Morgunblaðið - 31.08.2003, Side 16
16 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
S
TARFSMENN VGK
verkfræðistofu hafa
komið að öllum
helstu virkjunar-
framkvæmdum hér á
landi frá því að Ís-
lendingar hófu að
nýta jarðhitann til
raforku- og heitavatnsframleiðslu.
Þeir búa því nú orðið yfir mikilli
sérþekkingu á sínu sviði og eru til-
búnir að miðla af henni til annarra
þjóða, bjóðist álitleg tækifæri ann-
ars staðar. Þeir viðurkenna þó að
barnasjúkdómar hafi verið bæði
margir og sumir flóknir þegar fyr-
irmyndirnar hafi vantað og hafi
menn oftar en ekki þurft að leita að
grunnlausnum við lausnir á smæstu
vandamálum. Barnasjúkdómarnir
heyra nú að mestu sögunni til enda
er VGK verkfræðistofa komin vel á
fullorðinsaldur og fagnaði fertugs-
afmæli fyrr á þessu ári.
VGK, sem stendur fyrir Verk-
fræðistofu Guðmundar og Kristjáns
hf., var stofnuð árið 1963 af véla-
verkfræðingunum Guðmundi
Björnssyni og Kristjáni Flygenring.
Stofan var ein af mörgum sjálfstæð-
um stofum, sem urðu til upp úr
1960, í kjölfar harðrar launadeilu
verkfræðinga hjá Reykjavíkurborg.
Fljótlega voru starfsmenn fjórir til
sex þó svo nokkrir væru aðeins í
hlutastarfi, en upp úr 1970 voru
starfsmenn orðnir sex talsins. Um
miðjan áttunda áratuginn stækkaði
stofan ört samfara stórum verkefn-
um vegna virkjunar jarðvarma. Um
1990 voru starfsmenn orðnir hátt á
þriðja tuginn og eru þeir nú um
fimmtíu talsins. Nái þau áform, sem
nú eru í deiglunni, fram að ganga,
má gera ráð fyrir að starfsmanna-
fjöldinn tvöfaldist á næstu fimm ár-
um. Guðmundur féll frá síðla árs
1988, en Kristján á hinn bóginn,
sem nú er á 77. aldursári, á enn sína
skrifstofu í fyrirtækinu, kemur
reglulega þar við og vinnur einstaka
verkefni.
Strax í upphafi var lagður sterkur
grunnur að fyrirtækinu, sem haldist
hefur alla tíð. Á meðan Kristján ein-
beitti sér mest megnis að hönnun á
lögnum og lagnakerfum, katlakerf-
um og loftræstingu í hús, tók Guð-
mundur á ýmsum öðrum hlutum.
Hann var t.d. ráðgjafi við byggingu
margra fiskimjölsverksmiðja auk
þess sem hann var ráðgjafi Reykja-
víkurborgar þegar Malbikunarstöð-
in var keypt og gegndi prófessors-
embætti við Háskóla Íslands um
nokkurra ára skeið. Í dag segir
Runólfur að skipta megi starfsem-
inni að heita má í þrennt. Helming-
urinn felist í háhitanýtingu jarð-
varma á meðan fjórðungur sé fólgin
í ýmsum vélaverkefnum og annar
fjórðungur í lagna- og loftræstiverk-
efnum.
Verðmætir starfskraftar
Stjórnendur fyrirtækisins hafa
ávallt kappkostað að starfa á grund-
velli sjálfstæðrar og óháðrar verk-
fræðiráðgjafar og er hlutafélagið
um reksturinn nú í eigu þrjátíu
starfsmanna verkfræðistofunnar
sem hafa ekki tekjur af öðru en því
sem lítur að ráðgjafastarfinu. „Með
þeirri ímynd vildum við gera starfs-
mönnum okkar ljóst að það væri
hagur þeirra, ekki síður en við-
skiptavinanna, að fyrirtækið gengi
vel. Því vildum við í lengstu lög
forðast að láta afraksturinn af okk-
ar vinnu fara til einstaklinga, sem í
raun legðu ekkert til starfseminnar.
