Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þeir eru komnir, þeir eru komnir, víkingarnir sem sigruðu okkur í þorskastríðinu, og lögðu Bush að velli í deilunni um Keflavíkurþoturnar. Ráðstefna um umhverfis- og heilbrigðismál Norðurlöndin borin saman ÁRLEG norrænráðstefna um um-hverfis- og heil- brigðismál verður sett í kvöld. Á ráðstefnunni, sem stendur til 2. sept- ember, munu fulltrúar Norðurlandanna hittast og bera saman bækur sín- ar. Rögnvaldur Ingólfsson er deildarstjóri matvæla- eftirlits Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykja- víkur. – Hverjir standa að ráð- stefnunni? „Þetta er ráðstefna um umhverfis- og heilbrigðis- mál og er svokölluð stór- borgarráðstefna. Það eru Helsinki, Stokkhólmur, Gautaborg, Málmey, Kaupmannahöfn, Osló og Reykjavík sem taka þátt. Reykjavík byrjaði í þessu sam- starfi árið 1985. Í ár var litlu stórborgunum, Mariehamn á Álandseyjum, Nuuk á Grænlandi og Þórshöfn í Færeyjum einnig boðið að taka þátt og hafa fulltrú- ar frá Mariehamn þegar boðað komu sína. Ráðstefnurnar eru sameiginlegur vettvangur stórra borga á Norðurlöndunum. Þar hittast sveitarstjórnarmenn og embættismenn og ræða um um- hverfis- og heilbrigðismál. Borg- irnar eru að stækka og umhverf- ismálin orðin mikilvæg í huga manna. Reykjavík er vissulega ekki mjög stór borg, en hún á mikið til við sömu vandamál að stríða og aðrar borgir á Norð- urlöndunum.“ – Hvað verður á dagskrá ráð- stefnunnar? „Ráðstefnan hefst sunnudags- kvöldið 31. ágúst með því að gestum verður boðið að skoða og fræðast um orkuverið á Nesja- völlum og umhverfi þess. Það er forseti borgarstjórnar, Árni Þór Sigurðsson, sem þar mun ávarpa gesti og bjóða velkomna. Ráð- stefnan sem slík verður hins veg- ar sett á mánudaginn af borg- arstjóra Reykjavíkur, Þórólfi Árnasyni. Á mánudaginn mun Pia Nielsen frá Miljökontrollen í Kaupmannahöfn kynna skýrslu um svokallaða umhverfisvísa. Sérstök nefnd hefur unnið að undirbúningi þeirra í nokkur ár. Umhverfisvísana ætla borgirnar að nota sem eins konar mæli- kvarða á umhverfisgæði. Hug- myndin er sú að þeir yrðu bæði notaðir til samanburðar á árangri í umhverfismálum á milli borg- anna og eins til að athuga hvort mönnum miði fram á við eða aft- ur á bak í verndun umhverfisins. Umhverfisvísarnir myndu t.d. mæla hversu miklu af gróður- húsalofttegundum er sleppt út á hvern íbúa á ári, hversu mikið af skólpi fer frá borgunum, hversu margir íbúar verða fyrir hávaða- mengun og hlutfall íbúa sem hafa aðgang að grænum svæðum inn- an 300 m frá heimilum sínum. Einnig hvert sé heild- armagn sorps á íbúa, hversu stór hluti fólks noti almenningssam- göngur og hvert sé magn lífrænt ræktaðra matvæla á hverju svæði. Þessu næst mun Þorvarður Árnason frá Háskóla Íslands kynna könnun á afstöðu Íslendinga til sjálfbærrar þróunar. Í eftirmiðdaginn verður rætt um umhverfisvæna orku- gjafa. Jón Björnsson frá íslenskri Nýorku flytur þar fyrirlestur fyr- ir Íslands hönd um vetni sem eldsneyti framtíðarinnar. Að því loknu munu aðrar borgir segja frá sínum áætlunum í þeim efn- um. Þá mun Guðrún Sigmunds- dóttir, yfirlæknir hjá sóttvarna- lækni, fjalla um Noroveirur og hvernig þær hafa hegðað sér hér á Íslandi. Noroveirur valda upp- köstum og niðurgangi og eru að mörgu leyti taldar vaxandi vandamál. Loks mun Hjalti Guð- mundsson, staðardagskrárfulltrúi í Reykjavík, hugleiða hvort árekstrar geta orðið á milli um- hverfis og hreinlætis. Í lok dags verður ráðstefnugestum sýnd hin nýja vetnisstöð Skeljungs á Höfða. Á þriðjudag verður starf- að í fjórum málstofum. Málstofu um helstu umhverfismál í nor- rænu stórborgum stýrir Lúðvík Gústafsson, deildarstjóri Meng- unarvarna. Málstofa um stjórnun og rekstur verður í höndum Arn- ars Sigurðssonar, skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri Umhverfis- og heilbrigðisstofu, stýrir málstofu um hollustuhætti og innanhússumhverfi. Sjálfur mun ég stýra umræðu í málstofu um matvælaöryggi. Að loknum hádegisverði mun Ellý K. Guð- mundsdóttir, forstöðumaður Um- hverfis- og heilbrigðisstofu, slíta ráðstefnunni.