Morgunblaðið - 28.08.2003, Side 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 23
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Með kveðju.
Hákon, sími 898 9396.
KÓPAVOGUR - GARÐABÆR
Mér hefur verið falið að leita að 200-250 fm
sérbýli. Æskilegt að eignin sé með fjórum
eða fleiri svefnherbergjum, auk bílskúrs.
Verðhugmynd 23-30 millj. Áhugasamir
vinsamlega hafið samband og ég mun
fúslega veita nánari upplýsingar.
Hafðu samband - það kostar ekkert!
ÆVISAGA Vilhjálms Stefánssonar
landkönnuðar eftir Gísla Pálsson
mannfræðing kemur út hjá Máli og
menningu í haust en hún er að nokkru
byggð á áður ókönnuðum heimildum.
Einnig kemur út seinna bindi ævisögu
Jóns Sigurðssonar eftir Guðjón Frið-
riksson. Hjá forlaginu koma enn frem-
ur út nýjar skáldsögur eftir Hallgrím
Helgason, Einar Kárason, Guðmund
Andra Thorsson, Gerði Kristnýju og
Gyrði Elíasson. Meðal helstu þýðinga
sem koma út á næstunni hjá Máli og
menningu eru Miðnæturbörn eftir
Salman Rushdie, sem var valin besta
Booker-verðlaunabók allra tíma, og
Hálfbróðirinn eftir Lars Saabye
Christiansen sem hlaut bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs í fyrra.
Vísinda- og samtímasögur
Páll Valsson, útgáfustjóri Máls og
menningar, segir að útgáfa forlagsins
í haust muni einkennast af sterkum
skáldsögum.
„Og í þeim öllum er tekist á við okk-
ar samtíma. Einar Kárason kemur
með mikla skáldsögu, Storm, sem
dregur nafn sitt af aðalsöguhetjunni,
Eyvindi Jónssyni Stormi. Guðmundur
Andri Thorsson gefur út fyrstu skáld-
sögu sína frá því að Íslandsförin kom
út árið 1996. Bók hans nefnist Náð-
arkraftur og fjallar um glímu „síðustu
sósíalistanna“ við breytta heimsmynd.
Skáldsaga Gyrðis Elíassonar nefnist
Hótelsumar og fjallar um mann sem
dvelur sumarlangt í þorpi bernsku
sinnar eftir erfiðan skilnað. Gerður
Kristný nefnir sögu sína Heima hjá
Guði en hún fjallar um unga blaða-
konu í Reykjavík samtímans. Hall-
grímur Helgason sendir frá sér fjör-
uga vísindaskáldsögu sem heitir
Herra Alheimur og fjallar um Guð.“
Þýðingar, ævisögur, fræðirit
Mál og menning gefur einnig út í
kilju þýðingu Tómasar R. Einarsson-
ar á skáldsögunni Dansarinn á efri
hæðinni eftir enska rithöfundinn og
blaðamanninn Nicholas Shakespeare.
Einnig kemur út Dýrðlegt fjölda-
sjálfsmorð eftir finnska rithöfundinn
Arto Paasilinna. Fyrr á árinu kom líka
í kilju Krýningarhátíðin eftir Boris
Akunin en allir koma þessir höfundar
á bókmenntahátíð í Reykjavík sem
hefst 7. september næstkomandi.
Lífssaga Þorgerðar Ingólfsdóttur
kemur út hjá Máli og menningu í
skráningu Árna Heimis Ingólfssonar
en bókin nefnist Þorgerður og kór-
arnir. Einnig hefur Sallý Magnusson
skráð ævi föður síns Magnúsar Magn-
ússonar sjónvarpsmanns og kemur
bókin út í haust.
Af fræðibókum sem út koma hjá
Máli og menningu má nefna Sagnalist
eftir Þorleif Hauksson, sem er annað
bindi Íslenskrar stílfræði, og Íslam og
Vesturlönd eftir Magnús Þorkel
Bernharðsson.
Þjóðsaga endurvakin
Hið gamalgróna forlag Þjóðsaga
hefur nú verið endurvakið hjá Eddu
og er Páll Valsson útgáfustjóri þess.
Þjóðsaga mun gefa út eina bók fyrir
jólin, Einræður Steinólfs í Fagradal.
Fjölbreytt útgáfa Máls og menningar
Ævisaga Vilhjálms
Stefánssonar verður
meðal haustbóka
BERGÞÓR Pálsson barítonsöngv-
ari og Lenka Mátéová organisti
koma fram á síðustu fimmtudags-
tónleikunum í Hallgrímskirkju í
sumar. Tónleikarnir hefjast kl. 12
og á þeim bjóða þau Bergþór og
Lenka til veislu lofsöngva í kirkj-
unni.
Tónleikarnir hefjast á þremur
Biblíuljóðum eftir Dvorák. Hann
skrifaði þau upphaflega fyrir söng-
rödd og píanóundirleik en sum
þeirra henta jafn vel fyrir undirleik
orgels. Þau flytja Drottinn er minn
hirðir (23. Ds.), Guð, ég vil syngja
þér (144. og 145. Ds.) og Syngið
Drottni nýjan söng (98. og 96. Ds.).
Þá flytur Lenka orgelverkið
Cantabile eftir César Franck en
tónleikunum lýkur með fjórum ís-
lenskum lofsöngvum. Fyrst syngur
Bergþór Festingin víða, hrein og há
eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð
Jónasar Hallgrímssonar, þá Ó, und-
ur lífs eftir Jakob Hallgrímsson við
ljóð Þorsteins Valdimarssonar.
Þriðji lofsöngurinn er Friðarins
Guð eftir Árna Thorsteinsson við
ljóð Guðmundar Guðmundssonar
og síðast á efnisskránni er Lof-
söngur eftir Bjarna Böðvarsson við
ljóð Matthíasar Jochumssonar.
Morgunblaðið/Sverrir
Lofsöngvar
í hádeginu