Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag fer Smolensk út. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er Arklow Day væntanlegt. Mannamót Félag aldraðra, Mos- fellsbæ. Skrifstofa fé- lagsins verður lokuð í sumar til 2. september. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Sumarferð. 10. júlí verður farin ferð í Holtin, Rangár- vallasýslu. Fyrst er ekið í Hveragerði og stoppað í Eden þaðan ekið að kirkjustaðnum Haga og kirkjan skoð- uð undir leiðsögn sr. Halldóru Þorvarðar- dóttur, þaðan er haldið að Mykjunesi og skóg- ræktin skoðuð undir leiðsögn skógarbónd- ans Björns Árnasonar. Kaffi drukkið í Hest- heimum og síðan hald- ið heim. Leið- sögumaður í ferðinni verður Helga Jörg- ensen. Nánari upplýs- ingar og skráning þátt- töku er í síma 588 9533. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Morg- ungangan er frá Hraunseli kl. 10. Rúta frá Firðinum kl. 9.50. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Skrifstofa fé- lagsins er í Faxafeni 12 sími. 588 2111. Fimmtudaginn 10. júlí verður Baldvin Tryggvason til viðtals um fjármál og veitir ráðgjöf um þau mál. Á þriðjudögum er Þor- valdur Lúðvíksson lög- fræðingur til viðtals, panta þarf tíma. Gerðuberg, félags- starf. Lokað vegna sumarleyfa til 12. ágúst. Sund og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug á mánudög- um, miðvikudögum og föstudögum kl. 9.30. FEBK. Púttað á Lista- túni kl. 10.30 á laug- ardögum. Mætum öll og reynum með okkur. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vik- unnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁÁ Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. OA-samtökin. Átrösk- un / matarfíkn / ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Katt- holti. Minningarkort Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrif- stofutíma. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrif- stofu félagsins í Suður- götu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552-2154. Skrif- stofan er opin mið- vikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrif- stofutíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586-1088. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Minningarkort MS fé- lags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk. Skrifstofan er opin mán.-fim. kl. 10–15. Sími 568-8620. Bréfs. 568-8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Skóverslun Axels Ó. Lárussonar, Vest- mannabraut 23, Vest- mannaeyjum, s. 481 1826. Mosfell sf., Þrúð- vangi 6, Hellu, s. 487 5828. Sólveig Ólafs- dóttir, Verslunin Grund, Flúðum, s. 486 6633. Sjúkrahús Suð- urlands og Heilsu- gæslustöð, Árvegi, Sel- fossi, s. 482 1300. Verslunin Íris, Aust- urvegi 4, Selfossi, s. 482 1468. Blómabúðin hjá Jó- hönnu, Unabakka 4, 815 Þorlákshöfn, s. 483 3794. Í dag er laugardagur 5. júlí, 186. dagur ársins 2003. Orð dagsins: En Jesús sagði við þá: „Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er.“ Og þá furðaði stórlega á honum. (Mark. 12, 17.)     FramkvæmdastjórnSUF hafnar öllum hugmyndum um einka- væðingu Íbúðalánasjóðs. „Sú ríkisábyrgð sem Íbúðalánasjóður hefur á að skipa, en viðskipta- bankarnir í landinu ekki, gerir honum kleift að bjóða upp á afar hag- stæða vexti fyrir allan al- menning … Hluthafar viðskiptabankanna krefj- ast hámarksarðs af starf- seminni en það er öfugt við markmið Íbúða- lánasjóðs sem á ekki að reka með hagnaði. Einn- ig má benda á að það að hafa marga aðila í hús- næðislánaviðskiptum verði ekki til að draga úr heildarkostnaði heldur mun hann aukast þar sem margir eru þá að keyra sama kerfið í sitt- hvoru lagi, slíkt getur einungis leitt til aukins kostnaðar vegna óhag- ræðis og þ.a.l. hærri vaxta,“ segir í ályktun framkvæmdastjórnar SUF.     