Morgunblaðið - 28.08.2003, Page 24

Morgunblaðið - 28.08.2003, Page 24
LISTIR 24 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÓLI G. Jóhannsson sýnir nú rúm fimmtíu ný eða nýleg verk í Húsi málaranna. Afköst hans síðastliðin ár hafa verið með ólíkindum og framleiðslan mikil. Ég er ekki viss um hvenær verkin sem hann sýnir nú eru máluð en þau eru ekki merkt ártali. Þar sem ekkert annað er gef- ið upp geri ég þó ráð fyrir því að þau séu nýleg. Óli G. vinnur að vanda samkvæmt lýrískri afstrakt- stefnu er fram kom um miðja síð- ustu öld, verk hans hafa einnig ver- ið tengd við CoBRA-hópinn svonefnda sem fram kom á svip- uðum tíma. Verkin sem hann sýnir eru óhlutbundin og símynstur þek- ur allan flötinn. Símynstrið er eins og net sem heldur öllum einingum verkanna saman, síðan leikur hann sér að því að hylja eða sýna, inn á milli er dýpt í verkunum en annars staðar verða þau tvívíð. Hann sýnir líka nokkrar teikningar sem ein- kennast af frjálsum línum og kraft- miklum dráttum. Verkin bera undantekningalaust nöfn af ljóðrænum toga, jafnvel svo að manni þykir nóg um og ekki eru alltaf ljós tengslin milli nafns og myndar. Færni Óla í málaralistinni fer ekki milli mála en þó vakna margar spurningar við skoðun þessara verka. Þar sem hann vinnur svo ná- kvæmlega innan stefnu og stíls sem fram kom fyrir mörgum áratugum eru verk hans óhjákvæmilega held- ur ópersónuleg. Ekki efast ég um ástríðu Óla á vinnu sinni, hún kem- ur ljóslega fram, en hvað hann vill segja okkur með þessum verkum er ekki eins ljóst. Afstraktlistin fól á sínum tíma í sér sprengikraft nýrr- ar hugsunar og verk sem eru unnin eftir þeirri forskrift í dag geta eng- an veginn borið þann kraft með sér, sama hversu vel þau eru máluð. Óli G. vinnur greinilega af fyllstu ein- lægni en um leið er eins og tæknin sé orðin honum næstum of auðveld, fjöldi verkanna bendir a.m.k. til þess. Ásmundur Sveinsson sagði ein- hvern tíma að það væri merkilegt að á öllum sviðum samfélagsins sæktist fólk eftir því nýjasta nýja, á sviði tækni, tísku o.s.frv. en þegar að myndlistinni kæmi væri annað uppi á teningnum. „Mér finnst listin eiga að vera spegilmynd af því lífi sem nú er lifað…“ sagði hann. „Ég veit ekki til að fólk komi til neinna annarra og biðji um fjörutíu ára gamla vöru. Mundi þetta fólk fara inn í rafmagnsverzlun og segja: „Nú þarf ég ljós í stofuna mína, þér eigið víst ekki lýsislampa?“ Nei, þessi hugsunarháttur er andlegt líkþorn.“ Hér átti Ásmundur við viðhorf al- mennings, en ennþá óljósara er hvers vegna listamenn kjósa sjálfir að leita aftur í tímann á þennan hátt, líkt og það sé sjálfsagður hlut- ur. Óli G. lætur ekkert uppi um það hvers vegna hann velur að mála í þessum stíl og ekki öðruvísi, hvers vegna honum finnst þessi verk eiga erindi við okkur í dag. Ef til vill myndu hugleiðingar frá listamann- inum auðvelda áhorfandanum að skilja hvað að baki liggur. Tilbúinn heimur Í Gallerí Kling og Bang má sjá verk danska ljósmyndarans Peter Funch. Hann hefur