Morgunblaðið - 31.08.2003, Side 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SAMIÐ UM LYF
Náðst hefur samkomulag á vett-
vangi heimsviðskiptastofnunar-
innar, WTO, um heimild til handa fá-
tækum ríkjum til að flytja inn ódýr
samheitalyf gegn skæðum sjúkdóm-
um á borð við alnæmi.
Útflutningur á heyi
Hafin er athugun á útflutningi á
heyi til sunnanverðrar Evrópu, en
eftirspurn eftir heyi hefur aukist í
kjölfar þurrka. Íslenskir bændur sjá
fram á að sitja uppi með umfram-
birgðir af heyi í haust.
Aukin umsvif í fraktflugi
Alls verður 21 þota í fraktverk-
efnum í næsta mánuði fyrir íslensku
flugfélögin en fyrir fimm árum voru
örfáar íslenskar þotur í slíkum verk-
efnum.
Fjórir hafa játað
Að sögn lögreglu í Najaf í Írak
hafa fjórir menn játað aðild að
sprengjutilræðinu er varð 107
manns að bana í borginni í fyrradag,
þ.á m. einum helsta trúar- og stjórn-
málaleiðtoga sjíamúslíma í landinu.
Varp nýrra fugla
Fjórar nýjar fuglategundir verptu
hér á landi í sumar í fyrsta sinn svo
vitað sé. Tegundirnar eru eyrugla,
skógarsnípa, dvergmáfur og
fjallkjói.
Ráðgjafi lífeyrismála
Í starfi ráðgjafa lífeyrismála felst m.a:
• Sala á lífeyrissparnaði Landsbankans
• Sérfræðiráðgjöf til viðskiptavina Landsbankans
• Þátttaka í vöruþróun, söluaðgerðum, fræðslu, þjálfun og kynningarmálum
Ráðgjafi lífeyrismála verður í hópi starfsmanna sem annast sölu lífeyrissparnaðar Landsbankans. Um er að ræða
kraftmikinn og árangursmiðaðan hóp sem hefur gæði þjónustunnar að leiðarljósi. Sérstök áhersla er lögð á
eftirfylgni söluáætlana og samstarf við söluaðila.
Leitað er að öflugum einstaklingi með háskólamenntun. Starfsreynsla er skilyrði en reynsla af sambærilegum
störfum er æskileg. Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og góð samskiptahæfni eru skilyrði.
Í starfi fjármálaráðgjafa felst m.a:
• Öflun nýrra viðskiptavina í fjárvörslu fyrir Landsbankann og Landsbankann í Luxemburg
• Þjónusta og samskipti við núverandi viðskiptavini
Fjármálaráðgjafi þróar þjónustu Landsbankans við efnameiri einstaklinga. Um er að ræða krefjandi starf
þar sem mikilvægt er að fari saman hæfni í mannlegum samskiptum og sérþekking á fjármálamörkuðum,
jafnt innlendum sem erlendum. Sérstök áhersla er lögð á að fjármálaráðgjafi sé ávallt vakandi fyrir nýjum
viðskiptatækifærum.
Leitað er að öflugum einstaklingi með háskólamenntun á sviði viðskipta. Starfsreynsla í fjármálafyrirtæki er
skilyrði eða reynsla af sambærilegum störfum. Krafist er agaðra og faglegra vinnubragða auk þess sem áræðni,
sjálfstæði og frumkvæði eru nauðsynlegir eiginleikar.
andsbanki Íslands hf. er eitt
tærsta fjármálafyrirtæki landsins
g veitir alhliða almenna og sértæka
ármálaþjónustu til einstaklinga,
yrirtækja og stofnana.
ögð er megináhersla á að bankinn hafi
ævinlega á að skipa ábyrgum, hæfum,
flugum, áhugasömum og ánægðum
tarfsmönnum.
afnframt er það stefna Landsbankans á
verjum tíma að gefa starfsmönnum kost
því að eflast og þróast í starfi
samræmi við eigin þarfir og þarfir
ankans.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
LB
I
22
09
6
08
/2
00
3
Laus störf á eignastýringarsviði Landsbankans
Fjármálaráðgjafi
Nánari upplýsingar veita:
Hermann Jónasson, forstöðumaður
erðbréfa- og lífeyrisþjónustu
síma 535 2072 og
Atli Atlason, framkvæmdastjóri
tarfsmannasviðs, í síma 560 6304.
arið verður með allar umsóknir
em trúnaðarmál.