Með sömu rökum ogungir framsóknar- menn beita er hægt að rökstyðja umfangsmik- inn ríkisrekstur. Ríkið fær hagstæðari lán og getur boðið ódýrari þjón- ustu en einkaaðilar er inntak ályktunarinnar. Af hverju eru ungir framsóknarmenn þá ekki sammála því að ríkið reki hér matvöruversl- anir, banka, fataversl- anir, skipafélög og bens- ínstöðvar? Hluthafar þessara fyrirtækja hljóta líka að „krefjast há- marksarðs af starfsem- inni“, og yfirbygging margra fyrirtækja á þessum sviðum er „ekki til að draga úr heild- arkostnaði“. Þar sem ríkið fær ódýrari lán en einstaklingar hlýtur að vera ódýrara fyrir ríkið að byggja þessa starf- semi upp samkvæmt mati ungra framsókn- armanna.     Þá segir í ályktuninniað fasteignaverð muni ekki hækka þótt lánshlutfall hækki „því með aukinni kaupgetu á húsnæðismarkaðinum ætti framleiðsla íbúðar- húsnæðis að aukast, sem myndi vega á móti hækk- un húsnæðisverðs vegna hækkunar hámarkslána. Af því leiðir að markaðs- öflin myndu skapa nýtt og hagstæðara jafnvægi á húsnæðismarkaðinum.“     Í Reykjavík hefur bygg-ing íbúðarhúsa ekki aukist í samræmi við eft- irspurn og þar af leið- andi hefur íbúðaverð hækkað. Lóðaskorti hef- ur verið kennt um þessa þróun, sem sé á ábyrgð borgaryfirvalda. Þar sem Framsóknarflokkurinn starfar í meirihluta í borgarstjórn er hægt að túlka ályktunina sem svo að nú verði breyting á. Í framtíðinni verði nægt framboð lóða fyrir fólk og fyrirtæki tryggt. Því ber að fagna sér- staklega. STAKSTEINAR Umfangsmikill rík- isrekstur réttlættur Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur gaman af því aðhlusta á útvarp. Þegar þannig liggur á honum kýs hann að hlusta á X-ið þar sem er spiluð rokktónlist. Þótt Víkverji hlusti á allar gerðir tónlistar líkar honum vel við út- varpsstöðvar sem hafa ákveðna tón- listarstefnu og standa við hana. Þannig getur hlustandi nokkurn veginn vitað að hverju hann gengur. x x x UNDARLEGT þykir Víkverja þóþegar dimmraddaður þulurinn segir: „X-ið, guðfaðir rokksins“ inn á milli laga. Hvernig getur útvarps- stöð verið faðir? Nú ætlar Víkverji að setja sig í stellingar prófarkales- ara og spyrja; hver er þessi guð- faðir? Víkverja þykir augljóst að „X- ið“ er hvorugkyn og útvarpsstöð er kvenkynsorð. Samt er vísað til stöðvarinnar í karlkyni og talað um að hún sé faðir! Þetta þykir Víkverja ekki góð málfræði og telur hann rétt að finna heppilegra orð. Aðstand- endur stöðvarinnar ættu í það minnsta að kalla stöðina guðmóður í stað guðföður. Enn betra væri auð- vitað að vísa til útvarpsstöðvarinnar sem móðurstöðvar rokksins. „X-ið, móðurstöð rokksins“ myndi í það minnsta hljóma vel í eyru Víkverja. x x x MEÐALALDUR alþingismannalækkaði hressilega í síðustu kosningum, Víkverja til mikillar ánægju. Verra þykir honum þó þeg- ar þessir ungu þingmenn verða upp- vísir að því að hegða sér nákvæm- lega eins og hinir sem eldri eru. Ekki svo að skilja að þeir sem eldri og reyndari eru í þingmennsku séu eitthvað slæmir. En með komu nýs, ungs fólks inn á þing ættu að blása ferskir vindar sem Víkverji hélt að myndu lífga upp á pólitíkina. Sumir hinna „ungu“ þingmanna virðast svo vel upp aldir af hinum eldri að fyrir leikmann er ómögulegt að sjá mun á grænjöxlum og reynsluboltum í pólitík. x x x VÍKVERJI heyrði í einum græn-jaxlanna á þingi tjá sig um gangagerð á Norðurlandi í frétt- unum. Hann sagði frestun ganga vera „pólitískt áfall“ fyrir sig sjálfan. Víkverji komst ekki hjá hlátri. Hvernig getur nokkurt mál verið pólitískt áfall fyrir mann sem er bú- inn að prófa stólinn sinn í þingsaln- um einu sinni eða tvisvar? Það sem Víkverja þótti öllu dap- urlegra var að þegar fréttamaður innti unga manninn eftir því hver næstu skref hans yrðu þá gaf hann það óljósa svar að grípa þyrfti til úr- ræða. Fréttamaðurinn hélt þá áfram og vildi