Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í MBL. laugardaginn 28. júní sl. birtist grein eftir Björn Inga Hrafns- son, varaþingmann og skrifstofu- stjóra Framsóknar- flokksins, undir fyrirsögninni „Bólgn- andi lyfjaverð“. Margt athyglisvert kemur fram í grein- inni og ekki nema eðlilegt að maður í hans stöðu hafi áhyggjur af stöðugt hækkandi kostnaði við heilbrigðis- þjónustu og eins því hvernig því fé sem til hennar er veitt nýtist. Í lokin segir greinarhöfundur: „Læknar eru þeir einu sem geta ávísað lyfjum. Samfara hlutverki sínu eru þeir því um leið vörslumenn almannafjár. Hafa þeir ekkert verðskyn? Geta þeir virkilega ekki notað skattfé þjóðar- innar – hina sameiginlegu sjóði okkar – á vitrænni hátt en þetta?“ Hér er verið að hengja bakara fyrir smið að mati undirritaðs. Undanfarin tvö kjörtímabil hafa flokkssystkini Björns Inga farið með stjórn þessa málaflokks í ríkis- stjórnum með Sjálfstæðisflokknum. Ríkisstjórnir þessara flokka hafa rek- ið mjög harða aðhalds- og biðlista- stefnu allan þennan tíma. Það er orðið sama hvert litið er í kerfinu, alls staðar eru langir biðlist- ar. Um er að ræða m.a. hjúkrunar- sjúklinga, börn með geðsjúkdóma, sjúklinga með þörf á skurðaðgerðum af ýmsum toga, endurhæfingu o.fl. Það eru mörg þúsund sjúklingar á öllum þessum biðlistum. Málið er að biðlistar eru mjög dýrir fyrir kerfið eins og margoft hefur verið bent á og leysa engan vanda heldur skapa ýmis ný vandamál. Grein Björns Inga fjallar einkum um bólgueyðandi lyf eða gigtarlyf sem mikið eru notuð við ýmsum stoð- kerfissjúkdómum. Meðal þessara sjúklinga er einn hópur sem sker sig töluvert úr. Þetta eru sjúklingar sem eru með kölkun í mjaðmarlið. Í könn- un sem gerð var hjá nokkrum hópum sjúklinga hvernig þeir meta lífsgæði sín taldi enginn hópur þau jafnléleg og þessi. Þessir sjúklingar hafa þurft að bíða eftir aðgerð í 1–2 ár. Eitthvað styttist biðlistinn þó á fyrri helmingi þessa árs vegna fleiri aðgerða en samkvæmt nýjustu fréttum af stöðu Landspítala er ljóst að með fyrirhug- uðum niðurskurði mun fjölga á bið- listanum að nýju. Hópur í MBA-námi í HÍ kannaði fyrir nokkru hvað það kostaði að hafa sjúklinga á þessum biðlista. Niður- staðan var sú að kostnaður á hvern sjúkling að meðaltali á ári væri 818 þúsund krónur! Líðan þessara sjúk- linga meðan þeir bíða er mjög slæm og auðvitað reyna læknar að gefa sjúklingum sínum þau lyf sem virka best og hafa minnstar aukaverkanir. Og þar koma þau lyf til sögunnar sem Björn Ingi nefnir í grein sinni. Að gefa einum sjúklingi slíkt lyf í eitt til tvö ár kostar því umtalsvert fjár- magn. Biðlistinn hlýtur hinsvegar að skrifast á reikning flokkssystkina Björns Inga en ekki lækna. Því má svo bæta við að engir sjúklingar voru eins ánægðir með bætta líðan og þeir sem fengu viðeigandi meðferð. Björn Ingi segir í grein sinni: „Það skiptir máli í hvað peningarnir okkar fara. Ætti ekki vöxturinn fyrst og fremst að vera í gæðum þjónustunnar og að fleiri komist að til þess að fá bót meina sinna?