Morgunblaðið - 31.08.2003, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 15
Nýjung á tryggingamarkaði!
15% aukalega
í peningum!
Breyttu kaskótryggingunni í Ný-kaskó
gegn vægu viðbótariðgjaldi og þú
færð 15% af viðgerðarkostnaðinum
greidd út í peningum ef bíllinn þarf
að fara á verkstæði vegna tjóns.
Kynntu þér málið á www.sjova.is
eða hafðu samband í síma 569 2500.
ÓVISSAN er ríkur þáttur í lífi
mannskepnunar, við það verður lítt
ráðið - og gildir þá einu hvort menn
eru ríkir eða fátækir, ungir eða
gamlir. Menn þola óvissuþáttinn í
tilveru sinni misvel.Sumir eiga bágt
með að sofa vegna óvissu lífsins en
þeir eru líka til sem nærast á spenn-
unni og gera sér
jafnvel far um að
auka óvissuna með
alls kyns aðgerð-
um.
Eitt af því sem
fólk grípur til í því
skyni að auka
óvissuna í lífi sínu
er að fara í svokall-
aðar óvissuferðir.
Ég þekki unga konu sem er mjög
snokin fyrir óvissuferðum, hún er
þó ekki að sækjast mjög mikið eftir
því að fara sjálf í ferðir sem hún veit
ekkert um heldur hefur hún afar
gaman af að koma manni sínum á
óvart með óvissuferðum. Maðurinn
lét sér þetta sæmilega lynda í
fyrstu. En svo var það eitt sinn að
konan ákvað að bjóða eiginmanni
sínum í sumarbústað en lét hann
auðvitað ekkert vita áður hvað í
vændum var. Hún bað vin hans að
koma honum í rútu sem færi á
ákveðinn stað, ekki mjög langt frá
höfuðborgarsvæðinu, undir því yf-
irskyni að þetta væri nauðsynlegt
að gera vegna vinnunnar. Vinurinn
fór samviskusamlega með eigin-
manninn í rútuna og var sá síðar-
nefndi eitt spurningarmerki, vildi fá
að vita hvert verkefnið væri, en
fékk þær skýringar að málin myndu
skýrast á áfangastað og þar yrði
tekið á móti honum. Eiginmaðurinn
sat svo hugsandi á leiðinni um það
sem gerast myndi þegar bílferðinni
lyki.
En á meðan var unga konan á
leiðinni á áfangastaðinn í bíl þeirra
hjóna. Vill þá svo illa til að bíllinn
bilar og hún var símalaus þegar til
átti að taka. Það koma að vísu ekki
að sök hvað eiginmann hennar varð-
aði, hann var heldur ekki með síma.
Hins vegar tafði þetta hana í bið eft-
ir hjálp. Ekki vantaði að góðviljaður
maður gerði stans á leið sinni til að
stumra yfir bílnum en honum vildi
ekki batna og varð loks að draga
hann heim að bæ einum og þar
komst konan loks í síma.
Á meðan þessu vatt fram geystist
rútan áfram með eiginmanninn og
var hann fyrr en varði kominn á
áfangastað.
Fór hann nú eftirvæntingarfullur
út úr rútunni og hlakkaði til að kom-
ast að hvert verkefni hans væri.En
það skýrðist lítið svo ekki sé meira
sagt. Þvert á móti varð spurning-
armerkið í huga mannsins enn
stærra. Enginn kom til að taka á
móti honum og rútan hélt sína leið.
Eftir stóð maðurinn órólegur og
orðinn nokkuð kvíðandi um framtíð
sína þar sem hann var peningalaus
með öllu, símalaus sem fyrr gat og
þreyttur eftir langan vinnudag.
Gekk hann síðan fram og aftur
um þorpið í heila klukkustund, þar
til kona hans hafði loks komist í
síma og gat fengið afgreiðslustúlku
í sjoppu í þorpinu sem eiginmað-
urinn var staddur í til þess að fara
og svipast um eftir honum. Stúlkan
bar kennsl á manninn, bæði af lýs-
ingu á fötum hans og ekki síður af
hinu órólega látbragði.
