Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á UNDANFÖRNUM ár- um hefur áhugi fræði- manna á ólíkum sviðum hugvísinda beinst í auknum mæli að sjón- rænni menningu, birtingarmyndum hennar og samspili við hinar ýmsu listgreininar og menningarform, ekki síst ritmmiðla. Á ráðstefnu sem haldin var á vegum Samtaka bók- menntafræðinga á Norðurlöndum og Hugvísindastofnunar Háskóla Ís- lands um nýliðna helgi, komu fræði- menn úr ólíkum áttum saman til þess að kanna tengsl sjónmennn- ingar og ritmenningar. Af framlagi þeirra tæplega 50 fræðimanna frá Norðurlöndunum, Bandaríkjunum, Kanada og Þýskalandi sem þátt tóku í ráðstefnunni að dæma er gróskan á sviði mikil. Líkt og Dagný Kristjáns- dóttir, einn skipuleggjanda, benti á í opnunarræðu ráðstefnunnar í Lög- bergi á föstudag hefur samband myndar og texta verið átakasamt í gegnum tíðina og oft verið horft fram hjá hinu gagnvirka sambandi þeirra. Engu að síður einkenndist 20. öldin mjög af framrás nýrra myndmiðla og því tímabært að líta til þess hvaða áhrif hin sjónrænu form menningarinnar hafa haft á þróun bókmennta og ritmenningar á þessum tíma. Í samtali við blaðamann að ráð- stefnunni lokinni sagði Dagný það ljóst að ákveðið fræðilegt endurmat sé að eiga sér stað á sambandi sjón- miðla og ritmiðla. „Hollenski fræði- maðurinn Mieke Bal segir að okkar tímar séu orðnir svo gegnsýrðir af myndrænni tjáningu að ekki verði lengur sundur skilið á milli texta og myndar, hvorugt geti án hins verið, hvorugt geti komið í stað hins. Það þýðir að við verðum að þekkja bæði aðferðir mynd- og ritmiðlunar og kannski er kominn tími á róttæka endurnýjun á hugsun og aðferðir bókmenntafræðinnar,“ sagði Dagný. Þverfagleg nálgun Ráðstefnan stóð yfir í þrjá daga samanstóð af átta aðalfyrirlestrum og fjölda málstofa þar sem fræði- menn kynntu rannsóknir sem þeir hafa unnið að á sviðinu. Efni fyr- irlestranna var með hinu fjölbreytt- asta móti, enda til umræðu efni sem kallar á þverfagleg nálgun, út frá sjónarhóli ólíkra hugvísinda- og list- greina s.s. myndlist, kvikmynd- mynda og byggingarlist. Fyr- irlestrum og málstofum var þó raðað niður eftir tímabilum, á föstudeg- inum voru bókmenntir og sjónmenn- ing í sögunni til umræðu, 20. öldin var í fyrirrúmi á laugardeginum og 21. öldin og tækniumhverfi sjón- rænnar menningar á sunnudeginum. Norski fræðimaðurinn Toril Moi var fyrsti aðalfyrirlesari hátíð- arinnar og gerði hún grein fyrir rannsóknum sínum á sjónrænum áhrifum í leikritum og ljóðum Hen- riks Ibsens með hliðsjón af tengslum evrópskrar málarahefðar og bók- mennta um aldamótin 1900. Fyr- irlesturinn nefndist Ibsen’s Visual Culture, en Moi vinnur að því að skrifa bók um efnið. Með því að skoða viðhorf sem ríkjandi voru í evrópskri myndlistar- og leiklist- arumræðu á þeim tíma, leitast Moi við að varpa ljósi á það hug- myndafræðilega mat sem lagt hefur verið á leikrit Ibsens. Vék Moi þar einkum að kenningum Denis Dider- ot og G.E. Lessing um samspil hins dramatíska augnabliks annars vegar og frásagnarlegs flæðis hins vegar í rómantískum málverkum, og yf- irfærði á umræðu um spurningar um raunsæi og módernisma