Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 47 Golf og laxveiði Þetta fer saman á opna Langármótinu, Hamarsvelli í Borgarnesi, mánudaginn 7. júlí Laxasúpa og laxabrauð á boðstólum allan daginn Glæsileg veiðiverðlaun í Langá og flugubox í nándarverðlaun Bókanir á golf.is eða í síma 437 1663 ROGER Federer frá Sviss mætir Ástralanum Mark Philippoussis í úrslitum Wimbledon- mótsins í tennis á morgun. Federer sigraði Bandaríkjamanninn Andy Roddick í þremur settum, 7:6, 6:3 og 6:3 í undanúrslitum í gær. Það tók Federer aðeins eina klukkustund og 43 mínútur að sigra Bandaríkjamanninn sem flestir höfðu spáð sigri á mótinu. Hinn 21 árs gamli Federer verður fyrsti Svisslending- urinn til að leika til úrslita í Wimbledon- mótinu í karlaflokki. „Þessi sigur var stór- kostlegur og ég er ótrúlega ánægður með að vera kominn í úrslit á Wimbledon-mótinu því í mínum augum hefur það ætíð verið stærsta mótið. Áður en ég fer að einbeita mér að úr- slitaleiknum þá ætla ég að fagna því að hafa náð þessum áfanga því það eru ekki allir sem fá tækifæri til að leika til úrslita á Wimble- dag [í gær]. Hins vegar er ég mjög sáttur við mína spilamennsku í viðureigninni sem og í öllu mótinu,“ sagði Philippoussis. Venus meidd Flestir tennissérfræðingar telja að Serena Williams eigi sigurinn vísan gegn eldri systur sinni, Venus, en þær mætast í úrslitum í ein- liðaleiknum í kvennaflokki í dag. Þær systur eru ekki óvanar að mætast í úrslitum og hef- ur Serena sigrað í síðustu fimm viðureignum systranna en þær mættust í úrslitum Wimble- don-mótsins í fyrra sem lauk með sigri Ser- enu. Óvíst er hvort leikurinn fer fram því að magafestingar í Venus eru tognaðar. Hún meiddist gegn Kim Clijsters í undanúrslitum á fimmtudag og hefur ekkert getað æft síð- an. don-mótinu,“ sagði Federer eftir leik gær- dagsins. Mark Philippoussis sigraði Frakkann Seb- astien Grosjean einnig auðveldlega í þremur settum, 7:6, 6:3 og 6:3. Leikurinn stóð yfir að- eins tíu mínútum lengur en viðureign Feder- ers og Roddicks. Endurkoma Philippoussis á tennisvöllinn hefur verið með ólíkindum því fyrir aðeins tveimur árum var hann í hjóla- stól eftir erfiða hnéaðgerð og læknar töldu ólíklegt að hann gæti spilað tennis framar. Fyrir sex árum var hann á efsta sæti Al- þjóðatennislistans en á sunnudag mun hann leika sinn fyrsta úrslitaleik í stórmóti frá því hann tapaði fyrir landa sínum Pat Rafter í úrslitum opna bandaríska mótsins 1998. „Ég held að ég hafi verið heppinn því Seb- astien getur leikið mun betur en hann gerði í Federer og Philippoussis mætast í úrslitum á Wimbledon-mótinu Meistarar KR fara til Eyja oghefst leikur liðanna klukkan 13.30 í dag. Þar eigast við liðin sem eru í fimmta og sjötta sæti deildar- innar, ÍBV með 9 stig og KR stigi meira. Eyjamenn hafa unnið tvo af fjórum leikjum sín- um á heimavelli og tapað tveimur. KR-ingar hafa tapað tveimur af fjór- um útileikjum sínum, gert eitt jafn- tefli og unnið einn. Eru því með fjög- ur stig af 12 mögulegum á útivelli en ÍBV með sex stig af 12 sem í boði hafa verð á Hásteinsvelli. „Þetta er auðvitað aðalleikurinn,“ segir KR-ingurinn. „Ég held að KR hafi þetta. Ef ég man rétt þá tapaði KR úti í Eyjum í fyrra [3:0 fyrir ÍBV] og vill hefna þess. Það munar miklu um að