Morgunblaðið - 17.07.2003, Side 11

Morgunblaðið - 17.07.2003, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 11 STEINN á fjalli heitir útgefandi nýs útivistarkorts yfir Esjuna. Þar er að finna leiðarlýsingar á 40 gönguleið- um á og um Esju þar sem til- greindur er göngutími, hækkun, vegalengd og hversu erfið hver leið er. Sigursteinn Baldursson stendur á bak við útgáfuna og segist hann hafa ráðist í hana þar sem hann fékk ekki aðra vinnu og sá að kortið gat bætt úr þörf á upplýsingum fyr- ir þá sem vildu leggja í sívinsælar Esjugöngur. Og til að kynna kortið sérstaklega lét hann útbúa nokkur kort í plast og fljóta þau nú í heitu pottum sundlauga höfuðborg- arsvæðisins þar sem menn geta kynnt sér efnið. Sigursteinn áætlar að um 15 þús- und manns gangi árlega á Esju, einkum á Þverfellshorn. Hann segir gönguleiðirnar hins vegar margfalt fleiri enda fjallið 18 km langt og um 11 km milli norðurs og suðurs. Þá segir hann Esjuna ekki aðeins gott gönguland heldur megi finna þar um 100 klifurleiðir. „Það er von mín að Esja verði gerð að fólkvangi en Esjan er án efa eitt fjölbreytilegasta og vinsælasta útivistarsvæði lands- ins. Öræfastemmning er nánast við hvert fótmál þrátt fyrir að höf- uðborgin sé innan seilingar,“ segir hann m.a. í kynningu á kortinu. Auk leiðarlýsinga og viðvarana við varasömum stöðum á fjallinu er birtur listi yfir útbúnað göngu- manna og nokkrar ábendingar til göngumanna áður en lagt er af stað. Kortið segir Sigursteinn vera í minningu vina sinna, Guðmundar Jökuls Jenssonar og Þorsteins Ív- arssonar sem fórust af slysförum á fjöllum. Esjukortið nýja fæst í bóka- verslunum, sportbúðum og á bens- ínstöðvum. Nýtt kort af Esju með 40 gönguleiðum Morgunblaðið/Arnaldur Kortin voru m.a. sett í plast og fljóta þau í heitu pottunum við sundlaugar höfuðborgarsvæðisins til kynningar. TILLAGA að deiliskipulagi fyrir vinnubúðasvæðið við Kárahnjúka hefur verið auglýst. Tillagan er unn- in að beiðni Landsvirkjunar fyrir sveitarfélagið Norður-Hérað. Nær deiliskipulagið yfir um tvö- hundruð hektara svæði á flatlendi sunnan Lambafellstagls. Allar bygg- ingar á svæðinu gegna tímabundu hlutverki og verða fjarlægðar að framkvæmdum loknum. Allt jarð- rask skal jafna og skila yfirborði jarðvegs í sömu hæð og var áður en framkvæmdir hófust. Svæðið er í um 650 metra hæð yfir sjó, á grjótbornum hálsi milli fyrir- hugaðra Kárahnjúka– og Sauðár- dalsstíflna. Svæðið er í um 110 kíló- metra fjarlægð frá Egilsstöðum. Mest byggt fyrir Impregilo Viðamesta vinnubúðasvæðið verð- ur á vegum ítalska verktakans Impregilo. Þar er gert ráð fyrir um 700 íbúa byggð. Íbúðarhús verða af ýmsum gerðum; svefnskálar, einbýli, tvíbýli eða fjórbýli. Ýmiss konar þjónusta verður á svæðinu, svo sem mötuneyti, þvottahús, félagsmið- stöð, íþróttamiðstöð, verslun, skóli og heilsugæsla. Af öðrum byggingum á svæðinu má nefna vinnubúðir annarra verk- taka, skrifstofur og athafnasvæði. Ekki er til staðfest aðalskipulag af svæðinu, en sérstakt svæðisskipulag var staðfest af umhverfisráðherra í ágúst í fyrra. Deiliskipulag við Kárahnjúka ÍSLENSKU menntasamtökin munu afhenda verðlaun fyrir fram- úrskarandi árangur á sviði mennta- mála þann 8. ágúst næstkomandi en verðlaunin verða afhent samhliða ráðstefnu sem samtökin standa fyr- ir 7.–12. ágúst, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá samtök- unum. Verðlaunin verða veitt í þremur flokkum; til einstaklinga á sviði menntunar og menntastofnana, for- eldra eða stofnana sem vinna með foreldrum í þágu menntamála og annarra einstaklinga eða stofnana sem styðja málstað menntunar. Einstaklingar sem hljóta verðlaun verða heiðraðir með viðurkenninga- skírteini, listaverki og peningaverð- launum að verðmæti 100 þúsund en stofnanir fá viðurkenningarskírteini og listaverk. Verðlaunaafhendingin fer fram við kvöldverð sem Verslunarráð Ís- lands hefur skipulagt fyrir aðila úr viðskiptalífinu en heiðursgestur þar verður dr. Howard Gardner. Gardn- er er upphafsmaður kenninga um fjölgreindir og verður hann aðalfyr- irlesari á ráðstefnu samtakanna. Menntasamtökin veita verðlaun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.