Umsóknir sendist til starfsmannasviðs
andsbankans, Austurstræti 11, 101 Reykjavík
ða á póstfang atlia@landsbanki.is
yrir 10. september n.k.
Fasteignasala
— Sölustjóri
gróin og öflug fasteignasala þarf á sölu-
ra að halda. Einungis koma til greina
æðnir og dugmiklir sölumenn með reynslu
asteignasölu. Kjörið tækifæri fyrir góðan
umann sem vill auka við ábyrgð sína og
kka launin. Þarf ekki að hefja störf strax.
ð allar umsóknir verður farið sem trúnaðar-
.
sóknir óskast sendar til auglýsingadeildar
l. og í box@mbl.is merktar: „Sölustjóri —
14“.
unnudagur
1. ágúst 2003
tvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð
mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 8.360 Innlit 16.186 Flettingar 76.768 Heimild: Samræmd vefmæl
Ný
Lína á
fjalirnar
NÝ kynslóð Línu-
aðdáenda getur byrjað
að telja niður dagana.
Sterkasta stelpa í heimi
birtist á fjölum Borgar-
leikhússins 14. sept-
ember nk. Anna G.
Ólafsdóttir spjallaði
við Ilmi Kristjáns-
dóttur, hægri hönd
Línu í sýningunni,
Maríu Reyndal leik-
stjóra og þýðandann
Þórarinn Eldjárn.
erðalögHrekkjavakasælkerarSuðræn áhrif frá ChilebörnEineltibíóFreddy vs. Jason
Flækingasumarið mikla
Landnám framandi farfugla
Tíminn mun
leiða í ljós
hvernig þessu
tegundum
reiðir af.
Prentsmiðja
Morgunblaðsins
Sunnudagur
31. ágúst 2003
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Hugvekja 43
Viðtal 8 Myndasögur 44
Listir 23/29 Bréf 44/45
Af listum 24 Dagbók 46/47
Birna Anna 24 Krossgáta 48
Forystugrein 30 Leikhús 50
Reykjavíkurbréf 32 Fólk 49/57
Skoðun 32/33 Bíó 54/57
Minningar 36/39 Sjónvarp 58
Þjónusta 41 Veður 59
* * *
Kynningar – Blaðinu í dag fylgir aug-
lýsingablaðið FAGRA VERÖLD 2003-
2004 frá Heimsklúbbi Ingólfs. Tíma-
ritinu er dreift á höfuðborgarsvæð-
inu.
Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
AÐALSTYRKTARAÐILI
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR
ÍSLANDS
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Dömur mæti
með blævæng,
herrar með
stuttan kveikiþráð.
SJÁ BLS. 9 Í ÁRSBÆKLINGI SINFÓNÍUNNAR SEM FYLGIR MORGUNBLAÐINU Í DAG
Kynningar – Blaðinu í dag fylgir blað
Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Tíma-
ritinu er dreift um allt land.
TÆPLEGA þrjú þúsund Íslendingar
buðu fram aðstoð við hljóðsöfnun
vegna gerðar íslensks talgreinis. Það
er um eitt prósent þjóðarinnar. Safn-
að var hljóðdæmum frá rúmlega tvö
þúsund manns sem er sá fjöldi sem
þurfti til verksins. Hjalverkefnið stóð
að baki söfnun hljóðdæmanna, en
verkefnið er samstarfsverkefni Sím-
ans, Nýherja, Háskóla Íslands,
Grunns gagnalausna og Hex hugbún-
aðar.
Í fréttatilkynningu frá Símanum
segir að hljóðdæmin verði notuð við
þjálfun talgreinis sem gerir það kleift
að veita margs konar sjálfvirka þjón-
ustu í gegnum síma. Elsti þátttakand-
inn í verkefninu var 83 ára karlmaður.
