Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Oft og tíðum er líf þitt skemmtilegt og spennandi. Það er vegna þess að þú hef- ur fjörugt ímyndunarafl. Persónutöfrar þínir munu koma þér langt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ekki fara offari í samræðum þínum við fjölskyldumeðlimi í dag og leyfðu skoðunum ann- arra að komast að. Naut (20. apríl - 20. maí)  Í dag er kjörið að versla ei- lítið. Það væri einnig tilvalið að vera í félagsskap góðra vina og gera eitthvað skemmtilegt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Allt sem er tengt fjármálum og viðskiptum lítur vel út í dag. Staða himintunglanna gerir það að verkum að fjár- hagurinn vænkast. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur yfirhöndina í hverju því sem þú tekur þér fyrir hendur í dag. Þú hefur það á tilfinningunni að þér eigi eftir að ganga vel. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Nú er kjörið að rannsaka eitt- hvað eða leita lausna á vanda- málum fortíðar. Þú gætir jafnvel uppgötvað leyndarmál í dag. Farðu með gát. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ekki hika við það að biðja vin um hjálp í dag. Þú átt inni greiða hjá æðri máttar- völdum. Með æðri máttarvöld þér við hlið getur þú ekki far- ið halloka. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Dagurinn í dag, þessi vika, þessi mánuður og þetta ár. Allt hefur þetta verið þér hagstætt. Þú hefur lengi beð- ið eftir þessu og átt þetta skil- ið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Hvaðeina sem viðkemur æðri menntun, útgáfumálum og fjölmiðlum gengur vel í dag. Góðar fréttir frá fjarlægum slóðum gætu létt á hjarta þínu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það þarf að skipta einhverju milli þín og annarra. Nú er rétti tíminn til þess að gera það. Mundu að fólk á það til að vera ósanngjarnt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þig langar ekki til þess að vinna í dag. Ef engin verkefni eru fyrirliggjandi skaltu ekki hafa neinar áhyggjur. Taktu því rólega og hafðu það gott. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Jafnvel þó að nú sé hentugur tími til þess að halda í við sig í mat heilla sætindin þig. Fylgdu því gamla ráði að borða ekki meira en þú getur lyft. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu að finna leiðir til þess að sýna hæfileika þína. Þeir eru sannarlega til staðar og í dag væri hentugt að láta reyna á þá. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. BARNAGÆLA Sofðu með sæmdum sæll í dúni sem vín á viði, vindur á skýi, svanur á merski, már í hólmi, þorskur í djúpi, þerna á lofti, kýr á bási, kálfur í garði, hjörtr í heiði, en í hafi fiskar, mús undir steini, maðkur í jörðu, ormur í urðu alvanur lyngi, hestur í haga, húnn í fjöllum, seiði á flúrum, en á sandi murta, björn á heiði, vargur á viði, vatn í keldu, áll í veisu, en maur í moldu, síli í sjó og sundfuglar, fálkar í fjöllum, fílar í skógum, ljón í bæli, lamb í mói, lauf á limi, ljós á haldi. Sofðu eins sæll og sigurgefinn. Ókunnur höfundur. LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA afmæli. 7. júlínk. verður fimm- tugur Björn Ingi Bjarna- son, fiskverkandi, Ránar- grund, Eyrarbakka. Björn Ingi og fjölskylda hans bjóða vinum og vandamönn- um að samgleðjast í tilefni afmælisins í Hólmaröst á Stokkseyri laugardaginn 5. júlí kl. 21–24. 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 5. júlí, er fimmtug Ína H. Jónas- dóttir, tryggingafulltrúi og varaformaður SFR. Hún og eiginmaður hennar, Eggert Sv. Jónsson skipstjóri, sem varð fimmtugur 12. maí sl., taka á móti ættingjum og vinum í Víkinni, félagsheim- ili Víkings á milli kl. 17 og 20 í dag, laugardag. EKKERT er sjálfgefið í brids. Til dæmis er óvíst að alltaf sé best fyrir vörnina að herja strax í sínum besta lit: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♠ G942 ♥ 843 ♦ D3 ♣ÁKD7 Vestur Austur ♠ 106 ♠ D753 ♥ KG96 ♥ ÁD10 ♦ 10752 ♦ G4 ♣G63 ♣10982 Suður ♠ ÁK8 ♥ 762 ♦ ÁK986 ♣54 Spilið er frá úrslitaleik Wellands og Nyström í parasveitakeppninni í Ment- on. Á báðum borðum spiluðu NS þrjú grönd, en sagnhaf- inn var ekki sá sami. Svíinn Fredrik Nyström var sagn- hafi í norður á öðru borðinu. Hann lét út lauftíu og spilaði beint af augum: prófaði þrjá efstu í tígli og síðan ÁK í spaða. Ekkert gekk, og Fre- drik varð að sætta sig við átta slagi. Á hinu borðinu varð suður sagnhafi eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður Magnús Michael Kat Debbie -- Pass Pass 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Michael og Debbie Ros- enberg voru í NS gegn Magnúsi E. Magnússyni og Katarinu Midskog. Magnús spilaði út hjarta frá besta litnum og vörnin tók þar strax fjóra slagi. Sagnhafi henti spaða úr borði í fjórða hjartað og tígli heima. Magnús skipti yfir í lauf, sem Debbie Rosenberg tók með ás og lagði ÁK í spaða inn á bók. Svo tók hún þrjá efstu í tígli í þessari stöðu: Norður ♠ G ♥ -- ♦ D3 ♣KD7 Vestur Austur ♠ -- ♠ D ♥ -- ♥ -- ♦ 10752 ♦ G4 ♣G6 ♣1098 Suður ♠ 8 ♥ -- ♦ ÁK98 ♣5 Spaðagosinn fór úr blind- um í þriðja tígulinn og Kat í austur varð að játa sig sigr- aða. