Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fornbílaklúbbur Íslands Glæsikerrur við Árbæjarsafn GESTIR Árbæjar-safns á morgun,sunnudag, geta skoðað fornbíla á staðn- um. Fornbílaklúbbur Ís- lands ætlar að sýna úrval bíla í eigu félagsmanna frá klukkan 13–17. Elsti bíllinn verður að líkindum Ford, árgerð 1930, en bú- ast má við að kaggar frá sjötta og sjöunda ára- tugnum prýði einnig sýn- inguna. Sævar Pétursson er formaður Fornbílaklúbbs Íslands. „Við höfum mætt með bílana okkar að Ár- bæjarsafni í mörg sumur og ætlum að halda þeim sið áfram.“ – Hvað verða margir bílar við Árbæjarsafn á sunnudag? „Þeir verða líklega á bilinu 20– 30. Þeir félagsmenn Fornbíla- klúbbsins sem sjá sér fært að mæta koma þarna með bílana sína. Við höfum alltaf lagt tölu- verða áherslu á þennan fornbíla- dag, því þarna eru bílarnir í sínu rétta umhverfi.“ – Hvaða bílar eru þetta? „Bílaeign félagsmanna er hin fjölbreytilegasta. Félagar Forn- bílaklúbbsins eru 5–600 talsins og töluverð breidd í bílaeigninni. Gestir Árbæjarsafns geta meðal annars skoðað Ford frá 1930, lík- lega verður þarna líka Overland frá 1924 og svo bílar frá því í kringum 1950 og 1960 og allt fram til 1974.“ –– Þetta er að líkindum ekki eina sýning klúbbsins á bílaeign- inni í sumar? „Nei, núna í júní vorum við með landsmót okkar á Selfossi og þar voru um 100 bílar. Bílarnir vekja áhuga fólks á öllum aldri og sá áhugi er fremur að aukast en hitt. Stóru drekarnir frá sjötta og sjöunda áratugnum eru vinsælastir hjá yngra fólki, en eldra fólki finnst oft gaman að sjá bíla sem það man eftir, til dæmis bíla eins og foreldrar þeirra eða afar og ömmur áttu.“ –– Og Fornbílaklúbburinn varðveitir minjar um sögu þess- ara bíla? „Já, klúbburinn á til dæmis ágætt safn ljósmynda af gömlum bílum. Við höfum safnað þessum myndum saman í gegnum árin og margar þeirra koma að góðum notum nú, því verið er að rita bók um 100 ára afmæli bílsins á Ís- landi. Fyrsti bíllinn kom hingað til lands í júní 1904 og þessi bók mun koma út á næsta ári.“ – Hvað þarf bíll að vera gamall til að teljast fornbíll? „Hann þarf að vera orðinn 25 ára. Samsetning bíla, sem eru í eigu félagsmanna, hefur breyst dálítið í gegnum tíðina. Einu sinni voru amerískir bílar alls- ráðandi, ásamt evrópskum, en núna eru japanskir bílar að bæt- ast í hópinn. Langflestir eru hins vegar amerískir.“ – Er auðvelt að verða sér úti um forn- bíl? „Reglum um inn- flutning á fornbílum hefur verið breytt, á þann veg að tollar voru lækkaðir á bílum sem eru 40 ára eða eldri. Þessi breyting hefur orðið til þess, að núna flytja menn inn bíla sem eru í betra ástandi en áður var. Menn neyddust til að flytja inn druslur, nánast í pört- um, til að halda kostnaðinum niðri. Með breyttri tollalöggjöf er þeim núna kleift að flytja inn betri bíla fyrir sama pening.“ – Eru einhverjir spennandi bílar á leið til landsins? „Já, ég veit um nokkra skemmtilega sem eru nýkomnir eða á leiðinni. Ég get nefnt sem dæmi Lincoln árgerð 1930, en eftir því sem ég best veit hefur slíkur bíll aldrei komið hingað til lands áður. Þennan bíl þarf að gera töluvert við, en hann er mjög góður efniviður og verður án efa glæsilegur.“ – Hvað er næst á döfinni hjá Fornbílaklúbbnum? „Næst á dagskrá er árleg lang- ferð klúbbsins, 12. til 19. júlí. Við ætlum að aka frá Reykjavík, um Austfirði og norðurleiðina heim. Í þessari ferð verða líklega um 20–30 bílar og þeir vekja alltaf athygli þegar þeir aka um þjóð- vegina.“ – Hvað er að frétta af fyrir- huguðu bílasafni? „Allar líkur eru á að bílasafn muni rísa við hlið gömlu raf- stöðvarinnar við Elliðaár og fyrirhugað er að byrja fram- kvæmdir í haust. Þar verður hægt að sýna bíla, bæði inni í húsinu og á sýningarsvæði fyrir utan. Við viljum gjarnan gera vel við fornbílana okkar, því í þeim felast töluverð menningarverð- mæti. Okkur ber í raun skylda til að varðveita þessar merku minj- ar. Eitt slíkt dæmi er gamli for- setabíllinn, Packard árgerð 1942, sem er í eigu Þjóðminjasafnsins og verður notaður sem viðhafn- arbíll á vegum embættis forseta Íslands þegar lokið verður við að færa hann í upprunalegt horf. Það er mjög sér- stakt að við Íslending- ar skulum enn eiga fyrsta bíl forsetaembættisins og ánægjulegt að varðveita eigi hann með þessum hætti. Mér finnst greinilegt að landsmenn séu að átta sig æ betur á þeim sögulegu verðmætum sem felast í fornbílum. Ég vil því hvetja alla til að leggja leið sína í Árbæj- arsafn á morgun og skoða bílana, sem félagar í Fornbílaklúbbnum verða með til sýnis.“ Sævar Pétursson  Sævar Pétursson fæddist í Hafnarfirði 6. júní 1948, ólst upp vestur í Miðdölum til tíu ára ald- urs og fluttist þá til Reykjavíkur. Hann rekur Bílaréttingar – bíla- sprautun Sævars við Bíldshöfða í Reykjavík. Sævar var kjörinn formaður Fornbílaklúbbs Íslands í maí sl. Hann á þrjá fornbíla, Ford ’30 módel, Mercury 1954 og Ford Galaxy 1959, en ekur dag- lega á Ford pallbíl frá 1978, sem reyndar er líka kominn á forn- bílaaldur. Kona hans er Ragn- heiður Sigurðardóttir. Þau eiga tvo syni. Fornbílar eru merk söguleg verðmæti QAQORTOQ er mjög heillandi staður að sækja heim. Bæði er bærinn afar fallegur og sérstæður og íbúarnir einstaklega hjartahlýtt og elskulegt fólk sem tekur vel á móti gestum sem sækja bæinn heim. Þessa skemmti- legu gutta hitti ljósmyndari blaðsins á leið sinni um miðbæ Qaqortoq. Morgunblaðið/Ómar Kátir strákar í Qaqortoq 399 kr. Birkikvistur 999 kr. 20 Fjólur 599 kr. 10 Flauelsblóm Gar›styttur 30% afsláttur Steyptar garðstyttur, pottar veggmyndir, fuglaböð o.fl. frá Bretlandi frá föstudegi til sunnudags Garðplöntuútsala Ný sen ding ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 16 52 07 /2 00 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.