Morgunblaðið - 31.08.2003, Síða 33
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 33
Jón Hólm Stefánsson,
sími 896 4761.
Ef þú þarft að selja eða kaupa
bújörð hvar á landi sem er
hafðu þá endilega samband
við okkar mann,
Jón Hólm bónda,
sem aðstoðar þig
með bros á vör.
Bújarðir
Laufás, Sóltúni 26, 105 Reykjavík – Þjónusta og öryggi í 30 ár
laufas@laufas.is – www.laufas.is – sími 533 1111 – fax 533 1115.
Íris Hall löggiltur fasteignsali.
Opið hús
Reykás 29
3. hæð 110 Reykjavík
Falleg 140,5 fm rúmgóð íbúð á 3. hæð á þessum vinsæla stað. Á neðri
hæð er stórt hol, stofa, borðstofa, tvö svefnherbergi, baðherbergi, eldhús
og þvottahús. Á efri hæð er stórt sjónvarpshol og tvö herbergi. Parkett
og flísar á gólfum. Þakgluggar sem gefa góða birtu.Sameiginleg hjóla-
geymsla. Geymsla í kjallara. 23,6 fm bílskúr fylgir með. Topp eign á
góðum stað með miklu útsýni. Opið hús í dag frá kl. 14 til 16. Sigríður
og Viðar sýna eignina, Jón Pétursson, fasteignaráðgjafi verður á staðnum.
Áhvíl. 8,5 m. Verð 19,6 m.
www.hofdi.is
Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur, löggiltur fasteigna- og skipasali.
Suðurlandsbraut 20
Sími 533 6050
Bæjarhrauni 22
Sími 565 8000
Smáralind - 1. hæð
Sími 565 8000
Opið hús í dag á milli kl. 14 og 16
Ásholt 2, íbúð 205
Í dag býðst þér og þínum að
skoða þessa fallegu 50 fm 2ja
herbergja íbúð sem er á 5. hæð í
vönduðu lyftuhúsi í miðbænum.
Frábært útsýni. Húsvörður er í
húsinu. Rúmgóðar svalir með
miklu útsýni. Laus fljótlega.
Stæði í bílageymslu fylgir að
auki. Verð 10,5 millj. (3160)
Hef verið beðinn um að finna raðhús, parhús eða einbýli í
Grafarvogi fyrir ákveðinn kaupanda. Góðar greiðslur eru í boði
fyrir rétta eign. Áhugasamir hafi samband við
Ásmund Skeggjason á Höfða s: 565 8000.
Ása tekur vel á móti ykkur.
Grafarvogur
Suðurlandsbraut 54
við Faxafen, 108 Reykjavík.
Sími 568 2444, fax 568 2446.
Ingileifur Einarsson lögg. fasteignasali.
Til leigu mjög gott 200 fm iðnaðar-
húsnæði með mikilli lofthæð og stór-
um innkeyrsludyrum og 81 fm skrif-
stofuhúsnæði í útbyggingu. Mjög
góð malbikuð lóð. LAUS STRAX.
Hamarshöfði
Til leigu 300 til 600 fm gott skrif-
stofuhúsnæði á 2. hæð og 130 fm
lagerhúsnæði með innkeyrsludyrum í
kjallara. Skrifstofuhúsnæðið leigist í
einu eða tvennu lagi. Mjög góð sam-
eign, tvær lyftur, innangengt er í kjall-
ara. Næg bílastæði, frábær staðsetn-
ing í hinu nýja stofnanahverfi Reykja-
víkur. Til afhendingar strax. Tilv. 15114
Borgartún 33
Til sölu eða leigu mjög vel staðsett
lager- og verslunarhúsnæði í endabili
á besta stað í Skeifunni. Laust strax.
Góð bílastæði. Um er að ræða jarð-
hæð 253,6 fm með stórum inn-
keyrsludyrum og 2. hæð að stærð
124 fm með sérinngangi. Einnig til
leigu jafn stór eining við hliðina á
þessari.
Skeifan 3
Til leigu 130 fm mjög gott endurnýj-
að skrifstofuhúsnæð leigist í einu til
þrennu lagi. Laust strax.Frábær
staðsettning í hjarta Kópavogs Tilv.
15112
Hamraborg 5
FRÁ því kommúnisminn hrundi í
Sovétríkjunum og A-Evrópu hafa
hægrimenn á Íslandi verið óþreyt-
andi við að rakka þá
niður sem trúðu á
þessa hug-
myndafræði. Þeir
segja m.a. að þetta
fólk hafi látið
blekkjast af barna-
legri draumsýn um
fyrirmyndarríki
sem aldrei hafi verið
framkvæmanleg í raunveruleik-
anum. Gott og vel, en hvers konar
hugmyndir hafa þeir sjálfir að bjóða
okkur í dag? Þeir segja að frjálst
markaðshagkerfi sé það eina sem
virkar og annars konar skipulag en
það geti í besta falli verið heimsku-
legt og í versta falli stórhættulegt.