“ Þarna hittir varaþing- maðurinn naglann á höfuðið. Málið snýst um að skilja hvernig heilbrigð- iskerfið virkar. Það má enn minna á að gæði í heilbrigðisþjónustu eru skil- greind þannig að sjúklingar fái þá þjónustu sem þeir þarfnast fyrir sem minnstan kostnað. Björn Ingi mætti benda flokks- bróður sínum í heilbrigðisráðuneyt- inu á að það gangi ekki að stinga höfðinu í sandinn og neita að horfast í augu við vandamálin. Þegar sjúkling- ur veikist af sjúkdómi sem hægt er að bæta með aðgerð hafa allar aðrar þjóðir komist að því að hagkvæmast er að ljúka því innan 6–8 vikna. Það er ekki hagkvæmt að láta sjúk- linga sem þurfa á vist að halda á hjúkrunaheimili dvelja langtímum saman á bráðadeildum. Það er ekki vit í því að þjóna sjúklingi á legudeild sem hægt er að sinna á dagdeild inn- an spítala. Það þarf að gera allt sem hægt er til að styðja sjúklinga í að vera heima hjá sér. Það er ekki mennskt að láta sjúk- linga sem heyra illa bíða í eitt ár eftir heyrnartæki. Það er heldur ekki mennskt að láta sjúkling með ský á auga bíða í tvö ár eftir aðgerð sem tekur innan við hálftíma að gera. Slík bið hlýtur að takmarka mjög lífsgæði viðkomandi og vera skaðleg fyrir þjóðfélagið. Varaþingmaðurinn verður því að berjast fyrir því að stefnu ríkis- stjórnarinnar í heilbrigðismálum verði breytt. Læknar munu örugg- lega taka því fagnandi og styðja ráð- herra í því að sjúklingum sé þjónað á viðunandi hátt sem þeir eiga auðvitað fullan rétt á. Varaþingmaður- inn og lyfjaverð Eftir Ólaf Örn Arnarson Höfundur er læknir. UNDIRRITAÐAR sóttu 6. Evr- ópuráðstefnuna í atvinnu með stuðningi (ams) sem haldin var í Helsinki dagana 21.–25.maí síðast- liðinn. Ráðstefnan var á vegum Evrópusamtakanna í atvinnu með stuðningi (EUSE; European Union of Supported Employment) og bar hún yfirskriftina Empowering People and Societies. Á ráðstefn- unni var fjallað um á hvern hátt væri hægt að auka stuðning við fólk með fötlun sem er í vinnu á al- mennum vinnumarkaði og hvernig hægt er að styrkja samfélagið til að taka á móti fólki með fötlun. Þátt- takendur voru frá 30 löndum og eru fimmtán þeirra aðilar að þess- um samtökum, þar á meðal Ísland sem fékk inngöngu á þessu ári. Eitt hundrað fyrirlesarar frá hin- um ýmsu löndum kynntu niður- stöður rannsókna sinna um atvinnu með stuðningi. Sammerkt var úr niðurstöðunum að atvinna með stuðningi hefur sannað gildi sitt og það að hafa vinnu er jafnan eitt þýðingarmesta atriðið varðandi lífs- gæði fólks. Eins og segir í 23. gr. Mannrétt- indasáttmála Sameinuðu þjóðanna: Hver maður á rétt á atvinnu að frjálsu vali, á réttlátum og hag- kvæmum vinnuskilyrðum og á vernd gegn atvinnuleysi. Margir fyrirlestrar voru fróðlegir á þessari ráðstefnu. M.a. kom fram í fyrirlestri frá Áströlum sem voru gestir á ráðstefnunni, að í Ástralíu hefur orðið gífurleg aukning á störfum atvinnu með stuðningi sl. ár. Margar ástæður liggja að baki þeim góða árangri en fyrst og fremst er það skilningur stjórn- valda og jákvæðar rannsóknar- niðurstöður. Ljóst er að margar þjóðir hafa náð langt í þróun atvinnu með stuðningi en aðrar eiga ennþá langt í land. Þegar einstaklingur fær starf á almennum vinnumarkaði stígur hann stórt skref til aukins sjálf- stæðis með því