Morgunblaðið - 31.08.2003, Side 26

Morgunblaðið - 31.08.2003, Side 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Auglýsendur! Sérstakt blað um miðborgina fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 6. september. Pöntunarfrestur auglýsinga er til kl. 12 þriðjudaginn 2. sept. Skilafrestur er til kl. 16 þriðjudaginn 2. sept. Umfjöllunarefni er miðborg Reykjavíkur og hið fjölskrúðuga mannlíf sem þar er að finna. Verslun • kaffihús • heilsurækt veitingar • listmunir • þjónusta Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is DRENGJAKÓR Neskirkju er nú að hefja sitt fjórtánda starfsár og verða umtalsverðar breytingar gerðar á starfsemi kórsins. Stofnuð verður „eldri deild“ við kórinn, þannig að hann breytist í blandaðan drengja- kór (svokallaðan enskan drengja- kór). Jafnframt verður hleypt af stokkunum undirbúningsdeild á veg- um kórsins, en hún er ætluð ungum drengjum, 6–8 ára, sem ekki hafa áður komið nálægt kórsöng. „Við ætlum að stækka kórinn og fá inn aftur eldri kórfélaga sem hafa hætt og eru nú komnir í mennta- skóla og alveg upp í tvítugt. Þá breytist kórinn og verður blandaður kór, sópran, alt, tenór og bassi,“ seg- ir stjórnandi kórsins Friðrik S. Kristinsson, sem nú er að hefja sitt tíunda starfsár með kórnum. „Drengirnir, sem áður voru í kórn- um, hafa sýnt því mikinn áhuga að koma aftur. Með því að breyta kórn- um fá þeir tækifæri til þess að halda áfram en ekki hætta eftir fermingu eins og tíðkast hefur. Ég ætla að verða við þessari beiðni og leyfa þeim að syngja með og nota kunn- áttuna sem þeir hafa öðlast. En það er allt annað að stjórna blönduðum kór, en þetta eru sömu strákarnir. Ég hlakka mikið til að takast á við þessar breytingar.“ Hefð er fyrir SATB-drengjakór- um (sópran, alt, tenór, bassi) í lönd- unum í kringum okkur, t.d. í Eng- landi, en þar er hefðin hvað ríkust. Einnig hefur svona form gefist mjög vel í Danmörku. Eldri deild var reyndar stofnuð 1998 á meðan kór- inn var enn í Laugarneskirkju. Sú deild starfaði í tvö ár og voru fimm tenórar og sex bassar í henni. Þann- ig skipaður fór kórinn í söngferð til Englands og Austurríkis. Eldri deildin mun æfa með yngri drengj- unum á annarri hverri æfingu í vet- ur, þ.e. á miðvikudögum. „Drengjakórinn hefur alla tíð fundið til þess hve lítið hefur í raun- inni verið skrifað af tónlist fyrir slík- an kór sem DKN hefur lengst af ver- ið, þ.e. tvær sópranraddir og altrödd. Þetta hefur sett verkefna- vali nokkrar skorður,“ segir Friðrik. Allt öðru máli gegnir um SATB-kór. Þar er af nógu að taka hvað verkefni varðar. „Kórinn mun ávallt koma fram í fullri stærð, þ.e. SATB, og mun sem fyrr annast messusönginn í Nes- kirkju einu sinni í mánuði. Um starf- ið í vetur má að öðru leyti segja að ráðgert er að DKN verði gestur á jólatónleikum Karlakórs Reykjavík- ur í Hallgrímskirkju í desember nk. Farið verður í æfingabúðir eina helgi í febrúar, eitthvað út fyrir borgina að venju. Áætlaðir eru stór- ir vortónleikar í Neskirkju. Flutt verður þá m.a. eitthvert stórvirki kórtónbókmenntanna, að líkindum við undirleik hljómsveitar. Stefnt er að utanlandsferð í sum- ar, en DKN hefur haldið þeirri hefð að ferðast út fyrir landsteinana ann- að hvert ár. Síðast fór hann til Dan- merkur vorið 2002. Þess á milli hefur hann farið í söngferðalag innan- lands. Síðastliðið vor fór kórinn til Akureyrar og flutti þar í Akureyr- arkirkju dagskrána frá vortónleik- unum. Ekki hefur á þessari stundu verið ákveðið hvert haldið skal á vori komanda, en það verður örugglega til einhvers Evrópulands.“ Undirbúningsdeild snáða Önnur breyting er líka á döfinni hjá DKN. Nú verður stofnuð und- irbúningsdeild fyrir væntanlega kór- félaga. Hún er ætluð byrjendum í kórsöng, einkum 6–8 ára. Æfð verða létt lög (einrödduð) og kennd und- irstaða í tónfræði og nótnalestri, hrynæfingar o.fl. Félagar í undir- búningsdeildinni munu koma fram í messu einu sinni fyrir jól og einu sinni eftir jól. Undirleikari kórsins er Lenka Mátéova. Prufusöngur og innritun í deildir verður í Neskirkju á mánudag kl. 17–19. Kórinn er ekki bundinn sókn- armörkum Neskirkju heldur opinn öllum drengjum sem hafa yndi af söng og tónlist. Breytingar á starfsemi Drengjakórs Neskirkju við upphaf fjórtánda starfsársins Sömu strákarnir koma aftur Morgunblaðið/Sverrir Drengjakórinn á æfingu með stjórnanda sínum, Friðriki S. Kristinssyni. SÝNINGIN Landnám og Vínlands- ferðir var opnuð í Þjóðmenning- arhúsinu vorið 2000 þegar húsið var opnað eftir gagngerar breyt- ingar. Sýningunni lýkur í lok sept- embermánaðar. Sýningin var hluti af dagskrá Reykjavíkur menning- arborgar Evrópu árið 2000 og styrkt af Landafundanefnd. Þar er fjallað um siglingar og landafundi víkinga. Sérstök áhersla er lögð á landnám Íslands og Græn- lands og Vínlandsferðir. Rakið er hvernig heimsmynd víkinga ger- breyttist við landafundi í Norður- Atlantshafi og kristnitöku svo líkja má við ragnarök. Leiðarljós sýning- arinnar er daglegt líf og aðstæður fólks, tæknikunnátta, verklag og andlegur menningararfur. Sýningar í Þjóðmenningarhúsinu eru opnar alla daga frá kl. 11 – 17. Sérstök áhersla er lögð á leiðsögn nemendahópa um sýningar. Frek- ari upplýsingar má nálgast á vef- slóðinni www.thjodmenning.is. Landnámssýningu að ljúka Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.