Morgunblaðið - 07.08.2003, Qupperneq 44
FÓLK Í FRÉTTUM
44 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Date
fimmtudaginn 7. ágúst
örfá sæti laus
SÍÐASTA SÝNING!
www.date.is
21. SÝNING MIÐVIKUDAGUR 20/8 - KL. 20 UPPSELT
22. SÝNING FIMMTUDAGINN 21/8 - KL. 20 UPPSELT
23. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 16 UPPSELT
24. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 20 UPPSELT
25. SÝNING FÖSTUDAGINN 29/8 - KL. 20 ÖRFÆA SÆTI LAUS
26. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 ÖRFÁ SÆTI LAUS
27. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
28. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 16 LAUS SÆTI
29. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 20 LAUS SÆTI
MIÐASALA LOKUÐ FRÁ 2. ÁGÚST TIL OG MEÐ 5. ÁGÚST
Sumarkvöld við orgelið
7. ágúst kl. 12:
Alda Ingibergsdóttir sópran og
Antonia Hevesi orgel.
9. ágúst kl. 12:
Christian Præstholm orgel.
10. ágúst kl. 20:
Johannes Skudlik. Leikur m.a.
verk eftir Bach og Liszt.
Ain´t Misbehavin´
the Fats Waller Musical Show
Frumsýning fös. 8. ágúst kl. 20. - UPPSELT
2. sýning laugard. 9. ágúst kl. 20.- Örfá sæti laus
3. sýning sunnudaginn 10. ágúst kl. 20.
4. sýning mánudaginn 11. ágúst kl. 20.
Miðasala í Loftkastalanum
opin alla virka daga frá 15 - 18.
Sími 552 3000 • loftkastalinn@simnet.is
JARÐARBÚAR hafa ekki þurft
að kvarta undan skorti á hernaðar-
átökum gegnum tíðina, þ.á m. blóð-
ugri borgarastyrjöld og þjóðarmorði
í Nígeríu, landinu sem er bakgrunn-
ur Tára sólarinnar. Harla venjulegr-
ar stríðsmyndar sem á að gerast
undir uppskálduðu borgarastríði í
þessu hrjáða landi sem kom m.a. við
sögu íslensks hjálparflugs á sjöunda
áratugnum.
Bruce Willis leikur Waters, sjóað-
an foringja í einhverri ofursveit
Bandaríska sjóhersins sem send er
til að hjálpa bandarísku hjúkrunar-
fólki að flýja frumskóga Nígeríu er
stríðið brýst út. Deildin kemst á
staðinn en málin þróast á þann veg
að Waters ákveður að skilja ekki eft-
ir væntanleg fórnarlömb uppreisn-
armanna en koma þeim undan yfir
landamærin til Kamerún – sem er
skammt undan. Það reynist þrautin
þyngri því flugumaður uppreisnar-
hersins leynist í hópnum og fleiri
óvæntir gestir og björgunarleiðang-
urinn breytist í flótta upp á líf og
dauða þar sem blóðþyrstur bylting-
arvargurinn dregur á, hægt og bít-
andi.
Þeir sem hafa séð bandarískar
hetjumyndir í tonnatali geta ekki átt
von á nokkurri skemmtun eða af-
þreyingu, þær eru nánast allar eins.
Það er óþolandi vemmilegt að hlusta
á hina innfæddu útgrátna og þakk-
láta biðja bandarísku hetjunum guðs
blessunar í myndarlok. Hliðarsagan
í Tár sólarinnar er því síður nógu
burðug til að afsaka tilurð þessarar
laglegu en innantómu bruðlmyndar.
