Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 14
Reuters AUSTURRÍSK-bandaríska Hollywood-stjarnan Arnold Schwarzenegger stillti sér upp til mynda- töku með nokkrum bandarískum hermönnum í Bagdad í Írak í gær, en þangað var leikarinn kom- inn til að hvetja þá til dáða á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Áður hitti hann bandaríska hermenn í Kúveit og sýndi þeim nýjustu kvikmynd sína um „gereyðandann“, Terminator 3. „Gereyðandinn“ í Írak Vill „minni derring“ og „meiri stjórnkænsku“ Öldungadeildarþingmað- urinn, Bob Graham, sem einnig er hugsanlegt for- setaframbjóðandaefni demókrata, var líka harð- orður í garð Bush. „Látum þá koma, eru ef til vill orð við hæfi íþróttafréttamanns sem lýsir hnefaleik í Las Vegas, en ekki mannsins sem þjóðin treystir til að stjórna þeim körlum og konum sem eiga á hættu að verða fyrir skaða.“ Annar öldungadeildarþingmaður og hugs- anlegur fosetaframbjóðandi, John Kerry, sagði yfirlýsingu fosetans vera „óviturlega“. Hann sagðist óska þess að Bush sýndi „minni derring og meiri aðgætni og stjórnkænsku“. Frank Lautenberg öldungadeildarþingmað- ur sagði orð forsetans ábyrgðarlaus og til þess fallin að kynda undir frekari árásum. „Ég hristi bara höfuðið af vantrú,“ sagði hinn 79 ára gamli Lautenberg. „Þegar ég barðist í seinni heimsstyrjöldinni heyrði ég aldrei herforingja – hvað þá yfirhershöfðingja – bjóða óvinum að ráðast á bandarískar hersveitir.“ GEORGE W. Bush Bandaríkjafoseti sætir nú harðri gagnrýni frá andstæðingum sínum í demókrataflokknum fyrir orð sem hann lét falla á miðvikudag þegar hann var að ræða árásir á bandaríska hermenn í Írak. Er hann sakaður um ögrandi „karlmennskustæla“ sem eingöngu séu til þess fallnir að hvetja skæru- liða til frekari árása. „Mitt svar við þeim er: látum þá koma,“ sagði Bush um skæruliðana og árásir þeirra, í því skyni að hughreysta almenning sem hefur áhyggjur af árásunum, en uppskar aðeins hörð viðbrögð þar sem hann var sakaður um að egna Íraka til árása. Að minnsta kosti 26 bandarískir hermenn hafa verið drepnir og tugir særðir síðan stríð- inu taldist lokið í byrjun maí og er það þriðj- ungur af mannfalli hersins síðan stríðið hófst. „Ég er með skilaboð til forsetans: Nú er nóg komið af gervilegum karlmennskustælum,“ sagði Richard Gephardt, þingmaður demó- krata og einn þeirra sem ætla í slaginn um að verða forsetaefni flokksins. Hann sagði stjórn- ina eiga að einbeita sér að því að koma á öryggi í Írak til langs tíma til að minnka hættuna fyrir hermennina. Það sem vantaði væri raunveru- leg áætlun fyrir Írak eftir stríð en ekki fleiri gífuryrði og kúrekastælar. Orð Bandaríkjaforseta vekja hörð viðbrögð George Bush Bush sakaður um „karlmennskustæla“ Washington. AFP. PAT Cox, forseti Evrópuþingsins, sagði í gær að þótt Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, harmaði um- mælin sem hann lét falla í Evrópu- þinginu á miðvikudag, ætti hann enn eftir að biðja þingið formlega afsök- unar. Yfirlýsing Cox gefur glögglega til kynna að þrátt fyrir að Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hafi fyrirgefið Berlusconi er hneykslinu, sem upphófst er forsætisráðherrann sagði þýskan þingmann tilvalinn til að leika fangavörð í fangabúðum