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Ætli það hafi ekki verið tónleikar með Elton John fyrir nokkrum árum. Fór á síðustu stundu með vinkonu minni á þá tónleika. Sé svo sann- arlega ekki eftir þeirri upplifun. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Hugh Grant, ég veit ekki hvað það er, það er eitthvað. Hver er þinn helsti veikleiki? Þeir eru nokkrir að mínu mati, á það m.a. til að taka hluti of mikið inn á mig. Finndu fimm orð sem lýsa persónuleika þínum vel. Glaðlyndur, bjartsýnn, viðkvæmur, stressaður, bráðlátur. Bítlarnir eða Stones? Bítlarnir, Stones eru of „röffaðir“ fyrir minn smekk. Hver var síðasta bók sem þú last tvisvar? Ætli það sé ekki stefnuskrá Fram- sóknarflokksins, það er hverjum manni holl og góð lesning. Annars geri ég ekki mikið af því að lesa bækur tvisv- ar, a.m.k. ekki enn sem komið er. Hvaða lag kveikir blossann? „You’ll never walk alone“, kveikir í mér íþróttablossann, tek þó fram að ég er enginn knattspyrnumaður. Er af mikilli Liverpool-fjölskyldu og er því hrif- inn af laginu, bræður mínir eru heitir „poolarar“, ætli ég verði ekki að fylgja þeim í því. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Gamla safnplötu með Karlakór Reykjavíkur, er algjör alæta á tónlist. Hvert er þitt mesta prakkarastrik? Þau eru nokkuð mörg. Það dýrkeyptasta var trúlega þegar ég var við nám á Sauðárkróki. Þá var ég í fríu fæði og húsnæði hjá föð- urbróður mínum og hans konu (miklu framsóknarfólki). Í eitt af fáum skiptum sem þau brugðu sér af bæ, þá hélt ég veglegt teiti í þeirra húsakynnum, sem fór „að- eins“ úr böndunum. Húsið var ekki vel leikið eftir þá skemmtun en það var verra að ýmislegt lauslegt hafði horfið um nóttina og var erfitt að út- skýra fyrir þeim hjónum hvað um öll herlegheitin varð. Þau fyrirgáfu mér athæfið á endanum en þar sannast hið fornkveðna að sjaldan launar kálfurinn ofeldið! Hver er furðulegasti matur sem þú hefur borðað? Ég hef aldrei borðað neinn furðu- legan mat í fjarlægu landi. Borða þó þjóðlegan íslenskan mat. Sum- um þykir það furðulegt nú til dags að borða signa grásleppu, saltað hrossakjöt, reyktan rauðmaga, há- karlastöppu o.s.frv. en það gerum við fyrir norðan. Af Liverpool-fjölskyldu SOS SPURT & SVARAÐ Birkir Jón Jónsson M or gu nb la ði ð/ A rn al du r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.