Allir fastráðnir starfsmenn fá tæki-
færi á að kaupa hluti í félaginu, en
ef starfmaður hættir, þarf hann að
sama skapi að selja sinn hlut þegar
hann gengur út úr því. Segja má að
þetta sé viðurkenning á því að þekk-
ingarfyrirtæki á borð við okkar sé
ekkert nema starfsfólkið sem hér
starfar frá degi til dags. Fari starfs-
fólkið, fylla menn ekkert salina hér
með hverjum sem er og halda starf-
seminni svo áfram. Þekkingin er hjá
því fólki, sem hér starfar, og felst
styrkur okkar í samvinnu við að
takast á við hin ýmsu stórverkefni.
Þetta fyrirkomulag, sem hér er, hef-
ur gert það að verkum að annað-
hvort dvelja menn hér mjög lengi og
gera vinnuna hér að ævistarfi eða
hverfa mjög fljótt,“ segir Runólfur
Maack, framkvæmdastjóri VGK
verkfræðistofu, sem nú er til húsa í
um þúsund fermetra húsnæði við
Laugaveg 178. Stofan keypti hús-
næðið fyrir um fjórum árum síðan í
kjölfar flutninga Landmælinga Ís-
lands, sem áður var í húsnæðinu, til
Akraness, en lengst af hefur stofan
verið rekin við Laufásveg.
VGK verkfræðistofa hefur um
skeið rekið útibú með tveimur
starfsmönnum á Akureyri og er nú
að stíga sín fyrstu skref á Selfossi
þar sem einn maður er starfandi.
„Með þessum útibúum úti á landi
erum við fyrst og fremst að nýta
okkur tækifærin. Við teljum að með
þeim séum við að skjóta fleiri stoð-
um undir reksturinn og styrkja okk-
ar markaðssókn. Það er nefnilega
svo merkilegt að þrátt fyrir að hinu
opinbera sé skylt að virða útboðslög
þegar kemur að framkvæmdum,
komast mörg sveitarfélög upp með
það að bjóða aldrei út verkin. Þetta
heitir víst á fínu máli: „að versla í
sinni heimabyggð“, en er í hróplegri
andstöðu við lög og reglur, sem um
þessi mál gilda. Mér finnst hins-
vegar okkar reynsla og þekking
eiga fullt erindi út á land og höfum
við þess vegna í rólegheitunum ver-
ið að byggja upp starfsemi þar. Við
höfum brugðið á það ráð að ráða
heimamenn í þessi útibú til að vinna
okkur svo smám saman sess á stöð-
unum.“
Upphaf virkjanaframkvæmda á
háhitasvæðum hér á landi má rekja
aftur til ársins 1974 þegar hafist var
handa við virkjanir í Svartsengi og í
Kröflu með heitavatns- og raforku-
framleiðslu í huga. Undanfari þess
var lítil þriggja MW stöð í Bjarnar-
flagi, sem keypt var til landsins er-
lendis frá og tekin var í notkun
1969. Starfsmenn VGK voru hins-
vegar aðalhönnuðir Svartsengis-
virkjunar og er hönnun Nesjavalla-
virkjunar, sem hófst árið 1986 og
sér nú loks fyrir endann á, stærsta
verkefni stofunnar til þessa. „Virkj-
anirnar í Svartsengi og á Nesjavöll-
um eru einu virkjanir sinnar teg-
undar í heiminum sem framleiða
bæði heitt vatn og raforku samtímis
og liggur okkar sérhæfing í því. Við
erum í raun eina íslenska fyrirtæk-
ið, sem ráðið getur við slík verkefni
og berum okkur kinnroðalaust sam-
an við erlenda samkeppnisaðila.
Þekking okkar er orðin mjög góð og
byggist ekki aðeins á okkur heldur
ekki síður á virkjunaraðilum, t.d.
