Morgunblaðið - 27.07.2003, Síða 35
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 35
FAÐIR minn gegndi herþjón-
ustu í bandaríska hernum í síðari
heimsstyrjöldinni og hann eyddi
fjórum árum við
herskyldu hér á Ís-
landi sem ratsjár-
stjórnandi. Árið
1998 fluttum ég og
konan mín til Ís-
lands til þess að
sinna trúboðs-
störfum. Við höfum búið hérna síð-
an og alið upp börnin okkar þrjú.
Báðir foreldrar mínir voru gyð-
ingar og þau ólu mig upp sem gyð-
ing í New York. Auk allra þeirra
gyðinga sem voru í hverfinu mínu
var þar líka kristið fólk. Trúarlega
séð bjuggum við í ólíkum heimum.
Ein ástæða þess var helförin. Gyð-
ingar af kynslóð foreldra minna
upplifðu allir helförina og þján-
ingar þær og hryllingur sem hún
orsakaði skapaði mikla gjá á milli
fólks af gyðingatrú og kristinni
trú. Önnur ástæða fyrir þessari
sársaukafullu fjarlægð var hin
langa saga ofsókna kristinna
manna á hendur gyðingum. Það
sem ég skildi ekki fyllilega var að
orsök þessa mikla haturs sem
kristnir báru í brjósti til gyðinga
var þátttaka okkar í krossfestingu
Jesú Krists.
Í maí síðastliðnum átti sér stað
sögulegur fundur í Jerúsalem á
milli trúarleiðtoga. Fundur þessi
var skipulagður af ACLC (Americ-
an Christian Leadership Confer-
ence) sem stofnuð var af séra og
doktor Sun Myung Moon og var
aðaláherslan samstaða kristinna og
gyðinga. Var fundurinn haldinn á
Hyatt Regency hótelinu í
Jerúsalem. Hótel í Jerúsalem eru
nánast tóm vegna hryðjuverka-
starfsemi. Sprenging ekki fjarri
hótelinu kom í veg fyrir að yfir
120 rabbínar og fulltrúar hins gyð-
inglega samfélags kæmust á rétt-
um tíma. Þeir komu engu að síður
og hittu 131 kristinn predikara frá
Ameríku ásamt tíu sjeikum og svo-
kölluðum imömum, sem eru ísl-
amskir trúarleiðtogar. Á þessum
fundi iðruðust kristnu fulltrúarnir
þess að hafa ekki skilið þá stað-
reynd að Jesú hefði átt að vera
tekið fagnandi af ísraelsku þjóð-
inni og hinum gyðinglegu
leiðtogum var leitt fyrir sjónir að
nú væri tími til að umfaðma Jesú
og að þessi tvenn bræðra-
trúarbrögð ættu að verða ein og
hin sömu. Þetta yrði grunnur þess
að græða um heilt vegna þeirra
átaka sem hafa átt sér stað á milli
íslamskra og gyðinglegra sam-
félaga.
Erkibiskup nokkur, Stallings að
nafni, ávarpaði þátttakendur og
fyllti gyðinglegu leiðtogana inn-
blæstri til þess að sameinast, ekki
aðeins í nafni kærleikans, heldur
einnig í sameiginlegri trú á Guð,
þar sem allir vissu að „trúarbrögð
okkar voru sköpuð af sama Guði
og kristnin er yngri bróðirinn. Þar
af leiðandi …“, hélt erkibiskupinn
áfram „ … ef skilningur getur
komist á núna varðandi Jesú og
kristnina og Ísrael mun Guðsríki
margfaldast að stærð á þessari
jörð“.
Hann sagði enn fremur: „Við
kristnir menn verðum að iðrast
vegna helfararinnar og alls gyð-
ingahatursins sem hefur verið við
lýði í gegnum mannkynssöguna.“
Á sama tíma kallaði hann einnig
rabbínana til ábyrgðar á því „ …að
skilja raunverulega að Jesú þráði
að vera elskaður af sínu fólki og að
hann var sendur til þess að byggja
Guðs ríki á jörðu, og ef þess skiln-
ings hefði gætt á hans tímum væri
þetta ríki raunveruleiki í dag“.
Einn rabbíni sem gegnir mik-
ilvægri stöðu í Ísrael hélt hrær-
andi ræðu sem sýndi mikinn skiln-
ing á, eins og hann orðaði það, „
… þeim raunveruleika að Guð er
að vinna í gegnum gyðingdóminn
og kristnina“ og hann lagði
áherslu á að „ … flestar ritningar
okkar eru þær sömu. Ef við gæt-
um farið eftir innihaldi þeirra þá
getum við hlotið einingu“. Rabb-
íninn kom einnig fram af einstakri
virðingu og með opnum hug gagn-
vart sjeikunum og hinum íslömsku
prestum sem fundinn sátu, sem
sumir hverjir voru palestínskir.
