Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 35 Hún systir mín dó á laugardaginn í Þrándheimi í Noregi, í borginni og landinu sem gerði henni kleift að verða það sem í henni bjó. Hún fædd- ist á Íslandi en Noregur varð heima- land hennar. Leiðin frá Íslandi til Noregs var viðburðaríkt ferðalag um lífið og tilveruna fyrir systur og ferða- lagið fór hún með Jóni Steinari, manni sínum. Þau hjónin voru sam- rýnd mjög og tókust á við viðfangs- efni lífsins með gagnkvæmri virðingu og ást. Ferðin hófst stuttu eftir að þau giftu sig, þegar þau sigldu til Bret- lands. Þau dvöldu fyrst í Edinborg en héldu síðan til Sussex, þar sem þau eignuðust frumburð sinn, Guðmund Steinar, og systir lauk BA-prófi í upp- eldisfræði. Síðan héldu þau aftur heim, þegar heima var ennþá Ísland. Þau stöldruðu stutt við, aðeins nokk- ur ár, því ferðinni var heitið til Stan- ford í Kaliforníu. Þá voru tveir dreng- ir með í för, því Magnús Ari fæddist á meðan þau bjuggu á Íslandi. Í Stanford hélt systir áfram námi í uppeldisfræðum og fjölskyldan undi sér vel í hinni sólríku Kaliforníu. Í Stanford kynntist hún viðfangsefninu sem fangaði hug hennar og hjarta, notkun frásagnar í kennslu (the narrative in teaching). Það varð við- fangsefni hennar í doktorsnáminu og síðan lífsviðfangsefni hennar sem fræðimanns og kennara. Fjölskyldan hélt aftur til Íslands, en eins og áður varð viðdvölin stutt, aðeins nokkur ár, og þau ár starfaði systir sem stunda- kennari við Háskóla Íslands. Þá kom kallið til Noregs, sem reyndist fjölskyldunni farsæll farveg- ur. Þau byggðu sér heimili við Alf- heimsvingen í Þrándheimi og þar festu þau rætur, drengirnir uxu úr grasi og urðu að mönnum undir ákveðinni og ástríkri umsjón foreldra sinna, og systir blómstraði. Hún starfaði við kennslu og rannsóknir við NTNU (Norges Teknisk Naturvid- enskaplig Universitet) og árið 1997 varð hún prófessor í uppeldisfræðum við háskólann. Fyrir rúmum ellefu árum greindist systir fyrst með heilaæxli og í rúm ell- efu ár tókst hún á við veikindi sín af aðdáunarverðum viljastyrk og seiglu. Síendurtekin veikindin stöðvuðu ekki framkvæmdagleði hennar eða atorku heldur óx hún og dafnaði sem persóna og fagmaður þrátt fyrir þau. Það var oftar en einu sinni eða tvisvar sem við héldum að í þetta sinn myndu veik- indin ná yfirhöndinni, en systir reis upp aftur, og svo enn aftur, og tók til við vinnu sína. Hún kenndi, hún stundaði rannsóknir, hún birti grein- ar í fagtímaritum og tók þátt í ráð- stefnum víða um heim. Fyrir framlag sitt til fagsins öðlaðist hún virðingu og viðurkenningu kollega sinna í Noregi og á alþjóðlegum vettvangi. Starfið var lífskraftur hennar. Síðast kom systir til Íslands í apríl á þessu ári til að vinna að skólastofu- rannsóknarverkefni í notkun frásagn- ar við kennslu með kollega sínum. SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Sigrún Guð-mundsdóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 4. nóvember 1947. Hún lést á heimili sínu í Þránd- heimi í Noregi að- faranótt laugardags- ins 28. júní. Foreldrar hennar eru Jóhanna Guð- jónsdóttir og Guð- mundur Pétursson, sem lést 18. maí 1960. Stjúpfaðir Sig- rúnar er Guðmundur Ingimundarson. Systkini Sigrún- ar eru Elsa Guðmundsdóttir og Guðjón Ingi Guðmundsson. Sigrún gekk að eiga mann sinn, Jón Steinar Guðmundsson, 23. júní 1971 og eignuðust þau tvo syni, Guðmund Steinar, f. 23. jan- úar 1975, og Magnús Ara, f. 20. janúar 1978. Útför Sigrúnar fór fram í Þrándheimi fimmtudaginn 3. júlí. Hún þekkti sjúkdóm sinn vel, hafði rannsak- að hann af jafnmikilli fagmennsku og hún rannsakaði fagleg við- fangsefni sín, og hún vissi að tími hennar var að renna út. Þessi síð- asta heimsókn hennar til Íslands var okkur fjölskyldunni ómetan- legur tími. Við fylgd- umst með henni leggja síðustu krafta sína í rannsóknarverkefnið og á síðkvöldum sátum við öll saman og töluðum um lífið og dauðann. Kvöldið áður en hún fór aft- ur heim sagði hún okkur að það væru forréttindi að fá tækifæri til að kveðja fólkið sitt, ekki gæfist öllum tími eða rúm til þess. Við systurnar bjuggum oftar en ekki hvor í sínu landinu, lifðum hvor sínu lífi, í ólíkum heimum, en hin undraverðu systrabönd slitnuðu aldr- ei, hvað sem á gekk og þrátt fyrir allt. Systrabönd rista dýpra en orð fá lýst. Þau eru óskiljanleg á köflum og órjúf- anleg því að þau eru byggð á tengslum sem eru yfir hversdagsleik- ann