Landsvirkjun og Orkuveitu Reykja-
víkur, sem leggja metnað sinn í að
gera hlutina vel úr garði í stað þess
að spara aurinn og kasta krónunni,
eins og stundum vill brenna við.“
Alíslenskur ráðgjafahópur
Samið var beint við VGK um ráð-
gjafavinnu vegna Svartsengis- og
Nesjavallavirkjana, en ráðgjafa-
þjónusta vegna Hellisheiðarvirkjun-
ar var boðin út fyrir um tveimur ár-
um síðan. VGK verkfræðistofa, sem
stýrir alíslenskum ráðgjafahópi sex
fyrirtækja, var dæmd langhæst í
gæðum og lægst í verði. Gert er ráð
fyrir að Hellisheiðarvirkjun geti
orðið ámóta stórt verkefni og
Nesjavallavirkjun. Því má gera ráð
fyrir að virkjunin verði byggð upp á
12-16 árum og að kostnaður við
uppbygginguna nemi um 20 millj-
örðum kr., sé miðað við núverandi
áætlanir. Samstarfsaðilar VGK eru
Fjarhitun, Rafteikning, Rafhönnun,
Teiknistofan og Landslag.
„Þegar kemur að samkeppninni
má segja að við njótum þess að vera
íslensk og í nálægð við verkkaup-
ann. Aðrar íslenskar stofur, sem
ekki voru innan okkar hóps þegar
útboðið fór fram, leituðu eftir sér-
þekkingunni erlendis, t.d. í Nýja-
Sjálandi og Bandaríkjunum, og
bjuggu þannig til fjölþjóðlega verk-
hópa til að bjóða í verkið. Með því
að íslensk fyrirtæki fái að spreyta
sig á slíkum stórframkvæmdum, má
fastlega gera ráð fyrir því að hróður
okkar erlendis vaxi því eftir öllum
góðum verkum er tekið. Það ætti að
auka enn frekar á virðisaukann
enda stefnum við að því að selja
þekkingu á erlendum mörkuðum til
að skapa þar enn frekari tækifæri.“
Fjölmargir möguleikar
VGK stóð meðal annarra að
stofnun fyrirtækisins Enex hf. fyrir
um tveimur árum síðan með það að
markmiði að flytja út íslenska
tækni- og verkfræðiþekkingu á sviði
orkumála. Nokkurs konar forveri
þess var Virkir, sem m.a. hannaði
hitaveitu í borginni Tanggu í Kína á
sínum tíma. Aðaleigendur Enex eru
Orkuveita Reykjavíkur, Landsvirkj-
un, Hitaveita Suðurnesja og Jarð-
boranir, en meðal annarra eigenda
má nefna Nýsköpunarsjóð atvinnu-
lífsins, Norðurorku, iðnaðarráðu-
neytið og verkfræðistofur. „Hug-
myndin var að sameina alla
þekkinguna á Íslandi á þessum vett-
vangi í einu fyrirtæki enda teljum
við okkur eiga fullt erindi á erlenda
markaði þegar kemur að jarðhita-
málum og hafa um margt til mál-
anna að leggja. Við sáum fram á að
verða pínulitlar agnir einir og sér í
samanburði við stóru alþjóðlegu
fyrirtækin og því ákváðum við að
búa til alíslenskan hóp, sem boðið
gæti heildarlausnir,“ segir Runólf-
ur.
Í skoðun eru fjölmargir mögu-
leikar víða um heim við að beisla
jarðhita. Hugmyndir eru t.d. uppi
um að taka þátt í að nýta jarðhita til
raforkuframleiðslu í Indónesíu auk
þess sem verið er að skoða ýmis
verkefni í Austur-Evrópu, m.a. í
Slóvakíu og Ungverjalandi. Nýlega
hefur Enex lokið hönnun vegna
hitaveituframkvæmda í nýju íbúða-
hverfi Pekingborgar. „Og nú erum
við að vonast til þess að þær fram-
kvæmdir geti orðið undanfari þess
að Íslendingar fái að hanna lagna-
og loftræstikerfi með því að nýta
jarðhita í ólympíuþorpið, sem Kín-
verjar eru að fara að reisa í Peking
fyrir Ólympíuleikana árið 2008.
