Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 39
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 39 Göngumessa á 30 ára goslokahátíð GÖNGUMESSA verður í Vestmannaeyjum til að fagna því að 30 ár eru liðin frá goslokum á Heimaey. Verður hún með svipuðu sniði og undanfarin ár. Hugmyndin er byggð á því sem kallað hefur ver- ið pílagrímamessa, þ.e. guðsþjónust- an er á ferð og þátttakendur vitja minnisverðra og helgra staða. Hefst hún með messuupphafi í Landakirkju sunnudaginn 6. júlí kl. 11. Þaðan verður gengið austur í kirkjugarðinn. Í garðinum verður bæn fyrir minningu látinna. Við krossinn í gíg Eldfellsins verður guðspjallið lesið og lagt verður út af texta dagsins. Þaðan verður gengið niður að Hringskersgarði og messu- lokin verða í Stafkirkjunni. Á öllum stöðum verða sungnir sálmar sem flestir ættu að þekkja. Kór Landakirkju og organisti, Guð- mundur H. Guðjónsson, leiða söng- inn og leikur hann á orgelið í Landa- kirkju, en einnig verður leikið á flautur eða lúðra á viðkomustöðum. Göngufólk er hvatt til að taka virkan þátt í söng og svörum en til að auð- velda það fá allir sálmablöð í hend- urnar á staðnum. Fólk er hvatt til að vera klætt eftir veðri. Þess má geta að rútuferð verður frá Landakirkju, upp í gíg og ofan að Stafkirkju fyrir þá sem vilja taka þátt en sleppa sjálfri göngunni. Eftir göngumessuna mun sóknarnefnd Ofanleitissóknar (Landakirkju) bjóða kirkjufólki upp á súpu og brauð á lóð Stafkirkjunnar. Samkvæmt dagskrá hátíð- arnefndarinnar má búast við óvæntri uppákomu á Skansinum í kjölfar guðsþjónustunnar. Sr. Kristján Björnsson. Árbæjarkirkja – fjölskyldumessa og grill ÞAÐ verður sumarstemmning í Ár- bæjarkirkju á sunnudaginn. Við hefjum daginn á fjölskylduguðsþjón- ustu í kirkjunni kl. 11. Umsjón hafa þau Guðni Már og Margrét Ólöf æskulýðsfulltrúar kirkjunnar ásamt sr. Sigrúnu. Það verður mikill söng- ur, brúður líta inn og sagðar verða sögur. Eftir stundina í kirkjunni verða grillaðar pylsur og við eigum áfram ánægjulegt samfélag fyrir framan safnaðarheimilið. Við hlökkum til að hitta ömmur, afa, mömmur og pabba og börn á öll- um aldri í Árbæjarkirkju á sunnu- daginn. Kirkja og samkynhneigð í Hafnarfjarðarkirkju Á MORGUN sunnudag fer fram morgunsöngur í Hafnarfjarðar- kirkju kl. 10.30. Morgunsöngurinn er í anda sumarsins á léttari nótum en hefðbundið helgihald að vetri og byrjar hálftíma fyrr. Það er því góð- ur kostur að hefja daginn með morg- unstund í kirkjunni og halda svo út í sumarið. Morgunsöngvar fyrri hluta sum- arsins og fram til 15. júlí fjalla allir um ákveðin siðferðisleg málefni líð- andi stundar. Að þessu sinni er hug- leiðingarefnið „Kirkja og samkyn- hneigð“. Um er að ræða málefni sem á stundum hefur farið hátt en hefur legið í láginni að undanförnu innan kirkjunnar. Ætlunin er að varpa ljósi að stöðu samkynhneigðra í ljósi kristinnar trúar. Prestur er sr. Þór- hallur Heimisson. Ljósmynd/Gísli Sigurðsson MAN einhver eftir blómabíln- um? Þegar ég var stelpa í sveit norður í Húnavatnssýslu komu snemma í júní á hverju sumri tveir sölumenn færandi hendi og áttu sín viðskipti við húsmæður. Annar bíll- inn var með nýtt hvalrengi en hinn var blómabíllinn. Ég sá aldrei inn í blómabílinn, en ég held að hann hafi eingöngu verið með inniblóm, enda mun færri garðar til sveita á þeim tíma en nú eru. Hún fóstra mín keypti oftast töluvert af blóma- karlinum, a.m.k. hortensíur, bæði bleikar og ljósbláar og svo gloxení- ur. Gloxeníurnar fundust mér alveg dýrðlega fallegar, ýmist dökkrauð- ar eða djúpbláar á litinn, jaðrarnir á blómunum oftast hvítir og blómin svo stór og djúp, svona eins og