hafin. Systraböndin voru mér dýrmæt gjöf og eru enn. Það er með sárum trega að ég kveð systur mína, sem hjá mér hefur aldrei gengið undir öðru nafni en systir. Elsa Guðmundsdóttir. Elskuleg mágkona okkar og vinur, Sigrún Guðmundsdóttir, Þrándheimi í Noregi, er látin eftir 11 ára hetjulega baráttu við krabbamein. Elsku Jón Steinar, Guðmundur Steinar og Magnús Ari, „Þá sagði kona ein: Talaðu við okk- ur um gleði og sorg. Og hann svaraði: Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleð- innar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Er það ekki bikarinn, sem geymir vín þitt, brenndur í eldi smiðjunnar? Og var ekki hljóðpípan, sem mildar skap þitt, holuð innan með hnífum? Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Sum ykkar segja: „Í heimi hér er meira ef gleði en sorg, og aðrir segja: „Nei, sorgirnar eru fleiri.“ En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu, og þegar önnur situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu. Þú vegur salt milli gleði og sorgar. Jafnvægi nærð þú aðeins á þínum dauðu stundum. Þegar sál þín vegur gull sitt og silf- ur á metaskálum, hlýtur gleðin og sorgin að koma og fara.“ (Kahlil Gibran). Við kveðjum þig með söknuð í hjarta og varðveitum minninguna um góða mágkonu og vin. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Hvíl í friði. Anna S. Guðmundsdóttir og fjölsk., Stykkishólmi, Gunnar Sv. Guðmundsson, Merkjalæk, Íris H. Sigurbjörnsd. og fjölskylda, Stykkishólmi, Tinna B. Sigmundsd. og fjölskylda, Bolungarvík. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn ein- stakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Ber- ist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma. Birting minningargreina Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og virðingu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, stjúpföður, tengdaföður, afa, bróður og frænda, GUÐMUNDAR ÞÓRÐARSONAR frá Kílhrauni, Blásölum 24, Kópavogi. Kristjana Kjartansdóttir, Þórður Jóhann Guðmundsson, Fanney Sigurðardóttir, Birgir Einarsson, Kjartan Sigurðsson, Ragnheiður Sigurðardóttir, Dröfn Sigurðardóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Jón Þór Guðmundsson, Arnbjörg Þórðardóttir, Guðmundur Jóhannsson, Árni Valdimarsson, Erlendur Valdimarsson, barnabörn og aðrir aðstandendur. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GRJETAR ANDRÉSSON, Forsölum 1, áður Hléskógum 4, er látinn. Útför hans hefur þegar farið fram. Þeim, sem vilja minnast Grjetars, er bent á Hjartavernd. Guð veri með ykkur. Halldóra Ragnarsdóttir, Friðbjörg Sif Grjetarsdóttir, Ríkarður R. Ríkarðsson, Margrét Grjetarsdóttir, Hrafn Óttarsson, Gestur Andrés Grjetarsson, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Svanur Karl Grjetarsson, Sigríður Geirsdóttir og afabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BERGÞÓR FINNBOGASON kennari frá Hítardal, Sólvöllum 13, Selfossi, lést á sjúkrahúsinu á Selfossi fimmtudaginn 3. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. María Friðriksdóttir, Teitur Bergþórsson, Guðný María Hauksdóttir, Kristín Fjóla Bergþórsdóttir, Guðmundur Örn Böðvarsson, Friðrik Hafþór Magnússon, Sólveig Höskuldsdóttir, Einar Baldvin Sveinsson, Jóna Sólmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, ÁSDÍS BJARNADÓTTIR, Kirkjubóli í Dýrafirði, andaðist á sjúkrahúsinu á Ísafirði fimmtu- daginn 3. júlí sl. Börnin. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, Sóltúni 2, áður til heimilis á Bergstaðastræti 43a, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 1. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Anna María Baldvinsdóttir, Hrafn Karlsson, Garðar Baldvinsson, Baldvin Baldvinsson, Bjarney L. Ingvarsdóttir, Hafþór Baldvinsson, Sigurður Stefán Baldvinsson, Arnór Baldvinsson, Susan Pichotta, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR frá Gautsstöðum, Svalbarðsströnd, áður til heimilis í Tjarnarlundi 6d, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, fimmtu- daginn 3. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristinn Sigurðsson, Sigríður Kristinsdóttir, Stefán Sigurðsson, Guðrún Gísladóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir, Karl Rúnar Guðbjartsson, Atli Brynjar Sigurðsson, Sigríður Rósa Sigurðardóttir, Magnús Jón Antonsson, Jóhannes Sigurðsson barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.