í verkum Ibsens. Fyrirlesararnir Henrik Wivel og Thomas Fechner-Smarsly leit- uðustu við að greina sálræna tján- ingu við upphaf nútímans í mynd- máli, annars vegar í samhengi við myndlist og bókmenntir og hins veg- ar í samhengi við frumbirting- armyndir kvikmyndarinnar. Mál- stofuerindi dagsins spönnuðu tímabilið allt frá miðöldum til 19. aldar. Þar voru bókmenntir kann- aðar út frá ýmsum sjónrænum þátt- um, allt frá spurningum um mynd- ræna hugsun í fyrirlestri Gauta Kristmannssonar til hugleiðinga um samspil myndskreytinga og texta í íslenskum miðaldahandritum. Dagskrá laugardagsins hófst á fyrirlestrum þeirra Arne Melberg prófessors við Oslóarháskóla er fjallaði um sjónræna skynjun í ferðabókmenntum nútímans og Kar- in Sanders prófessor við Berkeley- háskóla sem fjallaði um þá tíma- og söguskynjun sem birtist í lestri okk- ar á hlutum frá liðnum tíma. Í mál- stofuerindum var m.a. fjallað um samspil hins sjónræna og hins texta- lega og mörkin þar á milli könnuð. Fjallaði Tania Ørum, lektor við Kaupmannahafnarháskóla, m.a. um notkun framúrstefnumanna á bók- stöfum og texta í listsköpun sinni. Ræddi hún skörun þess sem skilið er sem mynd annars vegar og texti hins vegar í samhengi við hug- myndalegar hræringar á sjöunda áratugi aldarinnar. Á heildina litið spönnuðu málstofuerindi dagsins allt frá umræðu um hugmyndahrær- ingar í framúrstefnulist á nýliðinni öld, til greininga á sjónrænni fram- setningu í auglýsingum og klámi. Á lokadegi ráðstefnunnar var sjónum beint að tækniumhverfi sam- tímans og framrás myndmiðla í því umhverfi. Gitte Mose hjá dönsku hugvísindastofnuninni fjallaði m.a. um rafræna texta sem nýtt rými til skáldlegrar tjáningar, og könnunar á endimörkum og möguleikum skál- skaparins. Um vaxandi skálskap- arform er að ræða sem, líkt og Mose benti á, á enn eftir að reyna á alla möguleika sína. Gagnvirkni og ferli eftir krækjum eru tveir þættir sem greina lestur rafrænna bókmennta frá hinum línulega lestri skáld- skapar á prenti. Benti Mose á hvern- ig rithöfundar sem vinna með formið nýta sér þessa möguleika á meðvit- aðan hátt. Gerði Mose það jafnframt að umræðuefni hvernig möguleikar rafrænnar textasköpunar varpa nýju ljósi á bókmenntir og bók- menntafræði og kallast á við margar af spurningum póstmódernismans. Caitlin Fisher lektor og rithöf- undur við York-háskóla í Kanda og Úlfhildur Dagsdóttir bókmennta- fræðingur luku dagskránni með einkar lifandi fyrirlestrum. Fjallaði Fisher um eigin skrif á sviði fræða og skáldskapar á rafrænu formi en Úlfhildur fjallaði um myndmál og ímyndasköpun í tónlistarmynd- böndum Bjarkar Guðmundsdóttur. Endurmat á samspili ritmiðla og myndmiðla Morgunblaðið/Árni Sæberg Norski fræðimaðurinn Toril Moi flutti fyrirlestur á ráðstefnu um bók- menntir og sjónmenningu í Háskóla Íslands um nýliðna helgi. Fjöldi fræðimanna frá ólíkum löndum kom saman um nýliðna helgi til þess að kanna tengsl myndmiðla og ritmiðla á ráðstefnu um bókmenntir og sjónmenningu sem haldin var í Háskóla Íslands. Heiða Jóhannsdóttir komst að því að þar er um auðugan garð að gresja hvað fræðilegar rannsóknir