Þessi sýn hefur nánast einokað
pólitíska umræðu síðustu árin og átt
þátt í því að fjölmargt ungt fólk vill
að ríkið dragi sig út úr sem flestum
sviðum mannlífsins og sumir ganga
svo langt að óska þess að ríkið hverfi
með öllu. Gerir þetta fólk sér grein
fyrir því hvað það er að segja? Sér
það fyrir hvernig samfélagið gæti
orðið ef ríkisvaldinu yrði bara kúpl-
að út. Getur kannski verið að þetta
fólk láti stjórnast af svipuðum hug-
sýnum og þrám og kommúnistarnir
gerðu forðum um fyrirmyndarríki
þar sem allir væru sáttir – af barna-
legri draumsýn um ríki án ríkisvalds
þar sem allir væru hamingjusamir.
Þetta datt mér í hug eftir að hafa
lesið Viðhorfsgrein eftir Björgvin
Guðmundsson sem birtist í Morg-
unblaðinu hinn 20. ágúst en þar seg-
ir hann orðrétt: „Væri lífið ekki
skemmtilegra ef það væri ekkert
ríkisvald? Engin valdbeiting. Engir
ráðherrar, stjórnmálamenn eða op-
inberir starfsmenn. Engin sóun.
Engar stofnanir, stjórnsýsla eða
skrifræði. Ekkert bákn. Bara frjáls-
ir einstaklingar sem eiga vinsamleg
samskipti á frjálsum markaði.“
Þessi daumsýn Björgvins kemur
mér fyrir sjónir sem martröð, lík
þeim martröðum sem fylgdu komm-
únismanum í hans verstu myndum.
Hver á að setja lög ef ekkert er lög-
gjafarvaldið (kannski „Lagasetning
hf.“)? Hver á að dæma ef ekkert er
dómsvaldið (kannski „Dómur hf.“)?
Hvernig er hægt að tryggja að rétt-
lát lög séu sett og þeim framfylgt ef
við höfum ekkert ríkisvald? Vissu-
lega er ekki hægt að tryggja að
þetta sé í lagi þótt við höfum ríkis-
vald en við höfum þó kosningar þar
sem við getum skipt út því fólki sem
stendur sig ekki og fengið hæfara
fólk í staðinn. En draumsýn Björg-
vins gengur líklega út á það að lög
séu óþörf í ríkisvaldslausu ríki.
„Frjálsir“ einstaklingar og fyrirtæki
brjóta ekki hver á öðrum og hafa vit
til að gera viðeigandi ráðstafanir
þegar breytinga er þörf eða hætta
steðjar að.
Þetta viðhorf kemur fram hjá
Björgvini þegar hann talar um
kvótakerfið. Hann bendir réttilega á
að upptaka kvótakerfisins hafi verið
„… mikilvæg kerfisbreyting sem
kom í veg fyrir sóun og jók um leið
verðmæti auðlindarinnar“. En var
það ekki ríkið sem sá um að setja
kvótann á? Jú, en ef ríkið hefði ekki
verið til staðar þá hefðu útgerð-
armenn í mestu vinsemd tekið sig
saman og stofnað hlutafélagið
„Kvóti hf.“ Inn í þetta félag hefðu
allir útgerðarmenn landsins, af fús-
um og frjálsum vilja, sett fjármagn
til að standa straum af kostnaði við
rannsóknir á veiðiþoli fiskistofnanna
o.fl. og síðan hefði réttlát og óbrigð-
ul stjórn félagsins séð um að kvót-
anum yrði skipt á sanngjarnan hátt
og allir hefðu verið glaðir og sáttir
við sitt.
Björgvin talar um að fullur eign-
arréttur á kvóta verði að myndast
og að hagkvæmast yrði að veiðirétt-
indi yrðu gerð varanleg ásamt því að
heimila fullt og frjálst framsal. Síðan
heldur hann áfram: „Samhliða þessu
verða eigendur auðlindarinnar auð-
vitað að bera fulla ábyrgð á eign
sinni. Þeir verða að standa undir
kostnaði við verndun, eftirlit og
rannsóknir á því hvernig auka megi
verðmætasköpun enn meira án þess
að ganga á eignina.“ Þessi orð
Björgvins lýsa ofurtrú á hið góða í
mannfólkinu – eða kannski bara
kvótaeigendum. Hann virðist ekki
átta sig á því að ef valdið til að setja
lög og reglur og framfylgja þeim er
tekið frá ríkinu taka frumskógarlög-
málin völdin. Blessaðir kvótaeigend-
urnir og útgerðarmennirnir gætu
með engu móti höndlað að sjá alfarið
um sjávarútveginn. Þeir myndu fyrr
eða síðar fara í hár saman og öll fisk-
veiðistjórnun færi í vaskinn með
hörmulegum afleiðingum.
Björgvin virðist heldur ekki átta
sig á því að auður og völd eru ná-
tengd og völdum fylgir oftast ein-
hvers konar valdbeiting en það er
eitt af því sem hann sér fyrir sér að
losna við með því að leggja niður við
ríkisvaldið. Eigi sumir miklu meiri
auð en aðrir geta þeir notað valdið
sem honum fylgir til að komast yfir
ennþá meiri auð og svo koll af kolli.
