Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ JACQUES Rogge, forseti Alþjóðaólympíu- nefndarinnar, IOC, hefur óskað eftir því við Denise Lewis, ólympíumeistara í sjöþraut kvenna, að hún slíti samstarfi sínu við þjálf- ara sinn, Dr. Ekkart Arbeit. Hinn breski ól- ympíumeistari hefur æft undir stjórn Arbeits frá því í byrjun árs en hún hefur átt í lang- varandi meiðslum og ekki náð sér verulega á skrið frá sigrinum í Sydney fyrir nærri þrem- ur árum. Margir hafa horn í síðu Arbeits þar sem hann var helsti þjálfari austur-þýskra frjáls- íþróttamanna og samkvæmt skjölum Stasi, leyniþjónustu A-Þýskalands, bar hann ábyrgð á að mörgum íþróttamönnum landsins voru skipulega gefin ólögleg lyf á árunum 1971 til 1989. „Lewis hefur ekkert gert af sér sem brýtur í bága við lög eða reglur, en ég held að henni væri hollast að slíta samstarfinu. Það er ekki til góðs fyrir orðspor íþrótta- manna að vera í samstarfi við mann sem tengst hefur lyfjamisnotkun,“ segir Rogge m.a. og bætir við að sem ólympíumeistari beri Lewis meiri ábyrgð en margur annar. Lewis keppir í dag og á morgun í sjöþraut í Evrópubikarkeppninni í Tallinn í Eistlandi. Þar hyggst hún tryggja sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í París sem fram fer síð- ari hluta ágústmánaðar. Þess er skemmst að minnast að snemma árs var spretthlaupurunum Marion Jones og Tim Montgomery settur stóllinn fyrir dyrnar vegna samstarfs þeirra við fyrrverandi þjálf- ara Bens Johnsons, sem féll m.a. á lyfjaprófi eftir að hafa komið fyrstur í mark í 100 m hlaupi á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Rogge vill að Lewis slíti samstarfi við Arbeit Reuters Jacques Rogge, forseti IOC. GUÐMUNDUR Benediktsson, leik- maður KR, aðstoðar Willum Þór Þórsson við þjálfun liðsins. Guð- mundur hefur átt við erfið meiðsli að stríða og hefur því ekkert getað leikið með KR-liðinu það sem af er móti. „Ég lít á þetta sem gott tæki- færi og ég er virkilega ánægður með að Willum skuli bera þetta traust til mín. Ég tel mig hafa lært ýmislegt af þeim þjálfurum sem ég hef haft í gegnum tíðina og ég yrði glaður ef ég gæti hjálpað til hérna hjá KR. Ég vona að leikmenn beri virðingu fyrir mér og í sameiningu ætlum við að landa mörgum sigrum það sem eftir er af mótinu,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið. Guðmundur aðstoðar Willum  ÞÓREY Edda Elísdóttir keppir í stangarstökki á alþjóðlegu móti í Grikklandi á morgun og viku síðar í Finnlandi.  AÐ sögn Vésteins Hafseinssonar, umboðsmanns Þóreyjar Eddu, verð- ur hún einnig í eldlínunni á móti í Þýskalandi 20. júlí. „Síðan stendur henni til boða að taka þátt í að minnsta kosti fjórum mótum í ágúst áður en að heimsmeistaramótinu kemur,“ sagði Vésteinn sem segir boðunum rigna yfir sig og Þóreyju. „Hún getur nánast keppt um allt og við höfum því miður þruft að afþakka boð um þátttöku í nokkrum mótum. Áhuginn fyrir henni er mikill enda hefur nún náð ágætum árangri í sum- ar,“ segir Vésteinn Hafsteinsson.  TYRKNESKA knattspyrnusam- bandið hefur verið sektað um jafn- virði 30 milljóna króna vegna óláta áhorfenda á viðureign Tyrklands og Makedóníu í undankeppni EM í síð- asta mánuði.  DARREN Anderton segir það vel koma til greina að ganga til liðs við Portsmouth en vangaveltur í þá átt- ina hafa verið uppi síðustu daga eftir að ljóst var að Glenn Hoddle, knatt- spyrnustjóri Tottenhams, vill losna við Anderton úr herbúðum sínum. Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouths, vill gjarnan krækja í Anderton.  LIVERPOOL þykir nú liða líkleg- ast til þess að klófesta Harry Kewell, leikmann Leeds. Talið er að félagið sé reiðubúið að greiða 7 millj. punda, jafnvirði nærri 900 milljóna króna fyrir leikmanninn. Fleiri félög hafa rennt hýru auga til Kewells.  BAYERN München hefur ákveðið að hækka tilboð sitt í sóknarmann Deportivo LaCorunas og hollenska landsliðsins Roy Makaay. Uppruna- legt tilboð Bæjara hljómaði upp á rúman milljarð ísl. króna en talið er að nýtt tilboð þeirra nemi einum og hálfum milljarði.  STIG Tøfting, fyrrverandi lands- liðsmaður Dana í knattspyrnu sem lék um tíma með Bolton, ætlar að spreyta sig í knattspyrnu í Kína. Eft- ir því sem danskir miðlar greina frá í gær hefur Tøfting í hyggju að reyna sig hjá Tianjin Taida sem er í fjórða neðsta sæti kínversku úrvalsdeildar- innar. Tøfting hefur ekkert leikið knattspyrnu á þessu ári eftir að hann var leystur undan samningi hjá Bolt- on í framhaldi af dómi sem hann fékk fyrir barsmíðar á veitingastað í Kaupmannahöfn.  TIGER Woods fór á kostum í gær á golfmóti í Illinois í Bandaríkjunum þegar hann lék 9 holur á 63 höggum, níu höggum undir pari, og setti vallarmet. Þetta er besti árangur Woods á árinu. Vance Veazey lék einnig vel, eða á 64 höggum. FÓLK Veigur stundar íþróttir sjálfur oglék m.a. með 1. deildarliði Hauka í knattspyrnu á vordögum en hann er nú einnig í hópi þeirra sem slitið hafa fremra kross- band í hné og bíður Veigur þess að kom- ast í aðgerð til þess að laga skaðann. Þessi tegund íþróttameiðsla er alvar- leg þar sem flókna aðgerð þarf að gera til þess að setja „nýtt“ kross- band í stað þess sem rifið er eða slit- ið. Í slíkri aðgerð er hluti af sinafest- ingu framanverðra lærvöðva sett í stað krossbandsins og ef allt gengur að óskum geta íþróttamenn farið að æfa hálfu ári eftir aðgerðina en oft- ast tekur endurhæfingin allt að níu mánuði, stundum lengri tíma. Spurður um hvort einhverjar kenningar séu á helst á lofti hvað varðar þann fjölda knattspyrnu- manna sem slitið hafa fremra kross- band á yfirstandandi leiktíð sagði Veigur að margir þættir spili þar inní. „Það eru bæði innri og ytri þættir sem orsaka slík meiðsli, rang- ur snúningur á hnjáliðinn án þess að nokkur komi við leikmann er t.d. ein orsökin og einnig getur verið um áverka er að ræða þar sem t.d. snert- ing við annan leikmann verður þess valdandi að krossbandið gefur sig. Meiðslin skiptast nánast jafnt, 50% slíta krossbandið „alveg sjálfir“ eins og sagt er en hinn helmingurinn fær áverka, högg eða ytri „aðstoð“ þegar meiðslin eiga sér stað,“ sagði Veigur en hann var sammála því að á undan- förnum vikum hefðu óvenjumargir orðið fyrir þessum meiðslum. Kemur í bylgjum af og til „Það er ekki hægt að draga neinar ályktanir af því sem gerst hefur und- anfarnar vikur, en tíðni krossbands- slita meðal knattspyrnumanna hefur verið að meðaltali 6 fyrir hverjar 100 þúsund klukkustundir við æfingar og keppni. Ef við fáum fleiri slík meiðsli á næstu vikum og mánuðum er óhætt að fara að rýna enn betur í hvað íþróttamennirnir eru að gera á und- irbúningstímabilinu, en það virðist samt sem áður vera þannig að þessi tegund meiðsla kemur í bylgjum af og til,“ sagði Veigur. Aðstaða knatt- spyrnumanna til æfinga er mun betri nú á dögum með tilkomu knatt- spyrnuhúsa í Reykjanesbæ, Reykja- vík, Kópavogi og á Akureyri en Veig- ur lagði áherslu á að undanfarna áratugi hefðu