Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 25 Glæsilegt 320 fm einbýlishús á tveimur hæðum með stórum bílskúr. Rúmgóðar stofur og góð herbergi. Falleg lóð, m.a. tveir frábærir sólpallar til suðurs. Húsið er staðsett neðst í götu alveg við óbyggt svæði. Glæsilegt útsýni yfir Elliðaárdalinn og víðar. Góðar innréttingar og saunaklefi með hvíldarherbergi. Sérstaklega útbúið sjónvarpsherbergi. Eigandi er til í að skoða skipti á minni eign. Húsið er laust nú þegar. V. 28,8 m. 2546 Trönuhólar 12 Sölusýning - Opið hús í dag frá kl. 11.00-14.00SÝNING á völdum gripum úr þjóð-fræðisafni Þjóðminjasafns Íslands verður opnuð í Sjóminjasafni Ís- lands, Hafnarfirði, í dag. „Á tímabilinu 1869 til 1892 eign- aðist Þjóðminjasafn Íslands all- marga gripi af grænlenskum, norsk- um, sænskum og indíánskum uppruna. Árið 1909 var fyrst byrjað að skrásetja þessa muni og þá sem sérsafn, svo kallað Þjóðfræðisafn. Seinna bættust við danskir steinald- argripir, munir frá Jövu, Kína, Fær- eyjum, Finnmörku eða Lapplandi auk fleiri grænlenskra og indíánskra muna. Síðustu færslur í Þjóðfræði- safnið voru árið 1959, þ.e. ensk stein- aldaráhöld, ofið belti og póstkort frá Litháen,“ segir í kynningu. Á sýningunni eru m.a. til sýnis stríðsaxir og fleiri áhöld frá yngri steinöld í Danmörku, norður-amer- ískir indíánamunir frá síðari hluta 19. aldar, samískur skófatnaður frá sama tíma, eftirlíkingar af græn- lenskum skinnbátum og fleira. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13–17 til og með 15. september. Stríðsaxir frá steinöld í Sjó- minjasafninu LENGI hefur tíðkast að staðartónskáldsemji tónverk til frumflutnings áSumartónleikum í Skálholti. Nú umhelgina eru staðartónskáldin fjögur, Bára Grímsdóttir, Hugi Guðmundsson, Tryggvi M. Baldvinsson og Þuríður Jónsdóttir, og frum- flytja sönghópurinn Gríma og nokkrir hljóð- færaleikarar ný verk eftir þau. Verkin eru öll byggð á kvæðum og söngvum Ólafs Jónssonar á Söndum í Dýrafirði (1560–1627) sem var mikils metið skáld í Skálholti á dögum Brynjólfs Sveinssonar biskups. Matthías Johannessen skáld og Kári Bjarna- son íslenskufræðingur eru að vinna saman að því að gefa út úrval af sálmum Ólafs á Söndum. Í það kver hefur Matthías valið sálma auk þess að skrifa inngangsorð, en Kári segir frá vísinda- legum niðurstöðum sínum. Matthías fjallar um skáldið í stuttu erindi í Skálholtsskóla kl. 14 í dag, klukkustund áður en fyrri tónleikarnir hefjast. Matthías segir að í erindi sínu ætli hann að tala um Ólaf á Söndum, sem undanfara Hall- gríms Péturssonar. „Ég er þeirrar skoðunar að Hallgrímur taki við kyndli Ólafs og komi með hann í mark. Ég veit ekki hvort Ólafur eigi eftir að verða mikið þekktari en nú er, vegna þess hve Hallgrímur skyggir mikið á hann. En það er margt gott á milli í skáldskap hans, þó ég segi ekki að hann hafi verið stórskáld. Hin iðr- unarlausa samtíð okkar hefði gott af því að lesa iðrunarsálma hans. Ólafur orti mikið og kvæði hans eru til í fjölda skrifaðra handrita. Fólk hef- ur þekkt þetta hvað best alls skáldskapar á sín- um tíma og Ólafur hefur verið mikils metinn af sinni samtíð. Hallgrímur þekkti hann og sömu- leiðis Brynjólfur biskup. En áhugi minn beinist ekki endilega að skáldskap Ólafs, heldur stöðu hans gagnvart Hallgrími Péturssyni. Ég held að Hallgrímur hefði ekki orðið sá sem hann var hefði hann ekki þekkt sumt af því sem Ólafur orti,“ segir Matthías, en í erindi sínu mun hann fara með nokkur kvæða Ólafs. Arfurinn lifnar við í tónlistinni Kári