„Þess var gætt að þátttakendur end-
urspegluðu aldur, kyn og búsetu
landsmanna, enda þarf talgreinirinn
að geta skilið okkur öll,“ segir enn-
fremur í tilkynningunni.
Þrír meistaranemar í tungutækni
við Háskóla Íslands unnu að því í
sumar að yfirfara upptökurnar, skrá
niður það sem sagt var og hljóðrita 30
þúsund orða safn algengra íslenskra
orða. Eru þeir að leggja lokahönd á
verkið um þessar mundir. Í tilkynn-
ingunni segir að við vinnu sína hafi
nemendurnir haft sérstaka gát á mis-
munandi framburði einstaklinga og
hópa á algengum hljóðmyndum ís-
lensku. Komið hefur í ljós að fram-
burður er einsleitari en áður var, með
nokkrum undantekningum. Þannig
virðast norðlenska og sunnlenska
hafa haldið stöðu sinni, en síður er
hægt að greina mismunandi áherslur
í framburði í hinum landshlutunum.
Mismunandi framburður virðist
fremur fylgja aldri en búsetu. Þá er á
það bent að þetta sé umfangsmesta
söfnun á talmáli Íslendinga síðan 1947
og niðurstöðurnar verði nýtanlegar í
fjölda rannsóknarverkefna, í orða-
bókum og framburðargreiningu.
Gögnin eru nú komin í hendur er-
lends samstarfsaðila, þar sem þau
verða notuð til þjálfunar talgreinisins.
Því verki lýkur í október og áætlað er
að fyrstu talþjónusturnar, sem skilja
íslensku, taki til starfa í nóvember.
Eitt prósent þjóðarinnar bauð fram
aðstoð við gerð íslensks talgreinis
Framburður eins-
leitari en áður var
LANDMANNALAUGAR eru einn fjölsóttasti ferðamannastaðurinn á há-
lendi Íslands. Því getur verið fjölmennt í heitu lauginni þar sem ferðamenn
slaka á eftir langar göngu- eða ökuferðir. Fletta þeir sig þá klæðum á palli
undir berum himni áður en stigið er í heitan lækinn. Á meðan sumir skrafa
um málefni líðandi stundar fara aðrir aðeins afsíðis og rifja upp sundtökin.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Sundtök í
Landmannalaugum
EINN helsti yfir-
maður orkumála í
Kaliforníuríki í
Bandaríkjunum,
David Freeman, er
staddur hér á landi
að kynna sér jarð-
hitaframleiðslu og
vetnisrannsóknir á
vegum Orkuveitu
Reykjavíkur,
Enex, Íslenskrar
nýorku og fleiri að-
ila. Í samtali við
Morgunblaðið seg-
ir hann mikinn
vilja vera fyrir því
að koma á samstarfi milli Kaliforn-
íuríkis og íslenskra orkufyrirtækja.
Auk þess að hitta fulltrúa orkufyrir-
tækja hefur Freeman átt fund með
Geir H. Haarde fjármálaráðherra og í
gær hitti hann Ólaf Ragnar Grímsson
forseta.
David Freeman hefur áratuga-
reynslu af störfum í orkumálum í
Bandaríkjunum og var á sínum tíma
ráðgjafi á því sviði hjá tveimur for-
setum, þem Lyndon B. Johnson og
Jimmy Carter. Hann er í dag forstjóri
og stjórnarformaður California
Power Authority, fyrirtækis sem sér
um að nægt rafmagn sé fyrir hendi í
ríkinu.
„Tilgangur heimsóknar minnar til
Íslands er að kynnast því hvað fer hér
fram í vetnis- og jarðhitamálum.
Segja má að Ísland sé Mekka vetn-
isins þannig að ég er kominn til
Mekka til þess að læra og koma á
samstarfi við ykkur. Þið hafið tekið
forystu í þessum málum og við viljum
reyna að halda í við ykkur,“ segir
Freeman og kveðst mjög hrifinn af
því sem hann hefur séð í heimsókn-
inni síðustu daga.