Þetta yrði mjög stórt verkefni og ís-
lensk þekking gæti staðið og fallið
með því að vel tækist til. Það
skondna við þetta er hinsvegar að
þar sem ólympíuleikarnir eru haldn-
ir að sumri til í Pekingborg, þarf
mannskapurinn augljóslega enga
upphitun, heldur kælingu. Við þurf-
um því að nota jarðhitann öfugt við
það sem við höfum hingað til gert
og stöndum frammi fyrir því að
þurfa að hanna lausn, sem notar
jarðhita til loftkælingar, komi verk-
ið í okkar hlut. Segja má að sú að-
ferð sé eilítið flóknari, dýrari og
orkufrekari en sú aðferð, sem við nú
þegar þekkjum, en samt vel mögu-
leg.“ Um starfsemina í Kína hefur
verið stofnað sérstakt félag, Enex-
Kína ehf., sem er að hálfu í eigu
Orkuveitu Reykjavíkur og að hálfu í
eigu Enex.
Leit að fjárfestum
Til stendur að íslensk sendinefnd
fari utan á næstunni og hitti m.a.
fulltrúa íslensku ólympíunefndar-
innar vegna þessa verkefnis, en
samkvæmt okkar upplýsingum eru
Íslendingar einn hópur af þremur
sem til greina kemur við verkið. För
sendinefndarinnar, sem ætlar sömu-
leiðis að eiga fundi með fjölmörgum
fulltrúum byggðarlaga, sem hafa yf-
ir jarðhita að ráða, frestaðist sl. vor
vegna hins skæða lungnabólgufar-
aldurs, sem þá kom upp í Kína, að
sögn Runólfs sem bætir við að Enex
hafi nú þegar ráðið til sín kínversk-
an umboðsmann, sem sendiráð Ís-
lands í Kína hafi haft milligöngu
um.
Kínverjar búa yfir þúsundum há-
hitasvæða og löng hefð er fyrir því
að þeir hafi nýtt þau til baða og fisk-
eldis. Hinsvegar mun það vera nýj-
ung í Kína að nýta jarðhita til hús-
hitunar og loftkælingar, en háhitinn
í Kína mun ekki vera nægilega heit-
ur til raforkuframleiðslu nema í
undantekningatilvikum.
„Ljóst er að tilkoma Enex styrkir
mjög stöðu íslenskra fyrirtækja og
auðveldar útrásina, en næsta skref
verður að bjóða fjárfestum að koma
inn í verkefnin með eignaraðild að
þeim í huga. Sjálfir eru Kínverjar
góðir tæknimenn og fljótir að læra,
en við ráðleggjum þeim hvar og
hvernig eigi að bora, hvernig beri að
virkja holurnar og tengja veitukerf-
unum. Íslensku orkufyrirtækin hafa
svo hug á því að selja reynslu sína
af rekstri innheimtu- og viðhalds-
kerfa.“
Hjá VGK var hannaður allur sviðsbúnaður, ásamt lagna- og loft-
ræstikerfi í Borgarleikhúsið, en loftræstikerfið er einnig hannað
fyrir sérþarfir leiksýninga.
Spennandi tímar
Virkjanirnar í Svartsengi og á Nesjavöllum eru einu
jarðvarmavirkjanirnar í veröldinni sem framleiða
heitt vatn og raforku samtímis. Að baki kerfishönn-
uninni standa meðal annarra starfsmenn VGK verk-
fræðistofu sem stefna að útrás erlendis í samvinnu
við aðra landa sína enda sagði forstjórinn, Runólfur
Maack, í samtali við Jóhönnu Ingvarsdóttur að ís-
lensk þekking ætti svo sannarlega erindi við margar
þjóðir. Gangi þær áætlanir, sem nú eru á teikniborði
stofunnar, eftir er aldrei að vita nema fjöldi starfs-
manna tvöfaldist á næstu fimm árum.
Morgunblaðið/Þorkell
Runólfur Maack á Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns.
Í Þjónustuskála Alþingishússins, sem tekin var í notkun í fyrra-
haust, var öll hönnun lagna- og lofræstikerfa hjá VGK-verk-
fræðistofu hf.
Ljósmynd/Sigurjón Þórarinsson Ljósmynd/Sigurjón Þórarinsson
Öll hönnun lagna- og loftræstikerfa í Þjóðarbókhlöðunni fór fram
hjá VGK-verkfræðistofu hf.