Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Sími 588 1200
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
TILRAUNARÆKTUN á maís á Þorvaldseyri
undir Eyjafjöllum hefur farið fram úr björtustu
vonum, að sögn Ólafs Eggertssonar bónda. Hann
segir að plantan hafi dafnað ótrúlega vel í sumar
sem sýni að þessi ræktun sé vel möguleg hér á
landi. Sömu sögu segir Gunnar Sigurðsson,
bóndi á Stóru-Ökrum í Skagafirði. Þar hefur
plantað vaxið upp um 160 sentimetra en hún
verður venjulega ekki hærri en 180 sentimetrar
þar sem hún er ræktuð sunnar í álfunni.
Ólafur sáði í skika á landi sínu 20. apríl sl. og
nú nær maísinn hjá honum vel upp að mitti.
Gunnar var aðeins seinna á ferðinni og sáði 15.
maí. Hann segir akurinn orðinn mjög fallegan og
að tilraunin í sumar hafi gefist mjög vel.
Notuð var sérstök sáðvél sem flutt var til
landsins í vor og með henni komu sérfræðingar
til að kenna íslenskum bændum handtökin við
sáningu. Jafnóðum var lagt þunnt umhverfis-
vænt plast yfir raðirnar og segir Ólafur það hafa
haldið góðu hitastigi og raka í jarðveginum, sem
tryggði betri aðstæður á viðkvæmu stigi rækt-
unarinnar. Plantan stingur sér upp í gegnum
plastið sem á að brotna niður á vaxtartíma plönt-
unnar. Þetta á að hafa gefist vel á Skotlandi og
Írlandi og færist maísræktun sífellt norðar á
kaldari svæði. Með þessari aðferð telja bændur
að hægt sé að rækta maís hér á landi þótt hita-
stig sé helst til lágt en plantan bæti sér það upp
með mikilli birtu yfir sumartímann.
Að öllu óbreyttu ætti uppskeran að fara fram í
október. Til þess þarf hins vegar sérstaka vél
sem saxar stilkinn niður og maísinn er síðan
lagður í flatt síló úti og votverkaður. Afurðin er
kjarnmikið og sætt fóður fyrir skepnur. „Þetta
er spennandi efni með öðru fóðri,“ segir Ólafur.
Maísræktun hefur gefist vel
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Maísrækt að Stóru-Ökrum 1 í Skagafirði. Vilhjálmur Agnarsson, vinnumaður á bænum, stendur á akrinum sem er í miklum blóma.
dagabáta og hyggst færa á þá ein-
hverja daga sem nú eru vistaðir á
Guju EA. Hann segir fleiri daga-
karla í Grímsey hafa brugðið á það
ráð að kaupa til sín sóknardaga.
„Hér eru margir bátar í sóknar-
dagakerfi og þeir halda uppi fisk-
vinnslunni yfir sumarmánuðina. Ég
þori ekki að hugsa þá hugsun til
enda ef þessara báta nyti ekki við.
GUJA EA, 2,3 tonna trilla úr Gríms-
ey, fær úthlutað 57 sóknardögum á
næsta fiskveiðiári sem hefst hinn 1.
september nk. Bátum í sóknar-
dagakerfi hefur verið úthlutað 19
sóknardögum á næsta fiskveiðiári en
heimilt er að framselja daga á milli
báta varanlega eða innan fisk-
veiðiársins.
Henning Jóhannesson, sem gerir
út Guju EA, segist hafa keypt fleiri
sóknardaga á bát sinn enda fyrir-
sjáanlegt að 19 dagar dugi ekki til.
Hann gerir reyndar út fleiri sóknar-
Hér er ekki að neinu öðru að hverfa
og með þessu tekst okkur að halda
uppi atvinnu í eynni, sérstaklega
fyrir unga fólkið. Það kemur því illa
við okkur þegar verið er að fækka
dögunum, því á sama tíma hefur
dregið úr aflabrögðum,“ segir
Henning.
Guja í
Grímsey
með 57
daga
Morgunblaðið/Helga Mattína
Henning Jóhannesson, útgerðarmaður í Grímsey, við einn af bátum sínum.
Með 57 daga/C1
SLÁTURFÉLAG Austurlands mun
innan skamms bjóða upp á nýjung í
sölu og markaðssetningu á lamba-
kjöti beint til neytandans.
