Morgunblaðið - 28.08.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.08.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gjörðu svo vel, hérna sat hann Finnur litli og taldi skjáturnar í Esjunni á meðan hann nartaði í blýantana. Norræn vímuvarnaráðstefna 31. ágúst Boð og bönn ekki endilega rétta leiðin NORRÆN ráðstefnaum vímuvarnirverður haldin á Grand Hótel Reykjavík dagana 31. ágúst til 2. sept- ember. Ráðstefnan verður opin almenningi dagana fyrsta og annan september. Þorgerður Ragnarsdóttir er framkvæmdastjóri Áfengis- og vímuvarnaráðs hjá Lýðheilsustöð. Hverjir standa að ráð- stefnunni ? Ráðstefnan er vettvang- ur opinberra starfsmanna sem starfa að forvarnamál- um á Norðurlöndum. Ákveðinn hópur starfs- manna frá hverju landi hef- ur hist á lokaðri ráðstefnu frá árinu 1984. Þetta fyrir- komulag hefur komið í veg fyrir að samkomurnar yrðu of þungar í vöfum og kostnaðarsam- ar þeim sem þær héldu. Í ár barst okkur hins vegar styrkur frá Nor- rænu ráðherranefndinni. Því var ákveðið að bjóða til okkar fyrirles- urum og gera dálítið meira úr ráð- stefnunni. Ráðstefnan er lokuð sunnudaginn 31. ágúst en fyrir- lestrarnir daginn eftir og kynning- in á þriðjudaginn verða opin al- menningi og viljum við hvetja sem flesta Íslendinga til að mæta. Hvað verður á dagskránni? Dagskrá mánudagsins verður öllum opin og þá fáum við til okkar fyrirlesara víða að. Frá Danmörku kemur Lars Møller sem flytur er- indi fyrir hönd Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar, Evrópudeild. Hjá stofnuninni eru nú í þróun sér- stakir staðlar sem eiga að geta borið saman neyslumynstur og skaðsemi af völdum áfengis á milli landa. Þá kynnir Margareta Nil- son frá Svíþjóð starfsemi mið- stöðvar sem á íslensku kallast Töl- fræðimiðstöð um vímuefnaneyslu í Evrópu. Sú miðstöð er í Lissabon í Portúgal. Þá flytur Björn Hibell, Center for alkohol och drogfor- skning í Stokkhólmi, erindi um ESPAD-könnunina. Hún hefur verið lögð fyrir 15–16 ára unglinga í 30 Evrópulöndum í þrígang, árin 1995, 1999 og 2003, til að kanna vímuefnanotkun meðal þeirra. Víða er stuðst við þessar kannanir í vímuvarnastarfi eftir löndum og hefur Ísland tekið þátt frá upphafi. Björn mun ræða tilgang slíkra kannana, áreiðanleika þeirra og hvernig megi nota þær til að setja markmið og stefnur í forvörnum. Frá Hollandi fáum við Pim Cuijp- ers sem hefur gert mikilvæga sam- anburðarrannsókn á árangri á for- varnastarfi í skólum. Ég tel að það verði áhugavert að fá til okkar fyr- irlesara frá Hollandi enda oft horft til afstöðu Hollands þegar rætt er um vímuvarnir. Frá Stokkhólmi kemur Robin Room sem starfar við áfengisrannsóknir við háskól- ann í Stokkhólmi og á í samstarfi við fólk úti um allan heim, m.a. hér á landi. Hann mun fjalla um áhrif hnattvæðingar- innar á verslun með áfengi. Loks flytur Þór- ólfur Þórlindsson frá Háskóla Ís- lands og formaður Áfengis- og vímuvarnaráðs erindi um árang- ursríkar aðferðir í vímuvörnum á dögum hnattvæðingar. Seinnipart dags taka síðan við málstofur. Þeim stýra aðilar frá Norðurlönd- unum sem koma að einhvern hátt að vímuvarnamálum. Á þriðjudag- inn verður dagskráin brotin upp og kynnt verða ýmis verkefni sem nú er unnið að á sviði vímuvarna á Norðurlöndunum. Hvers