Morgunblaðið - 27.07.2003, Síða 12
H
IÐ alþjóðlega vísinda-
samfélag styrkist sífellt í
þeirri trú að hækkun
lofthita á jörðinni síð-
ustu hundrað ár stafi
fremur af mannavöldum en af nátt-
úrulegum orsökum. Sú staðreynd
að lofthiti hækkaði meira að nóttu
en að degi til þykir meðal annars
benda til þess. En athafnir manns-
ins, mengun og útblástur gróður-
húsalofttegunda hafa haft víðtæk-
ari áhrif. Vísindamenn greina frá
því í tímaritinu New Scientist ný-
lega að mengun af mannavöldum,
eins og sótagnir og brennisteins-
dropar hafi varið jörðina fyrir
gróðurhúsaáhrifum á liðinni öld og
valdið því að hækkun lofthita hafi
ekki orðið jafnmikil og ella.
Lengi hefur verið talið að brenni-
steinsdropar og sótagnir sem koma
bæði frá reyk brennandi regn-
skóga, sinu og brennslu jarðefna-
eldsneytis eins og til dæmis brún-
kola, komi í veg fyrir að sólarljós
berist til jarðar og hafi þannig áhrif
til mótvægis við gróðurhúsaáhrifin.
Hingað til hefur verið talið að þessi
efni hafi dregið úr hækkun lofthita
um 0,2ºC á síðustu öld. Án sóts og
brennisteins í andrúmsloftinu hefði
hækkun lofthita því orðið 0,8ºC í
stað 0,6ºC á síðustu öld ef marka
má þessa útreikninga. Helstu lofts-
lagssérfræðingar heims komu hins
vegar saman í Berlín í lok maí og
komust að því að áhrif þessarar
mengunar hefðu verið mun meiri
en áður hafði verið gert ráð fyrir
og hún hefði jafnvel minnkað gróð-
urhúsaáhrif um þrjá fjórðu. Þeir
segja að án mengunarinnar hefði
lofthiti hækkað um 2,4ºC í stað
0,6ºC á síðustu öld.
Ekki bara góðar fréttir
Vísindamennirnir sem hittust á
Berlínarfundinum, meðal annarra
Nóbelsverðlaunahafinn Paul Crutz-
en og sænski veðurfræðingurinn
Bert Bolin, eru semsagt að segja
að hnattrænt hafi mengun af
mannavöldum jákvæð áhrif að því
leyti að hún dregur úr hækkun loft-
hita vegna gróðurhúsaáhrifa.
Kyoto-samkomulagið miðar þó að
því að takmarka útblástur gróð-
urhúsalofttegunda og mengunar.
Menn geta því spurt sig hvort það
samkomulag feli í sér andhverfu
sína og auki í raun enn á gróður-
húsaáhrifin.
Útlit er fyrir að mengun muni
minnka á næstu árum bæði vegna
útblásturskvóta Kyoto-samkomu-
lagsins og tækniframfara. Vísinda-
mennirnir segja að líkur séu á að
það dragi úr áhrifum sótagna í
framtíðinni, bæði vegna minnkandi
útblásturs en einnig vegna þess að
líftími efnanna í andrúmslofti sé
stuttur. „Hinsvegar er líftími gróð-
urhúsalofttegunda í andrúmslofti
mun lengri en líftími þessara efna.
Gróðurhúsalofttegundir safnast því
upp, en ekki þessi mengandi efni.
Til lengdar geta þau því ekki haldið
í við gróðurhúsalofttegundir. Jafn-
vel þó ekki dragi úr þessari meng-
un verða áhrif hennar á veðurfar
hlutfallslega minni eftir því sem
tíminn líður,“ segir Halldór Björns-
son, veðurfræðingur á Veðurstofu
Íslands.
Mengun veldur svæðis-
bundnum vandamálum
Vísindamennirnir segja að þessi
breyting á hlutföllum sótagna og
gróðurhúsalofttegunda í andrúms-
loftinu muni hafa „stórbrotnar af-
leiðingar fyrir mat á loftslagsbreyt-
ingum framtíðarinnar,“ eins og
segir í grein New Scientist.
Ekki ber þó að skilja sem svo að
þessi varnaráhrif sótagna og
brennisteinsdropa í andrúmsloftinu
séu af hinu góða. Svæðisbundið
veldur mengun af völdum þessara
efna víðtækum vandamálum.
