Morgunblaðið - 31.08.2003, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 31.08.2003, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Brynjar Gauti Á BÍLDSFELLI í Grímsnes- Grafningshreppi hafa hjónin Árni Þorvaldsson og Sigrún Hlöðvers- dóttir um árabil rekið talsvert stórt sauðfjárbú. Árni Þorvaldsson bóndi á Bíldsfelli á sæti í stjórn Lands- sambands sauðfjárbænda og hefur komið nokkuð að samningagerð fyrir hönd sinna kollega. Hann var spurður hvernig honum litist á horfur í sauðfjárbúskap lands- manna um þessar mundir. „Ég verð að segja að mér líst ekki vel á þær, og er ég þó á jað- arsvæði við þéttbýli,“ sagði Árni. „Það er versnandi markaðsstaða, mun lægra verð til okkar og mjög slæm staða hjá afurðastöðvum. Það hefur verið offramboð af kjöti sem hefur verið greitt niður af banka- stofnunum en það gefur auga leið að slíkt gengur ekki til lengdar. Allt sem framleitt er undir kostn- aðarverði lendir fyrr eða síðar á þjóðfélaginu í formi gjaldþrota t.d.“ Hvernig er staðan hjá þér? „Ég er með 450 fjár á vetr- arfóðrun. Tekjur hafa lækkað af sauðfjárbúskapnum undanfarin ár þrátt fyrir að ég hafi fært slátrun yfir í nóvember og desemberslátr- un, þetta hef ég gert til að koma til móts við innan- og utanlandsmark- að, svo lengur sé til ferskt kjöt á markaðnum. Með þessu fyrirkomu- lagi legg ég í töluverðan kostnað sem ég fæ nú ekki nema að litlu leyti til baka. Það er búið að vera lág útflutn- ingsskylda á fyrrnefndum mánuð- um, var engin fyrir tveimur árum, 8% í fyrra en það er að breytast, útflutningaskyldan er að hækka á þessum mánuðum sem öðrum, er nú orðin 17%.“ Ertu að hugsa um að hætta sauðfjárbúskap? „Nei, en ég get ekki horft nema kannski svona fjögur ár fram í tím- ann, áður var maður með lengri framtíðarsýn. Sauðfjárbændur eru að verða „öldruð“ stétt, ekki er mikið um endurnýjun innan greinarinnar. Þótt ég ætli ekki að hætta hefur þetta ástand þau áhrif að ég sæki æ meira í aðra vinnu til að hafa aukatekjur með sauðfjárræktinni. Ég er ekki með annan búskap en sauðfjárbúskap en hef nokkur hlunnindi, þ.e. laxveiði í Soginu. Það skilar að vísu ekki miklu en munar þó um það. Þannig get ég haldið áfram með sauðfjárræktina, með því að hafa laxveiðihlunnindin og aukatekjur af vinnu utan heim- ilisins. Matarmarkaðurinn er raunar að breytast mikið, fiskátið hefur minnkað og kjötátið aukist að sama skapi, en kindakjötið hefur eigi að síður selst æ verr, það er 8,4 % samdráttur í kindakjötssölu á sein- ustu 12 mánuðum. Þetta segir til sín.“ Hvað er hægt að gera til að bæta núverandi ástand hjá sauðfjár- bændum? „Þeirri spurningu er varla hægt að svara. Útflutningur hefur ekki skilað sauðfjárbændum miklu enn sem komið er og alveg er óvíst að hann geri það nokkurn tíma, svo útflutningur sýnist ekki góð leið – en þó er rétt að reyna. Með lækk- andi tekjum gefur auga leið að það fækkar smám saman í stéttinni, við verðum að selja kindakjötið til að geta búið áfram. Stór hluti sauðfjárbænda eru orðnir aldraðir menn sem senn fara að draga saman seglin eða hætta. En vegna núverandi ástands í greininni verður ekki sú endurnýj- un sem eðlileg hefði verið vegna þess að tekjurnar eru svo litlar af sauðfjárbúskapnum. Það hefur verið hagvöxtur og sæmilegir atvinnumöguleikar og það hefur hjálpað mönnum að þrauka. Með þessari ríku útflutn- ingsskyldu, 38%, á aðalsláturtíma á haustin, fá menn ekki nema helm- ingsverð fyrir þann hluta fram- leiðslunnar. Innanlandsverð hefur líka verið að lækka, Sláturfélag Suðurlands lækkaði greiðslur til bænda um 8% nú í vikunni. Þetta eru vondar fréttir þó þær kæmu ekki alveg á óvart. Það er búið að framleiða svína- og kjúklingakjöt undir framleiðslu- verði að undanförnu, þetta bitnar á kindakjötinu og getur ekki haldið svona áfram lengi. Það er ekki þjóðhagslega hagkvænt að fram- leiða kjöt undir kostnaðarverði. Við sauðfjárbændur gætum þó reynt að markaðssetja framleiðslu okkar betur, láta kaupendur fá kjötið í því formi sem þeir vilja fá það, mikið annað sé ég ekki að hægt sé að gera nú.“ Gætum markaðssett kjötið betur „Sauðfjárbændur eru að verða „öldruð“ stétt, ekki er mikið um endurnýjun innan greinarinnar.