Bjarnason segir að þetta rannsóknar- verkefni hafi hafist fyrir sjö til átta árum, en í því felst að draga fram kveðskap og tónlist í ís- lenskum handritum. „Eitt þeirra nafna sem við höfum staldrað hvað mest við er nafn Ólafs Jónssonar á Söndum. Ólafur var lúterskur prestur og var lúterskur frá upphafi. Þrátt fyrir að hann hafi verið gífurlega vinsælt skáld er kvæðabók hans í heild sinni ekki til í eigin hand- riti. Þó eru varðveittar um eða yfir þrjátíu heilar uppskriftir af henni. Þar fyrir utan er kveðskap eftir hann að finna í á annað hundruð handrita. Hugsanlega á ekkert annað skáld meira efni í handritum að séra Hallgrími Péturssyni undanskildum. En þrátt fyrir að séra Ólafur hafi verið svona vinsælt skáld á fyrri tíð, var hann aldrei gefinn út á bók. Hann er gott dæmi um þá menningu sem við þykj- umst vera að leiða fram; þessa skriflegu og munnlegu menningu sem öld eftir öld er borin áfram af kynslóðunum sjálfum og skrifuð upp af þeim. Eins og Matthías sagði má heyra berg- málið af Ólafi í séra Hallgrími.“ Kári segir að það hafi vakið athygli hans þeg- ar hann fór að vinna í handritunum, að lagboði var ævinlega settur við sálma Ólafs og kvæði og mjög oft voru nótur settar við kveðskapinn. „Nú erum við að stíga það skref að fá þessa tón- list í hendur okkar tónskálda – því hann lifnar ekki við fyrr en menn fara höndum um hann. Það er merkilegt hve sönglegur þessi kveð- skapur er, og það gildir um allan þann kveðskap sem við erum að rannsaka og draga fram, að það má segja að þetta sé allt saman söngur, vegna þess að ef það eru ekki þegar nótur með honum, þá er í það minnsta lagboði sem vísar á lagið og segir hvernig á að syngja hann. Þannig er kveðskapur á þessum tíma fyrst og fremst söngur, öndvert við það sem er núna.“ Misjafnlega hefur gengið að finna lögin sem lagboðarnir vísa á en Kári segir að þó sé þetta nokkuð lokaður hringur. Menn settu sem lag- boða þann sálm sem allir þekktu á þeirri tíð. Eftir því sem tímar liðu og lagið varð þekktara undir öðrum sálmi, varð nýrri sálmurinn til- greindur sem lagboði. „Það sem hefur komið okkur mest á óvart í þessari vinnu, er að kveð- skapurinn er jafn lítið þekktur og tónlistin. Þetta er eins og heill heimur bókiðju og því sem mætti kalla prentsmiðju fólksins að verki. Við hliðina á því stóra og mikla prentverki sem var á Hólum og í Skálholti voru menn að skrifa upp bækur í stað þess að prenta þær. Þarna er held- ur ekki verið að skrifa bara upp úr prentuðum bókum og ekki að endurtaka sömu hlutina. Þarna er gríðarleg gróska og fjölbreytni og þarna leyfa menn sér meira en í prentuðu bók- unum.“ Kári er ekki tónlistarmenntaður, en hefur engu að síður sýnt tónlistarlegum þætti rann- sóknanna mikinn áhuga. Það er svo Helga Ing- ólfsdóttir listrænn stjórnandi Sumartón- leikanna sem hefur séð um tónlistarlega þáttinn, og það að fá tónskáldunum það verk- efni í hendur að vinna úr þessum arfi. Og það gerir hver á sinn hátt að sögn Kára. „Þarna er talsvert um áður óþekkt lög að ræða. Tón- skáldin hafa þó haft alveg frjálsar hendur um það hvernig þau vinna úr þessu. Sum byggja verk sín á þessum lögum, önnur kjósa að semja eitthvað nýtt. Þetta hefur verið mjög ánægju- legt, því tónskáldin hafa verið mjög opin fyrir því að nýta þennan arf á nýstárlegan hátt. Það sem er ekki síst ánægjulegt, er að það sem áður var gleymt, grafið og dautt og heyrðist ekki lengur skuli færast í sinn gamla ham og vera til- efni til sköpunar á nýjan hátt. Það er eðli þeirr- ar menningar