Sigurjón Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri félagsins, átti hug-
myndina, en um er að ræða til-
raunaverkefni þar sem bændur
selja sjálfir kjöt sitt beint til neyt-
enda með aðstoð Netsins og milli-
göngu Sláturfélagsins.
Sigurjón sagði í samtali við Morg-
unblaðið að Sláturfélagið myndi sjá
um alla verkun kjötsins, pökkun og
dreifingu og sjá um innheimtu og
greiðslur til bænda, en Norðlenska
um slátrunina. Hann segir að þegar
verkefnið verður komið í gagnið
muni neytendur geta farið á Netið
og kynnt sér kjöt frá tuttugu mis-
munandi bændum og valið sér kjöt
frá þeim bónda sem þeim líst best á.
Verkefnið verður kynnt formlega
í næstu viku, að sögn Sigurjóns.
Sláturfélag Suðurlands ætlar
einnig að hefja tangarsókn í sölu á
lambakjöti, en á döfinni er verkefni
með Áformi, sem er samstarfsverk-
efni um markaðssetningu á lamba-
kjöti erlendis.
„Ég bind miklar vonir við að
markaðsátakið með Áformi muni
auka söluna hjá okkur,“ sagði Stein-
þór Skúlason, forstjóri Slátur-
félagsins, í samtali við Morgun-
blaðið.
Lambakjöt boðið
til sölu á Netinu
Sláturhúsin/B4–5
SAMANLAGÐUR hagnaður
stóru tryggingafélaganna þriggja,
Sjóvár-Almennra, Trygginga-
miðstöðvarinnar og Vátrygginga-
félagsins, af ökutækjatryggingum
nam 1.072 milljónum króna á
fyrri hluta ársins og jókst um
rúmlega 20% frá sama tímabili í
fyrra.
Hagnaður af rekstri félaganna
þriggja í heild jókst um 150% á
milli ára og nam á fyrri hluta
þessa árs 1.877 milljónum króna.
Samanlögð bókfærð iðgjöld námu
15½ milljarði króna og hækkuðu
um rúmlega 3% milli ára.
Aukinn hagn-
aður af bíla-
tryggingum
Hagnaður/B6
MANNANAFNANEFND tekur
afstöðu til nokkurra tuga manna-
nafna á hverju ári og á meðal nafna
sem nefndin hefur samþykkt
nýlega eru til dæmis Engilbjört,
Marela, Dara, Alva, Silvana,
Manúel, Brit, Emelína, Dísella,
Tea og Ástvar. Aftur á móti hafn-
aði nefndin nokkrum nöfnum eins
og til að mynda Þórunnbjörg,
Arianna og Elíza.
Að sögn Andra Árnasonar, for-
manns nefndarinnar, fundar hún
mánaðarlega eða því sem næst og
afgreiðir mál. „Það er reglulega
haft samband við okkur og óskað
eftir að við tökum afstöðu til nafna
sem á að fara að gefa og ekki eru á
skránni. Við vinnum eftir manna-
nafnalögum og höfum í tengslum
við það ákveðnar starfsreglur sem
eru innan ramma laganna. Þetta
eru tugir nafna sem bætast í
skrána á hverju ári samkvæmt
beiðnum frá fólki sem er að fara að
skíra eða vill gera breytingar á
nöfnum.“
Mannanafnanefnd hefur
samþykkt nokkur ný nöfn
18 ÁRA íslensk stúlka hrapaði til bana
á sumardvalarstaðnum Torremolinos
á Spáni í fyrrinótt. Atvikið átti sér stað
í klettum nærri útsýnispalli við
ströndina og mun hin látna hafa
hrapað niður 20 metra háa kletta. Til-
drög slyssins liggja ekki endanlega
fyrir, samkvæmt upplýsingum sem
fengust hjá Heimsferðum, en stúlkan
var farþegi ferðaskrifstofunnar.
Lögregla í Torremolinos fer með
rannsókn málsins. Stúlkan var á
ferðalagi ásamt vinkonum sínum og
hafði ráðgert að halda til Íslands í
gær. Ekki er unnt að birta nafn hinnar
látnu að svo stöddu.
Lést af
slysförum
á Spáni
♦ ♦ ♦