kyns forvarnastarf skilar bestum árangri ? Forvarnir eru margs konar, lagaumhverfi telst til t.d. forvarna og er spurning hvernig það eigi að vera uppbyggt til að það skili sem bestum árangri. Hins vegar koma til þau atriði sem Vímuvarnaráð leggur áherslu á, þ.e. fræðsla, stuðningur og uppeldisleg atriði. Hvað rannsóknir varðar benda þær til þess, eins og áður hefur komið fram, að því fyrr sem krakk- ar byrja að fikta með vímuefni því meiri líkur séu á að þau lendi í vandræðum vegna neyslu þeirra. Það er æskilegt að foreldrar beiti frekar leiðbeinandi uppeldi heldur en boðum og bönnum sem bera oft lítinn árangur. Hjálpa þarf foreldr- um og styðja þá við slíkt uppeldi. Þá er mikilvægt að veita sérstakan stuðning þeim fjölskyldum sem eru svo ólánsamar að foreldrarnir geta ekki tímabundið, eða til lengri tíma, ráðið við uppeldi barna sinnna. Það getur komið fyrir okk- ur öll að veikjast eða verða fyrir þannig áfalli að við ráðum ekki við að reka heimili og sinna barnaupp- eldi. Stendur Ísland vel að vígi í bar- áttunni við vímuefni, sé miðað við nágrannaþjóðir okkar? Neysla áfengis og annarra vímuefna er að aukast á Vestur- löndum. Við finnum fyr- ir því hér en þó ekki jafnmikið og víða í ná- grannalöndum okkar. Við getum þakkað fyrir svo lengi sem ástandið er ekki verra en það er og reynt að gera það betra. Hér á landi eru mörg meðferðarúrræði í boði borið saman við önnur lönd. Ég tel helst að það vanti betri yfirsýn yfir það sem í boði er og hve sé raunveruleg þörf fyrir meðferðarúrræði. Þann- ig gætum við skoðað hvort eitthvað mætti betur fara í þeim efnum. Skráning á ráðstefnuna fer fram á www.congress.is/rus Þorgerður Ragnarsdóttir  Þorgerður Ragnarsdóttir er fædd árið 1958 í Reykjavík. Hún útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1978 og sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1982. Þorgerður er einnig útskrifaður fjölmiðlafræð- ingur frá Háskólanum í Wiscons- in og Madison. Hún hefur starfað við hjúkrun og blaðaútgáfu. Þor- gerður tók við starfi fram- kvæmdastjóra Vímuvarnaráðs árið 1999. Hún er gift Gísla Heimissyni verkfræðingi og eiga þau þrjú börn. Neysla vímuefna að aukast BREYTINGAR verða á dagskrá Stöðvar 2 frá og með föstudeginum 5. september nk. Aðalfréttatími Stöðvar 2 verður á dagskrá klukkan 19 og Ísland í dag verður klukkutími að lengd, hefst klukkan 18.30 og heldur svo áfram að loknum fréttum klukkan 19.30. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að við teljum að þetta sé sterkasta upp- leggið sem við höfum,“ segir Karl Garðarsson, fréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, um tilflutning fréttatím- ans. „Í tengslum við þessa breyt- ingu, þ.e. lengingu og styrkingu á Íslandi í dag, ákváðum við að setja fréttirnar inn í miðjan dagskrárlið- inn, klukkan sjö. Við höfðum heild- stætt útlit dagskrárliðsins í huga í því efni. Við teljum að Ísland í dag geti stutt vel við fréttirnar, bæði á undan þeim og eftir.“ Ný staða sem RÚV mun skoða Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, segir að forystumenn RÚV muni hittast á næstunni og skoða þessa breyttu stöðu. „Það er komin upp ný staða og það er okkar skylda gagnvart okkar viðskiptavinum, sem er al- menningur í landinu, að skoða þessa stöðu og athuga með hvaða hætti Ríkisútvarpið getur þjónað lands- mönnum.