áhrærir. heida@mbl.is FULLT var fram í anddyri á sumartónleikum Hallveigar Rún- arsdóttur og Árna Heimis Ingólfs- sonar í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar á þriðjudagskvöld. Bæði hafa þau verið allvirk í tónlistarlífi síðustu ára, og væntanlega dró né heldur úr aðsókn árangurinn af samstarfi þeirra við formlega frumraun söngkonunnar í Ými sl. nóvember. Verkefnaval kvöldsins var að mestu á lýrískum norrænum nót- um og í bland þjóðlegum. Fyrst voru tvö af þekktustu sönglögum finnska þjóðtónskáldsins Jeans Sibeliusar, Flickan kom ifrån sin älsklings möte, þar sem ljóðskáldið Runeberg afhjúpar stig af stigi hvað hangir á spýtunni líkt og Ossian McPhersons í „Edward, Edward!“, þótt ekki sé um föð- urvíg að ræða heldur ástarsorg. Sömuleiðis var Säf, säf, susa um djúpan ástartrega, en undir blíð- legra yfirborði en gáskafullum fyr- irslætti stúlkunnar í fyrra ljóðinu. Hallveig söng bæði lögin af líflegri tjáningardýpt og innlifaðri texta- túlkun við fiman en tæran píanó- slátt Árna Heimis. Hildigunnur Rúnarsdóttir, syst- ir söngkonunnar, samdi fyrir þrem árum útsetningar á íslenzkum þjóðlögum úr safni sr. Bjarna Þor- steinssonar fyrir tilstilli Unu Mar- grétar Jónsdóttur hjá RÚV, er valdi að manni skilst einkum hin minna þekktu lög. Þrjú þeirra voru hér á boðstólum, Þú Ísraels lýður, Þá Jesús til Jerúsalem og Í Babýlon við vötnin ströng. Einföld en sterk lög er vissulega verð- skulda víðari útbreiðslu en hingað til, og við hæfilega látlausan píanó- undirleik er stóðst fyllilega sam- anburð við beztu útsetningar Ferdinands Rauter í þjóðlagasafni Engelar Lund, ekki sízt nr. 2. Spil og söngur voru í fallegu samræmi við þennan einfaldleika, þótt hefði að ósekju mátt beita meir brjóst- tóni á nokkrum stöðum, fyrir utan frjálslegri tímasetningu á t.d. flúrnótum Babýlons. Yfirhöfuð virtist söngkonan sem fyrr mega gefa sér ögn frjálsari taum í agóg- ískri mótun, bæði hér og víðar í dagskránni. En sjálfsagt á það eft- ir að ávinnast með frekari reynslu. Tvö næstu lögin voru eftir Hjálmar H. Ragnarsson; skínandi dæmi um tiltölulega einfalda en slynga lausn á hóflega afstraktri ljóðrænni útfærslu. Embla (1990; ljóð Njörður P. Njarðvík)) skartaði hröðum en öguðum píanóarpeggjó- um undir fallegan en svolítið hlé- drægan söng Hallveigar. Hið bráð- snjalla og andstæðuríka Ástarljóð mitt (1991; Else Lasker-Schüler í þýð. Hannesar Péturssonar), þar sem hvergi var tóni ofaukið hjá höfundi, var flutt af sterkri og hnitmiðaðri innlifun fyrir alopnu flygilloki við „sympatíska“ endur- ómun strengja. Dúóið lauk dagskránni með „Haugtussa“, meistaralegum söng- lagaflokki Edvards Griegs frá 1898 við nýnorsk ljóð Arnes Garborg. Líkt og í Frauenliebe- und Leben Schumanns, er dúóið flutti sl. nóv- ember, eru ástarraunir frásagnar- persónunnar jafnframt þroskasaga hennar, eins og fram kemur af stigmagnandi tjáningardýpt tón- skáldanna – hér þó í ólíkt ferskara umhverfi norskra fjalla, mælt af munni óspillts náttúrubarns. Það er eiginlega sama hvar nið- ur er borið í þessum átta gim- steinum Griegs; þau Hallveig fóru á þvílíkum kostum að hlustendur gátu