m.a. að leggja sinn skerf til þjóðfélagsins í formi opin- berra gjalda. Auk þess eykur at- vinnuþátttaka vellíðan, bæði and- lega og líkamlega. Atvinna með stuðningi er því þjóðhagslega hag- kvæm leið. Á Svæðisskrifstofu Reykjaness hefur verið veittur stuðningur á al- mennum vinnumarkaði í nokkur ár. Í kringum 1990 var þróuð ný stefnumótun á vettvangi Svæðis- skrifstofunnar í atvinnumálum fólks með fötlun, þar sem mikil áhersla var lögð á atvinnuþátttöku fatlaðra á almennum vinnumarkaði samhliða öðrum úrræðum eins og starfsþjálfun og hæfingu. Mark- miðið var að virkja starfsgetu fatl- aðra í þágu atvinnulífsins og þjóð- félagsins og skapa þeim þar með tækifæri til þátttöku á eigin for- sendum. Á Íslandi hefur orðið mikil aukn- ing á atvinnuþátttöku fatlaðra und- anfarin ár. Árið 2002 fengu 15 ein- staklingar störf á almennum vinnumarkaði á vegum atvinnu með stuðningi á Svæðisskrifstofu Reykjaness og á þessu ári hafa 11 einstaklingar fengið störf. Samtals eru 84 einstaklingar í störfum á vegum atvinnu með stuðningi og bíða margir eftir að fá starf haustið 2003. Stöðugildi starfsfólks er 1,25%. Framtíðarsýn Atvinna með stuðningi hefur nú þegar sannað gildi sitt hjá Svæðis- skrifstofu Reykjaness og er fram- tíðarsýnin sú að sem flestir fatlaðir geti starfað á almennum vinnu- markaði. Á Svæðisskrifstofunni eru til staðar reynsla og þekking sem gætu nýst mun betur ef fjármagn fengist til að efla atvinnu með stuðningi. Þá væri hægt að veita fjölmörgum störf á almennum vinnumarkaði sem nú eru án at- vinnu eða í sérhæfðum úrræðum. Til að takast á við núverandi stöðu og halda úti þjónustu samkvæmt vinnubrögðum atvinnu með stuðn- ingi þarf aukið fjármagn. Með auknu fjármagni og þar með fleira starfsfólki er hægt að mæta auk- inni eftirspurn fatlaðra og stuðla þannig að auknum lífsgæðum þeirra. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem taka þátt í Evrópuári fatlaðra sem er sérstaklega helgað atvinnu- málum fatlaðra en hvert og eitt ríki hefur frjálst val til að gera það sem það vill til að tryggja rétt fatlaðra á vinnumarkaðnum. Nú er lag, því brýn þörf er á auknu fjármagni til að auka við stöðugildin og finna at- vinnu með stuðningi fastan farveg í kerfinu. Að endingu viljum við taka undir lokaorð Monicu Wilson, forseta Evrópusamtakanna, á ráðstefnunni en hún sagði: „Farið heim og brettið upp erm- arnar!“ sem hvatningarorð til þeirra sem starfa að málefnum fatl- aðra. Svæðisskrifstofa Reykjaness hef- ur átt góð samskipti við mörg fyrir- tæki og þakkar þeim góða sam- vinnu. Undirritaðar vilja einnig færa þeim aðilum bestu þakkir sem gerðu það kleift að þær gátu sótt þessa ráðstefnu. „Farið heim og brettið upp ermarnar“ Eftir Ingibjörgu M. Ísaksdóttur og Helgu Rúnu Gústafsdóttur Höfundar eru ráðgjafaþroskaþjálf- ar Atvinnu með stuðningi Svæðisskrifstofu málefna fatl- aðra, Reykjanesi. Ingibjörg M. Ísaksdóttir Helga Rún Gústafsdóttir ER ÞAÐ geðþóttaákvörðun ákæruvaldsins hvaða ódæði það ákærir fyrir? Um kl. 8.45 laug- ardaginn 27. maí ár- ið 2000 lagði leigu- bíll fyrir utan Engihjalla 9, Kópa- vogi. Dóttir mín Ás- laug Perla Krist- jónsdóttir var í bílnum ásamt Ásgeiri Inga Ásgeirs- syni. Dóttir mín var íklædd smekk- gallabuxum, sem féllu þétt að lík- ama hennar, langerma peysu, sem náði upp í háls og á íþróttaskóm. Ás- geir fór út úr bílnum og kom aftur u.