íslenskir knattspyrnu- menn æft á mismunandi undirlagi og tilkoma gerviefna í knattspyrnuhús- unum væri líkast til ekki orsakavald- ur í krossbandsmeiðslum. „Menn og konur hafa hlaupið á malbiki, æft á parketi, gólfdúk, möl, gervigrasi og grasi undanfarin ár og það er því ekkert nýtt að undirlagið sé marg- breytilegt. Undirlag hefur verið tengt við aukin meiðsli en ætti ekki að vera meira nú en áður. Hinsvegar mætti athuga hvort við sem stundum knattspyrnu séum farin að gleyma okkur í því að spila knattspyrnu við bestu aðstæður yfir vetrartímann, þ.e. of mikil áhersla á leiklíkar æfing- ar. Við gleymum kannski að leggja rækt við grunnæfingar sem styrkja vöðva í kringum hné og áreitið á hné er kannski of einhæft,“ segir Veigur og bendir á rannsóknir sem gerðar hafa verið í Noregi á handknattleiks- konum en forvarnaræfingar þeirra skiluðu miklum árangri í fækkun krossbandsslita. „Konur eru í meiri áhættu á að slíta krossband og það má skýra með þeim hætti að vöðva- styrkur er ekki nægur við hnén, en þar spila fleiri þættir inní.“ Áreitið þarf að vera fjölbreytt „Það er nauðsynlegt að gera æf- ingar þar sem hné fá annað áreiti en í þeirri íþrótt sem stunduð er, t.d. með fjölbreyttum stökkæfingum sem ég hef séð notaða á handknattleiksæf- ingum, jafnvægisbretti og öðrum slíkum hjálpartækjum.“ Eins og fram kemur hér á undan er Veigur í hópi þeirra sem slitið hafa krossband á þessari leiktíð og sagði hann að oft væru íþróttamenn hreinlega illa upp- lagðir þegar meiðslin eiga sér stað. „Ég tel að þreyta hafi verið stór þátt- ur í því að ég sleit krossbandið og það er margt sem bendir til þess að þessi þáttur hafi mikil áhrif.“ Sjúkraþjálf- arinn vildi hinsvegar ekki taka undir það að ástandið væri „svart“ hjá ís- lenskum knattspyrnumönnum og -konum. „Ég tel ekki að þjálfarar séu að gera eitthvað rangt á sínum æf- ingum. Það er mikil þekking sem býr í íslenskum þjálfurum og menn eru mjög vakandi yfir öllu sem getur hjálpað til við að koma í veg fyrir meiðsli. Mín stétt hefur unnið mark- visst með þjálfurum við að fækka meiðslum og við finnum að það er meiri skilningur á forvörnum hvað meiðsli varða en áður – við erum ekki alltaf að slökkva elda,“ sagði Veigur. Rangt fæðuval hefur mikil áhrif Eins og gefur að skilja geta marg- ir þættir haft áhrif á íþróttafólk og sumir þeirra geta leitt til alvarlegra Veigur Sveinsson sjúkraþjálfari segir að margar ástæður liggi að Fjölbreyttar grunnæf- ingar sitja á hakanum Morgunblaðið/Sverrir Veigur Sveinsson sjúkraþjálfari segir að e.t.v. þurfi að huga að fjölbreyttari æfingum til þess að fækka megi í þeim hópi íþróttamanna sem slíta krossband í hné. ÓLAFUR Stefánsson, Patrekur Jóhannesson, Bjarki Sigurðsson, Ruud van Nistelroy , Roy Keane, Guðmundur Benediktsson, Hilmar Björnsson, Erna Erlendsdóttir, Katrín Ómarsdóttir og Elín Jóna Þorsteinsdóttir eru afreksíþróttafólk í handknattleik og knatt- spyrnu og eiga það öll sameiginlegt að hafa slitið krossband í hné. Þau fjögur síðastnefndu slitu krossband á yfirstandandi leiktíð og í frétt Morgunblaðsins á dögunum sagði Vanda Sigurgeirsdóttir þjálfari kvennaliðs KR að óvenju margir knattspyrnumenn og -kon- ur hefðu slitið krossband það sem af er árinu. Morgunblaðið fékk Veig Sveinsson sjúkraþjálfara til þess að rýna í þessi alvarlegu meiðsli og velta því fyrir sér hvort breyttar áherslur í þjálfun íþróttafólks hefðu mikil áhrif. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.