Hann segir að
þrátt fyrir að Kalif-
orníuríki búi yfir
margfalt stærri
jarðhitaauðlindum
og hafi meiri þörf
fyrir slíka orku sök-
um íbúafjöldans, þá
búi Íslendingar yfir
lengri og betri
reynslu í að nýta
þennan orkugjafa og
þá reynslu vilji fyr-
irtæki hans kynna
sér og hagnýta
heima fyrir. Bendir
hann á að í Kaliforn-
íu sé hlutur endurnýjanlegrar orku
um 12% og áætlanir séu uppi um að
auka hann í 20%. Hér á landi sé hlut-
fallið hins vegar 100%.
Vetni getur bjargað heiminum
Freeman segist vilja flýta fyrir
þeirri þróun að bílar, strætisvagnar
og flugvélar verði sem flest knúin
hreinni og endurnýjanlegri orku á
borð við vetni. Hann bendir á að þró-
un rafmagnsbíla hafi ekki gefið svo
góða raun. Telur hann mun meiri
möguleika felast í nýtingu vetnis fyrir
einkabíla og að rafmagnsknúnir
strætisvagnar geti frekar átt sér ein-
hverja framtíð.
„Vetnið getur bjargað heiminum.
Af hverju hafa Bandaríkin háð stríð í
Mið-Austurlöndum? Það er eingöngu
út af olíunni. Við erum ekki eins og
Rómverjar á sínum tíma og ráðumst
inn í hvaða ríki sem er. Við erum háðir
olíunni og þegar þeirri auðlind er ógn-
að er farið í stríð. Þetta er ömurleg
staðreynd en sönn engu að síður. Við
viljum ekki vera í þessari stöðu. Við
þurfum á hreinni og endurnýjanlegri
orku að halda,“ segir Freeman.
Samstarfi komið
á við Kaliforníu-
ríki í orkumálum
Morgunblaðið/Kristinn
David Freemann er hrifinn af
því sem íslensk orkufyrirtæki
eru að gera á sviði jarðhita- og
vetnisframleiðslu.
TÖKUR á kvikmynd í fullri lengd
um Reykjavíkurmærina Dís hefjast í
lok september. Myndin byggist á
samnefndri skáldsögu eftir þær
Birnu Önnu Björnsdóttur, Oddnýju
Sturludóttur og Silju Hauksdóttur.
Dís kom út árið 2000 og hlaut mjög
góðar viðtökur. Höfundarnir skrif-
uðu kvikmyndahandritið einnig í
sameiningu auk þess sem Silja mun
leikstýra myndinni. Framleiðandi er
Sögn ehf., fyrirtæki Baltasars Kor-
máks og Lilju Pálmadóttur.
Baltasar sagði í samtali við Morg-
unblaðið að undirbúningur fyrir tök-
ur á myndinni gengju vel og verið
væri að ráða leikara í helstu hlutverk
ásamt öðru starfsfólki. Hann sagði
að tökur myndu hefjast í Reykjavík
og standa yfir í sex vikur. Sagðist
Baltasar vonast til að myndin yrði
tilbúin snemma á næsta ári.
„Ég las handritið og fannst það
mjög skemmtilegt. Þetta er létt og
skemmtileg saga, verður nokkurs
konar stelpumynd sem að mestum
hluta verður gerð af kvenfólki. Það
hefur vantað í íslenska kvikmynda-
gerð að stelpur ryðji sér til rúms líkt
og strákar,“ sagði Baltasar.
Kvikmyndun á Dís hefst
í lok næsta mánaðar
BANDALAG háskólamanna,
BHM, hefur sent tvær fyrirspurnir
til jafnmargra ráðuneyta varðandi
setningu til starfa. Annars vegar er
um að ræða setningu ráðuneytis-
stjóra hjá félagsmálaráðuneytinu
og hins vegar ráðningu fv. aðstoð-
armanns samgönguráðherra til
starfa í Brussel.
Að mati BHM virðist ekki hafa
verið farið að lögum í þessum til-
vikum. Í vefriti BHM kemur fram
að bandalagið fær ábendingar og
fylgist með hvort yfirvöld virði þá
skyldu að auglýsa laus störf og
þegar setja þarf mann í starf til
lengri tíma en eins árs. Þar segir
að þegar einstaklingar séu settir til
starfa sem staðgenglar megi að-
eins setja mann að hámarki til árs.
BHM spyrst fyrir um
setningu í störf