Morgunblaðið - 27.07.2003, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 27.07.2003, Qupperneq 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 47 4 krossgátur fyrir börnin ELLEFTA tölublað af „Barnagát- um“ er nýkomið út. Nú, eins og áð- ur er efni blaðsins – krossgátur og annað efni. Gáturnar eru vandaðar og sniðnar fyrir byrjendur – og fylgir lausn hverri gátu í blaðinu, segir í fréttatilkynningu. Útgefandi er Ó.P. útg. ehf. Sameinast Verkalýðs- félagi Vest- firðinga Á framhaldsaðalfundi Verkalýðs- og sjómannafélags Tálknafjarðar sem haldinn var 10. júlí s.l. var sam- þykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að sameinast Verkalýðs- félagi Vestfirðinga. Aðildarumsókn Tálknfirðinga var svo samþykkt einróma á fjölmennum trúnaðar- mannaráðsfundi Verkalýðsfélags Vestfirðinga þann 24. júlí sl. Þar með hafa 10 stéttarfélög á Vestfjörðum sameinast í eitt félag. Félagsmenn í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga ljúka upp einum munni um að reynslan af þessari sameiningu verkalýðsfélaga á Vest- fjörðum sé mjög góð og eru vissir um að sameinuð náum við betri þjónustu og markvissara starfi í hvívetna. Mat á umhverfis- áhrifum Djúp- vegar nr. 61 SKIPULAGSSTOFNUN hefur hafið athugun á mati á umhverfis- áhrifum vegna lagningar Djúpveg- ar nr. 61: Eyrarhlíð – Hörtná í Súðavíkurhreppi. Framkvæmdar- aðili er Vegagerðin og eru mats- skýrslurnar aðgengilegar á heima- síðu Náttúrustofu Vestfjarða og Vegagerðarinnar: www.nave.is og www.vegagerdin.is. Matsskýrslur munu liggja frammi til kynningar frá 25. júlí til 5. september 2003 á bæjar- og héraðsbókasafninu Ísafirði og á skrifstofu Súðavíkurhrepps, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipu- lagsstofnun. Skipulagsstofnun leitaði um- sagnar eftirtalinna aðila um mats- skýrslu vegna lagningar Djúpveg- ar nr. 61: Súðavíkurhrepps, Byggðastofnunar, Ferðamálaráðs, Fornleifaverndar ríkisins, Heil- brigðiseftirlits Vestfjarða, Um- hverfisstofnunar og veiðimála- stjóra. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram at- hugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 5. september 2003 til Skipu- lagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á um- hverfisáhrifum. ÞAÐ var sannarlega myndarlegur farmur á flutningabíl Pálmars Þorgeirssonar þegar hann ók frá Límtrésverksmiðjunni á Flúðum á dögunum. Pálmar, sem annast flutninga fyrir Límtré hf., tjáði tíðindamanni að þetta væri einn stærsti farmur sem hann hefði farið með frá verksmiðjunni. Á bílnum voru um 40 metra langir límtrésbogar sem eiga að fara í uppbyggingu á Síldarminjasafni á Siglufirði. Reyndar var farmurinn aðeins helmingurinn af þeim bitum sem þarf til að reisa húsið, hinn fór nokkrum dögum síðar. Þessir veglegu bit- ar fóru síðan í skip þar sem ekki er unnt að koma slíkum farmi í gegnum Strákagöngin. Að sögn Örlygs Kristinssonar, safnvarðar á Siglufirði, verður reist 1.050 fermetra bygging yfir meira en hálfrar aldar gamla vélbáta sem og nótabáta og gerðar að þeim bryggjur. Áætlað er að verkinu verði lokið eftir um eitt ár en mun lengur tekur þó að gera bátana upp að öllu leyti. Þetta verður hluti af stóru og veglegu síldarminjasafni á Siglufirði. Ágæt verkefnisstaða Að sögn Einars Bjarnasonar, verksmiðju- stjóra hjá Límtré hf., eru næg verkefni fram- undan. Meðal annars er verið að framleiða límtrésbita í 6.000 fermetra byggingu fyrir Sælgætisverksmiðjuna Góu. Þá sagði Einar að á þessu ári yrðu meðal annars framleiddir límtrésbitar í sex fjós og er sumt af þeirri framleiðslu farið. Núna eru starfsmenn verksmiðjunnar á Flúðum 14 talsins en hjá öllum deildum Lím- trés hf. starfa um fimmtíu manns. Myndarlegur farmur Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Pálmar Þorgeirsson hjá Flúðaleið með farm af límtrésbogum fyrir Síldarminjasafnið á Siglufirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.