Morgunblaðið - 31.08.2003, Page 4

Morgunblaðið - 31.08.2003, Page 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN „Ætlar þú að sjá 9. sinfóníuna í vetur?“ SJÁ BLS. 16 Í ÁRSBÆKLINGI SINFÓNÍUNNAR SEM FYLGIR MORGUNBLAÐINU Í DAG VÍÐA á Austurlandi virðist ætla að verða sæmilegt af krækiberjum þetta árið. Við Kárahnjúka má til dæmis finna fallegar krækiberja- breiður, þó víðast séu berin stök á stangli og heldur krím- ug af virkjunarframkvæmda- ryki. Í Skógarbotnum komast menn nú í uppgrip í hrúta- berjunum, sem eru orðin dísæt og safarík. Lítið verður þó sjálfsagt um bláber í ár, þar sem lyngið skemmdist í kuld- um í vor og er étið eins og víðar á landinu. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Krækiber í Kára- hnjúkum Kárahnjúkum. Morgunblaðið. REKSTRI funda- og ráðstefnu- sala ríkisstofnana á efstu hæð- inni og í risi Borgartúns 6, gömlu rúgbrauðsgerðarinnar, verður hætt um næstu áramót. Er stefnt að því að selja alla bygginguna, sem er í eigu rík- isins, á næsta ári en ráðstefnur og fundir hafa verið haldnir á efstu hæðum hússins allt frá því á áttunda áratugnum. Þórhallur Arason, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, seg- ir Lyfjaverslun ríkisins hafa haft húsið á leigu og Delta síðan tekið þann leigusamning yfir en sá samningur renni út í byrjun næsta árs. „Við tókum þann kost að losa okkur frá öllum leigu- samningum og ætlum að auglýsa húsið til sölu.“ Þórhallur segir rekstur ráð- stefnusala ríkisins auðvitað barn síns tíma og ekki sömu þörf fyrir þjónustuna og áður. Aðgangur að fundarsölum sé betri en áður, þá hafi framboð hótela og einka- aðila aukist til muna og alls kyns fjarskiptatækni geri að verkum að eftirspurnin hefur minnkað. Rekstri funda- og ráðstefnusala rík- isstofnana hætt RÍKISKAUP hafa auglýst eftir hús- næði til leigu fyrir heilsugæslustöð Voga- og Heimahverfis. Að því er fram kemur á vef Ríkiskaupa er ósk- að eftir fullinnréttuðu húsi til lang- tímaleigu sem er u.þ.b. 800–900 fer- metrar að stærð. Frestur til að skila inn tilboðum er til 16. september nk. Húsnæðið þarf að vera á milli Dal- brautar, Kleppsvegar-Sæbrautar, Suðurlandsbrautar að Grensásvegi og að Laugardal austan- og norðan- verðum. Íbúar í Voga- og Heima- hverfi, sem eru um 10 þúsund, hafa þurft að leita út fyrir hverfin til að fá þjónustu heimilislæknis og hjúkrun- arfólks á heilsugæslustöð. Einkum hafa íbúarnir leitað til heilsugæslu- stöðvarinnar í Lágmúla. Áform um að reisa heilsugæslustöð í Voga- og Heimahverfi hafa verið uppi nokkur undanfarin ár og segir Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunn- ar í Reykjavík, það gleðiefni að nú styttist í lausn þeirra mála. „Þetta er mikið framfaraspor,“ segir Guð- mundur en margar leiðir hafa verið kannaðar, ákveðið húsnæði skoðað og ein lóð í Laugardal verið til ráð- stöfunar á sínum tíma. Hann segir að ákveðið hafi verið að auglýsa eftir leiguhúsnæði til langtímaleigu líkt og gert hafi verið í Grafarvogi og Salahverfi í Kópavogi. Spurður hvort rekstur sjálfrar stöðvarinnar verði í einkafram- kvæmd líkt og í Salahverfi segir Guðmundur engar ákvarðanir hafa verið teknar þar um, enda sé það á verksviði heilbrigðisráðuneytisins. Að sögn Guðmundar er miðað við að sex læknar starfi á heilsugæslu- stöðinni þegar hún verður komin í fullan rekstur eftir þrjú til fjögur ár og með alls um 30 starfsmönnum. Í upphafi er gert ráð fyrir eitthvað færri læknum. Eru vonir bundnar við að stöðin geti tekið til starfa ein- hvern tímann á næsta ári, ef hag- stæð tilboð berast í útboði Ríkis- kaupa. Heimild hefur verið fyrir fjárveit- ingu til kaupa eða leigu á húsnæði undir stöðina. Heilsugæslustöð Voga- og Heimahverfis í undirbúningi Ríkiskaup auglýsa eftir húsnæði til langtímaleigu UMFERÐARSTOFA hefur sent frá sér minn- isblað varðandi vegaxlir á Reykjanesbraut. Til- efni minnisblaðsins er meðal annars, að sögn Williams T. Möller, forstöðumanns lögfræðisviðs Umferðarstofu, ummæli Jóhannesar Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Keflavík, í Morgun- blaðinu nýlega um að reglur skorti um notkun vegaxla. Misjöfn hegðun við vegaxlir Að sögn lögregluþjóna í Hafnarfirði og í Kefla- vík hafa ábendingar og kvartanir borist frá al- menningi vegna notkunar vegaxlanna. Bílstjórar hafa