Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ V INTON G. Cerf er oft nefndur einn af „feðrum Netsins“. Hann er einn af virtustu tölvuverkfræðing- um heims og hefur tekið þátt í þróun Netsins frá upphafi. Vinton fæddist ár- ið 1943 í New Haven, í Connecticutfylki í Bandaríkjunum. Hann starfar hjá samskiptafyrirtækinu MCI við þró- un netsamskipta og er eitt af verkefnum hans nettenging milli plánetna innan sólkerfisins. „Við erum að taka hugtakið Net, eins og við þekkjum það í dag og endurskoða það svo þau samskipti sem Netið veitir hér á jörðinni geti farið um allt sólkerfið. Auðvitað eru fyrstu við- brögð margra að spyrja af hverju við myndum gera það. Ætlum við að tala við geimverur? Auðvitað er svarið nei. Það sem við ætlum að gera er að nota kerfið til að eiga samskipti við geimför sem eru í rannsóknarleiðöngrum víða um sólkerfið. Þau þurfa ekki að vera mönnuð, en þau þurfa að senda og taka við gríðarlegu magni af upplýsingum. Tvö slík geimskip eru nú á leiðinni til Mars og munu lenda sitt hvor- um megin á plánetunni. Þessi geimskip munu framkvæma rannsóknir og senda gögn til jarð- ar. Við búumst við því að þessum geimrann- sóknarleiðöngrum muni fjölga til muna á næstu tveimur áratugum. Sum geimskipin munu jafnvel nýta sér kjarnorku svo lengd leiðangranna gæti orðið margir áratugir.“ Ljóshraðinn of hægur Hliðaráhrif þessarar fjölgunar rannsóknar- ferða er að fleiri geimskip munu verða í gangi á hverjum tíma og á mörgum stöðum í sólkerf- inu. Vinton segir síðan ekki erfitt að átta sig á því að á endanum mun þurfa samskiptanet til þess að eiga samskipti við öll þessi tæki, and- stætt því sem notað er í dag. „Kerfið sem nú er í notkun var hannað fyrir um þrjátíu árum og er kallað „The Deep Space Network“. Þar er um að ræða móttökudiska sem eru á þremur stöðum í heiminum. Þessum diskum þarf að miða í áttina að geimförunum. Brátt verður ómögulegt að hreyfa alla diskana nógu hratt til þess að tala við öll geimförin sem þurfa sam- skipti. Við þurfum kerfi sem hegðar sér eins og Netið. Þú sendir pakka inn á Netið og honum er beint gegnum kerfið, varpað milli stöðva og færður alla leið á áfangastað með beinikerfi Netsins. Þú veist ekki einu sinni hvort viðtak- andinn er á staðnum. Það skiptir ekki máli.“ Vinton og félagar hans í verkefninu upp- götvuðu fljótt að hefðbundin nettækni dugar seint til þess að tengja saman rannsóknarnet í geimnum. „Vandamálið er að ljóshraðinn er of hægur,“ segir Vinton og hlær glettnislega. „Það tekur upplýsingar langan tíma að komast milli staða, jafnvel milli Jarðarinnar og Mars tekur það allt að því tuttugu mínútur. Þessi tímalengd er miklu meiri en hinn staðlaði TCP/ IP-samskiptastaðall getur sætt sig við. Það má segja að „pingtíminn“ [svartími í boðskiptum] sé ansi langur. Þess vegna þurftum við að end- urskoða samskiptastaðlana sem notaðir yrðu í þessu „yfirneti“ og höfum komið niður á staðal sem virkar dálítið eins og tölvupóstur, við sendum upplýsingarnar af stað og þær skoppa af sendistöðvum sem bíða þangað til tækifæri gefst til að senda þær lengra og þær skoppa á endanum á réttan stað. Þetta tekur lengri tíma en mun virka mun öruggar og þægilegar en aðrar leiðir. Nýja kerfið notar þannig staðlað Net eins og á jörðinni á yfirborði plánetnanna og í geimskipunum sem eru í sporbaug um þær. Síðan tengjast plánetunetin Sólkerfisnet- inu, sem hefur aðrar samskiptaleiðir innbyrðis. Netið var upphaflega hannað til að vera net- kerfi smærri neta um allan heim. Sólkerfisnet- ið verður „Yfirnet Netanna“, þar sem net hverrar plánetu fyrir sig geta átt samskipti sín á milli.“ Vinton segir þarna geta verið um að ræða geimstöðvar, mönnuð og ómönnuð rannsókn- artæki og geimskip. Þróunin verði vissulega hæg, en þetta sé raunveruleikinn og framtíðin og við því þurfi að bregðast. „Smám saman verður Plánetunetið flóknara og fjölbreyttara. Með stöðluðum samskiptum á Plánetunetinu verða öll samskipti við framtíðarrannsóknar- ferðir einfaldari og betur studd, því allir geta reitt sig á það sem fyrir er.