Morgunblaðið - 05.07.2003, Side 24

Morgunblaðið - 05.07.2003, Side 24
HEILSA 24 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opn- ar sýningu í Slunkaríki á Ísafirði. Opnun sýningarinnar er liður í verk- inu „40 sýningar á 40 dögum“. Verk- in sem sýnd verða eru brjóstmyndir unnar úr timbri og ýmsum járn- og nytjahlutum. Sýningin stendur til föstudags 11. júlí. Opið daglega kl. 14–16. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Gallerí Skuggi, Hverfisgötu 39 Sýningu Joris Rademaker „Stökk- breyting hlutanna“ lýkur á sunnu- dag. Hugtök eins og tómið, hug- leiðsla og endurtekning ganga eins og rauður þráður í gegnum verk hans. Opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 13–17. Mokkakaffi Sýningu Katrínar Elvarsdóttur, Lífsanda, lýkur á sunnudag. Á sýn- ingunni má sjá 12 ný verk sem eru seinni hluti myndaraðarinnar Lífs- anda, en fyrri hluti hennar var sýnd- ur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrr á þessu ári. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi Sýningu Áslaugar Woustra Fin- sen og Rebekku Gunnarsdóttur í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi lýkur á sunnudag. Sýningin nefnist Aftur í heimahagana. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15–18. Eden, Hveragerði Sýningu á verkum sænska lista- mannsins Alfs Stridfeldt lýkur á sunnudag. Verkin eru eingöngu unn- in úr bræddum glersalla. Sýning framlengd – Nýlistasafnið Sýningin Cremaster Plate 2003: sýning Matthews Barney í Nýlista- safninu er framlengd til 27. júlí. Safnið er opið miðvikudaga til sunnudaga kl. 14-18. Sýningum lýkur Laugardagur Námskeið í vikivaka og norrænum þjóðdönsum við undirleik hljóðfæraleikara á staðnum. Kennarar eru Kol- finna Sigurvinsdóttir og Mar- en Hallberg Larsen. Nám- skeiðið fer fram í neðri skóla, hefst kl. 9 og stendur til há- degis. Grána við Síldarminjasafn- ið kl. 13.30 Sigurður Flosa- son saxófónleikari og Pétur Grétarsson slagverksleikari flytja dagskrána Raddir þjóð- ar, þar sem fornum kvæða- mönnum af segulböndum er fléttað saman við framsækna tónlist 21. aldar. Kl. 15 verður síldarsöltun og slegið upp norsku bryggjuballi í tilefni af því að öld er liðin frá því að Norðmenn lönduðu fyrst síld á Siglufirði. Söngur riddarans kl. 17 Þórarinn Hjartarson og Kristjana Arngrímsdóttir flytja lög við ljóð Páls Ólafs- sonar. Ljóðin eru flest ástar- kvæði en lögin eru ýmist eftir seinni tíma höfunda eða þjóð- lög. Um kvöldið verður haldin uppskeruhátíð í Nýja bíói þar sem tónlistarmenn koma fram og nemendur af námskeiðum sýna afrakstur vinnu sinnar. Þjóðlaga- hátíð á Siglufirði GUÐRÚN Benedikta Elíasdóttir opnar málverkasýninguna Tilurð í Nýheimum, Menningarmiðstöð Hornfirðinga, kl. 15 í dag, í upphafi Humarhátíðar. Þetta er fjórða einkasýning Guð- rúnar Benediktu, sú þriðja hérlendis en hún hefur einnig sýnt í Frakklandi þar sem hún bjó um tíma og vann við myndlist. Auk þessa hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum hér heima og erlendis. Guðrún hefur unn- ið að myndlist ásamt kennslu síðan hún lauk námi frá Myndlista og hand- íðaskóla Íslands 1987. Auk þess rak hún ásamt fleiri listamönnum gallerí Skruggustein í Kópavogi í nokkur ár. Guðrún var bæjarlistamaður Kópa- vogs 1996. Urð og grjót í öllum sínum marg- breytileik eru talsvert áberandi í verkunum sem öll eru unnin með acr- yl á striga á síðustu tveimur árum. Sýningin er opin meðan á Hum- arhátíð stendur. Myndlistar- sýning í Nýheimum KOLBRÚN Lilja Antonsdóttir myndlistarmaður sýnir þessa dag- ana aquvarelle-myndir á veitinga- húsinu Við árbakkann á Blönduósi. Kolbrún Lilja útskrifaðist úr kenn- aradeild Myndlista- og handíða- skóla Íslands 1972, úr frjálsmynd- listardeild sama skóla með áherslu á skúlptúr árið 1975 og árið 1982 stundaði hún skúlptúrnám við listaháskóla í Róm. Sýning Kolbrúnar Lilju sem jafn- framt er sölusýning stendur út all- an júlímánuð. Eigendur veitingahússins Við ár- bakkann hafa lagt metnað sinn