Morgunblaðið - 28.08.2003, Qupperneq 40
ÍÞRÓTTIR
40 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
GYLFI Þór Orrason, milliríkjadóm-
ari, mun dæma leik írska liðsins
Shelbourne og Olimpija Ljubljana frá
Slóveníu í UEFA-kepnninni í Shel-
bourne í kvöld. Aðstoðardómarar
verða þeir Eyjólfur Finnsson og Sig-
urður Þór Þórsson og fjórði dómari
Garðar Örn Hinriksson.
FINNSKI landsliðsmaðurinn Mikael
Forsell gæti verið á förum frá Chelsea
en þýska liðið Borussia Mönchenglad-
bach hefur falast eftir því að fá finnska
framherjann á nýjan leik í sínar raðir
en Forsell var lánaður til liðsins á síð-
ustu leiktíð og þótti standa sig geysi-
lega vel.
FORSELL, sem er 22 ára gamall,
skoraði 7 mörk fyrir Gladbach í 16
leikjum og átti stóran þátt í því að lið-
inu tókst að halda sæti sínu í Bundes-
ligunni.
CHELSEA hefur á skömmum tíma
fjárfest í tveimur rándýrum sóknar-
mönnum, Rúmenanum Adrian Mutu
og Argentínumanninum Hernan
Crespo, svo það er ekki ólíklegt að for-
ráðamenn Lundúnaliðsins láti Forsell
eftir til Gladbach. Fleiri félög hafa ver-
ið á höttunum eftir Finnanum sem hef-
ur látið hafa eftir sér að honum hafi lík-
að vistinn í Þýskalandi ákaflega vel.
DIEGO Forlan, sóknarmaður Man-
chester United, segist ekki sjá eftir því
að hafa gengið til liðs við United þrátt
fyrir að hann hafi fengið fá tækifæri í
byrjunarliði liðsins síðan hann gekk til
félagsins fyrir 18 mánuðum síðan. „Ég
er mjög ánægður hjá United. Ég er að
æfa með frábærum leikmönnum og
það hjálpar mér að verða betri leik-
maður,“ sagði Forlan.
ARSENE Wenger, knattspyrnu-
stjóri Arsenal, ætlar ekki að selja
sóknarmanninn Sylvain Wiltord en
hann á aðeins 12 mánuði eftir af samn-
ingi sínum. „Við höfum boðið Wiltord
samning sem hann hefur ekki viljað
skrifað undir. Ég vil ekki missa neinn
frá liðinu og því verður Wiltord áfram
hjá okkur, þrátt fyrir að hann geti farið
frítt til annars liðs eftir tímabilið,“
sagði Wenger.
BRESKI tenniskappinn Tim Hen-
mann er úr leik í Opna Bandaríska
Meistaramótinu. Hann tapaði fyrir
Bandaríkjamanninum Andy Roddick í
þremur settum 6:3, 7:6 og 6:3. Þar með
eru báðir Bretarnir sem skráðir voru
til leiks fallnir úr keppni því Greg Rud-
seski tapaði á mánudag fyrir Frakk-
anum Gregory Carraz.
BANDARÍKJAMAÐURINN Mich-
ael Chang hefur lagt tennisspaðann á
hilluna. Chang, 31 árs, tilkynnti um
áform sín eftir að hann hafði tapað fyr-
ir Fernando Gonzalez í fyrstu umferð
Opna bandaríska meistaramótsins.
Chang gerðist atvinnumaður aðeins 15
ára gamall og sigraði á einu stórmóti á
ferlinum, Opna franska 1989, þá 17 ára.
FÓLK
Það má með sanni að segja að tvölið í sárum leiði saman hesta
sína í Laugardalnum í kvöld. Fylk-
ismenn hafa fengið
slæma útreið í
tveimur síðustu
leikjum sínum á Ís-
landsmótinu – töp-
uðu 5:1 á heimavelli fyrir Þrótti og
4:0 fyrir KR um síðustu helgi. Ekki
er ástandið betra hjá AIK. Liðið
hefur aðeins unnið einn af síðustu 11
leikjum og um síðustu helgi steinlá
liðið fyrir Helsingborg, 5:1. AIK er í
áttunda sæti í sænsku úrvalsdeild-
inni með 26 stig eftir 19 leiki.
„Ég býst ekki við öðru en að
þetta verði hörkuleikur. Alla vega
verðum við Fylkismenn að rífa okk-
ur upp af rassgatinu. Við höfum ver-
ið afar slakir í undanförnum leikjum
en nú erum við á öðrum vettvangi
og vonandi getum við glatt stuðn-
ingsmenn okkar með góðum leik því
við skuldum þeim, stjórnarmönnum
liðsins og þeim sem að liðinu koma
betri frammistöðu heldur en við höf-
um sýnt í síðustu leikjum,“ sagði
Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður-
inn sterki hjá Fylki, við Morgun-
blaðið en hann leikur í kvöld síðasta
leik sinn fyrir Árbæjarliðið í bili.
Lánssamningur Fylkis við Arsenal
lýkur 31. ágúst en Ólafur Ingi, sem
samningsbundinn er Arsenal til loka
næsta árs, heldur utan til Arsenal 7.
september en hann verður að hafa
félagaskipti fyrir sunnudag áður en
félagaskiptafresturinn rennur út.
Ólafur Ingi segir að vissulega eigi
Fylkir möguleika á að slá AIK út en
til þess að svo geti orðið þurfi leik-
menn að bæta sinn leik til mikilla
muna.