Þar sem bíll þeirra hjóna var illa
bilaður var ekki um annað að gera
fyrir eiginmanninn en að reyna að
„húkka“ sér far í bæinn aftur og
tókst það loks hjá bensínstöðinni í
þorpinu. Þegar heim kom bað eig-
inmaðurinn konu sína þess lengstra
orða að skipuleggja ekki fleiri
óvissuferðir.
Konan stóð við loforð sitt um að
efna ekki til fleiri óvissuferða í tvö
ár en þá stóðst hún ekki mátið leng-
ur og lét til skarar skríða á ný. Í
þetta sinn réðst hún ekki á garðinn
þar sem hann var lægstur. Hún
ákvað að fara nú með eiginmanninn
í óvissuferð til útlanda á stað sem
hann hafði lengi óskað sér að heim-
sækja. Hún keypti farmiða, fékk frí
fyrir manninn í vinnunni, ræddi við
fótboltafélaga hans um að hafa ekki
æfingar næstu vikuna, kom börn-
unum fyrir, pakkaði með leynd og
því næst rann upp brottfarardag-
urinn. Eftir að konan hafði laumast
til að koma börnunum í pössun og
sinna öðrum undirbúningi var hún
orðin allt of sein og svo utan við sig
að hún læsti inni húslykilinn og bak-
pokann með vegabréfum og öðrum
nauðsynjum til ferðalagsins.
Eiginmaðurinn stundi þungan og
nöldraði yfir því að ekki lægi mikið
á að ná í þennan poka, það gerði svo
sem ekkert til að fara nestislaus í
stuttan bíltúr á Suðurnesin – en það
hélt hann að væri í bígerð. En pok-
ann sótti hann eigi að síður og af
stað var haldið. Manninum fannst
konan aka óþarflega hratt á Kefla-
víkurveginum. „Veistu ekki að það
er mikil slysahætta á þessum vegi, á
ég ekki heldur að keyra?“ sagði
hann og hélt sér fast í hurðarhand-
fangið. Konan gegndi engu heldur
jók hraðann sem mest hún mátti –
hvað sem maðurinn sagði. Rétt í
þann mund sem flugvélin sem flytja
átti þau til útlanda var að leggja af
stað renndu þau í hlað í Leifsstöð –
þá var maðurinn orðinn æði fölur á
vangann og líka grunsemdafullur á
svip.
„Þó ekki óvissuferð?“ sagði hann
þegar hann sté út úr bílnum.
„Jú,“ svaraði konan og brosti sig-
urglöð yfir að hafa náð í tæka tíð út
á völlinn. „Þú varst búin að lofa að
efna ekki til fleiri slíka ferða,“ sagði
maðurinn þreytulega.
„Já, en nú ætla ég að bjóða þér til
útlanda,“ svaraði konan. Þegar
maðurinn heyrði hvert ferðinni
væri heitið og sá að flugvélin var
ekki farin á undan þeim fékk konan
loks umbun alls erfiðis síns. Mað-
urinn útnefndi hana í snarhasti
„eiginkonu ársins“ og síðan hlupu
þau út í vélina og flugu á vit æv-
intýranna, bæði harla glöð í bragði.
Þessi saga endaði sem sagt vel og
sýnir glöggt að með svona aðferðum
er hægt að auka mjög spennuna í
lífi sínu. En svona tiltæki henta
kannski ekki öllum – í það minnsta
ekki þeim sem erfitt eiga með svefn
vegna óvissunnar sem lífið er stöð-
ugt að fitja upp á.
ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Er spennan ekki nógu mikil?
Í óvissuferð
Eftir Guðrúnu
Guðlaugsdóttur.
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
mbl.is
VIÐSKIPTI