Sigurvin og Veigar Páll eru komnir aftur í liðið, það kemur betra flæði í leikinn með þá og þeir eru mjög mikilvægir,“ segir Ásthild- ur. Þróttur nær hefndum Hálfri klukkustund eftir að leik- urinn í Eyjum hefst verður flautað til leiks í Hafnarfirði þar sem FH-ingar taka á móti Þrótti, en liðin mættust á þriðjudaginn var í VISA-bikarnum. Þá hafði FH betur, vann 2:1. Hafnfirðingar eru í þriðja sæti deildarinnar með 11 stig en Þróttur með stigi meira í næsta sæti fyrir of- an þannig að þarna er mikið í húfi fyrir félögin. FH hefur fengið sjö stig af þeim tólf sem í boði hafa verið á Kaplakrikavelli í sumar, unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapað ein- um leik. Þróttarar hafa kækt sér í þrjú stig af níu úr útileikjum sínum til þessa, unnu einn leik og tapað tveimur. „Þetta verður líka hörkuleikur. Það er oft erfitt að fá tvo leiki í röð, í bikar og deild, og það eru oft skemmtilegir leikir. Oft er það þann- ig að það lið sem tapar fyrri leiknum vinnur þann síðari. FH-ingar eru ánægðir að komast áfram í bikarnum og Þróttarar að sama skapi fúlir með það þannig að ég held að Þróttur fái þrjú stig þarna,“ segir Ásthildur. Tapa ekki aftur fyrir KA Á morgun verða einnig tveir leikir í deildinni, og báðir í höfuðborginni. Efsta lið deildarinnar, Fylkir, tekur á móti KA klukkan 18 en Akureyr- ingar skeltu Fylki nyrðra á þriðju- daginn í bikarnum og eru Árbæingar örugglega ekki búnir að gleyma því. Fylkir er með 13 stig í efsta sæti en KA með átta í því níunda og næst- neðsta. Fylkir er eina liðið sem hefur ekki tapað stigi á heimavelli í sumar, fullt hús á þeim bænum. KA-menn hafa náð í fjögur stig af tólf sem möguleg hafa verið í útileikjum liðs- ins í sumar. „KA vann bikarleikinn mjög sann- færandi og Fylkir vill örugglega hefna þeirra ófara. Fylkismenn eru bikarmeistarar tveggja síðustu ára og eru ekki sáttir við að vera fallnir út úr bikarnum og munu því leggja allt kapp á deildina og vinna á morg- un,“ sagði Ásthildur. Jafntefli í Reykjavíkurslagnum Síðari leikur sunnudagsins er Reykjavíkurslagur þar sem Fram og Valur mætast á Laugardalsvelli og verður flautað til leiks klukkan 20. Framarar eru í neðsta sæti deildar- innar með fimm stig en Valur í því sjöunda með níu stig. Fram er eina liðið í deildinni sem hefur ekki unnið leik á heimavelli, raunar aðeins leikið tvo leiki þar enn sem komið er og gerði liðið jafntefli í þeim báðum, tvö stig af sex mögu- legum af Laugardalsvellinum. Valur hefur náð í helming mögu- legra stiga á útivelli í sumar, unnið tvo leiki og tapað tveimur. Valsmenn eru lítið fyrir jafntefli og félagið er eitt fjögurra í deildinni sem hafa ekki gert neitt jafntefli. „Ég hef lítið séð til þessara liða, nema það sem sýnt hefur verið í sjónvarpi. Mér hefur þó sýnst að bæði lið hafi átt misjafna leiki, stund- um leikið vel og illa þess á milli. Eig- um við ekki að segja að þau geri jafn- tefli, 1:1, það er skemmtilegra en markalaust jafntefli,“ segir Ásthild- ur. Fyrsta jafnteflið í Grindavík Mánudagsleikurinn er viðureign Grindvíkinga, sem eru með níu stig í áttunda sæti, og Skagamanna sem eru með 10 stig í fjórða sæti. Grindvíkingar hafa ekki enn gert jafntefli í deildinni en Skagamenn eru hins vegar jafntefliskóngarnir það sem af er með