Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Lundi V/Nýbýlaveg
564 4566 • www.solsteinar.is
✝ Einar Lárussonfæddist á Heiði á
Langanesi 24. júlí
1924. Hann lést á
dvalar- og hjúkrun-
arheimilinu Nausti á
Þórshöfn 26. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Lárus Helgason
bóndi á Heiði og
Arnþrúður Sæ-
mundsdóttir hús-
freyja á Heiði. Einar
var þriðji yngstur 14
barna þeirra. Þau
voru: Guðlaug, látin,
Margrét Valgerður, látin, Sæ-
mundur, látinn, Lára, látin, Þór-
dís, látin, Bergþóra, látin, Anna,
látin, Aðalbjörg, látin, Jón Trausti,
látinn, Ari, látinn, Ingimar, látinn,
Þorgerður, látin, og Bára, búsett í
Keflavík. Uppeldisbróðir þeirra
var Snorri Bergsson. Einar ólst
upp á Heiði á Langanesi og fluttist
til Þórshafnar um 20 ára aldur og
bjó hann þar alla sína ævi.
ánsson, börn þeirra: Stefán Magn-
ús, f. 19.6. 1974, sambýliskona
Jenný Henriksen og eiga þau tvö
börn; Kapitola Rán, f. 26.6. 1977,
sambýlismaður Róbert Gunnar
Goldengey og eiga þau tvo syni og
Kapitola á eina dóttur; Ránar, f.
12.8. 1984; Einar, f. 2.9. 1985. 4)
Ásta Jóhanna, f. 29.7. 1955, maki
Guðmundur Bjarnason, börn
þeirra: Valborg Stefanía, f. 23.2.
1977, maki Sturla Gunnarsson og
eiga þau þrjú börn; Svanfríður, f.
26.7. 1980; Ásta Hulda, f. 25.2.
1984; Tinna Rut, f. 24.9. 1985. 5)
Ólafur Guðmundur, f. 24.3. 1959,
d. 7.12. 1985. 6) Egill, f. 29.10.
1960, börn hans: Þorsteinn Ægir,
f. 8.6. 1984; Katrín Björns, f. 3.12.
1987, Eyrún Tara, f. 6.9. 2001. 7)
Sigurbjörg, f. 17.12. 1965, sam-
býliskona Anleyg Petersen. 8) Ein-
ar Valur, f. 26.4. 1971. 9) Elísa, f.
24.7. 1974, sambýlismaður Ölver
Guðnason, barn hennar Birgir Þór
Sigurðsson, f. 1.9. 1994.
Einar starfaði lengst af hjá
Hraðfrystistöð Þórshafnar. Síð-
ustu fimm ár dvaldi hann á Dval-
ar- og hjúkrunarheimilinu Nausti
á Þórshöfn.
Útför Einars verður gerð frá
Þórshafnarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Árið 1950 kvæntist
Einar Valborgu Stef-
aníu Guðmundsdótt-
ur, f. 25.12. 1932, d.
7.10. 1994, frá Hró-
aldsstöðum á Vopna-
firði, og eignuðust
þau níu börn. Þau eru:
1) Sæmundur Helgi, f.
2.7. 1951, maki Ragn-
heiður Valtýsdóttir,
börn þeirra: Valgerð-
ur, f. 24.8. 1981, sam-
býlismaður Guðmund-
ur Ari Arason; Ólöf, f.
18.11. 1985, barn Sæ-
mundar: Hafdís f.
23.10.1973, sambýlismaður Ingólf-
ur Valur Ívarsson og eiga þau einn
son. 2) Lára Arnþrúður, f. 5.7.
1952, maki Einar Nikulásson, börn
þeirra: Páll, f. 20.8. 1972, maki
Sóley Þórarinsdóttir og eiga þau
tvær dætur; Þórður Georg, f. 28.4.