nasista, ekki lokið. Cox tók skýrt fram að af- sökunarbeiðninni yrði að vera beint sérstaklega til Evrópuþingsins og að hún yrði að vera opinber. Innan Evrópuþingsins vilja fulltrú- ar sósíalista að Berlusconi verði látinn biðja þingið formlega afsökunar. Hægrisinnaðir þingmenn segja for- sætisráðherrann á hinn bóginn þegar hafa beðið þýsku þjóðina afsökunar og nú sé komið að Martin Schulz, þingmanninum sem Berlusconi móðgaði á miðvikudag, að biðjast fyr- irgefningar á því að hafa ögrað for- sætisráðherranum. Schulz sagði í viðtali við þýska rík- isútvarpið í gær að þær útskýringar forsætisráðherrans á ummælunum að þau hafi verið misskilin nægðu ekki. „Ef Berlusconi segði: Ég hafði rangt fyrir mér, þetta kemur ekki fyrir aft- ur, þá væri málið útkljáð,“ sagði hann. Joscha Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, viðurkenndi í gær að deilurnar vegna ummæla Berlusconis sýndu þörfina fyrir breytingar á for- ystu ESB. Hann sagði aðspurður að uppákoman sýndi að sambandið þyrfti á föstum forseta að halda. Berlusconi sætir miklu ámæli Reuters Romano Prodi og Silvio Berlusconi hittust á fundi í Róm í gær. Ummæli forsætisráðherrans hafa valdið miklu uppnámi á alþjóðavett- vangi en hann tók við forystu innan ESB í vikunni. Þá vörpuðu ummælin skugga á fyrsta fund framkvæmda- stjórnar sambandsins með Berlusc- oni, sem haldinn var í Róm í gær, en hann átti upphaflega að snúast um áherslumál forsætisráðherrans með- an hann gegnir forsæti í sambandinu. Forseti framkvæmdastjórnarinnar, Romano Prodi, var áður pólitískur keppinautur forsætisráðherrans í ítölskum stjórnmálum en þeir eru á öndverðum ási stjórnmála. Hann lét ekkert hafa eftir sér um málið í gær. „Þjóðin niðurlægð“ Þýsk dagblöð voru enn ósátt við framferði Berlusconis í gær og spáðu því að ummæli hans myndu draga dilk á eftir sér. Þannig sagði Berliner Zeitung: „Hneykslið mun hafa afleið- ingar í för með sér þrátt fyrir að nú hylli undir pólitísk lok þess.“ Jafn- framt sagði Sueddeutsche Zeitung: „Hann [Berlusconi] notar sömu ræðu- tækni og George W. Bush Banda- ríkjaforseti. Þeir sem gagnrýna Bush og Íraksstefnu hans eru óvinir Bandaríkjanna. Þeir sem ráðast á Berlusconi ráðast á Ítalíu.“ Fyrirsögn La Repubblica í gær var: „Þjóðin niðurlægð“ og í leiðara blaðsins sagði að enn væri ekki búið að bæta fyrir framferði forsætisráð- herrans. „Við upphaf forystu sinnar innan ESB býr Ítalía við fötlun sem ekki er hægt að líta fram hjá.“ Carlo Azeglo Ciampi, forseti Ítalíu, mun hafa kallað Berlusconi á sinn fund og ávítað hann fyrir framferðið. Róm. AFP. AP Pakistanskur maður á vettvangi blóðbaðsins í Quetta í Pakistan. AÐ MINNSTA kosti 44 manneskjur létu lífið og 65 særðust í sprengju- árás á helstu mosku sjía-múslima í borginni Quetta í Suðvestur-Pakist- an í gær. Talið er að um sjálfsmorðs- árás hafi verið að ræða en yfirvöld þurftu að setja á útgöngubann í borginni þegar óeirðir brutust út eft- ir sprenginguna. Reitt fólk þusti út á götur, hleypti af byssum upp í loftið og vann skemmdarverk. Vopnuð lög- regla og sveitir hersins fóru um göt- ur og skipuðu fólki að halda sig innandyra. Árásarmennirnir hentu hand- sprengjum og skutu á söfnuðinn í moskunni rétt eftir hádegi en um 2.500 manns