Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. F JÖLMIÐLAUMRÆÐUR undanfarna daga um stöðuna í viðræðum íslenskra stjórn- valda við Bandaríkjamenn um hugsanlegar breytingar á umsvifum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafa einkennst af nokkrum meginþáttum. Það sem mestu máli skiptir í þessu sambandi er auðvitað innihald viðræðnanna, þ.e. hver eru samningsmarkmið Íslendinga annars vegar og Bandaríkjamanna hins vegar og hver er líkleg niður- staða málsins. Hins vegar hefur athyglin einnig beinst að nokkru leyti að formhlið mála, einkum varðandi það hvernig málið bar að og hvernig málsmeðferð íslenskra stjórnvalda hefur verið háttað. Skýr markmið íslenskra stjórnvalda Efnisleg afstaða íslenskra stjórnvalda í þessu máli er skýr og er hún í samræmi við sjónarmið Íslendinga um langt skeið. Núverandi ríkisstjórn og þeir flokkar sem að henni standa hafa þá bjargföstu skoðun, að til þess að tryggja varnarhagsmuni íslensku þjóðarinnar sé nauðsynlegt að hafa hér ákveðinn lágmarksvarnar- viðbúnað og hann sé best tryggður með varnarsamn- ingnum við Bandaríkin og svipuðum umsvifum varnar- liðsins og nú eru fyrir hendi. Um þessa afstöðu hefur verið allvíðtæk sátt í íslenskum stjórnmálum. Enginn hefur þurft að velkjast í vafa um afstöðu Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks, Samfylkingin hefur stutt þessa stefnu, að minnsta kosti í orði kveðnu, og Vinstri- hreyfingin grænt framboð, eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur boðað einhverjar grundvallarbreytingar á af- stöðu Íslendinga, hefur fengið fremur takmarkað fylgi í kosningum. Eftir að upplýsingar komu fram um áhuga Banda- ríkjastjórnar á að draga verulega úr umsvifum liðsins hefur áhugi stjórnarandstöðunnar því beinst að þessum kjarna málsins. Þeim mun m ur verið rætt um formhliðina. Öllum er að vís afstaða Vinstri grænna að þeir vilja varnarlið Enginn átti von á öðru úr þeirri átt. Erfiðara vegar að átta sig á efnislegri afstöðu Samfylk innar. Sumir talsmenn hennar hafa í meginat stuðningi við núverandi afstöðu stjórnvalda, e ingar annarra hafa verið mun óskýrari. Til dæ ýmsir Samfylkingarmenn, t.d. fyrrverandi for herraefni hennar, talað eins og nú væri sérstö að Íslendingar endurskilgreindu varnarhagsm ljósi breyttrar stöðu í alþjóðamálum. Hvernig túlka ummæli af þessu tagi? Fela þau í sér ste ingu frá þeirri yfirlýstu stefnu Samfylkingari viðhalda beri varnarsamstarfinu? Felst í þess traust á þá stefnu, sem núverandi ríkisstjórn viðræðum sínum við Bandaríkjamenn? Hafa þ svona tala mótað sér einhverja skoðun á því h orðið niðurstaða svona endurmats eða endurs ingar á varnarhagsmunum Íslendinga? Trúnaður í viðkvæmum viðræðu Gagnrýni stjórnarandstöðunnar á formhlið ur einkum beinst að því, að ráðherrar hafi ann ekki upplýst utanríkismálanefnd Alþingis næ fljótt um einstaka þætti viðræðnanna og hins viðkomandi upplýsingar hafi ekki verið gerða ar fyrir kosningarnar í vor. Staðreyndin er au að oft er nauðsynlegt í viðkvæmum milliríkjav að sérstakur trúnaður ríki, að minnsta kosti í tíma. Þetta á ekki síst við í málum sem lúta að Viðkvæm staða í var Eftir Birgi Ármannsson Ó HÆTT er að segja, að lífleg þjóðfélagsumræða hafi skapast út frá grein um bólgnandi lyfja- verð sem birtist hér á þessum vettvangi fyrir viku. Gríðarleg- ur fjöldi tölvuskeyta og símtala frá starfs- fólki í heilbrigðiskerfinu og lyfjageiranum í kjölfar greinarinnar bendir til þess að um- ræðan sé þörf og tímabær og jákvæð hvatn- ing frá almenningi er vísbending um að Ís- lendingum standi ekki á sama um þróunina síðustu ár. Tími sé kominn til að spyrna rækilega við fótum. Árið 1993 var heildarverðmæti seldra lyfja hér á landi, skv. tölum heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins, 5.186 milljónir króna, en nam 13.674 milljónum króna árið 2002. Þetta er aukning upp á 164%. Upplýs- ingarnar miðast við lyfsölu á apóteksverði og með virðisaukaskatti, á verðlagi hvers árs. Þegar litið er til útgjalda sjúkratrygg- inga sérstaklega, kemur í ljós að lyf vega þar þyngst. Greiðslur vegna þeirra námu alls 5,4 milljörðum