1974, sambýliskona Elínrós Hjart-
ardóttir og eiga þau eina dóttur;
Fanney, f. 7.11. 1979. 3) Anna
Jenný, f. 3.6. 1954, maki Jón Stef-
Elsku pabbi minn, nú er komið að
kveðjustundinni. Ég vil þakka þér
fyrir allar stundirnar sem við höfum
átt saman í þessu lífi. Nú hefur þú
fengið hvíldina og ég veit að þér líður
vel núna. Takk fyrir allt og allt.
„Því dýpra sem sorgin grefur sig í
hjarta manns, þeim mun meira gleði
getur það rúmað.“ (Kahlil Gibran.)
Sofðu rótt, elsku pabbi minn.
Þín dóttir,
Sigurbjörg.
Elsku pabbi og tengdapabbi,
þökkum fyrir allar þær stundir sem
við höfum átt með þér og við vitum
að núna líður þér vel.
Guð geymi þig.
„Þegar þú ert sorgmæddur skoð-
aðu þá aftur huga þinn og þú munt
sjá að þú grætur vegna þess sem var
gleði þín.“ (Kahlil Gibran.)
Við viljum þakka starfsfólki á
dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Nausti fyrir góða aðhlynningu Ein-
ars síðastliðin ár. Einnig viljum við
þakka Jóhanni A. Jónssyni fyrir hlý-
hug í garð Einars.
Þín
Sæmundur og Ragnheiður.
Elsku pabbi, mig langar að skrifa
nokkur fátækleg orð til þín. Það var
hinn 5. júní síðastliðinn að ég ákvað
að skreppa til Þórshafnar til að
heimsækja þig. Af hverju þessi tími?
Því ég kom alltaf á hverju ári og þá
alltaf rétt fyrir afmælið þitt sem er
24. júlí en í þetta skipti breytti ég út
af venju minni og er ég fegin að hafa
gert það. Já, og alltaf beiðstu eftir
þessum tíma þegar ég kom því þá
vissirðu að þú færir niður í húsið þitt,
sem þú vildir helst vera í en því mið-
ur gastu ekki verið þar. Já, við fórum
niður í húsið þitt á hverjum degi á
meðan ég stoppaði. Ég náði í þig upp
úr hádegi og varst þú í húsinu þínu
fram yfir kvöldmat að við röltum upp
á Naust. Við spjölluðum yfirleitt
saman því þú vissir svo mikið og gast
sagt mér ýmislegt og var ég stolt af
þér hvað þú varst alltaf hress miðað
við að þú varst bundinn við hjólastól
og orðinn blindur en auðvitað áttir
þú þínar erfiðu stundir.
Jæja, elsku pabbi, enn og aftur er
ég mjög ánægð með að hafa breytt
komu minni þetta sumarið. Nú kveð
ég þig en á annan hátt því kveðju-
stundir okkar þegar ég fór aftur suð-
ur voru okkur mjög erfiðar. Hvíl þú í
friði, elsku pabbi, ég mun sakna þín.
Starfsfólki Nausts þakka ég
umönnun sem það veitti föður mín-
um og einnig vil ég þakka Jóa hans
frábæru vináttu við föður minn.
Þín dóttir
Lára.
Elsku afi, það voru ekki góðar
fréttir sem við fengum morguninn
26. júní þegar okkur var sagt að þú
værir dáinn. Lára var nýbúin að vera
hjá þér og fara með þér á hverjum
degi niður á Fjarðaveg og ekki var
langt síðan ég talaði við þig. Ólöf var
hjá þér kvöldið áður og þá varstu svo
hress og ekki bar á neinu. Þótt þú
hafir verið orðinn frekar veikur þá
fannst okkur þetta ekki eiga að ger-
ast strax. Þó að þú hafir stundum
verið frekar svartsýnn var alltaf
stutt í grínið og góða skapið þegar
við voru búin að röfla við þig í smá-
stund. Það sem er efst í huga okkar
núna eru allar góðu og skemmtilegu
minningarnar um okkur saman, t.d.