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. 0-0 Bg7 5. c3 Rf6 6. He1 0-0 7. d4 cxd4 8. cxd4 d5 9. e5 Re4 10. Rc3 Bf5 11. Be3 Rxc3 12. bxc3 Hc8 13. Rh4 Bd7 14. Bd3 Ra5 15. Bd2 Rc4 16. Bxc4 Hxc4 17. Db3 Dc7 18. a4 b6 19. g3 Dc6 20. a5 b5 21. Rg2 Bh3 22. Re3 f6 23. e6 f5 24. f4 Hd8 25. He2 Ha4 26. Hxa4 bxa4 27. Db1 Hd6 28. Db8+ Bf8 29. Dxa7 Db5 30. Kf2 Db1 31. He1 Dd3 32. He2 a3 33. Be1 Hxe6 34. Dc5 Staðan kom upp á móti í Dresden á síðasta ári. Zig- urds Lanka (2.488) hafði svart gegn Moritz Gentem- ann (2.131). 34. … Hxe3! 35. Hxe3 Df1#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 5. júlí, er sjötugur Sverrir Sveins- son, deildarstjóri hjá RAR- IK á Siglufirði. Eiginkona hans er Auður Björnsdóttir. Þau eru að heiman í dag. HLUTAVELTA Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 2.624 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Álfdís Bera og Eirný Halla. Bikarkeppnin á fullri ferð Önnur umferð bikarkeppninnar stendur sem hæst en síðasti spila- dagur umferðarinnar er 20. júlí. Vitað er um þrjá leiki sem er lokið og hafa leikirnir endað með miklum mun. Sveit ÍAV sigraði sveit Önnu G. Nielsen 128-39 og Hársnyrting Vil- dísar vann sveit Samskipta 130-54. Þá höfum við áður sagt frá sigri Suð- urnesjasveitarinnar á sveit Baldurs Bjartmarssonar. Önnur sveit af Suðurnesjum spil- aði á Húsavík sl. föstudagskvöld gegn Shellskálanum en þau úrslit liggja ekki fyrir. Frá félagi eldri borgara í Hafnarfirði Föstudaginn 27 júní var spilaður tvímenningur hjá eldri borgurum í Hafnarfirði. Úrslit urðu þessi: Jón Gunnarsson – Jón Pálmason 143 Sverrir Gunnarss. – Sigurður Hallgr. 121 Árni Bjarnas. – Þorvarður S. Guðm. 120 Jón Sævaldsson – Sófus Berthelsen 114 Spilaður var tvímenningur þriðju- daginn 30. júní á sex borðum. Úrslit urðu þessi: Bjarnar Ingimarss. – Ólafur Gíslason 205 Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 188 Oddur Jónsson – Katarínus Jónsson 184 Sverrir Gunnarss. – Sigurður Hallgr. 172 Spilað verður í næstu viku, 8. og 12. júlí, en síðan gert hlé til 12. ágúst. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson FRÉTTIR Á FUNDI Nýs afls um varnarmál var samþykkt ályktun þar sem segir að Íslendingar eigi að taka við þeim verkefnum sem nauðsynleg eru til að viðhalda varnar- og öryggisviðbún- aði og annast annan viðbúnað sjálf í samstarfi við Atlantshafsbandalagið. Í ályktuninni eru íslensk stjórnvöld gagnrýnd harðlega fyrir hvernig þau hafa haldið á málum síðustu mánuð- ina. „Nýtt afl telur ámælisvert að for- sætis- og utanríkisráðherra skyldu sammælast um að halda leyndu fyrir þjóðinni svo mánuðum skipti að Bandaríkjastjórn ætlaði að gjör- breyta fyrirkomulagi varnarstöðvar- innar í Keflavík. Fyrirhugaðar breytingar á varnarstöðinni munu leiða til fjöldauppsagna starfsfólks og aukins kostnaðar þjóðarinnar við að halda uppi nauðsynlegri þjónustu sem varnarliðið hefur annast eða kostað. Forystumenn ríkisstjórnarinnar blekktu þjóðina fram yfir kosningar og létu í veðri vaka að svigrúm væri fyrir skattalækkanir og dýrar fram- kvæmdir vegna aukinnar atvinnu og hagsældar þegar þeir vissu að þetta væri rangt þegar heildarmyndin var skoðuð,“ segir í ályktun Nýs afls. Ályktun Nýs afls um varnarmál Íslensk stjórnvöld blekktu þjóðina KRAKKAKLÚBBUR fyrirtækisins Evró ehf. gaf Félagi krabbameins- sjúkra barna (SKB) kr. 200.000. Þessi upphæð er að hluta andvirði leigu á tjaldstæðum í Evró- ferðahelgum og einnig allt andvirði sölu á Coca Cola í verslun Evró í Skeifunni. Einnig lagði Evró ehf. til hluta gjafarinnar. Krakkaklúbbur Evró samanstendur af börnum þeirra sem eiga Coleman-fellihýsi eða EasyCamp-tjaldvagna og var það þeirra ósk að þessi fjárhæð rynni til þessa góða málefnis. Morgunblaðið/Jim Smart Starfsmaður Evró, Helgi Berg, afhenti styrkinn, fyrir hönd Krakkaklúbbs Evró, til Rósu Guðbjartsdóttur frá Félagi krabbameinssjúkra barna. Gjöf til krabbameinssjúkra barna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.