Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 9 Stórútsalan er byrjuð í kjallara 50 -75% afsláttur Opið til kl.17 á Löngum laugardagi Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Útsala á öllum sumarblómum hefst í dag 30% afsláttur Laugavegi 63 sími 551 2040 50% afsláttur af austurlenskum húsgögnum Opið virka daga kl. 11-18, laugardag kl. 11-15. Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. Sumartilboð Gammósíur á útsölu 1.000 kr. Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—15 Kanaríeyjaflakkarar 10 ára Sumargleði 2003 í Árnesi, Gnúpverjahreppi 11.—13. júlí. Svæðið opnað kl. 16 föstudag. „Óvissuferð“ laugardag kl. 12.00 á draugaslóðir. Ath! Draugafræðingur með í för. Dregið í happdrætti kl. 17.00 (lukkumiðar). Glæsilegir vinningar. Hátíðarhlaðborð kl. 19.00. Verð kr. 1.500. Góð tjaldstæði - grillaðstaða, sundlaug. Nemendur úr Dansskóla Sigvalda sýna línudans kl. 21.30 og ýmsar óvæntar uppákomur! Frábær músík föstud.- og laugardagsk. Ingvar Hólmgeirsson, Þorvaldi Skaptason (gítar), Arngrímur, Ingibjörg o.fl. sjá um fjörið fram á nótt. Mætum öll í Kanarístuði og tökum með okkur gesti. Stjórnin. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–16.00. Allur sumarfatnaður á stórútsölu Engjateigi 5, sími 581 2141. Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag kl. 10-16 Útsala 20-70% afsláttur Augustsilk Augustsilk Opið í dag frá kl. 12-17 í Síðumúla 35 – 3. hæð  Ný sending af 100% silkipeysum Peysusett, stuttermapeysur og v-hálsmálspeysur. Pashminur og organzadúkar. Langerma bómullarnáttföt. Kremin frá Natures Gate. Engin kort www.laxmann.com BIRKIR J. Jónsson alþingismaður segist ekki geta stutt ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um að fresta fram- kvæmdum við Héðinsfjarðargöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um þrjú ár. Hann hefur átti fund með Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráð- herra. Birkir segir að niðurstaða fundarins hafi verið að skoða til hvaða mótvægisaðgerða sé hægt að grípa á Siglufirði til að styrkja stöðu byggðarlagsins. Birkir er fæddur og alinn upp á Siglufirði. Hann var kjörinn þing- maður Framsóknarflokksins í Norð- austurkjördæmi í vor og var fulltrúi Siglfirðinga á listanum. „Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar er óneitanlega mikið pólitískt áfall fyrir mig. Ég get ekki skorast undan ábyrgð í þessu máli og get þannig ekki með neinu móti stutt ákvörðun ríkisstjórnarinnar, samvisku minnar vegna.“ Birkir sagðist ekki vilja nota orðið vonbrigði yfir ákvörðun stjórnvalda. „Þetta er reiðar- slag fyrir Siglfirð- inga og raunar ekki bara Sigl- firðinga heldur líka fyrir önnur sveitarfélög við utanverðan Eyja- fjörð. Ég átti langan fund með Halldóri Ásgrímssyni um þessi mál. Ég beindi því til hans að stjórnvöld þyrftu að skoða alla kosti í stöðunni. Hann tók vel í þá hugmynd mína að grípa til aðgerða í þeirri stöðu sem nú er uppi á borðinu. Að mínu mati er nauðsyn- legt að grípa til mótvægisaðgerða með hliðsjón af stöðu mála í dag.“ Birkir sagðist áfram ætla að berj- ast fyrir jarðgöngum fyrir Héðins- fjörð. Hann sagðist sannfærður um að það yrði farið í þessa framkvæmd á kjörtímabilinu. „Ég tel að stjórn- arflokkarnir hafi siðferðislega skyldu og hafi skuldbundið sig gagn- vart þessu verkefni. Þeir eru búnir að lofa miklu. Ég treysti meira á stuðning forystu stjórnarflokkanna í þessum efnum en stuðning stjórnar- andstöðunnar.