Þetta er raunar hinn frjálsi kapítal-
ismi í hnotskurn og skýrir að stórum
hluta hvers vegna meirihluti mann-
kyns býr við sult og seyru meðan ör-
lítill hluti þess á margfalt meiri auð
og eignir en hann hefur þörf fyrir.
Réttinda- og kjarabarátta opin-
bers starfsfólks og fleiri hópa fer
greinilega mikið í taugarnar á
Björgvini. En sem betur fer hefur
hann töfralausn – einkavæðing! Að
sjálfsögðu! Það segir sig sjálft að
þetta fólk mun loksins verða sátt við
kjör sín og öll vandamál munu gufa
upp af sjálfu sér við það að vera
færð frá ríkinu til einkaaðila.
Að eiga sér fagrar draumsýnir er
gott og hollt fyrir alla ef menn gæta
sín að þær snúist ekki upp í and-
hverfu sína. Skyldi Björgvin t.d.
hafa áttað sig á því að í draumsýn
hans er ekkert rúm fyrir lýðræði,
eða á almenningur kannski að fara
að kjósa stjórnir fyrirtækjanna?
Einhver sagði að vegurinn til vítis
væri varðaður fögrum fyrirheitum. Í
þessum orðum er sannleikur sem
kommúnistar fengu að kenna á og
kapítalistar munu svo sannarlega fá
að kenna á ef þeir, í blindri trú á að
markaðshagkerfið og frelsi á öllum
sviðum geti leyst öll vandamál,
brjóta niður þær stoðir samfélagsins
sem felast í ríkisvaldinu. Á Íslandi
hefur nú þegar hefur verið gengið of
langt í að færa eignir og völd frá rík-
isvaldinu (frá því fólki sem við höf-
um kosið til að fara með völdin) til
einkaaðila sem þurfa ekki að óttast
að tapa völdum sínum í næstu kosn-
ingum og geta jafnvel komist upp
með að sýna algert ábyrðarleysi
gagnvart hagsmunum almennings.
Því miður eru ekki allir frum-
kvöðlar og framtaksmenn heið-
arlegir og skynsamir eins og sumir
virðast halda. Þvert á móti, kapítal-
isminn er þeim ókosti búinn að hann
kyndir undir græðgi og oft eru það
hinir ósvífnustu sem ná lengst, þeir
sem skeyta minnst um almannahag.
Þessi sannindi orðaði einn allra virt-
asti hagfræðingur 20. aldar, John M.
Keynes, á þennan hátt: „Kapítalismi
er sú furðulega trú að hinir ógeð-
felldustu menn muni, fyrir hinar
ógeðfelldustu ástæður, einhvern
veginn vinna að bættum hag okkar
allra.“
Mér finnst í sjálfu sér ekkert at-
hugavert við það að eiga sér draum-
sýn um ríki án ríkisvalds. Ég tel hins
vegar að þetta sé óhugsandi í raun-
veruleikanum nema allir séu góðir
(þ.e. heiðarlegir, réttlátir, sann-
gjarnir o.s.frv.) en er það ekki líka
einmitt forsendan fyrir því að sann-
ur kommúnismi gæti orðið að veru-
leika. Það er hins vegar alveg fárán-
legt að einblína á galla ríkisvaldsins
eins og sumir gera og halda að nið-
urbrot þess muni gera alla frjálsa og
hamingjusama.
Lengi hafa menn reynt að finna
upp fullkomið kerfi, skipulag eða
hugmyndafræði í þeim tilgangi að
reisa fyrirmyndarríki. Síðan hafa til-
raunir til að koma þessum hug-
myndum í framkvæmd oftast leitt til
mikilla hörmunga og kostað miklar
mannfórnir. Ennþá virðast menn
ekki hafa áttað sig á því að ef við
viljum búa í fullkomnu samfélagi
verðum við að vera fullkomin sem
einstaklingar. Engin hugmynda-
fræði getur bjargað okkur frá okkur
sjálfum og samfélag okkar getur
ekki verið gott nema við sem ein-
staklingar séum góð við okkur sjálf
og náungann. Í lýðræðisríki eins og
okkar er oftast til lítils að vera að
ergja sig yfir ríkisvaldinu því kostir
þess og gallar eru einungis speg-
ilmynd okkar eigin kosta og galla.
Spillingin og sóunin sem þrífst innan
ríkisvaldsins er aðeins endur-
speglun þeirrar spillingar og sóunar
sem líf hins almenna borgara er
mengað af.
Að lokum langar mig að spyrja
Björgvin hvers konar starf hann
gæti hugsað sér ef hann væri ekki
blaðamaður því ef draumsýn hans
yrði eftir allt saman að veruleika
myndi væntanlega mikil og samfelld
gúrkutíð ríkja hjá dagblöðunum og
það myndi örugglega fækka veru-
lega í stétt blaðamanna.
Um drauma og martraðir
Eftir Vilhjálm Hjaltalín Jónsson
Höfundur starfar á Landspítala -
háskólasjúkrahúsi.
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík
alltaf á föstudögum