“ Samferða tölvuheiminum um langa leið Fyrsta skiptið sem Vinton komst í snertingu við tölvur var árið1958. Þá voru tölvur vita- skuld mun sjaldséðari og meira framandi en nú. „Þetta var fyrir fjörutíu og fimm árum, mig óar við því að hugsa um svona tölur. Tölvan var búin til úr lofttæmdum lömpum. Hún var hluti af kerfi varnarmálaráðuneytisins sem tók við radarupplýsingum frá Norður-Kanada og flutti þær með símalínum til Suður-Kaliforníu þar sem þær voru greindar í þessari tölvu. Þarna var verið að fylgjast með því hvort Rússarnir væru nokkuð á leiðinni á sprengju- flugvélunum sínum yfir Kanada til að sleppa atómsprengjum á Bandaríkin. Þetta kerfi var kallað SAGE-kerfið og þarna komst ég í snert- ingu við tölvu í fyrsta skipti, einungis fimmtán ára gamall. Ég var dolfallinn af undrun yfir þessu stórmerkilega tækniundri.“ Tveim árum seinna fékk besti vinur Vintons leyfi til að nota tölvu í UCLA-háskólanum. Þá hófust samskipti hans við tölvur fyrir alvöru. „Við fengum að forrita tölvu framleidda af fyr- irtækinu Bendix sem býr ekki lengur til tölvur, heldur þvottavélar og fleira. Þetta var G15- tölva sem notaði gataspjaldaband sem sam- skiptamiðil við tæki sem var eins og ritvél og hét „Flexowriter“. Maður gataði forritið á bandið og setti það í tölvuna, sem skilaði nið- urstöðum á bandi sem maður renndi í gegnum ritvélina sem skrifaði upp svörin fyrir mann. Við unnum við þessa vél í nokkur ár sem menntaskólanemar, en fórum svo sitt hvora leið, hann fór í MIT og ég lærði í Stanford- háskóla, en við hittumst síðan aftur í dokt- orsnáminu í UCLA.“ Frá ARPANET yfir í Net Í doktorsnámi sínu kynntist Vinton einum af aðalþróunarstjórum ARPANET rannsókna- netsins, Leonard Kleinrock; en ARPANET var undanfari Netsins og var notað til að tengja saman rannsóknartölvur í Bandaríkj- unum. „Hann bauð inn í ARPANET verkefnið og ég ílentist þar í fimm ár. Ég dróst snemma inn í netkerfafræði og hef verið þar síðan.“ Árið 1972 lagði Vinton leið sína til Stanford og starfaði við kennslu og rannsóknir. Í Stan- ford hóf hann þátttöku í þróun TCP/IP-stað- alsins, sem gerir tölvum og netkerfum kleift að eiga samskipti á einfaldan og skilvirkan hátt. „Stóra vandamálið var að láta mismunandi tölvukerfi virka saman. Í enda ársins 1973 höfðum við hannað að grunni til það sem í dag kallast Netið og í maí 1974 birtum við ritgerð, þar sem við lýstum því hvernig ætti að byggja upp Net. Síðan eyddi ég næstu tíu árum ævi minnar í að kynna þessa hugmynd fyrir fólki, þróa samskiptastaðalinn í gegnum fjórar út- gáfur, innleiða hann á þrjátíu mismunandi stýrikerfum, því tölvur voru ekki eins staðl- aðar á þessum tíma. Á endanum ræstum við þetta fyrsta janúar 1983. Þá kveiktum við á Netinu, og slökktum á öllum gömlu netsam- skiptastöðlunum sem ARPA studdi. Það liðu þannig tíu ár frá því að við fengum hugmynd- ina, þar til við náðum að koma Netinu í gang, en þá voru um 400 tölvur tengdar við það.“ Hröð þróun í möguleikum netsamskipta og notkunar Vinton segir hægt að sjá viss kaflaskil á tíu ára fresti í sögu Netsins. „Frá 1973 til 1983 för- um við frá hönnun Netsins að ræsingu þess. Frá 1983 til 1993 sjáum við breytingar frá ein- földum forritum og fáum notendum að tilurð Veraldarvefsins, sem gerði Netið aðgengilegt almenningi. Frá 1994 til dagsins í dag erum við að sjá gríðarlega þróun í samskiptaþjónustu sem nýtir sér möguleika Netsins, til dæmis símkerfa og útvörpun mynda og hljóðs. Ég spái því að eftir um fimm ár ár muni hugtakið netsímkerfi hljóma jafnnútímalega og orðið sjálfrennireið um fólksbílinn. Við myndum aldrei kalla bílinn okkar sjálfrennireið, því bíll- inn er svo miklu meira en sjálfrennireið. Netið getur gert svo miklu meira en að bera símtöl, til dæmis myndir, útvarp, raddir og allar aðrar stafrænar upplýsingar. Netið getur borið miklu meira en bara röddina, heldur