Morgunblaðið - 07.08.2003, Page 16
Morgunblaðið/Svavar
Skógarkerfill í fuglafriðlandinu í Vatnsmýrinni. Myndin er tekin seint í júní, en þá er kerfillinn í blóma.
UNDANFARIN sumur hefur sífellt
meira borið á skógarkerfli í fuglafrið-
landinu í Vatnsmýrinni og standa nú
mál þannig að hann þekur um helm-
ing friðlandsins. Vísindamenn telja
víst að þessi þróun ógni fjölbreyti-
leika lífríkisins í friðlandinu, þó það
bitni ekki beinlínis á fuglunum sjálf-
um, þar sem þeir sækja æti sitt á aðr-
ar slóðir.
Kerfillinn hefur einnig verið mjög
áberandi í Elliðaárdal, Fossvogi og í
Esjuhlíðum og sækir ört fram á fjölda
staða, enda sáir hann sér hratt þegar
hann nær fótfestu.
Skógarkerfill er kræf og ágeng
planta sem hefur átt mikilli velgengni
að fagna á Íslandi. Hluti þessarar vel-
gengni er fólginn í því að kerfillinn er
afar fljótsprottinn og gerir litlar kröf-
ur um ljósmagn. Einnig breiðir hann
úr sér og kæfir annað plöntulíf mjög
hratt. Því hefur plöntulíf tilhneigingu
til að verða mun fábreyttara þar sem
kerfillinn nær að dafna og bitnar sú
fábreytni einnig á dýralífi.
Aukin tilhneiging til rofs
Kerfillinn sækir mjög í níturríkan
jarðveg og fylgir því gjarnan lúpín-
unni, sem hann eyðir ásamt öðrum
tegundum. Hann leggst í tún og getur
lagt undir sig gróið land á stuttum
tíma. Getur þá reynst erfitt að end-
urheimta landið og þarf oftast að
plægja það og endurrækta.
Vísindamenn á Náttúrufræðistofn-
un hafa lýst yfir áhyggjum af skjótri
útbreiðslu skógarkerfilsins og telja
hann ógna viðkvæmu plöntulífi auk
þess sem rofhætta getur aukist í
landi þar sem kerfill er ríkjandi
vegna þess að undirgróður er þar rýr
og yfirborð bert og illa varið fyrir
vatnsrofi að vetrarlagi.
Auk skógarkerfilsins hefur brenni-
netla gert sig heimakomna í friðland-
inu. Ólafur Karl Nielsen, fuglafræð-
ingur hjá Náttúrufræðistofnun
Íslands, segir mikilvægt að bregðast
við innrás þessara ágengu og fram-
andi tegunda. „Friðlandið þarna er
hugsað til þess að hýsa fuglana og það
á líka að vera vitnisburður um það
gróðurfar sem forðum var í Vatns-
mýrinni. Við viljum fjölbreytni í gróð-
urfari, en ekki einsleitar breiður af
örfáum ágengum tegundum.“ Ólafur
telur nauðsynlegt að bregðast við
kerflinum, þar sem hann hafi nei-
kvæð áhrif á gróðurfar. Hann varar
við þeirri hugmynd að nota kerfilinn
sem „meðal“ við lúpínu. „Einsleitar
breiður af skógarkerfli eru ekki eitt-
hvað sem við viljum sjá í framtíðinni.
Þetta er spurning um grundvallarat-
riði í náttúruvernd. Við viljum varð-
veita það sem er náttúrulegt.
Skógarkerfillinn breytir tiltölulega
fjölbreyttum gróðursamfélögum í fá-
breytt einsleit samfélög þar sem ein
tegund er ríkjandi. Bein afleiðing af
því, í tilfelli skógarkerfilsins, er til
dæmis aukin rofhætta, þar sem jarð-
vegurinn er óvarinn utan gróðurtím-
ans.“
Engar nothæfar upplýsingar
Að sögn Þórólfs Jónssonar, deild-
arstjóra Garðyrkjudeildar Reykja-
víkurborgar, eru upplýsingar um
ástand plönturíkisins í fuglafriðland-
inu strjálar og því ekki ljóst hvort og
þá hvernig brugðist skuli við skóg-
arkerflinum. „Við höfum ekki gert
neina sérstaka úttekt á þessu hjá
okkur og þetta hefur ekki komið upp í
umræðunni ennþá. Það er kannski
full ástæða til að líta inn í þessi mál,
því við höfum heyrt mikið af því að
kerfillinn sé að breiða úr sér víða. Að
minnsta kosti hluti svæðisins er mjög
blautur, þannig að kerfillinn mun
ekki dafna þar, en hann sækir á þar
sem er þurrara.“
Þórólfur segir svæðið þó fyrst og
fremst hugsað sem friðland fyrir
fugla og því sé forgangsmál að athuga
hvort plantan hafi neikvæð áhrif á
fuglalífið. „Við erum í stöðugu sam-
bandi við fuglatalningamenn sem
gefa okkur upplýsingar um þessi mál.
Vissulega hefur fólk verið að benda
okkur á kerfilinn og þann mögulega
vanda sem af honum steðjar, en við
höfum engin sérstök ráð eða leiðir til
að glíma við hann fyrir utan slátt og
uppgröft. Það hafa ekki verið gerðar
neinar rannsóknir á því hvernig er
best að útrýma honum.“
Skógarkerfill breiðist víða hratt út á höfuðborgarsvæðinu
Mikilvægt að bregðast við
ágengri, innfluttri tegund
Morgunblaðið/Sverrir
Skógarkerfillinn er fljótsprottin og
ágeng planta sem dreifir öflugum
fræjum sínum snemmsumars.