Síðar á fundinum var erkibisk-
upinn Stalling kallaður til, til þess
að kynna hina svokölluðu „Jerúsal-
emyfirlýsingu“ sem skrifuð var af
meðlimum ACLC (American
Christian Leadership Conference).
Í henni kemur fram að báðar fjöl-
skyldur kristni og gyðingdóms iðr-
ast „ … hinna myrku daga fortíð-
arinnar og leita bjartari framtíðar
með umhyggju fyrir byrði allra
þeirra sem þjást og sýn á betri
heim“. Yfirlýsingin leggur enn
fremur áherslu á trú á Guð og að
hvor tveggja trúarbrögðin hafi
gengið í gegnum ólýsanlegan
hrylling vegna trúar sinnar og í
yfirlýsingunni segir: „Við kristnir
menn iðrumst þess að hafa fagnað
því sem í raun var stund hinnar
mestu sorgar fyrir Guð með því að
dásama aftökuna sem leiddi til lík-
amlegs dauða Jesú, rústaði for-
spám og loforðum spámannanna
og stóð í vegi fyrir Guðs ríki á
jörðu í 2000 ár. Á þessum tíma
hefur okkur mistekist of oft að til-
einka okkur kærleika Jesú og í
stað þess staðið fyrir langri sögu
gyðingahaturs. Vegna þessa iðr-
umst við.“
Í yfirlýsingunni segir enn frem-
ur: „Við gyðingar, sem Guðs út-
valda þjóð, viljum opna hjarta okk-
ar fyrir Guði svo að við megum sjá
forna atburði með Hans augum og
frelsa sjálfa okkur í eitt skipti fyr-
ir öll frá byrði krossfestingarinnar.
Þessi látlausi, saklausi, ungi gyð-
ingur, Jesúa, var elskaður af Guði
og sá sem Hann batt vonir sínar
og drauma við, en honum var ekki
fagnað af þeim ríku og valdamiklu
af hans eigin fólki. Vegna sinnar
eigin stöðu og þæginda framseldu
þeir hann til aftöku af erlendu og
hatursfullu valdi. Vegna þessa iðr-
umst við. Á þessum degi höfum við
helgað okkur því að nýju að lifa
eftir Þínum vilja.“
Í lok þessarar lausnar er starf
séra og frú Sun Myung Moon til
að sameina fjölskyldurnar í þeim
tilgangi að búa til eina fjölskyldu
Guðs, koma á heimsfriði og stofna
fyrirmyndarfjölskyldur viðurkennt.
Sumir rabbínanna komust í upp-
nám yfir því að yfirlýsing þessi
skyldi yfirhöfuð vera tekin til
greina, en þegar Stallings erki-
biskup bað aðalrabbínann, að 250
manns viðstöddum, að koma með
sér til að undirrita yfirlýsinguna
sagði hann: „Ég skal undirrita ef
hinn íslamski bróðir minn gerir
það með mér. Sjeikinn stóð hug-
rakkur upp og gekk galvaskur
áfram og allir þrír undirrituðu
Jerúsalemyfirlýsinguna. Þetta opn-
aði flóðgáttirnar og allir þustu
fram til að skrifa undir.
Það var yfirþyrmandi sigurtil-
finning sem sveif yfir vötnum í lok
veislunnar sem haldin var í kjöl-
farið. Á meðan á veislunni stóð
reis annar mikilsmetinn rabbíni úr
sæti og bað alla viðstadda að vera
alvarlega og ljá skilning þeirri
þjáningu sem ríkti. Hann leiddi
fram fjölskyldu sem tilheyrði
bænahúsinu hans, sem hafði ný-
verið misst 19 ára son vegna
hryðjuverkasprengingar. Faðirinn
kom upp og sagði öllum að fjöl-
skyldan hans hefði verið á spít-
alanum þegar sonur hans lá fyrir
dauðanum og læknirinn kom inn
og sagði: „Ef þú skrifar undir
þessi skjöl má nota líffæri sonar
þíns til þess að bjarga lífi átta ára
gamallar palestínskrar stúlku.
Viltu gera þetta?“ Faðirinn tók sér
augnablik til umhugsunar, baðst
fyrir og sagði: „Já, ég vil að líf
sonar míns hjálpi einhverjum öðr-
um að lifa.“ Hann undirritaði og
líffæri þessa 19 ára gyðingadrengs
voru gefin, og palestínska stúlkan
lifði af.
Ég tel að þessi fundur hafi verið
gríðarlega þýðingarmikill. Ég trúi
því að friður geti ríkt á jörðinni.
Og ég trúi því að þetta hafi verið
byrjunin. Árekstrar eiga sér stað
vegna margra ástæðna. En ein af
lykilástæðunum fyrir uppkomu
þeirra er hinn djúpstæði ósam-
hljómur sem er í trúarbrögðum
heimsins. Þess vegna ættum við,
þegar við verðum vitni að heims-
hörmungunum allt í kringum okk-
ur, að viðurkenna hve mikilvægt
það er að trúarbrögðin komi sam-
an og mállýskur og fólk umvefji
hvert annað.