þ.b. fimmtán mínútum síðar. Þá fóru þau saman inn í húsið. Mesta lagi tíu mínútum síðar var dóttir mín dáin. Ásgeir Ingi Ásgeirsson hafði nauðgað henni á svölum 10. hæðar hússins og er hún streittist á móti honum henti hann henni, af óhemjulegum ofstopa og viðbjóðs- legu miskunnarleysi, yfir 119 sm hátt handriðið þar sem hún féll 26 metra niður á steinsteypta stéttina. Hún var lifandi í fallinu. Dóttir mín átti engan einasta möguleika á að verjast þessari hrottalegu árás. Það er greinilegt að smekkbuxum dóttur minnar hafði verið þröngvað niður líkama hennar, því að þegar hún fannst var smella á axlarbandi á smekkbuxum hennar brotin og bux- urnar voru vafðar um ökkla hennar, en smellur í mittinu voru óhreyfðar. Ber ákæruvaldinu ekki skylda til að ákæra fyrir sérhvern glæp sem framinn er? Eftir Gerði Berndsen SUMARIÐ er tíminn sem nær allir hlakka til, ekki síst unga skóla- fólkið sem nú fær kærkomið frí frá skólastarfinu. Björtu næturnar og sólskin á daginn, ferðalög og sam- verustundir með fjölskyldu og vin- um eru í algleymingi og margt fleira skemmtilegt á döfinni. Að sumri loknu mæta flestir ánægðir og endurnærðir aftur í skólann. Örfáar undantekningar eru þar á. Einstaka ungmenni hefur ratað í ógöngur yfir sumarmánuðina, jafn- vel leiðst út í vímuefnaneyslu og er þar með á góðri leið að eyðileggja sitt unga líf. Það er nefnilega svo að sumarið er bæði einna skemmtilegasti tími ársins en getur jafnframt verið sá hættulegasti. Það losnar dálítið um þann ramma sem unga fólkið hefur lifað og starfað innan og stundum er eins og foreldrum finnist þeir ekki þurfa að fylgjast jafnvel með börnunum sínum á björtum sumar- nóttum eins og á dimmum vetrar- kvöldum. Elskum börnin okkar Líf hvers einasta ungmennis er ómetanlegt og allir foreldrar vilja að börnum þeirra farnist vel í lífinu. Foreldrar sem verja miklum tíma með börnum sínum og sýna þeim væntumþykju og virðingu eru yfir- leitt í mjög góðum tengslum við börn sín sem gjarnan endurspeglast í gagnkvæmri væntumþykju og virðingu. Rannsóknir hafa einnig sýnt að börn og ungmenni sem verja miklum tíma með foreldrum sínum eru mun ólíklegri til að leið- ast út í neyslu vímuefna en þau sem eru ekki í góðum tengslum við sína nánustu. SAMAN-hópurinn er samstarfs- hópur margra aðila sem starfa að forvörnum og eitt af verkefnum sumarsins er að minna foreldra á mikilvægi samverustundanna. Þetta er gert með því að veggspjöld eru hengd upp sem víðast um landið og með auglýsingum þar sem skila- boðin eru: ferðumst saman, horfum saman, verum saman og borðum saman (sjá vimuvarnir.is). Skila- boðin eru í raun einfaldlega þau að börn og foreldrar verji sem mestum tíma saman því allar samverustund- ir eru dýrmætar – líka að horfa saman á sjónvarpið. Leitum ekki langt yfir skammt Það þarf ekki að fara alla leið til Spánar, eða annarra sólarlanda, til að eiga góðar samverustundir. Enda er það oft svo að þegar krakkar eru spurðir: „hvað finnst þér gaman að gera á sumrin?