sem við erum að draga fram, að það verður sífellt að skapa hana að nýju, annars hefur hún ekki tilgang. Það er farið að nálgast tuttugu tónskáld sem hafa verið að vinna í þess- um arfi, bæði kvæðum Ólafs og annarra. Þar hefur Helga Ingólfsdóttir verið drýgst, við að láta vinna ný verk fyrir Sumartónleikana, sem þar með hafa orðið veita þessa verkefnis til að koma því til skila á lifandi hátt. Það er lykilstef á Sumartónleikunum að flytja nýja tónlist í bland við gamla og þetta passar því vel. Rann- sóknarverkefnið er allt unnið undir merkjum Skálholts og það er mikilvægt ekki bara vegna þess að þetta er í grunninn trúarlegur kveð- skapur, heldur einnig vegna þess að öldum saman hefur Skálholt verið menningarleg há- borg. Því er ánægjulegt að geta unnið þetta undir merkjum staðarins, þar sem menningin hefur fengið að blómstra. Margt þessara kvæða var líka sungið á öldum áður í Skálholti og lifði þar. En þessi heimur lifnar ekki við fyrr en ný sköpun fær snortið hann. Öll list er þannig að hún verður sífellt að endurnýja sig, annars deyr hún.“ Hollenskur kvartett á seinni tónleikum dagsins og á morgun Á tónleikunum kl. 15 verða frumflutt verk eftir staðartónskáldin. Flytjendur eru sönghóp- urinn Gríma, en hann skipa Kirstín Erna Blöndal, sópran, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, alt, Örn Arnarson, tenór og Benedikt Ingólfs- son, bassi. Auk þeirra koma fram hljóðfæraleik- ararnir Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla, Her- dís Anna Jónsdóttir, lágfiðla, Bryndís Björgvinsdóttir, selló, Eydís Franzdóttir, óbó, Oddur Björnsson, básúna, Douglas A. Brotchie, orgel og Steef van Oosterhout, slagverk. Á seinni tónleikum dagsins, kl. 17, leikur hol- lenski kvartettinn La Pellicana en hann er skip- aður ungum hljóðfæraleikurum sem hafa þegar náð miklum árangri í flutningi á kammer- og einleiksverkum frá 16. og 17. öld. La Pellicana voru gestaflytjendur á alþjóðlegu hátíðinni í Varna (Búlgaríu) árið 1998, þar sem þau héldu tónleika og námskeið. Hópurinn vann áheyr- endaverðlaun snemmtónlistarhátíðarinnar í Utrecht í Hollandi árið 1999. Á sunnudag kl. 15 endurflytur La Pellicana dagskrá sína frá laugardegi. Tónlistarstund fyrir messu hefst kl. 16.40 þar sem sönghóp- urinn Gríma ásamt hljóðfæraleikurum flytja verk eftir staðartónskáldin. Messa með þátttöku tónlistarmannana hefst kl. 17. Kveðskapur á 17. öld er fyrst og fremst söngur Hollenski kvartettinn La Pellicana. Matthías Johannessen Þuríður Jónsdóttir Bára Grímsdóttir Kári Bjarnason Tryggvi M. Baldvinsson Hugi Guðmundsson EGILL Sæbjörnsson opnar myndlistarsýningu í Slunkaríki á Ísafirði kl. 16 í dag. Verk Egils hafa einkennst af fjölbreytni og mismunandi stíl þar sem blandað er saman al- vöru og leik. Í efnistökum hefur hann notað myndbönd og ljós- myndir, málverk og gjörninga og aðra blandaða tækni. Á síð- asta ári hélt Egill sýningu ásamt Unnari Erni Jónassyni í kjallara Listasafns Kópavogs þar sem þeir félagar sýndu saman nokkur verk frá síðustu árum og þar var m.a. verkið Hola Móra II þar sem draug- urinn Móri hafði grafið sér holu og var ofan í henni að syngja og leika sér. Nú hefur Egill að eigin sögn aftur beðið Móra um að sjá um sýninguna og gefið honum „frjálsar hendur“ en sýningin nú nefnist Hola III. Egill nýtur á þessu ári lista- mannalauna frá íslenska ríkinu. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 16–18, til 21. júlí. Egill sýnir í Slunkaríki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.