þegar þú varst með fiskbúðina og
varst alltaf að búa til færi handa okk-
ur svo við gætum veitt í gegnum göt-
in á bryggjunni. Það voru fastir liðir
á hverjum degi eftir skóla að fara í
búðina fyrir þig og kaupa svið eða
saltkjöt. Það voru líka frábærar sög-
ur sem þú sagðir okkur frá því þegar
þú varst ungur, allar ferðirnar sem
þú fórst, vinnan og allt það sem þú
gerðir. Þú varst alltaf svo duglegur
og hafðir svo gaman af því að segja
okkur frá þessu öllu saman og okkur
fannst svo gaman að hlusta á þig og
vita allt þetta um gamla tímann. Eft-
ir að við fórum í skóla á Akureyri þá
varð sambandið ekki eins mikið en
við hringdum alltaf í þig og þú hafðir
svo gaman af því að rugla eitthvað í
okkur og við í þér. Þegar við komum
heim um jól og páska þá var það
fyrsta sem við gerðum að fara á
Naust í heimsókn til þín og þá stóð
ekki á fréttunum frá þér, þú vissir
um alla báta sem höfðu komið og allt
sem gerðist í bænum þrátt fyrir
sjón- og heyrnarleysi þitt. Það sem
gladdi þig mjög mikið var þegar Jói
forstjóri hafði komið í heimsókn til
þín eða þú hafðir heyrt í honum. Eft-
ir að hann flutti til Kanada var aðal-
umræðuefnið hjá þér hvenær Jói
ætlaði að gefa þér síma til að þú gæt-
ir heyrt betur í honum. Þegar kom
að útskriftinni minni (Valgerður) var
ég svo heppin að vera fyrsta barna-
barn þitt sem útskrifaðist. Ég bað
þig um að gefa mér stúdentshúfuna
og þú vildir það endilega og talaðir
ekki um annað en myndina af mér
með hvítu húfuna og alltaf bættir þú
við: „Sem ég gaf þér.“
Eftir öll veikindi þín og eftir að
sjónin og heyrnin hafði dofnað varst
þú alltaf ákveðinn í því að þú vildir
búa á Fjarðaveginum og vildir enga
hjálp en þegar leið á gast þú ekki séð
um þig sjálfur og þá fluttir þú á
Naust. En þótt þú værir með hjúkr-
unarkonur allt í kringum þig vildir
þú sem minnsta hjálp og vildir gera
allt sjálfur, sama hversu erfitt það
var fyrir þig. Þetta eitt lýsir baráttu
og dugnaði þínum í lífinu. Þú gerðir
alla hluti sjálfur og eftir á varstu
stoltur yfir því. Þú varst líka mjög
ánægður með það þegar Ólöf byrjaði
að vinna á Nausti hjá þér og þér
fannst svo gaman þegar hún var að
annast þig.
Það er skrítið að hugsa til þess að
hafa þig ekki hjá okkur um jólin og
að fara ekki í jólainnkaupin fyrir þig.
Einnig verður dapurt fyrir Ólöfu að
annast þig ekki lengur og hafa allt
það öryggi sem þú gafst henni í
vinnunni á Nausti. Núna ertu kom-
inn til Óla sonar þíns og við vitum að
þér líður vel og að þú verður hjá okk-
ur og passar okkur. Við munum allt-
af sakna þín en huggum okkur við
góðu minningarnar um þig og varð-
veitum þær vel.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Guð geymi þig, elsku afi.
Valgerður og Ólöf.
Elsku afi minn. Það fyrsta sem
mér kemur til hugar er hvað ég er
fegin að hafa getað kvatt þig áður en
þú fórst. Ég ákvað í skyndi að
skreppa til þín í heimsókn á Þórs-
höfn. Ég gat einungis stoppað í einn
dag vegna vinnu en það var frábær
dagur.
Það var svo gaman að geta hlegið
með þér, elsku afi minn, því þú varst
svo lúmskur húmoristi, gast alltaf
fengið mig til að hlæja. Ég man t.d.