“ að svarið er: „að veiða með pabba, fara í útilegu með fjölskyldunni, í sumar- bústað, í sund, í bíltúr út í ísbúð“ eða eitthvað í þeim dúr. Í flestum sveitarfélögum landsins eru mjög góðar og aðgengilegar upplýsingar um allt mögulegt sem fjölskyldan getur gert saman í sínu nánasta umhverfi. SAMAN- hópurinn hvetur fjölskyldur til að kynna sér þetta og nýta hvert tæki- færi sem gefst til „að fanga augna- blikið“ saman í sumar. Verum saman í sumar Eftir Bryndísi Kristjánsdóttur og Ernu Sigfúsdóttur Höfundar eru fulltrúar Áfengis- og vímuvarnaráðs og ríkislög- reglustjórans í SAMAN-hópnum. Bryndís Kristjánsdóttir Erna Sigfúsdóttir FYRIRTÆKI allra landsmanna, Síminn, er enn og aftur að fara illa með hlutahafa sína, íslensku þjóðina. Hvernig má það vera að verk upp á 150–200 milljónir íslenskra króna sé ekki boðið út hjá Sím- anum? Í þessu tilviki er stuðst við starfs- hætti Símans er varða verktöku við prentun símaskrárinnar næstu 3 árin. Í lögum segir að verk yfir 10 milljónum króna skuli fara í útboð hjá ríkisfyrir- tækjum. Síminn felur sig bak við að hann séu orðinn hlutafélag og þess vegna ráði hann hvort hann fari með verk í útboð eða ekki. Lesendur gætu ímyndað sér það að Kárahnjúkavirkjun hefði ekki farið í útboð vegna þess að Landsvirkjun væri orðin hf. Ef tekið er mið af arðsemisjónarmiðum skyldi bjóða verk út af þessari stærðargráðu, þó minni væru. Ef tek- ið væri mið af siðferðissjónarmiðum skyldi verkið boðið út, án efa. Sé mið tekið af samkeppnisstöðu fyrirtækja á prentmarkaði skyldi verkið boðið en augljóst er að verktaka af þessari stærðargráðu sem afhent er á silfur- fati til „einkavina“ skekkir að sjálfsögðu samkeppnis- stöðu á prentmarkaðnum. Enn og aftur eru það sjálf- stæðismenn sem brjóta í bága við heilbrigt siðferði í viðskiptum og mismuna fyrirtækjum með slíkum klækj- um. Forkólfar Símans eru annálaðir sjálfstæðismenn og yfirmaður Prentsmiðjunnar Odda var formaður fjáröfl- unarnefndar Sjálfstæðisflokksins í undangenginni kosn- ingabaráttu. Síminn heyrir undir samgönguráðuneytið en þar er sjálfstæðismaður ráðherra, Sturla Böðvars- son. Það er mín krafa sem hluthafa í ríkisfyrirtækinu Sím- anum hf að betur verði farið með fjármuni mína. Eftir höfðinu dansa limirnir, þau koma ekki á óvart hneyksl- ismálin innan veggja Símans þegar starfshættir eins og lýst er að ofan tíðkast hjá yfirmönnum Símans hf. Það hlýtur að vera skýlaus krafa allrar þjóðarinnar að samningi milli Odda hf og Símans hf verði rift. Þess í stað verði verkið boðið út öllum til heilla, bæði Íslend- ingum sem eigendum Símans, sem og að hlúð sé að hollri og eðlilegri samkeppni á prentmarkaði. Það er kominn tími til að fyrirgreiðslupólitík sjálf- stæðismanna renni sitt skeið. Þó hann sé þungur, steinn- inn er hvílir yfir harðlæstu bókhaldi Sjálfstæðiflokksins, má ímynda sér að margt óeðlilegt skríði undan þegar næg öfl loksins fást til að velta gullsteininum við. Ríkisfyrirtækið Síminn (hf) Eftir Gunnar Örn Örlygsson Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.