“ Birkir sagðist ekkert geta sagt um hvaða mótvægisaðgerðir kæmu til greina. Menn væru að byrja að skoða þessi mál. Það væri hins vegar alveg ljóst að það væri þörf fyrir slíkar að- gerðir. „Ég er fæddur og uppalinn á Siglufirði og trúi á framtíð Siglu- fjarðar. Ég geri mér grein fyrir að fólk heima og víðar er sárt og reitt, m.a. í minn garð. Það mun taka tíma að ávinna sér traust fólks á ný. Hvort það mun takast mun tíminn einn leiða í ljós,“ sagði Birkir. Birkir J. Jónsson styður ekki frestun jarðganga Þörf fyrir mótvægis- aðgerðir á Siglufirði Birkir J. Jónsson Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 BANDALAG háskólamanna, BHM, hefur fyrir hönd skjól- stæðings eins aðildarfélags BHM höfðað mál gegn Samtök- um sunnlenskra sveitarfélaga, SASS, þar sem krafist er greiðslu vegna vangoldinna or- lofslauna. Vefrit BHM segir frá þessu. Stefnan, sem þingfest var 26. júní sl., kemur í framhaldi af því áliti Gísla Tryggvasonar, framkvæmdastjóra BHM, að vinnuveitendum sé ekki heimilt að afnema orlofsgreiðslur af fastri yfirvinnu. Segir hann jafnframt að fyrri dómar styðji þessa niðurstöðu og því séu verulegar líkur á að dómstólar fallist á kröfuna. Stefnt vegna vangoldinna orlofslauna UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að úr- skurður dómsmálaráðuneytisins varðandi vegabréfsáritun til handa erlendri konu á síðasta ári hafi ekki verið í samræmi við lög. Stað- festi ráðuneytið synjun útlendinga- eftirlitsins, nú Útlendingastofnun- ar, um vegabréfsáritunina. Er því beint til ráðuneytisins að það hlut- ist til um endurskoðun á beiðni konunnar um áritun, óski hún þess. Í úrskurðinum var á því byggt að útgáfu vegabréfsáritunar hefði átt að synja á þeim grundvelli að ekki hefði verið sýnt fram á hvernig framfærslu konunnar yrði háttað á meðan á fyrirhugaðri dvöl hennar stæði hér á landi. Kemst umboðs- maður Alþingis að þeirri niður- stöðu að ekki hafi af hálfu stjórn- valda verið gætt ákvæða stjórn- sýslulaga um leiðbeiningarskyldu og rannsóknarreglu áður en mat var lagt á þetta atriði með fram- færsluna. Synjun um vegabréfsárit- un ekki í samræmi við lög STJÓRN Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði hefur sent frá sér ályktun þar sem vinnubrögð stjórnvalda varðandi málefni jarðganga við Héð- insfjörð eru fordæmd. Minnt er á að stjórnvöld hafi í kosningabaráttunni sl. vor „marglofað Siglfirðingum og öðrum íbúum á utanverðum Trölla- skaga að staðið yrði við fullyrðingar um samgöngubætur með Héðins- fjarðargöngum“. Í ályktuninni segir að efasemdar- menn hafi verið farnir að trúa því að af framkvæmdum yrði, en þeir eins og aðrir hafi verið dregnir á asnaeyr- unum. Verktakar hafi sömuleiðis verið sviknir. „Það hefur ekkert breyst hvað varðar útlit fyrir þenslu í hagkerfinu, frá því að ákvörðun um virkjun og ál- ver á Austurlandi var tekin og því er það ómerkilegur fyrirsláttur að ætla að afsaka þessa ákvörðun með of- þenslu. Orð samgönguráðherra á þá leið að bregðast þurfi við breyting- um í hagkerfinu frá mánuði til mán- aðar eru hreint og beint sorgleg, en lýsa stefnuleysi stjórnvalds, sem grípur bara næsta hálmstrá til að réttlæta vondar og lúalegar ákvarð- anir. Stjórn Vöku telur að ráðherrar samgöngu, byggða og fjármála séu ekki störfum sínum vaxnir, ef þeir telja réttlætanlegt að koma svona fram við kjósendur.“ Í ályktuninni segir íbúar hafi bundið miklar vonir við bætt búsetu- skilyrði með betri samgöngum og aukinni samvinnu. Vaka mótmælir frestun jarðganga AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.