legið undir þrýstingi frá bílstjórum fyrir aft- an þá um að víkja út á vegöxlina og hleypa umferð fram hjá, þrátt fyrir að þeir séu á löglegum hraða. Einnig hafa borist kvartanir um að bílstjórar víki ekki út á vegöxl þrátt fyrir að þeir nái ekki að keyra á löglegum hraða, til dæmis vegna aftaní- vagns eða annars. Karl Hermannsson, aðstoðarlögregluþjónn í Keflavík, segir augljóst, að ökumönnum beri ekki skylda til að víkja út af akreininni á vegöxlina þrátt fyrir að bílstjórar fyrir aftan þrýsti á hann að gera svo. William tekur undir það. „Bílstjóra, sem ekur á löglegum hraða, er ekki skylt að víkja út af veginum fyrir umferðinni fyrir aftan. Hins vegar nefna umferðarlögin, að ökumenn skuli vera með ökutæki sitt eins langt til hægri og unnt er, ef einhver vill fara fram úr þeim. Okkar skil- greining er sú, að hér sé átt við eins langt til hægri og hægt er á akbrautinni, en ekki að öku- maður þurfi að fara út á vegöxlina,“ segir William. „Hins vegar getur ökumaður undir vissum kring- umstæðum hægt á sér og farið út á vegöxlina, og komið þannig í veg fyrir að ökumaður fyrir aftan taki fram úr, og minnkað þannig slysahættu.“ Sömuleiðis eru dæmi þess að bílstjórar hafi tek- ið fram úr bílum með því að keyra á vegöxlinni, hægra megin fram úr bílnum, en það er strang- lega bannað. Enn aðrir virðast líta svo á, að hægt sé að keyra eftir vegöxlinni. Umferðarstofa tekur skýrt fram, að vegaxlir séu ekki akreinar. „Vegöxlin er sá hluti vegar sem er utan akbrautar, og er ekki ætlaður fyrir bíla- umferð,“ segir William. Vegöxlin er, samkvæmt umferðarlögum, fyrst og fremst fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, en einnig fyrir bílstjóra ef bifreið þeirra bilar. „Við komumst að þeirri niðurstöðu, að bifreiða- stjórum sé heimilt að hleypa umferð fram hjá sér með því að aka af akbraut út á vegöxl, enda sýni þeir ítrustu varúð og aki varlega. Hins vegar skal einnig vera ljóst, að ökumanni er ekki heimilt að halda ferðinni áfram eftir veg- öxlinni, hann verður annað hvort að aka strax inn aftur á akbrautina, eða nema staðar. Hann verður einnig að víkja fyrir umferð á akbrautinni þegar hann fer aftur inn á veginn. Því meiri umferð sem fer út á vegöxlina, og því hraðari sem hún er, því meiri verður slysahættan,“ útskýrir William. Hann segir nauðsynlegt fyrir ökumenn að hafa í huga, að með því að fara af akbraut yfir á vegöxl fari ökutækið yfir brotna línu, og eigi þar með að gæta ítrustu varúðar. Minnisblað Umferðarstofu um notkun vegaxla á Reykjanesbrautinni Mikilvægt að sýna ítrustu gát Ekki ætlast til að ekið sé eftir vegöxlum VATNSBÚSKAPUR Landsvirkj- unar er víðast hvar góður um þess- ar mundir. Ljósmyndari Morgun- blaðsins flaug nýlega yfir Vatnsfellsvirkjun og þar er inntaks- lónið svo fullt að töluvert vatn renn- ur um hjáveituna og þaðan út í Krókslón, sem er fjær á myndinni. Vatnsfellsvirkjun nýtir fallið í veituskurðinum á milli Þórislóns og Krókslóns, sem er uppistöðulón Sigöldustöðvar. Á vef Landsvirkj- unar segir að Vatnsfellsvirkjun sé nokkuð sérstök fyrir þær sakir að hún er ekki í rekstri nema þegar verið er að miðla vatni úr Þóris- vatni yfir í Krókslón. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Yfirfull miðlun- arlón MIKIÐ magn möttuldýra hefur ver- ið við strendur Vestmannaeyja en að sögn Páls Marvins Jónssonar, for- stöðumanns Rannsóknaseturs Vest- mannaeyja, hefur það í för með sér aukna samkeppni um fæðuna í sjón- um. Það getur gert lundanum erfitt fyrir í leit að æti fyrir pysjuungana. „Þetta er ekki marglytta eins og margir halda heldur tilheyrir fylk- ingu seildýra og heitir á latínu Salpa fusiformis,“ segir Páll Marvin. „Þarna myndast einhverjar kjör- aðstæður svo að þessi ákveðna teg- und nær yfirhöndinni og fjölgar sér svona rosalega.“ Páll bendir á að þegar svona mikið magn er af þess- ari tegund í sjónum er minna æti fyrir aðrar tegundir. Það getur haft margvísleg áhrif á lífríkið, bæði á landi og í sjó. „T.d. minnkar æti fyrir átuna en hún er fæða lundans. Okkar kennn- ing er sú að það geri lundanum erfitt fyrir að sækja fæðu fyrir pysj- urnar.“ Mikið af möttuldýrum hefur áhrif á lundann Morgunblaðið/Sigurgeir Möttuldýrin hanga saman og mynda slikju á sjávarborðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.