Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 23 Um 24 þúsund manns komu á fyrsta dag útsölunnar í Kringl- unni á fimmtudag og er um met- fjölda að ræða. Þegar Neyt- endasíðan leit við minnti örtröðin helst á jólaösina enda eru varla dæmi um að jafn margir hafi komið í Kringluna á einum degi nema síðustu daga fyrir jól. Flest- ir sem rætt var við voru sammála um að afslátturinn væri yfirleitt mjög góður og auðvelt að gera góð kaup. Hjalti Auðunn Jóhannesson var að leita sér að skyrtu í Hag- kaupum. Hann sagðist hafa heyrt útsöluna auglýsta í útvarpinu og þar sem hann vantaði bæði skyrtu og úlpu hafi hann ákveðið að skella sér. Hann sagðist annars yfirleitt ekki fara á útsölur. „Ég er aldrei heppinn á útsölum. Mað- ur heldur alltaf að maður geri góð kaup en þau eru ekki góð nema maður noti flíkina að ein- hverju ráði,“ sagði Hjalti. Mættu alveg vera lengur Sylvía Sigurðardóttir, Karólína Jónsdóttir og Louisa Marteinsdóttir voru að róta í tilboðskössum eftir hinu og þessu. Þær sögðust ánægðar með að útsölurnar væru loksins byrj- aðar en Sylvía og Louisa voru ný- búnar að fá útborgað og bjuggust við að einhver hluti launanna færi í fatakaup. Þær sögðust hreint ekki bíða eftir því að nýjar vörur kæmu í búðirnar. „Útsölurnar mættu alveg vera lengur mín vegna,“ sagði Lo- uisa. Andra Björk Jónsdóttir og Her- dís Friðriksdóttir sem voru á út- sölurölti með Guðnýju Helgu sögðust ekki vera á höttunum eft- ir neinu sérstöku, ætluðu bara að kíkja á hitt og þetta. Þær sögðust yfirleitt bíða eftir útsölum með fatainnkaup enda mun hagstæð- ara að versla á þeim. Nýjar vörur um mánaðamótin Þeir kaupmenn í Kringlunni sem rætt var við virtust ekki vera á því að útsölur væru of snemma á ferðinni, enda væri von á nýjum vörum strax í lok júlí eða byrjun ágúst. Það var mál manna að verslun dytti nánast alveg niður eftir 17. júní og greinilegt að fólk færi þá að bíða eftir útsölunum. Flestir voru sammála um að út- söluvertíðin væri mjög skemmti- leg og minnti dálítið á Þorláks- messuatið þegar búðirnar eru yfirleitt fullar af fólki og mikið að gera. Morgunblaðið/Sverrir Andra Björg, Herdís og Guðný Helga voru að kíkja á hitt og þetta. Morgunblaðið/Sverrir Hjalti Auðunn Jóhannesson var að leita sér að góðri skyrtu og úlpu. Metfjöldi á útsölu Morgunblaðið/Sverrir Karólína, Louisa og Sylvía ætluðu að eyða hluta af fyrstu laununum í fatakaup á útsölunum. NÝJAR reglur Evrópusambandsins um merkingar á erfðabreyttum mat- vælum verða teknar upp á Íslandi og má því búast við að innan skamms verði matvæli í íslenskum verslunum, sem innihalda erfðabreytt erfðaefni eða prótein, merkt sérstaklega. Einn- ig verða matvæli sem eru framleidd með tilstyrk erfðabreyttra lífvera merkt. Geir Arnar Marelsson, lögfræðing- ur hjá Neytendasamtökunum, segir að þessar reglur tryggi neytendum sjálfsagðan rétt til þess að velja eða hafna slíkri vöru en slíkt valfrelsi neytenda sé ein grundvallarkrafa Al- þjóðasamtaka neytenda. Hann segir að Neytendasamtökin gagnrýni að- gerðaleysi íslenskra stjórnvalda í þessum efnum. Þau hafi setið með hangandi haus og beðið eftir að reglur ESB væru teknar inn í EES samn- inginn en Normenn hafi nú þegar tryggt neytendum rétt sinn í þessum efnum með setningu reglna sem séu strangari en evrópsku reglurnar. Erfðabreytt matvæli merkt SÝKLALYFJANOTKUN í banda- rískri búfjárrækt hefur um langa hríð verið mikil en stór hluti af notkuninni er í formi svokallaðra vaxtarörvandi sýklalyfja sem flýta fyrir vexti slát- urdýra. Samkvæmt grein sem birtist í blaðinu Washington Post í júní hefur McDonald’s-skyndibitakeðjan, einn stærsti kjötkaupandi í Bandaríkjun- um, nú sett fram nýja stefnu í kjöt- innkaupum sínum og vonast banda- rísk heilbrigðisyfirvöld til þess að í kjölfarið muni bændur draga veru- lega úr notkun lyfjanna. Hin nýja inn- kaupastefna McDonald’s felst meðal annars í því að viðskiptum verður beint að nautgripaframleiðendum sem forðast notkun lyfjanna, auk þess sem þeir framleiðendur kjúklinga- kjöts og svínakjöts sem fyrirtækið skiptir við munu ekki nota lyfin í framleiðslunni. Dregur úr lækningamætti Það sem veldur hvað mestum áhyggjum varðandi notkun vaxtarör- vandi sýklalyfja er að þau draga úr lækningamætti hefðbundinna sýkla- lyfja gegn ýmsum sýkingum og sjúk- dómum í mönnum og dýrum. Það ger- ist vegna þess að vaxtarörvandi lyf eru gefin í smáum skömmtum í lang- an tíma og geta bakteríur í dýrunum því orðið ónæmar fyrir sýklalyfjum og erfitt getur verið að meðhöndla valdi þær sýkingum.Hættan liggur ekki síst í því að þessar bakteríur geta borist í menn. Á Íslandi er notkun vaxtarörvandi sýklalyfja bönnuð með öllu og það á einnig við um lönd Evrópusambands- ins. McDonald’s gegn sýklalyfjanotkun McDonald’s á Íslandi kaupir ein- göngu kjöt af íslenskum kjöt- framleiðendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.