gríðarlegt magn fjölvíðra gagna á sameiginlegu undir- lagi. Við gætum til dæmis byrjað á því að tala saman á skyndiskilaboðatæki eins og MSN messenger og fært okkur svo yfir í radd- eða myndspjall því það er fljótlegra, við gætum síðan bætt við fleiri vinum á spjallið, unnið saman á alls kyns vinnutólum, hlustað saman á tónlist eða horft á bíómynd saman á Netinu. Nú eru meira að segja komin kerfi sem geta skilið talað mál. Þetta er ekki lengur draumur, við getum í raun átt samræður við tölvur og heimilistæki og látið þau gera hluti fyrir okkur á Netinu eins og panta miða í flugvél eða á tón- leikana. Það er líka mjög spennandi að þriðji aðili getur síðan boðið þér alls kyns þjónustu fyrir tækin þín sem útvíkkar alla reynslu þína og möguleika.“ Unga fólkið skilgreinir þróun framtíðarinnar Vinton heldur úti síðunni Cerf’s up, þar sem hann gefur út greinar og heldur uppi sam- skiptum við fólk úti í heimi. „Ég er ekki kom- inn út í þann vana að skrifa vefdagbók, en ég set inn nýjar greinar reglulega og tjái mig um lykilmál í tölvugeiranum eins og persónufrelsi og þróun. Ég skrifa um bækur sem ég hef les- ið, safna ljóðum og fleiru á síðuna og set upp upplýsingar sem geta nýst fólki vel. Ég fæ mikið af tölvupósti frá ungu fólki. Sumir vilja bara áritaða mynd á meðan aðrir eru að skrifa ritgerðir, til dæmis sögu Netsins og vilja kom- ast að einhverju sem er ekki í öllum kennslu- bókum. Mér finnst frábært að eiga í góðum samskiptum við unga fólkið, því ég held að unga fólkið eigi eftir að segja okkur hvernig netkerfin muni þróast, því það eru þeirra ákvarðanir og óskir sem ákvarða hvert Netið þróast. Þess vegna mæli ég oft með því að fólk hafi pallborðsumræður með krökkum á aldr- inum ellefu til sautján ára og spyrji þau hvað þau geri á Netinu og hvað þau vilji og vilji ekki. Ungu fólki þykir Netið afar þægilegt, það not- ar tölvupóst, skyndiboðaforrit og Google leit- arvélina til að finna upplýsingar. Ég er líka mikill aðdáandi Google.“ Á löngum ferli sínum í tölvuheiminum, þar sem málamiðlanir og tískuorð ráða oft ríkjum hefur Vinton mótað sér mjög skýra lífsskoðun. „Þær grundvallarreglur sem ég ber mikla virð- ingu fyrir eru að vera heilsteyptur og heið- arlegur. Ég kýs að tala hreint og beint og kýs að vinna með fólki sem gerir það líka. Stundum getur það verið sársaukafullt, en ég myndi frekar kjósa sársauka heiðarleikans en deyfð- ina sem fylgir diplómatískri tilgerð.“ Einföld og fjölhæf hönnun Enn í dag er verið að nota sama samskipta- staðalinn og Vinton Cerf og félagar hönnuðu, IPv4. Nú er þó verið að vinna að innleiðingu nýs staðals, IPv6, sem mun höndla margfalt stærra kerfi og verður mun skilvirkara. „IP- samskiptastaðallinn er mjög tryggur og fjöl- hæfur. Við eyddum fimm árum af svita og tár- um frá 1973 til 1978 í að þróa hann og gera hann einfaldari og skilvirkari. Nú er orðið ansi þröngt um möguleika á stækkun Netsins, en með nýja kerfinu verða möguleikarnir á kenni- tölum tölva ekki lengur fjórir milljarðar heldur stjarnfræðileg tala, sem er nauðsynlegt, því sí- fellt fleiri tæki eru að koma fram sem eru net- tengd. Þar má nefna að Sony ætlar að láta öll sín tæki verða nettengjanleg á næstunni, svo þar mun verða gríðarleg fjölgun og þörf fyrir IP-tölur. IPv4 hefur staðið sig vel í tuttugu ár, en nú er kominn tími til að gefa honum frí.“ Vinton G. Cerf fylgdi Netinu frá getnaði til fæðingar. Hann hefur upplifað gelgjuskeið Netsins og starfar nú að fullorðnun þess og tímgun. Vinton er á vissan hátt einn af hönnuðum nútímans. Svavar Knútur Kristinsson kynntist einum af „feðrum Netsins“ í allt of stuttu spjalli á Nordunet-ráðstefnunni fyrir skömmu og fræddist um Sólkerfisnetið sem mun teygja sig til plánetanna. Glímt við hömlur ljóshraðans Morgunblaðið/Jim Smart Vinton G. Cerf, einn af þekktustu vísindamönnum heims, er oft nefndur einn af „feðrum Netsins.“ svavar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.