Sögulegur fundur í Jerúsalem
Eftir Paul Herman
Höfundur er eigandi
Loftræstikerfa.
akstur eru auðvitað ósamrýman-
leg. Nauðsynlegt er að gera sér
grein fyrir vegi og ástandi hans og
haga akstri eftir því. Ungmenni
þurfa að íhuga, að akstur í lausa-
möl og hálku er um margt ólíkur
akstri á bundnu slitlagi á sumar-
degi. Í mikilli hálku er best að
fresta ferð. Gott er að fylgjast
með veðurspá og lýsingu á ástandi
vega í textavarpi eða á heimasíðu
Vegagerðarinnar (www.vegager-
din.is). Í dreifbýli eru vegir víða
frumstæðir, blindhæðir, krappar
beygjur og vegrið skortir í brött-
um hlíðum. – Þeir sem eru á aldr-
inum 17-20 ára ættu að íhuga, að
þeir eru í sérstökum áhættuhópi
og piltar jafnvel í enn meiri hættu
en stúlkur. Skóli umferðarinnar
getur verið mjög strangur og
harðneskjulegur. Í venjulegum
skóla geta menn fallið, t.d. ef
ástundun er ekki viðunandi, en í
umferðinni geta menn beinlínis
látið lífið. Því er mikilvægt að fara
að með sérstakri varúð og sýna
þolinmæði og læra af mistökum
sínum. Það ber ekki vitni um dug
og þor eða þá „karlmennsku“ að
vera hér kærulaus. Það ber vitni
um fífldirfsku, því að hið glæsilega
unga fólk á að líkindum allt lífið
fram undan, með öllum þess
unaðssemdum og fjölbreytni, ef
það gáir að sér.
Höfundur er kennari.
Jón Hólm Stefánsson,
sími 896 4761.
Ef þú þarft að selja eða kaupa
bújörð hvar á landi sem er
hafðu þá endilega samband
við okkar mann,
Jón Hólm bónda,
sem aðstoðar þig
með bros á vör.
Bújarðir
OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 14-17
Lágmúla 9, 6. hæð • Sími 533 1122 • Fax 533 1121
Gullengi 37-39 - 3ja herb., 11,5 millj.
Upplýsingar gefur Þórhallur í síma
899 6520. 3ja herb. 85 m² íbúð í ró-
legu fjölskylduhverfi í grennd við alla
þjónustu. Afgirtur leikvöllur við hús-
ið. Sérgeymsla og bílastæði í skýli.
Stofa opin og björt. Opið eldhús með
eyju. Tilvalið fyrir unga fjölskyldu.
SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK, • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is
Ægisíða - einbýli
Vorum að fá í einkasölu eitt af þessum eftirsóttu einbýlishúsum við
Ægisíðuna. Húsið, sem er glæsilegt og mikið endurnýjað, skiptist í
þrjár samliggjandi stofur, rúmgott eldhús, 3 stór svefnherbergi,
baðherbergi og gestasnyrtingu. Í kjallara er sér 2ja herbergja íbúð,
þvottahús o.fl. Massift eikarparket á gólfum, góðar innréttingar,
gifslistar og rósettur í loftum. Tvennar svalir. Geymsluloft yfir hús-
inu. Vandaður 58 fm bílskúr. Fallegur garður, skjólgóður hellulagð-
ur bakgarður. 12 fm garðhús. Góð staðsetning, fallegt útsýni.
Upplýsingar einungis á skrifstofu. Eign í sérflokki.
Ásvegur 26 - Breiðdalsvík
Til sölu 119,9 fm einbýlishús, byggt 1974. Í húsinu eru 3
svefnherbergi, baðherbergi, rúmgóð og björt stofa, borð-
stofa, eldhús og búr innaf. Innréttingar eru að mestu upp-
runalegar. Tilboð óskast í eignina.
Nánari upplýsingar á Fasteigna-og skipasölu
Austurlands, sími 580 7905.
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
OPIÐ HÚS - GRUNDARHÚS 40 - RAÐHÚS
Vorum að fá í einkasölu þetta fal-
lega 125 fm raðhús á tveimur hæð-
um í þessu barnvæna hverfi. Neðri
hæðin er 67 fm og skiptist í and-
dyri, hol, stofur, borðstofu, eldhús,
gestasnyrtingu og þvottah. Efri
hæðin er 50 fm og skiptist í 3 góð
herbergi m/skápum og stórt bað-
herbergi m/sturtuklefa og baðkari.
Stórt manngengt geymsluloft er yfir efri hæð. Gólfefni parket, flísar og dúkar.
Sérgarður. Stutt í alla þjónustu og skóla. Áhv. 10,0 millj. Verð 17,6 millj.
Grétar Kjartansson sýnir eignina í dag, sunnudag,
frá kl. 14:00-16:00
GENGI
GJALDMIÐLA mbl.is
VIÐSKIPTI mbl.is
Moggabúðin
Músarmotta, aðeins 450 kr.