Morgunblaðið - 24.08.2003, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 24.08.2003, Qupperneq 5
F í t o n F I 0 0 7 6 9 2 Vátryggingafélag Íslands hf., Ármúla 3, 108 Reykjavík, sími 560 5060, www.vis.is þar sem tryggingar snúast um fólk Þjóðarátak VÍS gegn umferðarslysum – baráttan heldur áfram Á Slysadeildinni er herbergi fyrir aðstandendur ávallt til reiðu. Þangað koma fjölskyldur þeirra sem látast í umferðaslysum saman og stíga fyrstu skrefin í sorginni. Við höfum einnig aðgang að kapellu þar sem fram fara bænastundir. Harmur og sorg eru þau orð sem fyrst koma upp í hugann ef ég á að lýsa starfi mínu með aðstandendum umferðaslysa. Heimur fólks hrynur til grunna er náinn ættingi deyr svo skyndilega. Hlutverk okkar er að veita sálgæslu og styðja við fólk sem er að hefja sársaukafullt sorgarferli.  Guðlaug Helga er í hópi þeirra sem þekkir umferðaslysin úr starfi sínu. Hlífum Guðlaugu Helgu við afleiðingum um- ferðarslysa.  Tökum þátt í þjóðarátaki VÍS með því að aka skynsamlega. Heimurinn hrynur Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjúkrahúsprestur Þjóðkirkjunnar á Landspítalanum Vátryggingafélag Íslands hf., Ármúla 3, 108 Reykjavík, sími 560 5060, www.vis.is ÞJÓÐARÁTAK VÍS umferðarslysum gegn Þjóðarátak VÍS gegn umferðar- slysum er í samstarfi við Esso. þar sem tryggingar snúast um fólk F ít o n / S ÍA F I0 0 7 2 7 5 – I n n ta k – A r i M a g g Bryndís Valbjarnardóttir og vinnufélagar hennar hjá Útfararstofu Íslands taka á móti fórnarlömbum umferðarslysa og fylgja þeim síðasta spölinn ásamt fjölskyldum og vinum. „Fórnarlömb umferðarslysa eru oft illa leikin þegar þau koma til okkar og það er sárt að horfa upp á þau. Fólki sem fellur frá í blóma lífsins fylgir oftast stór hópur vina og ættingja. Ég tek það alltaf jafn nærri mér að verða vitni að vanlíðan þessa fólks í kjölfar banaslysa. Ég óska þess að sjá færri dauðsföll vegna umferðarslysa í vinnunni. Ég hvet ökumenn til að sýna tillitssemi og skynsemi í umferðinni og forðast þannig skelfingu og dauða.” Bryndís er í hópi þeirra sem kynnast afleiðingum umferðarslysa í starfi. Hlífum Bryndísi við því að horfa upp á hörmungar umferðarslysanna. Síðasta ökuferðin Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri, Útfararstofu Íslands Vátryggingafélag Íslands hf., Ármúla 3, 108 Reykjavík, sími 560 5060, www.vis.is ÞJÓÐARÁTAK VÍS umferðarslysum gegn Þjóðarátak VÍS gegn umferðar- slysum er í samstarfi við Esso. þar sem tryggingar snúast um fólk F ít o n / S ÍA F I0 0 7 2 7 5 – I n n ta k – A r i M a g g Fáir þekkja hvernig það er að koma að slysstað þar sem alvarlegt umferðarslys hefur orðið. Skelfingin er alger.  Óhugnaðurinn er í loftinu. Þetta þekkir Marteinn Geirs- son betur en hann kærir sig um.  „Ég hef séð meira en ég vil sjá.  En við erum fagmenn og reynum að vinna okkar verk á slysstað fumlaust og af öryggi. Verka- skipting á slysstað er skýr, einn gerir klippurnar klárar meðan annar sinnir hinum slasaða. Eftir að okkar verki er lokið spjöllum við gjarnan saman.  