Reykjavík
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
16 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
w
w
w
.k
a
ri
n
h
e
rz
o
g
.c
h
Nýtt líkams krem frá KARIN HERZOG
STERKUR - STINNARI og FALLEGRI líkami með
TONUS - B12
BODY CREAM
1 - 2 - 3 fyrir fullkominn líkama
1. SHOWER BODY SCRUB
Fjarlægir dauðar húðfrumur og
ójöfnur af yfirborði húðarinnar.
Undirbýr húðina fyrir Silhouetter og
B12.
2. SILHOUETTE
4% súrefniskrem sem vinnur á app-
elsínuhúð og sliti, framleitt til að
virka á þau svæði líkamans sem
eru mest útsett fyrir fitu og upp-
söfnun á fituvef, svo sem mjöðmum,
rasskinnum, lærum og á kviðnum.
3. TONUS - B12 - NÝTT
Krem sem styrkir, stinnir og hjálpar
húðinni að losa sig við óæskilega
vökvasöfnun og óhreinindi um leið
og það er borið á líkamann. Með
sameiningu þessara þriggja þátta
verður árangurinn sjáanlegri fyrr.
Kremið gerir það að verkum að
húðin verður silkimjúk og veitir létt-
an angann.
Súrefnisvörur KARIN HERZOG
SELTIRNINGAR fengu sann-
arlega óvenjulega heimsókn á
föstudaginn, þegar skúta varpaði
akkerum í fjöruborðinu í Bakka-
vík, sunnanmegin á Seltjarnarnes-
inu.
Plast var fast í skrúfunni og
greip skipstjóri skútunnar til þess
ráðs að sigla á grunnsævi við Sel-
tjarnarnes til þess að losna við að
kafa niður að skrúfunni í köldum
sjó á meira dýpi. Bæjarstjóri Sel-
tjarnarness, Jónmundur Guð-
marsson, kom að tali við fólkið og
komst að því að sæfararnir voru
þýsk hjón sem voru að koma frá
Grænlandi. Sagði skipstjóri skút-
unnar Bakkavík hafa orðið fyrir
valinu sökum þess hve sendinn og
mjúkur botninn er. Var ætlunin
síðan að láta fjara undan skútunni
til að geta vaðið að skrúfunni og
fjarlægt plastið.
Þegar hjónin voru spurð hvort
þau þekktu til Íslands eða Íslend-
inga svöruðu þau því til að þau
ættu kunningja sem væri búsettur
á Seltjarnarnesi og báðu þau fyrir
kveðju til hans.
Að sögn Jónmundar, sem einnig
er hafnarstjóri á Seltjarnarnesi,
losnaði skútan strax um kvöldið
og héldu hjónin áfram för sinni
sem var heitið suður fyrir land, til
Færeyja og að lokum til Þýska-
lands. Létu þau mjög vel af dvöl
sinni á Íslandi, enda voru þau rétt
lögð af stað frá Reykjavíkurhöfn
þegar plastpokinn festist í skrúf-
unni. „Það var þó nokkuð skondið
að þau lentu aðeins fjögur hundr-
uð metra frá smábátahöfninni
okkar, sem er einmitt til taks fyrir
sjófarendur sem lenda í ýmiss
konar erfiðleikum.
Það var mjög gaman að þessari
uppákomu, þar sem Seltjarn-
arnesbær á sér sögu sem miðstöð
útróðra og hér lögðust skip gjarn-
an í var. Þetta var dálítið eins og
að skyggnast aftur í tímann að sjá
bátinn svona damlandi í fjöruborð-
inu.“
Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, Jónmundur Guðmarsson, býður þýsku sæ-
farana velkomna til bæjarins, þótt heimsóknin væri á endanum stutt.
Þýsk skúta
strandar í
Bakkavík
Seltjarnarnes
UNDANFARIN ár hefur
Hafnfirðingum fjölgað jafnt og
þétt og er sveitarfélagið í örum
vexti. Nú hefur íbúafjöldi í
Hafnarfirði farið yfir 21.000 í
fyrsta skipti í sögu bæjarins.
Frá og með þriðjudeginum 5.
ágúst eru íbúar Hafnarfjarðar
orðnir 21.006. Í júlí fæddust 32
börn og 12 íbúar bæjarins lét-
ust.
Steinunn Þorsteinsdóttir,
upplýsingafulltrúi Hafnarfjarð-
arbæjar, segir hægt að rekja
þessa þróun til mikillar upp-
byggingar í íbúðarhverfum í
Áslandi og á Völlum og horfur
séu á enn meiri fjölgun á kom-
andi misserum. „Okkur hefur
meira að segja fjölgað um tíu
síðan í gær.“ Steinunn segir
upplýsingar frá Hagstofunni
benda til þess að fólk sem flytur
af landsbyggðinni flytji gjarnan
til Hafnarfjarðar.
Morgunblaðið/Golli
Unga fólkinu fjölgar jafnt og
þétt í Hafnarfirði og mannlíf
blómstrar.
Hafnfirð-
ingar
komnir yf-
ir 21.000
Hafnarfjörður