vita hvaða úrræði hann sæi í spilunum. Þá svaraði ungi maðurinn eins og sönnum, reyndum pólitíkusi sæmir og sagði að verið væri að ræða ýmsa valkosti en of snemmt að segja til um hverjir þeir væru. Ekki sérlega ferskt svar hjá unga mann- inum. Morgunblaðið/Kristján Víkverji hlustar á rokktónlist og fréttir í útvarpinu. Á ekki kost á vinningum AÐALHEIÐUR hafði samband við Velvakanda og vildi koma því á fram- færi að sér fyndist áskrif- endum Morgunblaðsins vera mismunað. Hún segir að í blaðinu þann 25. júlí sl., á blaðsíðu 41, hafi verið auglýsing þar sem sagt er frá leik sem fram fer á vef Morgunblaðsins. Þar komi það fram að fjöldi glæsi- legra vinninga sé í boði. Aðalheiði finnst þetta vera mismunun. Þeir áskrifendur sem ekki hafa aðgang að Netinu geta ekki tekið þátt í leiknum og eiga því ekki kost á því að fá glæsilega vinninga. Aðgát skal höfð í nærveru sálar ALGENGT er að aldnir foreldrar verði fyrir áreitni barna sinna, svo sem með heift og öðrum andlegum ófögnuði, þótt ekki sé um drykkjuskap að ræða. Sinnuleysi, virðingarleysi og tillitsleysi, sem fylgir skapgerðargöllum þessara barna nálgast siðblindu. Þau segja foreldra sína gamalæra, enda þótt við- komandi geti bæði hugsað og skrifað. Þessu er slegið fram afdráttarlaust. Það gerir skapið, þau eru stór upp á sig. Þeir sem eldri eru hlífa sér að sjálfsögðu við ofstopa gagnvart börn- um sínum og láta kyrrt liggja öll misklíð, en þá eru þeir sagðir vesalingar og skaplaust fólk. Margir eiga bágt af völdum þessara barna, þótt þau komi vel fyrir gagnvart óviðkomandi manneskjum. Í Japan er þessu öðruvísi farið með eldra fólk. Þar er því sýnd hlýja og virðing, sem því ber svo sannarlega. Algengt er að fólk í hárri elli sé haft í forsvari í stórum fyrirtækjum; kannski „pro forma,“ en er samt sem áður haft í ábyrgðarstöðum. Einn kúgaður af krökkunum. Góð legsteinagerð GUÐRÍÐUR hafði sam- band við Velvakanda og vildi koma því á framfæri hversu góð þjónusta væri hjá Sólsteinum á Nýbýla- vegi. Hún segir að þjón- ustulipurð sé þar mikil og viðmótið elskulegt. Einnig er þar frábær vara á boð- stólum. Tapað/fundið Armband fannst LÍTIÐ barnaarmband fannst á bílastæði við Prestastíg. Armbandið er úr gulli og á það er ritað nafnið Andrea Ósk. Eig- andi armbandsins getur vitjað þess í síma 847 8770. Dýrahald Fallegir kettlingar fást gefins TVEIR gullfallegir kett- lingar fást gefins á gott heimili. Þeir eru kassavanir og að sögn kunnugra mjög þrifnir. Áhugasamir geta haft samband í síma 565 8093. Ert þú kattavinur? VEGNA ofnæmis fæst þriggja mánaða kettlingur gefins. Hann er svartur blandaður skógarköttur, sérstaklega ljúfur og fal- legur. Ef þú ert að leita þér að kisu og ert einstaklega mikill kattavinur hafðu þá samband í síma 899 4107. Fjalar er týndur FJALAR er tveggja ára ógeldur fress sem á heima í vesturbæ Kópavogs. Hann hefur verið týndur síðan í lok maí. Ef einhver hefur orðið hans var er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að hafa samband við Ólöfu í síma 866 7575. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar LÁRÉTT 1 gangverk í klukku, 8 fámáll, 9 þrífur, 10 rödd, 11 sér eftir, 13 ójafnan, 15 dæld, 18 lína, 21 kusk, 22 ládeyðu, 23 kindar, 24 markmið. LÓÐRÉTT 2 argur, 3 ýlfrar, 4 stað- festa, 5 vindurinn, 6 þaut, 7 hugboð, 12 for, 14 und- irstaða, 15 kjöt, 16 hryggi, 17 Ásynja, 18 rusl, 19 lölluðu, 20 sár. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 pípir, 4 busla, 7 pílum, 8 geipa, 9 agg, 11 rýrt, 13 ýsan, 14 eldur, 15 kukl, 17 agða, 20 man, 22 pikka, 23 aflar, 24 svali, 25 tírur. Lóðrétt: 1 pipar, 2 pólar, 3 rúma, 4 bygg, 5 seims, 6 ak- arn, 10 gedda, 12 tel, 13 ýra, 15 kepps, 16 kikna, 18 gæl- ur, 19 akrar, 20 mati, 21 naut. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.