“ – Stenst Ísland samanburð við aðrar þjóðir? „Sé litið á Ísland út frá áð- urnefndum umhverfisvísum erum við hvað lökust við að nýta okkur almenningssamgöngur miðað við hinar borgirnar. Bílaumferð hér fer vaxandi og þar af leiðandi berast fleiri gróðurhúsaloftteg- undir út í andrúmsloft- ið frá bílum. Önnur orkunotkun hér á landi er þó sjálfbær og hleypir ekki koltvísýr- ingi út í andrúmsloftið. Hávaðavandamál eru ekki algeng í Reykjavík og þar fer fram nokkuð mikil endurvinnsla á sorpi. Vel hefur verið staðið að losun skolps og er því verkefni að ljúka. Því er óhætt að segja að hér sé ágætlega staðið að umhverfis- og heilbrigðismálum. Það er helst að við þurfum að vera duglegri að taka strætó!“ Rögnvaldur Ingólfsson  Rögnvaldur Ingólfsson fædd- ist í Reykjavík árið 1947. Hann útskrifaðist sem dýralæknir í Osló árið 1973 og síðar sem master of science í mat- vælafræðum frá háskólanum í Bristol árið 1991. Hann gegnir í dag stöðu deildarstjóra mat- vælaeftirlits Umhverfis- og heil- brigðisstofu Reykjavíkur. Rögn- valdur er kvæntur Kristjönu Emilíu Kristjánsdóttur og eiga þau þrjú börn. Mættum vera duglegri að taka strætó Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN ...hún er sambland af Gwyneth Paltrow og Marlene Dietrich... SJÁ BLS. 16 Í ÁRSBÆKLINGI SINFÓNÍUNNAR SEM FYLGIR MORGUNBLAÐINU Í DAG SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN bætir við sig talsverðu fylgi en vin- sældir Framsóknarflokksins drag- ast verulega saman, að því er fram kom í skoðanakönnun DV á fylgi stjórnmálaflokkanna í fyrradag. Ef tekið er tillit til þeirra sem tóku afstöðu fær Framsóknarflokk- urinn 8,9%, Sjálfstæðisflokkurinn 43,1%, Samfylkingin fær 34,9%, Vinstrihreyfingin – grænt framboð 6,9% og Frjálslyndi flokkurinn 5,7%. Í kosningunum í vor fékk Sjálf- stæðisflokkurinn 33,7%, Sam- fylkingin 31%, Framsóknarflokkur- inn 17,7%, Frjálslyndi flokkurinn 7,4% og VG 8,8%. 13,8% kváðust óákveðin og 13,6% neituðu að svara, samanlagt 27,4%. Því tóku 72,6% afstöðu í könnun DV, sem náði til 600 manns á land- inu. Sjálfstæð- isflokkur- inn bætir við sig fylgi HUGMYNDIR um byggingu stúd- entagarða við Háskólann á Bifröst voru nýlega ræddar á stjórnarfundi skólans. Til stendur að reisa hús sem inniheldur bæði nýsköpunar- og þekkingarsetur, sem yrði á jarð- hæð, og 57 stúdíóíbúðir fyrir nem- endur við skólann. „Við vorum með stjórnarfund í síðustu viku og þá var tekin ákvörðun um að fara út í skoð- un á málinu og vinna það til fulls. Ákvörðun verður tekin eftir mánuð og rektor var falið að kanna grund- völl byggingar sem gert er ráð fyrir að verði byggð í einkaframkvæmd,“ segir Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst. Hann segir að nú standi yfir vinna við fjármögnun byggingarinn- ar. „Mikill vöxtur hefur verið á Bif- röst undanfarin ár og eru nú um 70 nemendur í bráðabirgðahúsnæði ut- an háskólasvæðisins. Alls munu um 550 manns búa og starfa á Bifröst í vetur en nemendur eru um 350 tals- ins,“ segir hann. Viðskiptaháskól- inn á Bifröst Unnið að hugmynd- um um ný- byggingu NÝJAR ESB-reglur um erfðabreytt aðföng til landbúnaðar, sem sam- þykktar voru í sumar, hafa í för með sér að ekki verður lengur heimilt að markaðssetja erfðabreytt húsdýra- og gæludýrafóður hérlendis nema með samþykki ESB. Aðfangaeftir- litið hefur eftirlit með innfluttu fóðri og eru starfsmenn þess að undirbúa sig fyrir aukið fóðureftirlit á grund- velli reglnanna. Ólafur Guðmundsson, forstöðu- maður Aðfangaeftirlitsins, segir að þetta hafi í för með sér aukið eftirlit með flokkun á fóðri og að þess sé gætt að það sé rétt merkt. Vegna nýs regluumhverfis þurfi að mæla efnin í öllu fóðri og eigi bændur að geta séð hvort þeir séu að kaupa erfðabreytt fóður eða ekki. ESB- reglurnar verða settar inn í íslensk- ar reglugerðir og viðauka við EES- samninginn. „Við höfum búist við þessu og höf- um þegar látið gera nokkrar mæl- ingar,“ segir Ólafur. Íslendingar hafa nokkurn aðlögunartíma áður en reglurnar taka gildi hérlendis. Það fóður sem ekki telst erfðabreytt má engu að síður innihalda allt að 0,9% af erfðabreyttum efnum, þar sem útilokað er að fóður sé 100% laust við slík efni, að sögn Ólafs. Óheimilt að markaðs- setja erfðabreytt fóð- ur án ESB-vottunar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.