„Brennisteinsmengun og sótagn-
ir eru mjög slæmar og menn hafa
horn í síðu þeirra. Brennisteinn
veldur súru regni sem á sér stað
enn í dag, til dæmis víða á iðnaðar-
svæðum í Kína. Sótagnir eru
krabbameinsvaldandi og valda
ýmsum lungnasjúkdómum. Það er
mjög slæmt að halda að gott sé að
hafa þessi efni í andrúmsloftinu þar
sem þau haldi í við gróðurhúsa-
lofttegundir. Þau eru mjög skaðleg
og valda miklum vandamálum þar
Í vikunni bárust fréttir af því að mengun hefði
varið jörðina fyrir gróðurhúsaáhrifum, án meng-
unar hefði lofthiti á síðustu öld hækkað meira en
raun bar vitni. Ragna Sara Jónsdóttir og Vala
Ágústa Káradóttir kynntu sér hvort mengun gæti
verið af hinu góða og hvort loftslagsbreytingar
væru endilega af mannavöldum.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Flóð í Mexíkóborg. Talið er að loftslagsbreytingar af mannavöldum hafi í för
með sér aukna tíðni á „óvenjulegu veðri“. Gert er ráð fyrir aukinni hættu á flóð-
um og þurrkum til dæmis á svæðum þar sem þess er ekki von.
Er mengun vörn mannanna?
Fjölmörg hitamet hafa verið slegin á
Íslandi á undanförnum árum. Margt
virðist benda til þess að hlýnunin sé
af mannavöldum. Þá telja vísinda-
menn að mengun sótagna og
brennisteinsdropa hafi varið jörðina
fyrir gróðurhúsaáhrifum. Ef meng-
un væri ekki í andrúmsloftinu hefði
hlýnun sennilega orðið meiri á
síðustu öld en raun bar vitni.
12 SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
GETUR verið að hlýnun
jarðar eigi sér náttúrulegar
skýringar og sé ekki jafn-
háð mengun og oft er hald-
ið fram?
Í skýrslu milliríkja-
nefndar um loftslagsbreyt-
ingar (IPCC) frá 2001 segir
að greining gagna bendi
sterklega til að mannleg
áhrif valdi loftslagsbreyt-
ingum. Breytingar á hlýnun
jarðar síðastliðin hundrað
ár verði ekki eingöngu
skýrðar með náttúrulegum
breytingum. Það eigi þó
sérstaklega við um seinni
hluta 20. aldar en hlýnun á
fyrri helmingi 20. aldar
gæti átt sér náttúrulegar
skýringar.
Auður H. Ingólfsdóttir,
sérfræðingur í umhverf-
isráðuneytinu, segir að það
deili enginn um að það hafi
orðið hlýnun á síðustu öld.
Spurningin sé bara hvers
vegna. „Menn eru að styrkj-
ast í þeirri trú að hlýnunin
sé af mannavöldum. Eitt
dæmi sem má nefna er að
hækkunin á hitanum var
meiri á nóttunni en á dag-
inn. Ef hlýnunin væri af
náttúrulegum völdum væri
líklegra að hitahækkunin
væri jöfn. Yfirlýsingar vís-
indasamfélagsins eru orðn-
ar afdráttarlausari en áður.
Þó er enn fullt af óvissu-
atriðum en þeim fækkar
eftir því sem breytingarnar
eru betur skoðaðar,“ segir
Auður.
Hvers vegna hlýnun?
Halldór Björnsson, veð-
urfræðingur hjá Veðurstofu
Íslands segir að tilvist gróð-
urhúsaáhrifa sé óumdeild,
án þeirra væri jörðin að
minnsta kosti 30ºC kaldari.
„Það er ekki umdeilt að
magn gróðurhúsaloftteg-
unda í andrúmslofti hefur
aukist á síðustu öld. Einnig
er lítt umdeilt að það hefur
verið að hlýna á síðustu
öld.
Það sem er umdeilt er
hvort hlýnun síðustu aldar
stafi af aukningu gróð-
urhúsalofttegunda. Þeir
sem telja að svo sé ekki,
vilja meina að aukningin sé
of smá til að hafa þessi
áhrif á hitastig. Hlýnunin
sé því af öðrum orsökum,“
segir Halldór.
Dæmi um aðrar skýr-
ingar er breytileiki í út-
geislun sólar. „Spurningin
er hvort þær breytingar
sem vitað er um á útgeislun
sólar séu nægilega miklar
til að útskýra hlýnun síð-
ustu aldar. Ljóst er að til
að svo megi vera þarf ein-
hverja mögnun, því breyt-
ingar á útgeislun sólar eru
mjög litlar. Aukning gróð-
urhúsalofttegunda er hins
vegar hlutfallslega mun
meiri breyting. Ýmsar hug-
myndir hafa komið fram
um hvernig sú mögnun eigi
sér stað, og án efa munu
fleiri slíkar hugmyndir
koma fram í framtíðinni,“
segir Halldór.
Er hlýn-
un jarðar
af manna-
völdum?