Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6. Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 og Kraftsýning kl 12.10. Englarnir eru mættir aftur! Geggjaðar gellur í gæjalegustu mynd sumarsins! l i i ll í l i Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 500 kr. HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30. Sýnd kl. 3.30. kl. 2 og 4. Ísl. tal. 500 kr. Sýnd kl. 6, 8, 10 og 12. B.i. 14 Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd.  X-IÐ 97.7  SV MBL  ÓHT RÁS 2  HK DV Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10 og 12. Sýnd kl. 3, 5.40, 8, 10.20 og powersýning kl. 12.30. kl. 3.30, 6, 8.30 og 10.50. POWE R SÝNIN G KL. 12 .30. . POWE R SÝNIN G KL. 12 .00 I . . Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Englarnir eru mættir aftur! Geggjaðar gellur í gæjalegustu mynd sumarsins! GUÐLAUG Dröfn Ólafsdóttir svar- ar glaðbeitt en lúin í símann þegar blaðamaður slær á þráðinn til hennar í Hollandi. Lúinn stafar af því að hún er nýútskrifuð úr Kon- unglega tónlistarháskólanum í Haag (Koninkliijk Conservatorium Den Haag) þar sem hún útskrif- aðist með mastersgráðu í djasssöng og einnig í leikhústónlist. Að auki tók hún áður BM-gráðu í söng sem samanstóð af söngnámi og kenn- araprófi auk hliðargreina allt frá tónheyrn og tónfræði til tónlistar- sögu og þátttöku í kórum. Guðlaug snýr því til baka til Íslands með þrjár gráður í farteskinu. Ævintýraþrá „Það má segja að hluti af þessu hafi verið ævintýraþrá,“ segir Guð- laug þegar hún er spurð hvað dreif hana í námið en hún er fyrst Ís- lendinga til að ljúka námi af þess- ari gerð. „Mig langaði líka til að mennta mig og helga mig náminu betur, en það gekk illa að brjóta sig út úr því munstri heima fyrir að finnast maður þurfa að vinna með námi. Holland varð fyrir valinu vegna þess að kærastinn, Vignir Þór Stefánsson djasspíanóleikari, var kominn með augastað á skóla hér úti en ég ákvað að fara með honum og finna skóla við mitt hæfi.“ Þetta var árið 1997 og hóf Guðlaug nám í Rotterdam en flutt- ist fljótlega yfir til Haag. Ég spyr hana hvort ekki hafi leg- ið beinast við að leita að djassskóla í Bandaríkjunum þar sem þessi tónlist er upprunnin, en Guðlaug svarar því til að þar séu skólagjöld bæði svívirðilega há, en einnig sé djassdeildin í Haag eins og best gerist: „Þetta er mjög hefðbundin deild og krefst þess að nemendur kafi vel ofan í gamla djassinn áður en annað er haldið – að setja fyrst undir sig grunninn, mætti segja.“ Kennsla fer að mestu fram á ensku og er alþjóðleg enda fær skólinn til liðs við sig hæfustu menn á sínu sviði og þannig hafði Guðlaug sem aðalkennara söngkonuna Rachel Gould sem meðal annars starfaði með sjálfum Chet Baker á sínum tíma. Guðlaug kemur af tónlistarheim- ili en faðir hennar, Ólafur „Labbi“ Þórarinsson, var í hljómsveitinni Mánum frá Selfossi: „Það var mik- ilvægur skóli fyrir mig að ég söng einmitt í hljómsveitinni hans, Karma, í 5 ár áður en ég fór út. Þar fékk ég mikla handleiðslu og náði sæmilegu valdi á röddinni.“ Nýr heimur með Billie og Ellu Djassáhuginn vaknaði hins vegar ekki af alvöru fyrr en Guðlaug kynntist kærasta sínum, Vigni, sem kynnti hana rækilega fyrir tónlist- inni: „Skonrokk, Rás 2 og plöturn- ar hennar mömmu voru líklega mínir tónlistarlegu uppalendur á yngri árum, en heimilið fór hins vegar að hljóma af ljúfum djassi þegar ég byrjaði að búa með Vigni og þá varð ekki aftur snúið. Ég fór fljótlega að velja að kaupa Billie Holiday og Ellu Fitzgerald frekar en eitthvað annað og fannst opnast nýr heimur fyrir mér í tónlist. Svo þegar ég sá Kristjönu Stefánsdótt- ur syngja djass á Íslandi sá ég að maður þurfti ekki endilega að vera amerískur og svartur til að vera djassari.“ Guðlaug er væntanleg aftur til landsins seinna í sumar og hlakkar til að taka aftur til starfa eftir að hafa hvílt sig frá annríki síðustu vikna, enda ekki lítið mál að taka tvær mastersgráður samhliða. Spurð um framtíðarverkefnin seg- ist hún þó ekki byrjuð að skipu- leggja neitt að ráði, enda enn að hlaða batteríin eins og hún orðar það, hún kveðst þó öðru fremur hafa mikinn áhuga á að setja djass í leikrænan ramma. Það er því ekki von á öðru en að ferskir straumar muni leika um djassmenningu Ís- lands með haustinu þegar Guðlaug fer að láta til sín taka. Meistari í djasssöng asgeiri@mbl.is Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir hefur nýlokið Mastersnámi í djassi og leik- hústónlist við Konunglega tónlistharháskólann í Haag. Ung íslensk kona útskrifast með mastersgráðu í djasssöng frá Hollandi ÍSLENSKIR listamenn stóðu sig með afbrigðum vel á Hróarskeldu þetta árið og var sama hver átti í hlut. Þannig áttu þeir President Bongo (Stephan Stephensen) og Buckmaster (Magnús Gunnars- son) úr GusGus stórleik í Metropol-tjaldinu upp úr mið- nætti á föstudeginum. Um þetta leyti var fólk komið í mikinn dansgír, tjaldið troðfullt og dill- aði skarinn sér sem mest hann mátti. „Við vorum bestir á föstu- dagskvöldinu,“ segir Buckmaster og er engan vegin að grínast. „Hinir snúðarnir voru bara léleg- ir.“ Síðan GusGus var endurbyggð fyrir u.þ.b. tveimur árum hefur vart verið hægt að anna eftir- spurn eftir sveitinni eða ein- stökum meðlimum. Þau Bongo, Buckmaster, Biggi Veira og Earth endasendast út um allar trissur og breiðskífu þeirra frá því í fyrra, Attention, var afar vel tekið. „Við erum búin að vera stanslaust á túrum allt þetta ár og það er ekkert búið. Við erum að fara til Ibiza, Malasíu og Singapore m.a. Ég sjálfur kem líklega ekkert heim fyrr en í nóvember,“ segir Buckmaster. Þá sinna GusGus meðfram þessu fjöldanum af endur- hljóðblöndunarverkefnum auk þess sem þau sæta slíkum umvélunum reglulega sjálf. GusGus trylltu Metropol-tjaldið á Hróarskeldu Endalaus eftirspurn Buckmaster og Bongo. Hróarskeldu. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.