Boðskapurinn, drengskapurinn, sið-
prýðin og bróðurkærleikurinn fram-
ar öllu, er hjáróma og ótrúverðugur
jafnvel þótt Willis sé skítugur, órak-
aður með nauðrakað fósturútlit og
útmakaður í skósvertu. Brellurnar
og kvikmyndatakan eru fyrsta
flokks og tónlistin hans Zimmers er
samin fyrir einhverja allt aðra og
betri alvörumynd en þessa frum-
skógarvellu. Bellucci hin ítalska fær
ekki krefjandi hlutverk kvenhetj-
unnar, læknisins, frekar en aðrir, því
er ekki um neinn umtalsverðan
„leik“ að ræða en í hæsta máta und-
arlegt að sjá Fionnulu Flanagan
bregða fyrir í örhlutverki. Hún hlýt-
ur að hafa verið í fríi á Hawaii. Tár
sólarinnar gerist æ væmnari með
hverri mínútunni sem líður en einu
tárin sem falla eru ekki jafnskáldleg
og titillinn heldur flokkast undir
ómerkileg krókódílatár.
Tár krókódílsins
KVIKMYNDIR
Smárabíó
Leikstjóri: Antoine Fuqua.
Handrit: Alex Lasker og Pat-
rick Cirillo. Kvikmyndatöku-
stjóri: Mauro Fiore. Tónlist:
Hans Zimmer. Aðalleik-
endur: Bruce Willis, Monica
Bellucci, Cole Hauser,
Eamonn Walker, Nick Chin-
lund,Tom Skerritt. 118 mín-
útur. Revolution Studios/
Columbia Pictures. Banda-
ríkin 2003.
TÁR SÓLARINNAR/
TEARS OF THE SUN Tár sólarinnar er „innantómt bruðl“ að mati
gagnrýnandans.
Sæbjörn Valdimarsson
ÞAÐ gengur nú
fjöllunum hærra
í Hollywood að
stjörnuparið
Jennifer Lopez
og Ben Affleck
hafi slitið trúlof-
un sinni í kjölfar
frétta af því að
Affleck hafi ný-
lega sleppt fram af sér beislinu með
nektardansmey á næturklúbbi í
Vancouver.
Lopez brást reyndar vel við frétt-
um af framferði unnustans er systir
hennar Lynda, sem vinnur á út-
varpsstöð, hringdi í hana í beinni
útsendingu sl. fimmtudag og bar
þær undir hana, en síðan er hún
aldeilis sögð hafa skipt um skoðun.
Haft er eftir ónafngreindum vinum
Lopez að hún trúi fullyrðingum
Affleck um að einungis hafi verið
um saklaust gaman að ræða en að
hún telji sig engu að síður hafa ver-
ið niðurlægða.
Fjölmiðlafulltrúi Lopez segir ekk-
ert til í því að Lopez hafi slitið trú-
lofuninni en það hefur þó gefið
sögusögnunum byr undir báða
vængi að nýlega sást til leikkon-
unnar án bleika trúlofunarhringsins
sem Affleck gaf henni …Nicky
Byrne, úr hljómsveitinni Westlife,
og unnusta hans Georgina Ahern,
dóttir írska forsætisráðherrans,
gengu í hjónaband á borgarstjóra-
skrifstofunni í Wicklow á Írlandi í
gær. Til hafði staðið að þau giftu
sig við hátíðlega athöfn í París á
laugardag en þau breyttu áætl-
unum sínum þar sem þau komust
að því að einungis þeir sem skráðir
til heimilis í Frakklandi geti gengið
þar í hjónaband.
Athöfnin var ekki hátíðlegri en svo
að Nicky klæddist stuttermabol og
snjáðum gallabuxum og var auk
þess með rauða derhúfu. Þá mætti
hann tuttugu mínútum of seint.
Brúðkaupsveislan verður eftir sem
áður haldin í Chateau D’Esclimont
í útjaðri Parísar á laugardag en
verður þar ekkert til sparað.
FÓLK Ífréttum
HLJÓMSVEITIN Græni bíllinn
hans Garðars hafði þar til nýlega að
mestu legið í gleymskunnar dái.
Það var helst á Vestfjörðum að
minning hennar lifði en þetta fimm
manna band á rætur sínar á Bíldu-
dal og var nokkuð liðtækt í sveita-
ballamenningu í nærsveitum upp úr
1987.