í að hafa ætíð hverskonar listsýningar í gangi í húsinu og er fullbókað fyrir sýningar út þetta árið. „Frjáls hugur“ er eitt verka Kol- brúnar Lilju á Blönduósi. Kolbrún Lilja með sýningu á Blönduósi Blönduósi. Morgunblaðið. Ég á við lygasýki að etja. Í hvert skipti sem ég missi eitthvað út úr mér er það lygi eða ýkt útgáfa af sannleikanum. Mér líður því mjög illa, eru einhver ráð við þessu? SVAR Að segja ósatt ernokkuð sem við flest höfum einhvern tímann gert, en ósannindi geta verið mismikil og misalvarleg. Auk þess eru mismunandi ástæð- ur fyrir því að segja ósatt og þar af leiðandi mismunandi leiðir sem hægt er að nota til að reyna að hætta/minnka ósannsögli. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að fólk segir ósatt, s.s. vegna ótta, vana, eða til þess að öðlast eitt- hvað. Ein ástæða er ótti, þ.e. hræðslan við „harkaleg“ viðbrögð annarra þegar sannleikurinn er sagður. Þessi ótti er hins vegar oft ekki annað en órökréttar hug- myndir einstaklingsins um að sann- leikurinn hafi í för með sér neikvæð- ar afleiðingar en á yfirleitt ekki við rök að styðjast. Þegar svo ein- staklingurinn segir ósatt eða forðast stöðugt að segja sannleikann við ákveðnar aðstæður afsannar hann/ hún aldrei að betra sé að segja sann- leikann í stað þess að segja ósatt. Þessi ótti og órökréttu hugmyndir um hvað gerist ef sagt er satt við- halda því lyginni í stöðugum víta- hring. Sá sem segir mikið ósatt er oft með lélega sjálfsmynd og telur sig þess vegna þurfa að ljúga eða krydda sannleikann til þess eins að líta betur út í augum annarra. Hér er einstaklingurinn sífellt að segja sögur af sér og ýkja þær í þeim tilgangi að vera „betri en ég er“. Mikilvægt er að hafa í huga að sjálfsmynd fólks lýsir ekki hvernig fólk raunverulega er heldur er oft um mjög skerta, neikvæða mynd fólks af sjálfu sér að ræða, sem er alls ekki sanngjörn. Því miður er ávinningurinn oft frekar skamm- vinnur því ýkjurnar eða ósannindin bæta einungis sjálfsmyndina rétt á meðan sagan endist. Síðan tekur við samviskubitið og „raunveruleikinn“ og þannig getur lygin leitt til þess að neikvæðri sjálfsmynd sé við- haldið þegar til lengri tíma er litið. Að lokum er um að ræða ósann- sögli sem einkennist af vana, þ.e. einstaklingurinn hefur vanið sig á að segja ósatt, og það væri kannski helst það sem hægt væri að kalla lygasýki eins og þú orðar það. Það er erfitt að segja til um hvernig þetta lygaferli byrjar, en eitt dæmi gæti verið einstaklingur sem býr við erfiðar fjölskylduaðstæður og finnur sig knúinn til að hylma yfir þær. Það þróast síðan út í vana þar sem lygin verður eins konar sjálfvirkt við- bragð. Einstaklingar sem segja ósatt af vana eiga oft erfitt með að breyta hegðun sinni. Helsta ástæða þess er yfirleitt sú að einstakling- urinn gerir sér ekki alltaf almenni- lega grein fyrir lyginni. Viðkomandi fer að eiga erfitt með að skilja á milli lyginnar og raunveruleikans og trú- ir því jafnvel sjálfur því sem hann/ hún er að segja. Þú hefur áhyggjur af þessari hegðun. Mikilvægt er að þú finnir leið út úr þessari vanlíðan. Jákvætt er að þú gerir þér grein fyrir vandanum og hefur því mögu- leikann á að breyta. Þú þyrftir að spyrja þig nokkurra spurninga, t.d. hvernig lýg ég, hverjum lýg ég að, við hvaða aðstæður lýg ég, o.s.frv. Ræða þetta jafnvel við vini þína sem þú treystir vel, og óska eftir aðstoð þeirra við að hætta að segja ósatt. Að lokum getur verið skynsamlegt, ef maður ræður ekki sjálfur við vandann eða með aðstoð vina, að at- huga möguleikann á sálfræði- meðferð. Ósannsögli eftir Björn Harðarson Lesendur Morgun- blaðsins geta komið spurn- ingum varð- andi sálfræði-, félagsleg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona- @persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. Léleg sjálfsmynd oft undirrótin Höfundur er sálfræðingur. Þ EIM sem gengur vel og líður vel í lífinu eiga það sameiginlegt að hlúa að því sem þeim þykir vænt um. Það er mikilvægt að hafa eitt- hvað