Það er þá sem þyrmir yfir okkur og sorgin sækir á. Þetta er svo grimmilega tilgangslaust því alltof oft má koma í veg fyrir skelfinguna með því að gera það sem allir kunna; að haga akstri eftir aðstæðum og muna að við erum ekki ein í umferðinni.” Ég hef séð meira en ég vil sjá Marteinn Geirsson, stöðvarstjóri á Slökkvistöð höfuðborgarsvæðisins Vátryggingafélag Íslands hf., Ármúla 3, 108 Reykjavík, sími 560 5060, www.vis.is ÞJÓÐARÁTAK VÍS umferðarslysum gegn Þjóðarátak VÍS gegn umferðar- slysum er í samstarfi við Esso. þar sem tryggingar snúast um fólk F ít o n / S ÍA F I0 0 7 2 7 5 – I n n ta k – A r i M a g g Í sumar hefur VÍS staðið fyrir Þjóðarátaki gegn umferðarslysum. Átakinu er nú formlega lokið en baráttu okkar gegn umferðarslysum lýkur aldrei. VÍS vill þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í þjóðarátakinu og stuðluðu þannig að öruggari umferð á vegum landsins í sumar. VÍS er einnig þakklátt því fagfólki sem lagði okkur lið og deildi reynslu sinni af afleiðingum umferðarslysa með almenningi. Verið velkomin á umferðarfundi VÍS Í vetur mun VÍS halda áfram öflugu forvarnarstarfi og er athyglinni beint að ungum ökumönnum. VÍS verður með opna umferðarfundi í húsakynnum félagsins auk þess sem forvarnarfulltrúi VÍS mun heimsækja flesta framhaldsskóla landsins. Markmið þessara funda er að gera ungt fólk meðvitað um hættur í umferðinni og afleiðingar alvarlegra umferðarslysa. VÍS hefur nú nýverið framleitt forvarnarauglýsingu sem hlotið hefur nafnið „Heppinn“ sem á að vekja fólk til umhugsunar um hvað óábyrg hegðun í umferðinni getur haft í för með sér. Auglýsingin verður sýnd á forvarnarfundum VÍS. Reynslan sýnir að þau ungmenni sem sótt hafa umferðarfundi VÍS eru síður líkleg til þess að lenda í umferðaróhöppum og slysum. Það eru allir velkomnir á umferðarfundi VÍS og nánari upplýsingar um þá er að finna á heimasíðu félagsins, www.vis.is. Ókeypis úttekt á vegum VÍS og Frumherja Þar sem öryggi aftanívagna er mjög mikilvægt atriði ákvað VÍS í samvinnu við Frumherja að bjóða eigendum þessara vagna upp á ókeypis úttekt á öryggisbúnaði áður en lagt var að stað í ferðalög um verslunarmannahelgina. Mæltist þetta mjög vel fyrir og jók vitund fólks um öryggisbúnað og hefur án efa skilað sér í færri slysum um verslunarmannahelgina. Það er von okkar að með öflugu forvarnarstarfi VÍS leggjum við okkar af mörkum til að gera umferðina öruggari og hvetjum þjóðina til að sameinast í baráttunni gegn umferðarslysum. Ókeypis úttekt á fellihýsum, hjólhýsum og tjaldvögnum á vegum VÍS og Frumherja F ít o n F I0 0 7 6 1 6 Vátryggingafélag Íslands hf., Ármúla 3, 108 Reykjavík, sími 560 5060, www.vis.is þar sem tryggingar snúast um fólk Vátryggingafélag Íslands og Frumherji bjóða upp á ókeypis úttekt á eftirvögnum (fellihýsum, hjól- hýsum og tjaldvögnum) til að fólk geti gengið úr skugga um að allur búnaður sé í lagi og í samræmi við lög áður en það leggur upp í f e r ð a l a g u m verslunarmanna- helgina. Þessi þjónusta verður veitt í skoðunarstöð F r u m h e r j a í Hesthálsi 6—8 í Reykjavík í dag kl. 8—22. Starfsmenn Frumherja mæla þyngd eftirvagnsins og kanna hvort viðkomandi bíll sé skráður með heimild til að draga eftirvagninn, kanna spegla bílsins og bremsubúnað (þegar það á við), tengi- búnað og ljósabúnað eftirvagnsins. Að skoðun lokinni fá ökumenn í hendur minnisblað með athugasemdum og geta gert viðeigandi ráðstafanir ef þörf krefur. Fram hefur komið að nokkur misbrestur er á að ökumenn bæti við aukaspeglum á bílana sína til að sjá út fyrir eftirvagnana eins og reglur kveða á um. Í öðru lagi gera sumir ökumenn sér ekki grein fyrir því að bíllinn þeirra er ekki skráður til að mega draga á eftir sér tjaldvagn eða fellihýsi yfir tiltekinni þyngd. Í þriðja lagi eru dæmi um að ökumenn átti sig ekki á að eftirvagninn er svo þungur (heildar- þyngd) að hann á að vera búinn hemlum. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu VÍS, www.vis.is Opið í skoðunarstöð Frumherja í Hesthálsi til kl. 22 í kvöld!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.