“ ’ Allir vita að ástæða þessarar slæmuþróunar í verðlagsmálum í sauðfjár- framleiðslu er algjört stjórnleysi á framleiðslu svína- og alifuglakjöts, sem er studd af bankakerfinu. ‘ BORGFIRÐINGAR hafa löngum verið drjúgir í sauðfjárræktinni. Þar hefur þó orðið sú þróun, eins og víðast annars staðar á landinu, að fé hefur heldur fækkað. Jón Eyjólfsson bóndi á Kópareykjum hefur um árabil verið með nokkuð stórt fjárbú. Hvernig skyldi honum lítast á framtíðarhorfurnar í sauð- fjárræktinni? „Það er ekki alveg nógu bjart framundan,“ sagði Jón. „Margt í umræðunni byggist á misskilningi hvað snýr að okkur bændum. Það er t.d. sagt að úreld- ingarpeningar séu ætlaðir til hjálpar sauðfjárbændum. Það er rangt, þessir peningar fara inn í afurðastöðvarnar og nýtast bænd- um lítt, um 90% þessarar upp- hæðar fara til lánastofnana að ég held.“ Er sauðfjárbændum að fækka á þínu svæði? „Já heldur, nýliðun er lítil sem engin. Búin sem eftir eru má segja að séu frekar smá, búin þyrftu upp til hópa að vera stærri til þess að hagræðing náist.“ Hvað ertu sjálfur með margt fé? „Ég og konan mín, Sigríður Harðardóttir, erum með tæplega 400 fjár á fóðrum yfir veturinn. Konan vinnur fulla vinnu utan heimilis en ég vinn vor og haust við rúning sauðfjár. Þannig slepp- ur þetta.“ Vont að keppa við „bankakjötið“ „Hvað sérðu til ráða til þess að sauðfjárræktin fari að bera sig bet- ur? „Það er helst að reyna að fá betra verð fyrir útflutninginn. Það er vont að keppa við svokallað „bankakjöt“, þ .e. kjúklingabú eða svínabú sem eru í eigu banka.“ Hvað heldur þú um þá leið að lækka verðið og framleiða sem mest? „Það verður til þess að stóru bú- in munu ganga betur en þeir smáu í greininni gætu illa keppt á slíkum markaði. “ Veistu til þess að menn séu að hætta sauðfjárbúskap vegna út- flutnings og lækkunar á innan- landsmarkaði? „Nei, ég veit ekki til þess beint. Það eru fremur aðstæður á hverj- um stað sem ráða því að bændur hætti en að þeir gefist upp vegna þeirrar verðlagsþróunar sem nú er í sauðfjárræktinni. Borgfirðingar hafa löngum verð stórir í sauðfjár- rækt en nú eru fáir ef nokkrir sem lifa eingöngu á sauðfjárbúskapn- um.“ Ertu sáttur við þá stefnu sem búnaðaryfirvöld hafa tekið í mál- efnum sauðfjárbænda? „Ég samþykkti þennan sauðfjár- samning sem gildir og stend með honum þar til hann rennur út. En þess ber að geta að það er mikill munur að geta unnið við það sem maður hefur gaman af þótt tekj- urnar séu lægri en maður vildi.“ Hvernig líst þér á þá leið sem Austfirðingar eru að fara, þ.e. að hafa verslun með kjöt beint frá bændum á Netinu? „Mér líst bara vel á það, gott er að menn skuli reyna að prófa eitt- hvað nýtt, það er jákvætt. Það væri opin leið að reyna þetta hér á þessu svæði í Borgarfirðinum ef ekki kæmi það til að engin sláturhús eru lengur á svæðinu. Það stefnir raun- ar í töluverða flutninga með slát- urfé í haust af svæðinu, bæði á Sel- foss og Sauðárkrók og víðar. Það er nokkuð þungt í okkur hljóðið bændum hér hvað þetta atriði varðar.“ Nýliðun lítil sem engin „Það er vont að keppa við svokallað „bankakjöt“.“ Hvað mætti gera til þess að gera sauðfjárbúskapinn arðvænlegri? „Það þarf að markaðssetja vör- una þannig að neytendum finnist hún aðgengilegri. Núna vill fólk síð- ur fá skrokka bútaða sundur í plast- poka í frystinn, við sem erum á miðjum aldri erum trúlega síðasta kynslóðin sem fyllir allar frystikist- ur af mat á haustin. Yngra fólkið kaupir í matinn frá degi til dags. Það er líka orðin breytt matar- menning á Íslandi, margar nýjar matartegundir eru komnar til sög- unnar og gamla kjötsúpan heldur ekki velli gegn því þótt hún standi fyrir sínu. Þó að lambakjöt sé vin- sæll grillmatur yfir sumarið mætti vinna það á ýmsan hátt betur. Þess ber þó að geta að víða í kjöt- vinnslum er unnið gott starf í þessa veru – en öll svona þróun tekur talsverðan tíma. Mér finnst sem sagt besta leiðin vera að kenna neytendum að nýta kjötið betur og koma því inn í mötu- neyti, t.d. hjá skólum og fyrirtækj- um. Okkar markaðssvæði er þar sem fjöldinn er – þar er mesta neyslan. Mér finnst þetta betri leið en að lækka verð og framleiða alltof mikið. Ef útflutningur á dilkakjöti er stundaður verður að finna mark- að sem vill borga gott verð fyrir kjötið. Það ætti að leggja mikla áherslu á að Ísland er ómengað land og kindur ganga hér sjálfala upp til fjalla allt sumarið.“ Ljósmynd/Íris Olga Lúðvíksdóttir „Það þarf að markaðssetja vöruna þannig að neytendum finnist hún aðgengilegri.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.