Græni bíllinn átti sitt blómaskeið
fram til um 1993 en þeir eru nú að
koma aftur fram í sviðsljósið og
gáfu á dögunum út diskinn Enda-
laust. Útgáfan er nokkuð smá, en
ekki síst merkileg fyrir þær sakir
að samhliða var gefið út blaðið Saga
gleðisveitar, 24 síður að stærð, þar
sem ferill hljómsveitarinnar er út-
listaður af stakri nákvæmni. Ekki
er aðeins gerð grein fyrir sögu
hljómsveitarinnar sem slíkrar, held-
ur er ítarlegt bókhald um þau lög
sem hljómsveitin spilaði (í númer-
aðri röð) og annáll yfir allar söng-
skemmtanir þar sem Græni bíllinn
tróð upp. Sem dæmi má nefna svo-
hljóðandi færslu:
„Hópið – Tálknafirði 16. apríl 1992.
Drengirnir mættir aftur um páskana og
gerðu allt vitlaust. Dansað uppi á stólum,
borðum og upp um alla veggi. Þvílíkt fjör.
Bílddælingar komu með rútu yfir og
skemmtu sér konunglega í bland við
heimamenn, Patreksfirðinga og Barð-
strendinga.
Sveitin fékk 20.000 kr. fyrir.
Á lagalistanum voru 4 ný lög.“
Þannig er útgáfan ekki síst heim-
ild um sveitaballamenninguna fyrir
áratug.
Þórarinn Hannesson á veg og
vanda af þessari skráningu en auk
hans skipa hljómsveitina Bjarni Þór
Sigurðsson, G. Hjalti Jónsson,
Matthías Ágústsson og Viðar Örn
Ástvaldsson.
Strákaband frá Bíldudal
„Við náðum eiginlega í skottið á
sveitaballastemmningunni,“ segir
Þórarinn spurður um sögu sveit-
arinnar. „Það var mikil tónlistar-
hefð á Bíldudal og þaðan kom til
dæmis hljómsveitin Facon sem söng
lagið „Ég er frjáls“ eins og frægt er
orðið. Við vorum um tvítugt þegar
við byrjuðum og spiluðum þau lög
sem voru vinsælust þá.“
Hljómsveitin hefur verið sam-
heldin í gegnum árin en þótt þeir
félagar hafi verið saman í anda hafa
vegalengdirnar skilið þá að. Sumir
fluttu suður, aðrir austur: „Síðan
var haldin í sumar hátíð á Bíldudal,
Bíldudals grænar, og þá samdi ég
lag tileinkað hátíðinni og langaði til
að gera eitthvað úr því. Ég talaði
við gömlu félagana og boltinn fór að
rúlla.“
Úr varð að þeir félagar gerðu al-
vöru úr þessari endurkomu sinni,
skelltu sér í hljóðver og tóku upp
nokkur lög.
Afraksturinn er sex laga plata
með fjórum frumsömdum lögum og
tveimur gamalkunnum Bíldudals-
smellum, þar á meðal lagið „Inn í
Otradal“ sem er lag Ottós Valdi-
marssonar við vísur sem orðið hafa
til og lifað áfram í gleðskap heima-
manna. „Þetta er svona partýlag
sem sungið er í öllum teitum á
Bíldudal,“ segir Þórarinn. „Þetta
eru textar sem sumir hafa lifað
góðu lífi í áratugi, og þar sem Bíld-
dælingar koma saman er þetta
sungið. Reyndar eru vísurnar mun
fleiri en þær sem við spilum, en við
völdum þær sem hæfa eyrum
flestra enda margar annars tví-
ræðnar og berorðar.“
Um bæklinginn góða segir Þór-
arinn að hann hafi lengi haft þá
áráttu að krota hjá sér ýmislegt
sem bandið gerði í gegnum tíðina.
„Þetta kemur sér stundum vel. Ég
punktaði alltaf hjá mér öll lögin sem
við fluttum á hverju balli, hvernig
mætingin var, hvað við fengum
borgað og þar fram eftir götunum.