fjögur slík. Skaga- menn hafa náð í fimm stig af 12 á úti- velli, unnið einn leik, tapað einum og gert tvö jafntefli. Markatalan er 4:3 á útivelli, eitt mark í plús. Grindvík- ingar hafa hins vegar eitt mark í mínus, 6:7, á heimavelli, hafa unnið tvo leiki og tapað tveimur. „Ég hallast eiginlega líka að jafn- tefli þarna. Skagamenn hafa gert mörg jafntefli og þana verður fyrsta jafnteflið sem gert er í Grindavík í sumar,“ sagði Ásthildur. Ásthildur Helgadóttir, KR-ingur og landsliðsmaður, rýnir í leiki áttundu umferðar Þrír sigurleikir Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Leikmenn KA höfðu ástæðu til að gleðjast við lok leiksins gegn Fylki í bikarkeppninni nyrðra á miðvikudagskvöldið. Liðin mætast á ný, nú í deildinni, á Árbæjarvelli síðdegis á morgun. ÁTTUNDA umferð Lands- bankadeildar karla verður leikin um helgina, tveir leikir í dag, tveir á morgun og síðasti leikur umferðarinnar, Grindavík – ÍA, á mánudaginn. Deildin er gríð- arlega jöfn enn sem komið er og því má búast við spennandi og jöfnum leikjum. Ásthildur Helgadóttir, landsliðskona og leikmaður KR, spáir tveimur jafnteflisleikjum, tveimur úti- sigrum og einum heimasigri. Skúli Unnar Sveinsson skrifar  MARKVÖRÐURINN Guðjón Skúli Jónsson er genginn til liðs við efstu deildarlið FH í knattspyrnu. Guðjón lék með liðinu árin 1999 og 2000.  ERIC Djemba Djemba sem gekk til liðs við Manchester United á mið- vikudag frá Nantes vill leika í treyju númer 17 hjá Manchester United til að heiðra minningu Marc Vivien Foe. „Því miður er númer 17 frátekið og því verð ég númer 19.“  BRASILÍUMAÐURINN Ronald- inho mun ganga til liðs við Real Madrid næsta sumar ef marka má fréttir spænskra fjölmiðla. Englandsmeistararnir í Manchester United hafa reynt að kaupa Ronald- inho frá Paris St. Germain en PSG vill fá 4 milljarða ísl. króna fyrir kappann og það verð er United ekki tilbúið að borga.  GLENN Robinson, leikmaður Atl- anta Hawks í bandarísku NBA- deildinni, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann af yfirmönnum deildarinnar fyrir brot sem átti sér stað utan vallar. Robinson er gefið að sök að hafa stjakað við fyrrver- andi kærustu sinni og hótað henni öllu illu. Auk bannsins var Robinson einnig skyldaður til þess að taka námskeið í reiðistjórnun.  JEFF Van Gundy, þjálfari Houst- on Rockets í NBA, hefur ráðið fyrr- verandi lærisvein sinn, Patrick Ew- ing, sem einn af aðstoðarmönnum sínum. Hlutverk Ewings hjá Houst- on verður að efla miðherjann Yao Ming. FÓLK BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garða- bæjar, komst ekki áfram eftir tveggja daga keppni á Opna finnska meistara- mótinu, sem er liður í áskorenda- mótaröðinni. Birgir Leifur lék ágæt- lega í gær, kom inn á þremur höggum undir pari en fyrri daginn lék hann á 74 höggum, tveimur yfir pari, og var því samtals á einu höggi undir pari. Keppendur sem léku á fjórum undir pari héldu áfram en þeir voru 56 tals- ins. Birgir Leifur varð í 81.–97. sæti af 156 keppendum. Heimamaður hefur forystuna, hinn 28 ára gamli Ari Pasanen, en hann lék hringina tvo á 13 höggum undir pari. Jafnir höggi á eftir honum eru Jamie Elson frá Englandi og Joachim Larsen frá Danmörku. Birgir Leifur ekki áfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.