trekt eða lúður með kraga. En hvernig læt ég, það þekkja flestir gloxeníu, svo óþafi er að lýsa blóm- unum. Ástæðan fyrir því að end- urminningunni um blómabílinn skaut upp í huga mér er að blómin, sem nú verður fjallað um, eru stundum kölluð garða-gloxeníur, því að lögun blómanna minnir töluvert á gloxeníublóm, en þar með er samanburðin- um líka lokið og skyldleikinn líklega enginn, gloxenía er líka suður-amerísk, en glóðirnar há-As- ísubúar, upprunnar í Tíbet, Kína og öðrum svæðum í Himalaya- fjöllum. Garða-gloxeníur, sem hafa á íslensku hlotið heitið -glóð, eru af lítilli ætt- kvísl, sem heitir Incarvillea. Þetta nafn er dregið af heiti franska trú- boðans Pierre d’Incarville, sem var uppi á fyrri hluta 18. aldar. Hann var fyrsti menntaði grasafræðing- urinn frá Vesturlöndum, sem ferð- aðist um Kína til að rannsaka hið ótrúlega fjölbreytilega gróðurfar landsins og sjálfsagt hefur hann boðað kristna trú í leiðinni. Incarv- illea-ættkvíslin er lítil, í henni eru aðeins 14 tegundir, en tvær þeirra eru dálítið ræktaðar hér á landi. Fjaðraglóð, Incarvillea delavay, heitir eftir öðrum grasafræðingi, J.M. Delavay, sem var á ferð í Kína öld síðar en hann Pétur trúboði og blómakarl, en Delavay þessi flutti glóðirnar til Evrópu, þar sem þær vöktu mikla hrifningu. Fjaðraglóð- in er með stór, fjaðurskipt laufblöð – þar af íslenska nafnið – sem standa í blaðhvirfingu. Upp úr henni vex svo blómstöngullinn, blaðlaus með stórum lúðurlaga blómum með fimm útbreiddum krónu- flipum. Fjaðraglóðin hefur fallega rósrauð blóm með gulum lit í blómgininu, en líka er til hvítt afbrigði með gulu gini. Það hefur stöku sinnum verið á laukalista Garðyrkju- félagsins og er mjög fallegt eins og aðal- tegundin. Fjaðra- glóðin er fremur stór- vaxin, blómstöngullinn verður 50–60 cm á hæð, og blómgast í júní. Sá galli er þó á að hún er frekar við- kvæm og þrífst best í kerum á skjólsælum stað eða í köldum skála. Mér hefur ekki tekist að halda í henni lífi yfir veturinn en það er ekki að marka. Kínaglóðin, I. Mairei, sem hefur líka afbrigði með enn stærri blóm- um, var. grandiflora, er hins vegar mjög harðgerð og lifir góðu lífi í garðinum og blómstrar ár eftir ár. Hún er mun lægri en fjaðraglóðin, svona um 30 cm. Blöðin eru fallega dökkgræn, dálítið hrukkótt og glansandi en styttri en á fjaðra- glóðinni. Þau eru líka fjaðurskipt en síðasta blaðið á stönglinum er áberandi stærst. Kínaglóðin mín er alltaf dálítið sein til á vorin, svo ég held í hvert skipti að nú muni hún ekki skila sér, en viti menn, seint í maí gægist upp dökkgrænn blað- vöndurinn sem stækkar undur- fljótt. Hún blómstrar venjulega í lok júní, blómin á hverjum blóm- stöngli eru þrjú til fjögur. Mín kína- glóð er með ljósbleik blóm, gult gin og í því eru svartar rákir, en Hólm- fríður Sigurðardóttir lýsir kína- glóðinni í Garðblómabókinni sem dökkrósrauðri með hvítum rákum í blómgininu. Glóðirnar eru ekki vandlátar á jarðveg, venjuleg góð garðmold er þeim vel að skapi. Eins þola þær dálítinn skugga, en blómgast auðvitað betur í fullri sól. Glóðum er auðvelt að fjölga með sáningu, en þær eru nokkur ár að vaxa í blómgunarstærð. Mun auð- veldara er að kaupa rótarhnýði af Incarvillea, en plantan safnar forð- anum í rótina, sem verður með ár- unum stór og kröftug stólparót. Forðaræturnar fást einkum á vorin og eru stundum á vorlaukalista Garðyrkjufélagsins. Þótt kínaglóð sé seld á vorin en ekki haustin eins og flestar harðgerðar lauk- og hnýðisplöntur, lifir hún árum sam- an og verður fallegri með aldrinum. Hún er ekki plássfrek og þannig þarf ekki að óttast að hún æði yfir hálft blómabeðið, en