“ Áður en fréttatími Stöðvar 2 var færður til 18.30 í júní árið 2001 var gerð könnun á lífsvenjum fólks sem höfð var til hliðsjónar ákvörðuninni. En hafa lífsvenjur fólks breyst síðan þá að mati Stöðvar 2 manna fyrst fréttatíminn er nú aftur færður? „Nei, í sjálfu sér ekki,“ segir Karl Garðarsson. „Áhorf á okkar fréttir hefur verið á bilinu 27% til rúmlega 40% klukkan 18.30 sem er gríðar- lega gott áhorf. En við teljum ein- faldlega að það sé sterkara að leggja dagskrárliðinn upp svona.“ Karl segir að sami útsendingartími frétta Stöðvar 2 og RÚV muni án efa hafa þau áhrif að áhorf á báða fréttatím- ana muni minnka. Hann bendir á nýjan valmöguleika Stöðvar 2, Stöð 2 plús, þar sem allir dagskrárliðir Stöðvar 2 eru sendir út klukkutíma seinna svo þeir áskrifendur sem ná ekki fréttum stöðvarinnar kl. 19 geta horft á hann kl. 20. Bogi Ágústsson segir að þegar til- flutningur á fréttatíma RÚV hafi komið til tals á sínum tíma hafi ekki komið til greina að hafa hann á sama tíma og fréttir Stöðvar 2. „Við álít- um það vera hluta af okkar almennu skyldum að gefa fólki tækifæri á að horfa á báða fréttatímana.“ Bogi Ágústsson hjá RÚV segir það einfaldlega betri þjónustu við al- menning að stöðvarnar flyttu sínar fréttir á ólíkum tímum dags. „Sam- keppnin felst í því að fólk geti borið saman fréttatímana og vegið og metið þá fréttatíma sem það hefur séð en ekki verið neytt til þess að velja á hvorn fréttatímann það vill horfa.“ Stöð 2 ákveður að flytja kvöldfréttir á sama tíma og RÚV „Heildstætt útlit dag- skrárliðsins haft í huga“ RÚV vill ekki fréttir fluttar á sama tíma SLÁTURFÉLAG Suðurlands býð- ur bændum nú staðgreiðslu fyrir kýrkjöt þar sem eftirspurn er meiri en framboð. Þetta er ígildi 3% verðhækkunar til bænda og er líklegt að þessi háttur verði hafður á næstu mánuði. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir ástæðuna vera ívið of mik- inn verðmun á kýrkjöti og ung- neytakjöti. Önnur ástæða sé að kúastofninn í landinu hefur minnkað um leið og meðalnyt hverrar kýr hefur hækkað. Þar af leiðandi hefur lifandi kúm fækkað. „Í þriðja lagi má nefna að offramboð á kjötmarkaði og gegndarlaus niðurboð hefur fært markaðinn í átt að ódýrari vöru. Þá er meira spurt um verð en gæði. Það eykur ásókn allra í ódýrara hráefni eins og kýrkjöt,“ segir Steinþór. Ungneyti eru uxar og kvígur sem ekki hafa borið kálf og eru eldri en eins árs og yngri en tveggja og hálfs árs. Ungn- eytakjöt er því sama og neyt- endur þekkja sem nautakjöt úti í búð. Umbúðir sem merktar eru sem nautgripakjöt innihalda ekki nautakjöt heldur kjöt af kúm, fullorðnum nautum eða kálfum. Stefán Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri Yfirkjötmats rík- isins, segir langmest af öllu naut- gripakjöti sem selt er í verslunum kjöt af kúm og að ekki megi selja það kjöt sem nauta- kjöt. „Allt sem við seljum er sam- kvæmt réttum merkingum,“ segir Steinþór. SS selji bæði nautakjöt og nautgripakjöt sem er þá af kúm, kálfum eða fullorðnum nautum. Heitið sé samheiti yfir þessa flokka og í samræmi við reglugerðir. Mikil spurn eftir kýrkjöti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.