króna í fyrra, eða 32% af heildar- útgjöldum. Hækkuðu þær um sex hundruð milljónir milli áranna 2001–2002 og höfðu þá nálega þrefaldast á aðeins tíu ára tímabili! Það er ekki að undra, að stjórnendur Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) hafi áhyggjur af þróun mála. Nýting fjár- heimilda snýst nefnilega um forgangsröðun og þess vegna er ljóst, að bólgni einn út- gjaldaliður jafntaktvisst út og lyfjakostnað- ur hefur gert á undanförnum árum, kemur að því að draga þarf saman seglin á öðrum vígstöðvum innan spítalans. Peningar vaxa ekki á trjánum og sífellt meiri kröfur eru gerðar til þjónustu og alls aðbúnaðar á heil- brigðisstofnunum, launakostnaður hefur aukist og skýr vilji stendur til þess að minnka biðlista – auka þjónustu við sjúk- linga. Af þessum sökum er varla að undra þótt stjórn LSH vilji kanna möguleika á eigin innflutningi lyfja og óska eftir „rækilegri endurskoðun“ á verðmyndun þeirra. Vissu- lega er ekki æskilegt að ríkið standi sjálft í slíkri starfsemi, en leita verður allra leiða til að ná niður kostnaði. Á stjórnarfundi spít- alans hafa verið kynntar upplýsingar um verð á lyfjum hér á landi og annars staðar á Norðurlöndunum sem leiðir sláandi saman- burð í ljós og ljóst að lyfjaverð er að jafnaði mun hærra hér á landi. Í nýlegri greinar- gerð Lyfjadeildar LSH er enda gagnrýnt, að við ákvörðun lyfjaverðs sem lyfjaumboðs- menn sækja um til lyfjaverðsnefndar, taki nefndin mið af verði viðkomandi lyfs í ná- grannalöndunum og heimili síðan allt að 15% hærra verð en meðaltal þeirra landa sem skoðuð eru. Það sé óháð verði lyfsins og sé um að ræða dýrari lyf sé um umtalsverðar upphæðir að ræða. Spurt er hvort þessi sjálf- virki verðmunur sé eðlilegur og á hvaða rök- um hann sé byggður. Stjórn LSH hefur einnig kveðið sterkt á um þá fákeppni sem hún telur ríkja í sölu og dreifingu á lyfjum til spítalans. Dreifingar- aðilar séu aðeins þrír og hver þeirra dreifi aðeins fyrir ákveðna umboðsaðila, en ekki öllum lyfjum eins og lyfjaheildsalar víðast hvar erlendis. Þetta leiði til minni samkeppni en ella og af þeim sökum verði að „leita allra löglegra leiða til að halda lyfjakostnaði í skefjum“ eins og það er orðað og skal sér- staklega þakkað fyrir að stjórn LSH skuli á þessum tímapunkti ekki leggja sérstaklega til að farið sé út fyrir ramma laganna í þeim tilgangi að ná niður lyfjakostnaði! Ekki virðast þó allir hafa jafnmiklar áhyggjur af þróun mála. Samtök verslunar- innar, sem hafa lyfjafyrirtækin innan sinna vébanda, eru þau einu sem beinlínis hafa fundið að umræðu um þessi mál og af ein- hverjum ástæðum tók dósent í stefnumörk- un og stjórnun lyfjamála við lyfjafræðideild Háskóla Íslands að sér að nálgast málið að- eins út fr svargrein sem er bo lyfjamálu stóraukin kvæð þró entinn gr einkunn a leið „afar gildir sá v aðra þá s þess að l sjúklingu meiri mæ óvart að slíkri um allra hels óendanleg maður í H þeim efnu Sérstak áhyggjur virðulega tölur. Vir greiðsluþ ekki komi þar eð su með og a kvæmni. Mun lyfjakostna halda áfram að m Eftir Björn Inga Hrafnsson    # % ' ) * -. -/ -0 -- -1 2 3 4 5 6 . / 0 - 1        72/ 72. 726 725 724 723 722 711 71- 710 SKILJANLEG REIÐI Ákvörðun um að fresta gerðjarðganga milli Siglufjarðarog Ólafsfjarðar hefur vakið upp mikla reiði á Norðurlandi enda höfðu vonir verið við það bundnar að þessar framkvæmdir væru á næsta leiti. Þessi reiði ætti vart að koma á óvart. Líkt og Guðmundur Guðlaugs- son, bæjarstjóri á Siglufirði, bendir á í samtali við Morgunblaðið á fimmtudag benti ekkert til annars en að göngin væru á dagskrá. „Þetta eru vondar fréttir og fyrstu við- brögðin eru auðvitað mikil von- brigði. Sérstaklega í ljósi þess í hversu hróplegu ósamræmi þetta er við yfirlýsingar stjórnmálamanna, bæði nú að undanförnu og fyrir nýaf- staðnar kosningar,“ sagði Guðmund- ur. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra hefur skýrt ákvörðun ríkis- stjórnarinnar með því að frestunin sé til að tryggja stöðugleika í at- vinnulífi landsmanna. Mat ríkis- stjórnarinnar sé að framkvæmdir á Íslandi verði það miklar árin 2004 og 2005 að hætta sé á að spennan verði of mikil. Þá hafi komið skýr skilaboð frá samfélaginu um að við þessar að- stæður sé brýnt að ríkisvaldið dragi úr framkvæmdum. Með þessari ákvörðun tryggi ríkisstjórnin stöð- ugleikann og sýni með trúverðugum hætti að hún ætli sér umfram allt að tryggja jafnvægi í efnahagsmálum. Að sjálfsögðu er mikilvægt að tryggt verði á næstu árum að ríkið ýti ekki undir þenslu í hagkerfinu. Slíkt gæti haft hrikalegar afleiðing- ar í för með sér og kynt undir verð- bólgubálinu á nýjan leik. Hins vegar er ekki jafnljóst hvað hefur breyst í þessum efnum frá því fyrir kosningar. Ákvörðun um þær miklu framkvæmdir sem samgöngu- ráðherra vísar til hafði verið tekin löngu fyrir kosningar. Hvað hefur breyst á þeim tíma, sem liðinn er frá kosningum? Því hljóta að vakna upp spurn- ingar um það hvers vegna ekki hafi verið tekin ákvörðun um að fresta framkvæmdum fyrr en nú fyrst þær eru taldar ógna hinum efnahagslega stöðugleika. Umræður um framtíð þessa landshluta fyrir kosningar áttu sér stað á þeim forsendum að framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng væru að hefjast. Enda benti ekkert til annars. Framkvæmdirnar voru boðnar út í maí og fjögur tilboð bár- ust. Í tilkynningu frá samgönguráðu- neytinu segir að vonir hafi verið bundnar við að „samlegðaráhrif vegna þessara miklu framkvæmda yrðu til þess að hagstæðari tilboð bærust í verkið en raun bar vitni“. Lægsta tilboð í verkið var 3% yfir áætlun Vegagerðarinnar. Er trú- verðugt að halda því fram að þau prósentustig ráði úrslitum um það að framkvæmdirnar hafi það mikil þensluáhrif að ekki sé hægt að ráð- ast í þær. Það er hægt að deila um hvort Héðinsfjarðargöng séu brýnasta verkefnið í samgöngumálum Íslend- inga. Það má færa sterk rök fyrir því að brýnt sé að ríkið haldi aftur af sér í framkvæmdum á næstu árum. Það er hins vegar vart hægt að rökstyðja að þær forsendur sem nú eru sagðar ástæður frestunarinnar hafi ekki blasað við fyrir mörgum mánuðum. Reiði Norðlendinga er skiljanleg í þessu ljósi. ALÞJÓÐASAMSTARF UM AUÐLINDIR HAFSINS Alþjóðahafrannsóknarráðið lagðitil að heildarafli kolmunnaveiða á þessu ári yrði 925 þúsund tonn. Nú bendir hins vegar margt til að heild- araflinn gæti orðið um tvær milljónir tonna. Ástæðan fyrir þessu er sú, að þær þjóðir, sem hagsmuna eiga að gæta hafa ekki náð samkomulagi um veiðarnar. Við Íslendingar ákváðum fyrst 318 þúsund tonna kvóta okkur til handa. Norðmenn settu í upphafi ákveðinn kvóta en gáfu veiðarnar síðan frjáls- ar. Þegar afli þeirra var kominn í 600 þúsund tonn ákváðu þeir að stöðva veiðarnar um sinn. Evrópusamband- ið ákvað einhliða að auka kvóta sinn í 595 þúsund tonn. Færeyingar hafa gefið sínum skipum frelsi til veiða og stefna að því að veita Rússum heim- ild til að veiða 100 þúsund tonn innan sinnar lögsögu. Vegna þessara aðgerða nágranna- þjóða okkar hefur Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra ákveðið að auka kvóta íslenzkra skipa í 547 þús- und tonn. Ákvörðun sjávarútvegsráðherra er skiljanleg. Fram hjá því verður hins vegar ekki horft að það ríkir ófremd- arástand í kolmunnaveiðum á Norð- ur-Atlantshafi. Þær þjóðir, sem hagsmuna eiga að gæta, eru vísvit- andi að fara langt fram úr ráðgjöf sérfræðinga vegna þess, að ekkert samkomulag hefur náðst þeirra í milli. Við Íslendingar höfum hlotið al- þjóða viðurkenningu fyrir aðgerðir okkar til að vernda fiskistofnana við strendur Íslands. Í krafti þess eigum við að taka sterka pólitíska forystu um að leiða þær þjóðir, sem hags- muna eiga að gæta saman til þess að ná samkomulagi um veiðarnar, sem tryggi að kolmunninn verði ekki upp- urinn á nokkrum árum. Bréf Árna M. Mathiesen til Fischl- ers, yfirmanns sjávarútvegsmála í ESB, er skref í rétta átt. En meira þarf til. Kolmunnaveiðarnar eins og þær eru stundaðar nú eru lýsandi dæmi um hvernig ekki á að umgangast fiskistofna. Við Íslendingar eigum að taka forystu um að leiða þessar deil- ur til lykta þannig að um sanngjarna skiptingu verði að ræða. Annað fyrir- komulag þessara veiða er algerlega óviðunandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.