eins og fleiri lát- ið heillast af gerviveröld Las Vegas og sýnir allmargar ljósmyndir það- an. Stórar myndir af byggingarlist bæði innanhúss og utan þekja veggi gallerísins, auk þeirra sýnir hann nokkrar minni myndir, af brúð- kaupum af því tagi sem flestir kann- ast við úr amerískum bíómyndum. Reyndar er fátt nýstárlegt við myndir Funch, hinn tilbúni gervi- heimur Ameríku er okkur svo kunn- ur. Það liggur við að hér á Íslandi þekkjum við stræti og torg amer- ískra stórborga betur en okkar eig- ið land og höfum kannski um hvor- ugan staðinn ferðast. Myndir Funch af byggingarlist minna örlítið á áhrifamiklar myndir Andreas Schulze sem fæst við að sýna svipað viðfangsefni, tilbúinn gerviheim kapítalismans. Ljósmyndirnar af brúðkaupum minna á augnabliks- myndir bæði í töku og framsetningu en hér er aftur það sama á ferð, við- fangsefnið er afar kunnuglegt. Það er þessi kunnugleiki sem gerir það að verkum að þrátt fyrir að myndir Funch séu prýðilega unnar skilur sýning hans kannski ekki mikið eft- ir sig, verkum hans tekst ekki að komast undir yfirborðið, ekki á þeim heimi sem þær sýna og ekki ná þær heldur að snerta við áhorf- andanum. Tveir heimar? Hjá Sævari Karli sýna nú þeir Karl Kristján Davíðsson og Cesco Soggiu. Sýningar þeirra eru ólíkar en eiga kannski meira sameiginlegt en virðist við fyrstu sýn. Cesco Soggiu er norsk-ítalskur sjálf- menntaður myndlistarmaður. Hann sýnir hér innsetningu sem er að ein- hverju leyti innblásin af austur- lenskri alþýðulist, baklýstar myndir í ljósakössum minna á skuggabrúð- ur líkt og þær sem notaðar eru td. í Indónesíu. Þema verksins er ein- hvers konar hreinsunareldur og myndirnar í kössunum eru tákn- rænar, sýna lykil, turn, einhyrning, skóg og fleira í þeim dúr. Markmið listamannsins er að skapa eins kon- ar hugleiðsluherbergi þar sem lítil lýsing og tónlist í bakgrunni, púðar á gólfum og berfættir eða a.m.k. skólausir áhorfendur setjast niður og gleyma amstri hversdagsins. Innsetning Cesco fyllir hálfan sýningarsalinn en í neðri enda hans sýnir Karl Kristján Davíðsson, einnig sjálfmenntaður utan nokk- urra námskeiða, málverk. Málverk hans byggjast á graffítiverkum og sum þeirra sýna mótíf sem tengjast innsetningu Cescos, til dæmis turn. Báðir sækja listamennirnir í al- þýðulist og liggur þar tenging þeirra en þeir vinna síðan verk sín þannig að þau hafa yfirbragð nú- tímalistar. Graffítibakgrunnur Karls Kristjáns er áhugaverður og kannski yrðu verk hans sterkari ef hann héldi sig nær uppsprettunni ef svo má segja. Eins er það helst heimur sá sem Cesco sækir í við gerð verka sinna, sem ljær verkum hans kraft. Gallerí Sævars Karls hefur því miður enga sýningarstefnu. Þetta gerir það að verkum að sýningar í salnum eru afar misjafnar að gæð- um, hér er allt önnur hugsun á ferð en í sýningarsölum á borð við til dæmis Gallerí Skugga og Gallerí Hlemm þar sem nánast er hægt að ganga að því vísu að sjá megi spennandi samtímalist. Ákveðnari stefna myndi án efa gera sýning- arsalinn áhugaverðari bæði fyrir listamenn og almenning. Að velja og hafna Þessar fjórar ólíku sýningar sýna vel að margt er jafnan í boði á ís- lenskum sýningarvettvangi. Það er hins vegar mjög misáhugavert og ég er ekki frá því að gallerí, eða sýningarsalir réttara sagt, mættu að ósekju gera meiri kröfur til sýn- enda sinna. Ákveðnari sýningar- stefna og auknar gæðakröfur væru öllum til bóta, listamönnum jafnt sem áhorfendum fyrir utan það hvað það væri íslensku myndlist- arlífi mikil lyftistöng. Meira og fleira er ekki alltaf betra. „Þér eigið víst ekki lýsislampa?“ Málverk eftir Karl Kristján Davíðsson hjá Sævari Karli. Eitt af fjölmörgum málverkum Óla G. Jóhannssonar á sýningu hans í Húsi málaranna við Eiðistorg; Jörð sem farfuglar elska. Draumaheimur Las Vegas, verk Peters Funch í Kling og Bang. MYNDLIST Hús málaranna Til 31. ágúst. Opið fimmtudaga til sunnu- daga frá kl. 14–18. MÁLVERK OG TEIKNINGAR, ÓLI G. JÓ- HANNSSON Gallerí Kling og Bang Til 31. ágúst. Galleríið er opið fimmtu- daga til sunnudag frá kl. 14–18. LJÓSMYNDIR, PETER FUNCH Gallerí Sævars Karls Til 28. ágúst. Opið á verslunartíma. BLÖNDUÐ TÆKNI, CESCO SOGGIA MÁLVERK, KARL KRISTJÁN DAVÍÐSSON Ragna Sigurðardóttir Hjá Sævari Karli veitir Cesco Soggiu fólki innsýn í annan heim. EINLEIKURINN Sellófon, eftir Björk Jakobsdóttur, færir sig um set og verður fyrsta sýningin í Iðnó fimmtudaginn 4. september kl. 21. Sellófon var fyrst sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Þaðan fór sýningin á Nasa og spanna sýn- ingar orðið á annað hundrað. Sýn- ingar í Iðnó eru fyrirhugaðar fram eftir vetri bæði hér í Reykjavík sem víða úti á landi. Þegar er ákveðið að sýning á Sellófon verði í Félagsheimilinu Hnífsdal, Ísafirði laugardaginn 13. september og ferð til Vestmannaeyja er fyr- irhuguð um mánaðamótin október/ nóvember. Sellófon sýnt í Iðnó Björk Jakobsdóttir í Sellófon. SÍÐUSTU sýningar á óperunni Poppeu eftir Claudio Monteverdi í Borgarleikhúsinu verða annað kvöld og laugardagskvöld kl. 20. Það er Sumarópera Reykjavíkur sem setur upp óperuna í samstarfi við Reykjavíkurborg og fleiri aðila. Í helstu hlutverkum eru Valgerður Guðnadóttir og Hrólfur Sæmunds- son, Owen Willetts, Nanna Hovmand, Hrafnhildur Björnsdóttir, Sigurlaug Knudsen og Stefán Arngrímsson en alls eru söngvararnir þrettán. Síðustu sýn- ingar á Poppeu Í félagsmiðstöðinni Ár- skógum 4 stendur nú yf- ir málverkasýning Sól- rúnar Bjarkar og Bettyar d’Is. Til sýnis eru nýjar olíumyndir af blómum og dýrum. Sól- rún sýnir um 30 blóma- myndir en Betty 25 myndir af dýrum. Þær luku báðar námi í olíumálun í Bob-Ross í Bandaríkjunum og kenna nú olíumálun. Þetta er önnur sýning Sólrúnar. Eitt olíuverka Bettyar d’Is. Olíu- verk í Ár- skógum Á VEITINGASTAÐNUM Þrastar- lundi við Sog stendur nú yfir mál- verkasýning Edwins Kaaber. Flest- ar myndirnar eru unnar í akrýl og eru allar til sölu. Sýningin stendur til mánaðamóta. Edwin Kaaber sýnir í Þrastarlundi ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.