Morgunblaðið - 27.07.2003, Side 42

Morgunblaðið - 27.07.2003, Side 42
42 SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VIÐ hjónin fórum tvo góðviðris- daga í ferðalag um Strandir og Snæfjallaströnd nú í sumar. Byrjað var á að stoppa á Borðeyri en þar er lítil kjörbúð sem er vel upp sett og þar fæst flest sem ferðamanninn vantar á góðu verði,þar er einnig verslað með ýmsar rekstrarvörur bænda. Á Ennishöfða er frábært út- sýni um Strandir, Húnaflóa og fram til jökla og heiða í björtu veðri. Það fannst mér undarlegt að ekki skuli vera komið bundið slitlag alla leið- ina til Hólmavíkur því jafnframt er þetta aðalleiðin til norðanverðra Vestfjarða .Víða sér maður bundið slitlag á vegum þar sem minni um- ferð er og sumir heimta jarðgöng líka ef það styttir leiðina eitthvað. Leið okkar lá um svo kallaða Bala sem eru á leiðinni á milli Bjarna- fjarðar og Kaldbakshorns þar fynd- ist mér að væri pláss fyrir nokkur malarhlöss því stórgrýtið stendur víða upp úr veginum. Ekki vil ég nú samt hræða fólk frá að fara þessa leið því hún er fær öllum bílum ef farið er rólega og með aðgæslu, útsýnið er þess virði, sérstaklega þegar komið er norður í Árneshrepp þar sem fjöllin eru margbreytileg sum hrikaleg en undirlendi talsvert og búsældarlegt en erfitt hlýtur að vera að ná saman fé úr þessum fjöllum og víðáttu. Á Gjögri er hægt að kaupa sér harðfisk og hákarl í nestið sem bragðast mjög vel. Allir ættu að stoppa á Hótel Djúpavík sem leið eiga um, þar er hægt að fá góðan mat á hagstæðu verði og í matsal sem á fáa sína líka, þjónusta var í alla staði mjög góð, það er merkilegt að geta rekið hótel á þessum stað en þarna voru milli 20 og 30 manns í kvöldmat meðan við stoppuðum, allir á einkabílum. Við gistum á ferðaþjónustubýlinu Bæ sem er rétt hjá Drangsnesi, þar var gott að vera, en ég vorkenni alltaf fólkinu sem stendur í ferða- þjónustu, mér sýnist það vera á sí- felldum þönum mikið af sólar- hringnum við að þjóna okkur „letingjunum“. Daginn eftir var farið yfir Stein- grímsfjarðarheiði, þar sýndi hita- mælirinn 22 stiga hita á háheiðinni, síðan farið norður Snæfjallaströnd, þar er mjög fallegt, í Skjaldfann- ardal sem við fórum inn í botn á með leyfi Indriða bónda á Skjald- fönn. Þar er stutt í jökulinn og kyrrðin algjör, einnig er ægifagurt í Kaldalóni og Unaðsdal. Ég vil hvetja þá sem ekki hafa farið þessar tvær dagleiðir að láta verða af því og ef tími er til þá væri þess vert að stoppa lengur, en velja þarf gott veður til fararinnar. Þeir sem útdeila fjármagni til vegagerðar mættu huga meira að þessu svæði því örugglega á ferða- fólki eftir að fjölga og enn er blóm- lega byggt á mörgum jörðum og á Hólmavík og Drangsnesi virðist fólkið una sér vel. RAGNAR GUNNLAUGSSON, fv. bóndi, Bakka. Ferð um Strandir og Snæfjallaströnd Frá Ragnari Gunnlaugssyni ÉG ER nýkominn frá að skoða Dimmugljúfur við Kárahnjúka. Þetta eru í einu orði sagt stórkostleg gljúf- ur. Því miður er svo lítið hægt að sjá af gljúfrunum, þar sem staðið er á gljúfurbrúninni en þau svæði, þar sem hægt að komast niður fyrir brúnina, eru mjög fá og erfitt að komast að þeim. Þeir foreldrar, sem voru með börn þarna, voru svo uppteknir við að gæta barnanna að þeim gafst varla tími til að skoða gljúfrin með okkur hinum sem voru barnlaus en það er heldur ekki hættulaust fyrir fullorðið fólk að horfa á gljúfrin standandi efst á brúninni, hvorum megin sem er. Foreldrar njóta þess að fara með börnin í Almannagjá á Þingvöllum, því þar er gengið um gjábotninn og sést því öll gjáin mjög vel, auk þess sem lítil hætta er á ferðum og geta því allir notið þess sem fyrir augun ber (áhyggjulausir!). Er ekki ljóst af reynslunni af Almannagjá að for- senda fyrir „nýtingu“ Dimmugljúfra, þ.e.a.s. hámarks „upplifun“ sé háð því að hægt sé að ganga um gljúf- urbotninn? Þeir, sem gengið hafa um Almannagjá vita að það eru ekki ein- göngu fallegir klettaveggir sem heilla mann þar, heldur er það eitt- hvað svo seiðmagnað og ævintýra- legt að ganga um gjá með hrikalega klettaveggi allt um kring. Slíkt verð- ur ekki „upplifað“ með því að standa á gjábrún og horfa niður. Maður get- ur vart ímyndað sér hve ævinýralegt það verður að ganga um Dimmu- gljúfur, þegar stíflan verður komin (alveg óháð því hversu skynsamleg eða óskynsamleg öll þessi virkjunar- framkvæmd er). Það var ánægjulegt að sjá að stíflan er staðsett efst í klettagljúfrunum, þannig að þau fara ekki undir vatn en fyrir ofan stífluna (það sem fer undir vatn) er miklu lægra landsvæði sem maður tekur varla eftir, þegar staðið er við stíflu- svæðið, vegna samanburðar við hin risavöxnu klettagljúfur. Ég minnist á þetta hér, því mér finnst hafa gleymst í umræðunni um Dimmu- gljúfur, hvernig við getum notið þeirra sem best og vona að sem flest- ar hugmyndir komi fram frá lesend- um blaðsins. GUÐMUNDUR STEINN GUÐMUNDSSON, Ölduslóð 22, Hafnarfirði. Hugleiðing um Dimmu- gljúfur og Almannagjá Frá Guðmundi Steini Guðmundssyni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.