hún kann vel að meta dálítið skjól á veturna, t.d. grein af jólatrénu eða hrúgu af visnuðu laufi. S.Hj. Ath. Hann Pétur hringdi í mig í síðustu viku að segja mér frá úlfa- runnanum sínum. Sá stendur undir norðurhlið hússins en blómstrar von úr viti á hverju ári. Það er ekki að spyrja að morgunsólinni, hún er drýgri fyrir plönturnar en við hugs- um stundum út í. Og ekki má gleyma því að úlfarunnann hans Péturs hefur heldur ekki kalið. FJAÐRAGLÓÐ – KÍNAGLÓÐ Fjaðraglóð VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 494. þáttur ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Atvinna Óskum eftir að ráða vana bílstjóra og vélamenn í vegagerð á landsbyggðinni. Upplýsingar í símum 898 0690, 894 1154 og 434 1570. Hvernig líst þér á að læra þjóninn á framsæknasta veitingastað landsins? Veitingahúsið Einar Ben er glæsilegt veitinga- hús sem óskar eftir að ráða nema í framreiðslu. Námið tekur 3 ár, þar af bóklegt nám í 12 mán. í Matvælaskóla Íslands. Nám, sem er gefandi og veitir mikla möguleika í náinni framtíð. Uppl. veitir Hákon í síma 821 4949. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Iðnaðarhúsnæði til leigu 240 fm iðnaðarhúsnæði í Ártúnshöfðanum á 2 hæðum til leigu. Með góðum innkeyrslu- dyrum og lofthæð. Upplýsingar í síma 699 5390 og 557 5390. TIL SÖLU Trésmíðavélar HK innréttinga til sölu Vegna gjaldþrots eiganda og í samráði við kröfu- hafa hefur verið ákveðið að leita tilboða í eignir H.K. innréttinga, Suðurhrauni 2, Garðabæ. Um er að ræða allar venjulegar vélar til reksturs innréttingaverkstæðis: Þykktarpússvél, kantlím- ingarvél, borðfræsara, spónapressu, spónsugu, dílaborvél, borðsög, kantslípivél, spónasauma- vél, veggsög, spónsög, borvél á standi, loft- pressu, límvals, lamaborvél og lakkdælu. Vélarnar verða til sýnis í húsakynnum fyrirtæk- isins í Suðurhrauni 2 mánudaginn 7. júlí nk. milli kl. 15.00 og 18.00. Nánari upplýsingar gefa Sveinn Halldórsson í símum 565 7931 og 897 1961 og undirritaður. Tilboð þurfa að berast undirrituðum fyrir kl. 17.00 fimmtudaginn 10. júlí. nk. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Jón G. Briem hrl., skiptastjóri, Suðurlandsbraut 4, Reykjavík, símar 520 0906 og 895 0209. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF 6. júlí Hekla, 1491 m. Farið norðaustan á fjallið, frá Skjólkví- um og Rauðuskál og gengið með Heklugjá á topp fjallsins. 6—7 tíma ganga. Fararstjóri Tómas Þröstur Rögnvaldsson. Brottför frá BSÍ kl. 8:00. Verð 2900/3300 kr. 9.—12. júlí Lónsöræfi. Upp- selt er í ferðina. Fararstjóri Gunnlaugur Ólafsson. Brottför frá Stafafelli í Lóni kl. 10:00. 9.—13. júlí Laugavegurinn. Uppselt er í ferðina. Gengið frá Landmannalaugum í Bása. Farar- stjóri Ragnheiður Óskarsdóttir. Brottför frá BSÍ kl. 8:30. 9. júlí Útivistarræktin. Hengill að norðan, 805 m. Brottför frá gömlu Toppstöðinni (stóra brúna húsinu) í Elliðaárdalnum kl. 18:30. Allir eru velkomnir í Útivistarrækt- ina — ekkert þátttökugjald. Ferðir í Bása á Goðalandi og yfir Fimmvörðuháls um hverja helgi í sumar. Ferðir um Strútsstíg og Sveinstind - Skælinga í hverri viku í sumar. Nánari upplýsingar á www.utivist.is www.fi.is Sunnudagur 6. júlí kl. 9.00 Laxárdalur - Laxá - Kaldbakur. Farastjóri Sigurður Kristjánsson. Lagt verður af stað kl. 9.00 frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6. Verð kr. 4.000/4.300. Söguferð í Engey er aflýst. Miðvikudagskvöld 9. júlí kl. 19.30 Helgafell austan Kald- ársels. Fararstjóri Höskuldur Frímannsson. Lagt verður af stað frá BSí kl. 19.30 með við- komu í Mörkinni 6. Verð kr. 1.600/1.900. ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.