þennan dag þegar ég spurði þig
hvort þú hefðir „séð“ nýjustu með-
limi fjölskyldunnar. Þá svaraðir þú
mér fullum hálsi. Þú sagðir: „Séð, ég
sé nú bara alls ekki neitt.“ Svo hlóg-
um við. En þú sagðir mér líka í al-
vöru hvað þú værir orðinn þreyttur á
að hafa ekki fullkomið frelsi til þess
að hreyfa þig, já, þú varst orðinn ansi
þreyttur á því en nú vona ég að þú
sért sæll og getir farið allra þinna
ferða frjáls.
Ég verð að segja að hann afi minn
er einn sá mesti karakter sem ég hef
nokkurn tímann kynnst, það voru
svo mörg sérkenni sem einkenndu
hann í lifanda lífi, hver man t.d. ekki
eftir hurðarskellunum?
Allt þetta þakka ég fyrir því að
það eru svo margar skemmtilegar
sögur sem við höfum að segja hvert
öðru sem hann skildi eftir hér hjá
okkur hinum. Ég veit bara að ég á
eftir að sakna þín heilmikið og ég
elska þig, afi minn.
Ég bið að heilsa öllum þarna sem
þú ert núna.
Þín
Fanney.
Elsku afi.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Hinsta kveðja.
Hafdís, Ingólfur Valur
og synir.
EINAR
LÁRUSSON
Síðastliðinn laugardag var Þorlák-
ur Stefánsson borinn til hinstu hvílu
frá Hofskirkju.
Í hugann koma og varðveitast góð-
ar minningar um mætan frænda sem
tók á móti okkur kaupstaðarbörnun-
um, ásamt heimilisfólkinu á Hnappa-
völlum, á hverju vori til sumardvalar.
Lalli hafði góða nærveru, var barn-
góður og náði vel til unglinga, þess
nutum við í leik og starfi. Hann lét
ekki fara mikið fyrir sér, var hógvær,
lítillátur og sló á létta strengi. Spor-
ÞORLÁKUR
STEFÁNSSON
✝ Þorlákur Stef-ánsson fæddist á
Hnappavöllum 26.
mars 1922. Hann lést
á Hjúkrunarheimili
Skjólgarðs í Horna-
firði 20. júní síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Stefán Þorláks-
son, f. á Hnappavöll-
um í Öræfum 1878, d.
1969, og kona hans
Ljótunn Pálsdóttir, f.
á Svínafelli í Öræfum
1882, d. 1955. Þorlák-
ur var næstyngstur
ellefu systkina, tvö
dóu í frumbernsku. Auk hans eru
nú látin Páll Arnljótur, Guðrún,
Þóra Ingibjörg og Helgi en eftir
lifa Kristín, Sigríður, Páll Sigurð-
ur og Þórður.
Útför Þorláks fór fram frá Hofs-
kirkju í Öræfum 28. júní.
léttur var hann og þol-
inn og taldi sporin ekki
eftir sér.
Hann ólst upp í
stórum systkinahópi í
Vestri-Miðbæ, Hnappa-
völlum. Byrjaði ungur
að taka þátt í bústörfum
sem urðu hans lífsstarf.
Hann bjó félagsbúi á
Hnappavöllum með
bræðrum sínum og
systrum, þeim Páli,
Þórði, Guðrúnu og
Kristínu, ásamt Sig-
rúnu Bergsdóttur, eig-
inkonu Þórðar, og síðar
Guðmundi, syni Þórðar og Sigrúnar.
Hann lifði tíma þar sem mikil um-
skipti urðu frá fornum og frumstæð-
um búskaparháttum í tæknivæddan
nútímabúskap. Vinna bóndans er ná-
tengd náttúru landsins og er bæði
gefandi og síbreytileg eftir árstíðum.
Hvort sem staðið var við engjaslátt á
Hnappavallaengjum eða síðar í véla-
heyskap á nýræktarsléttum var
vinnudagurinn oft langur og handtök-
in mörg. Dugnaður hans og ósérhlífni
var það sem var einkennandi við
störfin. Hann vann mikið að uppbygg-
ingu alls húsakosts á jörðinni enda
lagtækur og útsjónarsamur við smíð-
ar og eftirsóttur í slík verk.
