Morgunblaðið - 28.08.2003, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
!
!!"
#
$
%!
&' (
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
FYRIR stuttu skrifaði kona í Vel-
vakanda og sagðist ekki skilja hvað
fólk hefði á móti Dalsmynni. Nefndi
hún það einnig að
þetta stafaði af
öfund fólks í garð
Ástu Sigurðar-
dóttur. Ég get
ekki sagt að ég
öfundi hana enda
hef ég reynslu af
því að starfa á
hundahóteli og
veit hvað í því
felst að hugsa um stóran hundahóp,
þótt þar hafi hann ekki einu sinni
verið einn sjötti af þeim hundum
sem búa á Dalsmynni. Alla daga
voru öll búrin þrifin og þau skúruð.
Jafnframt þurfti að þrífa útigerðin
sem hundarnir voru í yfir daginn.
Daglega þurfti ég að fara í um 15
göngutúra með hótelgestina og var
dauðuppgefin eftir daginn. Ekki get
ég ímyndað mér hvernig Ásta fer að
því að annast þá 194 hunda sem hún
hefur á sinni könnu ásamt þessum
þremur öðrum starfsmönnum bús-
ins. Nýlega fór ég til Dalsmynnis en
ekki frekar en í fyrri heimsókn
minni þangað fékk ég að skoða
nokkurn skapaðan hlut að vild. Ef
hlutirnir eru í lagi í Dalsmynni,
hvers vegna má ekki skoða þá? Ég
hef séð á myndum þaðan að mörgum
hundum er troðið saman í of þröng
búr. Einnig eru lítil útigerði þar sem
hundarnir fá sína „hreyfingu“. Það
sér það hver maður að svona lítil úti-
gerði nægja ekki hundi fyrir sína
daglegu hreyfiþörf. Hundurinn hef-
ur fylgt manninum í yfir 1000 ár, svo
það er eðli þeirra að þarfnast snert-
ingar við manninn. Það er einnig
nauðsynlegt fyrir hvolpana til að
geta aðlagast fljótt vistarverum
manna, en á búinu fá þeir ekki að
kynnast öðru en að lifa í búri alla
sína sorgarævi.
Þegar reka átti Ástu úr HRFÍ á
sínum tíma voru tekin DNA-sýni úr
nokkrum hvolpum og kom í ljós að
þeir sem voru skráðir sem systkini í
ættbókum Ástu voru ekki systkini.
Svo fáránlega sem það hljómar, var
ekki einu sinni rétt mamma skráð!
Hvernig í ósköpunum er hægt að
gera slík mistök að vita ekki hver
mamma hvolpanna er? Enda hafa
margir hundar þaðan ekki staðist
ræktunarmarkmið, og einnig hafa
komið upp fjöldamargir gallar. Ásta
segist gefa afslátt af gölluðum hvolp-
um, en ég þekki flólk sem hefur
fengið gallaða hunda og þegar það
kom í ljós þverneitaði Ásta að gefa
nokkurn afslátt. Einnig hafa fjölda-
margir ekki fengið ættbækur með
hundunum sínum, þrátt fyrir að þeir
hafi borgað himinhátt verð fyrir ætt-
bókarfærða hvolpa. Athugavert þyk-
ir mér að sumir af hennar hundum
eru ekki ættbókarfærðir en þrátt
fyrir það selur hún hvolpa undan
þeim sem ættbókarfærða!
Nú hafa loksins nýjar reglur verið
settar varðandi hundabú. Þar segir
til um að það þurfi einn starfsmann á
hverja 8 hunda. Það er því nokkuð
ljóst að Ásta þarf verulega að auka
starfsmenn sína eða þá að fækka
hundum sínum svo um munar. Mig
langar að vita nákvæmlega hvenær
hún þarf að fara eftir þessum
reglum, því það lítur ekki út fyrir að
hún hafi gífurlegar áhyggjur af
þeim. Eða fær hún virkilega að kom-
ast upp með það að hunsa settar
reglur í landinu? Hvernig stendur á
því að það er ekki löngu búið að taka
í taumana og stöðva þessa misnotk-
un á dýrum og loka þessari hvolpa-
framleiðslu? Fyrir áhugasama vil ég
benda á heimasíðuna http://
www.simnet.is/jv1 Þar er hægt að
sjá myndir af þessum hryllingi sem
á sér stað í búinu.
BERGÞÓRA BACHMANN,
Brekkukoti, Bessastaðahreppi.
Um Dalsmynni
Frá Bergþóru Bachmann:
ÉG hef fylgst með máli Árna John-
sen í fjölmiðlum og hef fundið til með
skipbroti hans. Ég fór fyrst að fylgj-
ast með honum þegar hann fór að
spila á gítarinn sinn á samkomum og
dóttir mín bað um leyfi til að fara á
þessar skemmtanir. Var það auðsótt,
vegna þess að ég hafði frétt að Árni
væri bindindismaður og þar af leið-
andi góð fyrirmynd fyrir börnin mín.
Að sjálfsögðu fylgdist ég með hon-
um eins og öðrum sem hafa verið að
klífa metorðastigann í okkar litla
samfélagi. Einnig fylgdist ég með
máli hans í fjölmiðlum allt til þess að
hann var dæmdur í fangelsi af
Hæstarétti Íslands. Ég hef oft spurt
sjálfan mig hvernig fer fyrir mönn-
um sem lenda í skipbroti eins og
Árni, það þarf sterk bein til að kom-
ast frá svona málum.
Þess vegna hefur það glatt mig að
Árni hefur ákveðið að leggja ekki ár-
ar í bát og hef ég haft gaman að
fylgjast með greinaskrifum hans síð-
ustu mánuði enda er hann frábær
penni. Að sjálfsögðu var ekki hægt
að veita honum helgarleyfi til að taka
þátt í Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
vegna þess fordæmis sem það hefði
skapað gagnvart öðrum föngum.
En Árni er góð fyrirmynd fyrir
aðra fanga að því leyti að hann hefur
ákveðið að gefast ekki upp og er þeg-
ar í fangelsinu farinn að skrifa og
starfa og búa sig undir lífið á ný, ætl-
ar ekki að láta deigan síga og takast
á við lífið aftur reynslunni ríkari.
Verður gaman að fylgjast með hon-
um þegar þar að kemur. Þetta er al-
veg eftir mínu höfði, að halda áfram
að róa, það er eina leiðin.
RÚNAR GUÐBJARTSSON,
Selvogsgrunni 7,
104 Reykjavík.
Um fordæmi og
fyrirmynd
Frá Rúnari Guðbjartssyni: