Morgunblaðið - 31.08.2003, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 31
allir vita hafa vegabréf ólíkra landa mjög mis-
munandi vægi og eru mis vel séð.
Samsvörun við
raunveruleik-
ann
Fleiri en Hilal og Petti
veltu fyrir sér spurn-
ingunni um aðgengi og
útilokun í Feneyjum,
því í spænska skálan-
um hafði Santiago
Sierra skapað sýningu er vakti mikla athygli þar
sem engum var hleypt inn á hana nema þeir gætu
sýnt spænskt vegabréf. Flestir urðu því frá að
hverfa – óneitanlega nokkuð undrandi – en þeir
Spánverjar er komust í gegnum nálaraugað voru
leiddir inn bakdyramegin til þess eins að berja
augum óhrjálegar leifar fyrri sýninga í skálanum.
Með þessu verki er það ætlun Sierra að framkalla
reynslu sem býr yfir samsvörun við þann raun-
veruleika er margir búa við og eykur um leið
skilning áhorfandans á því félagslega óréttlæti er
þrífst í kringum hann. Með þeim hætti tekst hon-
um að nota listsköpun sína til að auka samkennd
og hvetja áhorfendur til að þróa með sér hug-
myndafræðilega afstöðu til brýnna þjóðfélags-
legra málefna. Þó að Sierra hafi sagt að hann gefi
lítið fyrir list sem ætlað er að bjarga heiminum og
jafnframt að hann hafi enga trú á því að listamað-
urinn sem slíkur geti sett fram siðferðisboðskap
er móti líf annarra, þá er ljóst að list hans býr yfir
„sterkum geðhreinsandi áhrifum, er óneitanlega
búa yfir krafti sem knúið getur á um samfélags-
breytingar“, eins og spænski sýningarstjórinn,
Rosa Martinez, segir í sýningarskrá tvíæringsins.
En það voru ekki bara áhorfendur sem upp-
lifðu þá höfnun er fylgir því að vera meinaður að-
gangur, því auðvitað fá ekki allir þeir listamenn
sem vilja að sýna á sýningu á borð við tvíæring-
inn. Á bak við þýska sýningarskálann hafði ungur
þýskur listamaður komið fyrir einkasýningu sem
honum hafði tekist að smygla inn á sýningar-
svæðið og fékk hún að vera óáreitt þar á meðan á
opnunardögunum stóð. Vera má að enginn þeirra
er að tvíæringnum stóðu hafi gert sér grein fyrir
að hún tilheyrði ekki þýska skálanum, eða að öng-
þveiti fyrstu daganna hafi orðið til þess að enginn
veitti þessari óvæntu viðbót eftirtekt. Þetta fram-
tak kvisaðist þó fljótt úr meðal sýningargesta
enda um einfalt og áhrifaríkt verk að ræða þar
sem áhorfandanum var boðið að setjast á stól í
pínulitlum kofa og virða fyrir sér „landslags-
mynd“ þá sem blasti við út um glugga eða gat á
veggnum. Kofinn var byggður úr flekum af því
tagi sem fátæklingar í borgum Suður-Ameríku
nota sér til skjóls og auðvelt er að taka niður og
færa til þegar amast er við þeim. Í verki óþekkta
unga Þjóðverjans var því áþekkur boðskapur og í
verki Santiago Sierra, tengdur þeim sem eru úti-
lokaðir frá heimi þeirra sem einhverra hluta
vegna eru útvaldir. Og báðir varpa þeir fram
spurningum um eðli listheimsins og tengingu
hans við þá innvígðu eða útvöldu – um það hvort
einhverjir geti yfirleitt átt tilkall til listarinnar
fremur en aðrir og þá á hvaða forsendum.
Hreyfiafl í víð-
ari skilningi
En myndlist hefur
augljóslega ekki ein-
ungis hlutverki að
gegna á sviði þjóð-
félagsgagnrýni á borð við þá sem hér hefur verið
rakin og er ofarlega á baugi um þessar mundir,
því hún hefur einnig veigamiklu hlutverki að
gegna sem félagslegt hreyfiafl í víðari skilningi er
ekki felur í sér andstöðu við ríkjandi þjóðfélags-
anda, en byggir í staðinn í vaxandi mæli á
tengslum við vísindi, svo sem sálfræði, mann-
fræði, arkitektúr, skipulagsfræði, heimspeki og
jafnvel náttúrufræði. Listamenn samtímans eru
margir hverjir mjög áhugasamir um að þróa leið-
ir til að tryggja að myndlist haldi áfram að vera
framfaraafl í samfélaginu og sé sem ríkastur þátt-
ur í daglegu lífi fólks utan heimilis sem innan. Af-
raksturinn er listsköpun sem þarf ekki endilega
að byggja á hlutgervingu hugmynda eins og flest-
ir þekkja hana úr þeirri myndlistarhefð er þróast
hefur fram á okkar tíma, heldur hverfist um af-
stæðari svið skynjunar er oft á tíðum skarar svið
margra miðla. Slík myndlist hefur þó ekki síður
vakið eftirtekt safnara samtímalistar í heiminum,
sem ef til vill má túlka sem enn eitt merki um
þann stöðugleika og traust sem þrátt fyrir allt
ríkir í samskiptum safnara og myndlistarmanna.
Sá stöðugleiki er í raun undirstaða þess markaðar
er myndlistarmenn búa við og að sjálfsögðu ómet-
anlegur í samfélagslegum skilningi vegna þeirra
menningarlegu verðmæta er hann skilar hverjum
tíma fyrir sig og um leið framtíðinni allri.
Fáir safnarar
hér á landi
Hér á landi hefur um
nokkurra ára skeið
verið rætt um kostun á
sviði menningar og
mátti m.a. finna grein um það efni í Viðskiptablaði
Morgunblaðsins fyrr í sumar, undir fyrirsögninni
„Viðskipti við menningu“. Þó að þar komi fram að
kostun á sér ekki langa sögu og eigi eftir að
þróast frekar til að verða það öfluga afl sem hún
er t.d. í Bretlandi, er ljóst að á þessu sviði eru tals-
verðir möguleikar sem bæði listamenn á ýmsum
sviðum og atvinnulífið geta nýtt sér báðum til
framdráttar. Ágæt dæmi eru um það að fyrirtæki
gerist kostunaraðilar á sviði menningar um lengri
eða skemmri tíma, en eins og bent er á í greininni
hefur atvinnulífið helst komið að þessum mála-
flokki með því að úthluta styrkjum úr menning-
arsjóðum, og þá án þess að sérstaklega sé til þess
ætlast að nafni þeirra sé haldið á lofti.
Þó að borgarastétt hafi orðið til á Íslandi rétt
eins og annars staðar er tæpast hægt að segja að
hún hafi haldið utan um framfarir eða eflt áhuga á
sviði menningar eða lista með sama hætti og
gerðist í nágrannalöndum okkar. Í íslenskri sam-
tímasögu má að sjálfsögðu finna dæmi um ein-
staklinga er urðu safnarar á sviði myndlistar og
studdu þannig við íslenskt myndlistarlíf með svo
höfðinglegum hætti að það fyrnist seint. En þeg-
ar allt kemur til alls hefur þjóðin þó aldrei eignast
nægilega marga safnara til þess að halda uppi
raunverulegum markaði fyrir framsækna sam-
tímalist hér innanlands. Það má því segja að þó að
atvinnulífið hafi tekið við sér á sviði kostunar og
menningarstyrkja, séu fjársterkir einkaaðilar og
einstaklingar enn áhugalitlir um fjárfestingar á
sviði myndlistar, í það minnsta í þeim mæli sem
þekkist erlendis þar sem safnarar eiga í raun
mjög stóran þátt í því að halda starfsemi atvinnu-
gallería gangandi. Erfitt er að greina hverju þetta
sætir, en gera má ráð fyrir að skortur á hefð-
bundnu myndlistaruppeldi almennings eigi
drjúgan þátt í þessu áhugaleysi, en að auki má
telja að í íslensku umhverfi sé hvorki til staðar sú
langa og samfellda hefð er bakhjarlar samtíma-
lista annarra þjóða búa við, né heldur sú virðing
fyrir vægi þessa hlutverks er þeir óumdeilanlega
njóta.
Eins og fram kom hér að ofan eru fáir þættir
mannlegs samfélags eins vel til þess fallnir að
vekja samtímann hverju sinni til umhugsunar um
margvísleg félagsleg málefni og myndlist, enda er
hún áhrifaríkt tæki til að upplýsa almenning og
efla samhug í samfélaginu. Það er því löngu tíma-
bært að hér skapist hefð fyrir markvissri söfnun
einstaklinga á samtímalist, líkt og gerst hefur
annars staðar. Íslensk myndlistarflóra hefur alla
burði til að þróast í samræmi við það sem best
gerist í umheiminum ef réttar forsendur skapast
á innlendum markaði í eðlilegum tengslum við er-
lendan listmarkað. Í raun réttri er ekkert því til
fyrirstöðu – nema skortur á vitundarvakningu –
að fjársterkir einstaklingar leggi sitt af mörkum
til frekari þróunar margvíslegra samfélagslegra
þátta þar sem framsækin hugsun listamanna er
raunverulegt hreyfiafl en ekki einungis til
skrauts. Þarna er því nánast óplægður akur í ís-
lensku menningarlífi sem nota má til mikillar
verðmætasköpunar. Þau verðmæti geta síðan –
engu síður en þau verðmæti er sköpuð voru á tím-
um endurreisnarinnar – orðið til þess að skila var-
anlegum arfi til framtíðarinnar er vissulega getur
skipt sköpum fyrir menningarlíf þjóðarinnar og
þau efnahagslegu margföldunaráhrif er það síðan
skilar samfélaginu til baka.
Morgunblaðið/Kristinn
Við Ægissíðu.
Það má því segja að
þó að atvinnulífið
hafi tekið við sér á
sviði kostunar og
menningarstyrkja
séu fjársterkir
einkaaðilar og ein-
staklingar enn
áhugalitlir um fjár-
festingar á sviði
myndlistar, í það
minnsta í þeim mæli
sem þekkist erlendis
þar sem safnarar
eiga í raun mjög
stóran þátt í því að
halda starfsemi
atvinnugallería
gangandi.
Laugardagur 30. ágúst