„Það er alveg ljóst að við förum
ekkert áfram ef við ætlum að spila
eins og í síðustu leikjum. Við lítum
hins vegar á að möguleikinn á að slá
Svíana út sé fyrir hendi. Við þurfum
fyrst og fremst að hafa trú á sjálfum
okkur. Getan er til staðar og ef við
leggjumst allir á eitt, berjumst og
sýnum okkar rétta andlit getur allt
gerst. Lið AIK er sterkt en líkt og
hjá okkur hefur liðinu ekki gengið
sem skyldi,“ segir Ólafur.
Sást þú einhverja veikleika hjá
Svíunum í fyrri leiknum sem þið
getið nýtt ykkur?
„Já, það eru veikleikar hjá þeim
eins og hjá okkur. Ég mundi segja
að aftasta varnarlína þeirra sé veik-
asti hlutinn af liðinu. Varnarmenn-
irnir eru frekar hægir og okkar
fljótu sóknarmenn ættu að geta
fært sér það í nyt. Það reyndi
kannski ekki svo ýkja mikið á vörn
þeirra í Stokkhólmi enda lágum við
mikið til baka í þeim leik og vörð-
umst. Við verðum að vera þolinmóð-
ir en umframt allt verður liðið að
vinna saman sem ein heild.“ Ólafur
Ingi segir að það sé algjört lyk-
ilatriði hjá Fylkismönnum að skrúfa
fyrir lekann í vörninni en þeir hafa
fengið á sig níu mörk í síðustu
tveimur leikjum eftir að hafa fengið
aðeins á sig tíu mörk í fyrstu 13
leikjunum.
„Ég held að þessi leikur sé kjörinn
vettvangur fyrir okkur að koma lið-
inu í gang á nýjan leik. Vissulega var
sárt að tapa leikjunum við Þrótt og
KR og það svona stórt en við megum
ekki láta það trufla okkur. Ég hef
enga trú á að menn hafi glatað sjálfs-
traustinu. Við hlökkum til að spila
þennan leik og ég held að við förum
ekki með það hugarfar til leiks að illa
hafi gengið í síðustu leikjum. Ef við
náum að spila okkar leik og gefum
okkur 100% í verkefnið, veit ég að við
getum veitt AIK verðuga keppni. Ég
á mér allavega þá ósk að geta kvatt
strákana með góðum leik enda væri
það fúlt að fara til Englands með þrjá
ósigra á bakinu.“
Fylkismenn geta teflt fram sínu
sterkasta liði í kvöld að því und-
anskildu að Valur Fannar Gíslason
er frá vegna nárameiðsla
Ólafur Ingi Skúlason leikur sinn síðasta leik fyrir Fylki gegn AIK í kvöld
Skuldum stuðningsmönnum
okkar betri frammistöðu
FYLKISMENN fá í kvöld gott
tækifæri til að rífa sig upp eftir
tvo skelli í Landsbankadeildinni
þegar þeir taka á móti sænska
liðinu AIK á Laugardalsvelli í
síðari viðureign liðanna í for-
keppni UEFA-keppninnar. Sví-
arnir hafa naumt forskot eftir
fyrri leikinn í Stokkhólmi þar
sem þeir sigruðu, 1:0, með
marki á lokamínútunum.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Morgunblaðið/Árni Torfason
Haukur Ingi Guðnason og félagar í Fylki glíma við AIK á Laugardalsvelli síðdegis.
ÞAÐ var þungt hljóðið í
Guðmundi Ingvasyni, for-
manni Knattspyrnufélags
Fjarðabyggðar, er Morg-
unblaðið hafði samband við
hann í gærmorgun. Á
þriðjudag tapaði Fjarða-
byggð fyrir Leikni Reykja-
vík 4:0 og féll úr keppni
eftir að hafa náð að sigra
3:0 fyrir austan. Þetta er
ekki í fyrsta skipti sem
Guðmundur upplifir von-
brigði í úrslitakeppni 3.
deildar því fimm ár í röð
hefur lið hans farið í úr-
slitakeppnina án þess að ná
settu marki.
„Þetta er alltaf jafnmikil
vonbrigði. Það er engu lík-
ara en við þolum ekki
pressuna sem fylgir þess-
ari úrslitakeppni. Í þessari
deild sem við spilum í
snýst þetta um að toppa á
réttum tíma. Það telur
ekkert að vera góðir í maí,
júni og júlí,“ sagði Guð-
mundur.
Aðspurður hvort það
yrði áframhaldandi sam-
starf hjá Austra Eskifirði,
Val Reyðarfirði og Þrótti
Neskaupstað sagðist Guð-
mundur ekki geta svarað
því að svo stöddu. Fyrst
yrðu menn að jafna sig eft-
ir þennan ósigur.
„Alltaf jafnmikil
vonbrigði“
YFIRGNÆFANDI
líkur eru á að lands-
liðsmaðurinn Jó-
hannes Karl Guð-
jónsson klæðist gula
og svarta búningnum
að nýju. Gert er ráð
fyrir því að Skaga-
maðurinn knái gang-
ist undir lækn-
isskoðun hjá enska
úrvalsdeildarliðinu
Wolves í dag og
skrifi í kjölfarið und-
ir lánssamning við
félagið sem gildir í
eitt ár en að þeim
tíma liðnum hafa Úlf-
arnir forkaupssrétt á
honum frá Real Bet-
is.
Enska blaðið Ex-
press&Star hefur eft-
ir knattspyrnustjóra
Úlfanna, Dave Jones,
að hann vilji að búið
verði að ganga frá
samningi við Jóhann-
es Karl og Bras-
ilíumanninn Emerson
í tæka tíð fyrir leik
liðsins á móti
Portsmouth en á
laugardaginn leiða
nýliðarnir saman
hesta sína á Mol-
ineux, heimavelli
Wolves.
Jóhannes með Úlfunum
gegn Portsmouth?
Jóhannes Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu.
Morgunblaðið/Kristinn