Morgunblaðið - 28.08.2003, Page 33

Morgunblaðið - 28.08.2003, Page 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 33 Eftir erfið veikindi er tengdamóðir mín, Ástríður Ólafsdóttir, búin að fá frið. Ég á eftir að minnast hennar með gleði og söknuði. Það var alltaf líf og fjör í kringum tengdamömmu, ófá skiptin sem hún hefur haldið uppi skemmtilegum samræðum og sagt skemmtilegar sögur í fjölskylduboðum. Handavinnukona var hún mikil, málaði, prjónaði og margt fleira og sitja mörg málverk hennar á veggjum okkar hjóna. Alltaf var gangur í prjón- unum og sat hún oft og prjónaði fyrir framan sjónvarpið, meðan hún sá uppá- halds sápurnar sínar. Kæra Dúdú, peys- urnar þínar og ömmusokkarnir, eins og strákarnir okkar kalla þá, sem þú hefur sent okkur til Danmerkur hafa svo oft hlýjað okkur á köldum vetrarkvöldum og minnt okkur á þig. Kæra Ástríður, nú kveð ég þig eins og þú kvaddir mig ávallt, með þeim hlýju orð- um: Megi Guð geyma þig. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) María Sjöfn. ÁSTRÍÐUR ÓLAFS- DÓTTIR ✝ Ástríður Ólafsdóttir fæddist íReykjavík 30. maí 1926. Hún lést á krabbameinsdeild Land- spítalans 13. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Frí- kirkjunni í Reykjavík 22. ágúst. Elskulegur sonur minn, bróðir, mágur og frændi, GUÐLAUGUR SVEINN SIGURÐSSON, Mánagötu 25, Reyðarfirði, verður jarðsunginn frá Búðareyrakirkju laugar- daginn 30. ágúst kl. 14. Helga Sveinsdóttir, Anna Sigurðardóttir, Hulda Sigurðardóttir, Guðmundur Ágúst Pétursson, Guttormur Sigurðsson, Arndís Sigurðardóttir, Vilberg Einarsson og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR, Kjartansgötu 8, sem lést miðvikudaginn 20. ágúst, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 29. ágúst kl. 15.00. Þorsteinn Guðmundsson, Guðmundur H. Guðmundsson, Fjóla Sigrún Ísleifsdóttir, Guðni Þór Guðmundsson, María Guðmundsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, tengda- sonur, barnabarn, bróðir og mágur, KRISTJÁN VIÐAR HAFLIÐASON, Ásaheimum, Króksfjarðarnesi, verður jarðsunginn frá Garpdalskirkju laugar- daginn 30. ágúst kl. 14.00. Erla Björk Jónsdóttir, Aron Viðar Kristjánsson, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Hafliði Viðar Ólafsson, Jenný Jensdóttir, Jón Hörður Elíasson, Sigríður Júlíusdóttir, Njáll Guðmundsson, Haflína Ingibjörg Hafliðadóttir, Sigurður Rúnar Hafliðason, Bryndís Elfa Geirmundsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUNNAR MAGGI ÁRNASON, Hálsaseli 20, Reykjavík, er lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 23. ágúst, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 29. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á krabbameinslækningadeild Landspítalans 11e eða minningarsjóð Grafarvogskirkju. Stefanía Flosadóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Þórir Sigfússon, Árni Gunnarsson, Hulda Guðrún Gunnarsdóttir og afabörnin. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma okkar, MARÍA ÞORGRÍMSDÓTTIR leikskólakennari, Næfurholti 2, Hafnarfirði, sem lést laugardaginn 23. ágúst, verður jarð- sungin frá Víðistaðakirkju föstudaginn 29. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknardeild Landspítalans Fossvogi. Bjarni H. Guðmundsson, Kristín Birna Bjarnadóttir, Karl B. Pálsson, Guðmundur Bjarnason, Olga M. Valsdóttir, Matthías Bjarnason, Þórdís Þórðardóttir, Bergljót María, Bjarni Valur, Elín María og Valdís María. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlý- hug, samúð og vináttu við andlát og útför KRISTJÁNS B. ÞORVALDSSONAR, Efstaleiti 14, Reykjavík. Björg Kristjánsdóttir, Ásgeir Theódórs, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Birgir Einarsson, Helga G. Kristjánsdóttir Wieland, Jeffrey Wieland, Hans Kristjánsson, Snjólaug E. Bjarnadóttir, Kristján Kristjánsson, Ólöf Loftsdóttir, Eyjólfur Kristjánsson, Sandra Lárusdóttir, Guðfinna Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langa- langafa, EINARS KR. EIRÍKSSONAR frá Brekku, Fáskrúðsfirði, Seljahlíð, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á vist- heimilinu Seljahlíð fyrir góða umönnun. Kristbergur Gísli Einarsson, Pétur Eiríkur Einarsson, Margrét Aðalsteinsdóttir, Matthildur Ingibjörg Einarsdóttir, Ólafur Ben Snorrason, Erlingur Bjarnar Einarsson, Hanna Júlíusdóttir, Guðmundur Stefán Einarsson, Þuríður Júlíusdóttir og afabörnin. Lokað verður á morgun, föstudag, vegna jarðarfarar GUNNARS MAGGA ÁRNASONAR. Prenttækni ehf., Vesturvör 11, Kópavogi. Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, FREYJA JÓNSDÓTTIR, Hverfisgötu 50, Reykjavík, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 26. ágúst. Ármann Örn Ármannsson, Dögg Ármannsdóttir, Drífa Ármannsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÁGÚSTA SÖEBECH (Sísý), andaðist mánudaginn 25. ágúst. Einar Einarsson, Suzanne Einarsson, Pétur Kristjánsson, Þóra Ingvaldsdóttir, Kristján Kristjánsson, Þórunn Þórarinsdóttir, Ellen Kristjánsdóttir, Eyþór Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í grein- unum sjálfum. Formáli minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.