Eins og tíðkaðist árum saman í
Skaftafellssýslu þá fór Lalli á vertíð
til Vestmannaeyja og vann við fisk-
verkun. Á útleið og heimleið úr verinu
var dvalið nokkra daga hjá okkur
frændfólkinu í Kópavogi. Dagarnir
fóru í útréttingar og afrakstur vertíð-
arinnar var notaður til að tæknivæða
búskapinn, kaupa nýjustu tæki og tól
til að létta störfin og auka afköstin.
Fljótlega eftir gos lögðust vertíðar-
ferðir til Vestmannaeyja af. Í staðinn
fór hann árlega til Hafnar í Horna-
firði í fiskvinnu meðan aldur leyfði.
Frá síðastliðnu hausti dvaldi Lalli á
hjúkrunarheimilinu á Höfn og naut
þar góðrar hjúkrunar, illa haldinn af
illvígum sjúkdómi sem hann hefur nú
verið leystur frá.
Við þökkum Lalla elskulega sam-
fylgd og biðjum guð að varðveita
hann á sínum vegum.
Sæmundur Alfreðsson.
Síðastliðinn laugardag kvöddum
við í hinsta sinn kæran frænda okkar,
Þorlák Stefánsson frá Hnappavöllum
í Öræfum. Við systkinin áttum því
láni að fagna að alast upp á heimili
hans, þar sem hann bjó félagsbúi
ásamt foreldrum okkar og þremur
öðrum systkinum hans og föður okk-
ar. Enda þurftum við aldrei að hafa
áhyggjur af því að fá ekki næga at-
hygli, alltaf einhver til staðar fyrir
okkur. Og ekki stóð nú á honum Lalla,
eins og við kölluðum hann alltaf, að
glettast eitthvað við okkur. Hann var
alltaf léttur í lund og var óþreytandi,
oft eftir langan vinnudag, að spila við
og lesa fyrir litla frændfólkið. Og oft
kíktum við inn í herbergið til hans til
að sníkja mola eða bara til að heyra
eina litla sögu.
Lalli var eins og systkini hans voru
og þeirra kynslóð, sístarfandi heima
við búskapinn á vorin og fram á haust
og svo dreif hann sig í smíðavinnu eða
á vertíð á veturna á meðan aldur hans
leyfði. Hann var eftirsóttur starfs-
kraftur hvar sem hann var og mikill
göngumaður, enda oft fenginn til að
smala víða í sveitinni.
Lalli var alla tíð mjög athugull
maður og fylgdist vel með því sem
gerðist í þjóðmálum hverju sinni.
Fullan starfsdag vann hann við bú-
skapinn allt fram á síðasta haust er
illvígur sjúkdómur er hann hafði
greinst með fyrir tveimur árum tók
sig upp aftur. Hann dvaldist á Hjúkr-
unarheimilinu Skjólgarði á Horna-
firði síðustu átta mánuðina og naut
umönnunar og hlýju heilbrigðis-
starfsfólks þar. Nú hefur hann verið
leystur frá líkamlegum kvölum sínum
og andi hans sveimar vafalaust yfir
Hnappavöllum og Öræfasveitinni
sem var honum svo kær. Við sem eftir
lifum þökkum fyrir það lán að hafa
fengið að kynnast honum og njóta
samvista við hann þó þetta lengi.
Veit nokkur, næsta árið,
hver nár mun hníga í gröf?
Án boða feigðarfárið
oft firrir lífsins gjöf.
Þó vanti ei veðrið mjúka,
oft vorlauf bleik sjást fjúka,
en hver af oss, sem eftir þreyr,
með elsku tregar þann sem deyr.
Sá andast einn með gleði,
sem iðkar sanna dyggð;
hans gröf er gerð að beði,
af guðs vernd yfirskyggð.
Þá hérvist endað hefur,
uns ungur vaknar aftur hann
við ársól dýrðar guðs í rann.
Guðmundur og Stefanía
Þórðarbörn.