voru þar við bænahald. Talið er að einn þeirra hafi sprengt sig í loft upp innan dyra en tveir í við- bót særðust til ólífis er þeir urðu fyr- ir skotum öryggisvarða í moskunni. Á sama tíma var foseti landsins, Pervez Musharraf, að ávarpa blaða- menn í París sem var síðasti áfanga- staðurinn í ferð hans um fjögur ríki. Hann sagði að þeir sem stæðu að árásinni mættu búast við hörðum að- gerðum. „Það er slæmt að litlum hópi fólks takist að grafa undan þeim gildum sem meirihluti þjóðarinnar vill halda í heiðri. Mér er alveg ljóst að langstærstur hluti landsmanna hvetur ekki til öfgahyggju, hryðju- verka eða bókstafstrúar.“ Árásin í gær var önnur árásin gegn sjítum í borginni á innan við mánuði en 8. júní voru 12 lögreglu- menn skotnir og átta særðir í Quetta. Sjíta-múslimar eru um 20% af þjóðinni en meirihluti landsmanna er súnnítar. Þúsundir manna hafa fallið í erjum milli herskárra hópa sjíta og súnníta, síðan á níunda ára- tugnum. 44 féllu í sprengju- árás í Pakistan Quetta. AFP. ERLENT 14 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKIR hermenn felldu í gær ellefu Íraka sem sagðir eru hafa setið fyrir hersveit þeirra er hún var á ferð nálægt bænum Balad, norður af Bagdad. Talsmenn Bandaríkja- hers sögðu að Írakarnir hefðu notað sprengjuvörpur og skotvopn í árás- inni. Enginn bandarískur hermaður féll í þessum skærum. Fyrr um dag- inn höfðu átján bandarískir hermenn særst þegar sprengju var varpað að einni af stærstu herstöðvum Banda- ríkjamanna í Írak í nágrenni Balad. Bandaríkjamenn hafa verið að reyna að hafa uppi á Írökum á svæð- inu norður af Bagdad sem enn fylgja Saddam Hussein, fyrrverandi for- seta, að málum. Róstusamt hefur verið í Írak undanfarnar vikur og hefur á þriðja tug Bandaríkjamanna fallið í skæruárásum harðlínumanna. Einn af trúarleiðtogum súnní- múslíma, Sheikh Ahmed Hassan, hvatti Íraka í gær til sigurs gegn „trúleysingjunum“. „Guð gefi okkur sigur í baráttunni gegn trúleysingj- unum og óvinunum,“ sagði hann við bænagjörðir í Fallujah. Margsinnis hefur verið ráðist gegn Bandaríkja- mönnum í Fallujah en þar er stuðn- ingur við Saddam sagður mikill. Stuðningur minnkar Bandaríkjamenn héldu upp á þjóðhátíðardag sinn í gær en ýmis merki eru um að heima fyrir fari stuðningur við veru Bandaríkjahers í Írak dvínandi. George W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti landa sína hins vegar til dáða í ávarpi í gær en á miðvikudag hafði hann varað fólk við að verkefnið, sem við blasti í Írak, myndi ekki verða leyst á einni nóttu. Árásir gegn bandarískum her- mönnum og fréttir af því hversu illa uppbyggingarstarf Bandaríkja- manna gengur hafa valdið því að verulega hefur dregið úr stuðningi í Bandaríkjunum við verkefnið í Írak. Sýnir ný skoðanakönnun, sem dag- blaðið USA Today, CNN-sjónvarps- stöðin og Gallup hafa gert, að 56% aðspurðra styðja verkefnið en í apríl mældist stuðningurinn 73%. Þá telja nú 62% Bandaríkjamanna að Bush-stjórnin hafi annaðhvort ýkt hættuna sem stafaði af gereyð- ingarvopnum Saddams eða beinlínis logið, að því er fram kemur í könnun sem háskólinn í Maryland gerði. Ellefu Írakar felldir í skærum nærri Bagdad Bagdad, Fallujah, Washington. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.