Síðan langaði mig svo að koma
þessu frá mér og setti saman beina-
grind að sögulegu yfirliti. Síðan
hittumst við félagarnir og lásum
þetta yfir og þá rifjaðist upp eitt og
annað hjá öðrum meðlimum hljóm-
sveitarinnar, þannig að smám sam-
an kom meira kjöt á beinin.“
Afraksturinn er ágætis minnis-
varði um íslenska sveitaballamenn-
ingu og óður til bæjarins ágæta
Bíldudals. Þórarinn segir bandið
hafa hist nokkrum sinnum upp á
síðkastið, og segir kíminn að aldrei
sé að vita nema nýtt blómaskeið sé
að renna upp hjá Græna bílnum
hans Garðars.
Bílddælingarnir í Græna bílnum hans Garðars snúa aftur
Meðlimir hljómsveitarinnar, Matthías, Bjarni, Viðar, Þórarinn og Hjalti.
Auðvitað lét Garðar sig ekki vanta – á bílnum góða.
Græni bíllinn lifir
asgeiri@mbl.is
Í KVÖLD, kl. 20, í Hafnar-
húsi gengst Smekkleysa fyr-
ir uppákomunni Nærbuxur,
náttföt og neðanþvotta-
stykki í fjölnotasal Lista-
safns Reykjavíkur. For-
sprakki hópsins er Bibbi/
Curver en hann hefur fengið
til liðs við sig fimm flinka
trommuleikara úr bæjarins
betri böndum og tvo tölvu-
og rafhljóðfæraleikara.
Upphitun sér Siggi Ármann
um. Aðgangur er ókeypis en dag-
skráin stendur til tíu.
Þeir sem leika munu
verkið eru Curver sem sér
um rafgítar og sjónvarps-
upptöku; Heimir Björgúlfs-
son og Helgi Þórsson
(Helgi er úr Stillupp-
steypu) sjá um tölvu- og
rafhljóðfæri og trymblar
eru Daníel Þorsteinsson
(Maus) Ólafur Björn Ólafs-
son (Rúnk), Björn Stefáns-
son (Mínus), Frosti Jón
Runólfsson (Klink, Dóp-
skuld) og Kjartan Bragi Bjarnason
(Kimono).
Smekkleysa kynnir spunaverk fyrir rafhljóð-
Bibbi/Curver
mun stýra spuna-
verkinu.
færi, sjónvarpsupptöku og fimm trommusett
Nærbuxur, náttföt og
neðanþvottastykki
MIKILL fjöldi manna fylgdi frönsku
leikkonunni Marie Trintignant til
grafar í Pere-Lachaise kirkjugarð-
inum í París í dag. Talið er að um
þúsund manns hafi verið viðstödd at-
höfnina þar sem leikarinn Jean-
Louis Trintignant, faðir Marie, las
stutta kveðju til dóttur sinnar. Þá
flutti Jean-Jacques Aillagon menn-
ingarmálaráðherra minningarorð.
Meðal viðstaddra voru kunnir leik-
arar á borð við Catherine Deneuve
og Daniel Auteuil.
Trintignant, sem varð 41 árs, lést í
París sl. föstudag eftir að hafa verið
flutt þangað frá Litháen þar sem
hún hafði legið í dái í tæpa viku.
Bertrand Cantat, sambýlismaður
hennar, er í gæsluvarðhaldi í Vilnius
grunaður um að hafa valdið höfuð-
áverkum sem drógu Trintignant til
dauða. Verið er að rannsaka hvort
Cantat hafi verið undir áhrifum
fíkniefna nóttina sem hann réðist á
Trintignant.
Trintignant lék í um 30 kvikmynd-
um um ævina og þótt hún yrði aldrei
alþjóðleg stjarna naut hún mikillar
virðingar í Frakklandi og víðar.
Útför Marie Trintignant
Mikill
mannfjöldi
Reuters
Nadine og Jean-Louis Trintignant
við útför dóttur sinnar í gær.