ekki annað en að hlýða hug- fangnir allt frá byrjun til enda á seiðandi túlkun þeirra. Var maður jafnframt ekki frá því að Hallveig hefði bætt allnokkrum nýjum strengjum á hörpu sína frá því síð- ast, sérstaklega í textatjáningu, enda þótt enn virtist betur mega ef duga skal hvað fyllingu neðra tónsviðs varðar – að ógleymdu brjósttónasviði sem oft vill falla í vanrækt, ekki sízt hjá óperusöngv- urum. Það mun hins vegar nánast sine qua non í ljóðasöng, án hvers er hætt við að dragi stórum úr blæbrigðamöguleikum söngvarans, er helzt þarf að geta litað texta og tilfinningu ólíkri raddbeitingu að vild. Á þetta skorti enn nokkuð hjá Hallveigu, er þrátt fyrir einstaka undantekningu viðhélt svipuðu víbratói út í gegn á öllu styrk- og tónsviði, enda þótt toppnóturnar væru eftir sem áður hrífandi glæsilegar. Píanómeðleikur Árna Heimis bar aðalsmerki hins þjála og agaða músíkants, afburðafylginn og í fullkomnu jafnvægi við sönginn. Þá var tónleikaskrá safnsins óvenjuvel frá gengin að þessu sinni, prýdd gagnorðri umfjöllun píanistans um höfunda og verk, auk allra söngtexta með þýðingum Reynis Axelssonar. Norrænt og þjóðlegt TÓNLIST Sigurjónssafn Sönglög eftir Sibelius og Hjálmar H. Ragnarsson. Íslenzkar þjóðlagaútsetn- ingar eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Haug- tussa Op. 67 eftir Grieg. Hallveig Rúnars- dóttir sópran, Árni Heimir Ingólfsson píanó. Þriðjudaginn 26. ágúst kl. 20:30. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson HÖGGMYNDASÝNINGIN Meist- arar formsins - Úr höggmyndasögu 20. aldar verður opnuð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar næstkomandi laugardag klukkan 15. Forseti Ís- lands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnar sýninguna formlega að loknu ávarpi Johann Wenzl, nýskipaðs sendiherra Þýskalands á Íslandi. Sýningin, sem kemur frá Rík- islistasafninu í Berlín, var í Lista- safninu á Akureyri í sumar og hlaut mikla athygli. Nú fá Sunnlendingar einnig möguleika á að sjá þessar perlur eftir helstu módernista í evr- ópskri höggmyndasögu og má þar nefna listamennina Degas, Archi- penko, Maillol, Moore, Marino Mar- ini, Manolo, Laurens, Renoir, Barlach, Kollwitz, Hartung og sam- tímalistamennina Sol LeWitt, Schwegler, Per Kirkeby og Axel Lischke. Á sýningunni verða einnig verk eftir brautryðjendur íslenskr- ar höggmyndalistar, þá Einar Jóns- son, Ásmund Sveinsson, Sigurjón Ólafsson og Gerði Helgadóttur. Gefin hefur verið út sýning- arskrá á íslensku og ensku með greinum eftir Hannes Sigurðsson safnstjóra, Brittu Schmitz yfirsýn- ingarstjóra Hamburger Bahnhof- safnsins í Berlín og Ólaf Gíslason, listfræðing, en grein hans ber heit- ið Maðurinn og rými hans á 20. öld. Sýningin verður opin alla daga nema mánudaga til 28. september og boðin verður leiðsögn um sýn- inguna á nánar auglýstum tímum. Kennsluefni fyrir grunn- og framhaldsskólanemendur hefur verið gert sérstaklega um þessa sýningu. Morgunblaðið/Arnaldur Birgitta Spur, forstöðumaður safnsins, við eitt verkanna á sýningunni. Meistarar formsins í Listasafni Sigurjóns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.