sem manni þykir vænt um, rækta þá væntumþykju og hlúa vel að henni. Það getur verið breytilegt frá manni til manns hvað eða hverja þeim þykir vænt um. Það get- ur verið fjölskyldumeðlimur, vinur, gæludýr eða jafnvel planta. Eitthvað sem lifir og þarf ást og umhyggju frá öðrum til að geta dafnað. Það gefur lífi fólks tilgang að finna að einhver þarf á umhyggju þess að halda og vita að manns yrði saknað ef maður væri ekki hér á morgun. Flestum þykir vænt um fjölskyldu sína og vini en eru kannski ekki alltaf að segja þeim það. Mörgum finnst óþarfi að segja öðrum að þeim þyki vænt um þá því þeir hljóti að vita það. En það er ekki óþarfi, það er ómetanlegt að heyra einhvern segja að honum þyki vænt um mann. Jafnvel þótt maður finni fyrir væntumþykju frá einhverjum sakar ekki að heyra það líka. Hvað myndum við gera ef við vissum að þetta væri seinasti dagurinn í lífi okkar? Í hvern myndum við hringja og hvað myndum við segja við þá? Stað- reyndin er sú að fæstir vita hvenær þeirra seinasti dagur kemur, ef við ætl- um að bíða fram til hinsta dags með að tjá væntumþykju okkar í garð ann- arra er hætt við að það verði aldrei af því. Það er hægt að tjá væntumþykju á margvíslegan hátt, bæði í orðum og gjörðum. Það tekur ekki langan tíma að segja einhverjum að manni þyki vænt um hann. Það er hægt að hringja, skrifa tölvupóst, senda sms eða bréf. Þetta kostar ekki mikið en er ótrúlega gefandi fyrir báða aðila. Þegar við hugsum til þeirra sem okkur þykir vænt um, vekjum við minningar í huga okkar sem veita okkur vellíðan. Á sama hátt veitir það okkur vanlíðan að hugsa um þá sem fara í taugarnar á okkur. Með því að gleðja aðra ræktum við gott samband við þá sem okkur þykir vænt um á sama tíma og við stuðlum að okkar eigin vellíðan. Tjáðu ein- hverjum væntumþykju þína áður en þú ferð að sofa í kvöld og hlúðu þannig að þeim sem þér þykir vænt um. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, Verkefnastjóri Geðræktar.  Frá Landlæknisembættinu Heilsan í brennidepli Geðorð 2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um Flestum þykir vænt um fjölskyldu sína og vini en eru kannski ekki alltaf að segja þeim það. BRESK rannsókn hefur leitt í ljós að þeir sem ekki hafa reykt í meira en eitt ár eru enn í mikilli hættu á að hefja aftur reykingar. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Rannsakendur við háskólann í Ox- ford fylgdust með um 1.600 einstak- lingum sem höfðu tekið þátt í rann- sókn á nikótínplástrum árið 1992. Sú rannsókn leiddi í ljós að einn af hverjum tíu sem ekki fengu nikótín- plástur hætti að reykja innan árs en þeim sem fengu plástur gekk betur í baráttunni við reykingarnar. Haft var uppi á fólkinu nokkrum árum síðar og útreikningar gefa til kynna að um 40% þeirra sem tókst að hætta í eitt ár hafi aftur verið byrjuð að reykja. Niðurstöðurnar benda til þess að aðeins einn af hverjum átta í upp- haflegri rannsókn hafi ekki reykt að nokkrum árum liðnum. Að mati rannsakenda gefa niður- stöður í skyn að nikótínfíklar þurfi enn meiri hjálp en hingað til svo að þeim takist að hætta reykingum fyr- ir fullt og allt. Erfitt að hætta reyk- ingum STOFNUN Sigurðar Nordals og Snæfellingar gangast fyrir Eyr- byggjuþingi í Grunnskólanum í Stykkishólmi. Farið verður á sögu- staði í fylgd heimamanna, m.a. á þingstaðinn á Þórsnesi, að Helga- felli, inn í Álftafjörð, í Bjarnarhöfn og að Eyri. Þá verður Berserkjagata gengin. Dagskrá þingsins hefst kl. 11 laugardaginn 30. ágúst og lýkur um kl. 15 sunnudaginn 31. ágúst. Erindi flytja Adolf Friðriksson, Ármann Jakobsson, Elín Bára Magnúsdóttir, Eyþór Benediktsson, Guðrún Ása Grímsdóttir, Guðrún Nordal, Helgi Skúli Kjartansson, Magnús A. Sigurðsson, Ólafur Hall- dórsson og Vésteinn Ólason. Þátttaka tilkynnist Stofnun Sig- urðar Nordals fyrir 20. ágúst nk. Einnig er unnt að skrá sig hjá SSV – Þróun og ráðgjöf, Stykkishólmi. Eyrbyggjuþing í Stykkishólmi ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.