Morgunblaðið - 31.08.2003, Page 35
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 35
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242.
Öll eignin við Álftamýri 1-3 er til sölu/leigu, samtals ca 1.600 fm. 706 fm á tveimur hæðum, innréttað
sem aðgerða- og læknastofur. 264 fm á annarri hæð, innréttað fyrir sjúkraþjálfun og skrifstofur.
602 fm verslun og lager innréttað sem apótek. Mjög góð staðsetning. Mjög góð aðkoma. Næg bílastæði.
Mögulegur byggingarréttur. Verð tilboð.
ÁLFTAMÝRI/TIL SÖLU/LEIGU
VESTURBÆR – OPIÐ HÚS
Heimilisfang: Seilugrandi 8, 1. hæð t.v.
Stærð 106,4 fm. Auk geymslu: 13,3 fm.
Bílageymsla: 30,9 fm
Byggingarár: 1981
Brunabótamat: 16 millj.
Verð: 15,5 millj.
FALLEG, BJÖRT OG OPIN 5 HERB.
ÍBÚÐ Á 1. HÆÐ MEÐ SÉRINNGANGI Í
LITLU FJÖLBÝLI.
Rúmgóð og vel skipulögð íbúð í vinsælu
og fjölskylduvænu hverfi. Stutt í alla
þjónustu.
Reynir Erlingsson RE/MAX tekur
á móti gestum í dag
milli kl. 14 og 15
Reynir Erlingsson – símar 520 9556/896 9668
reynir@remax.is – Hans Pétur Jónsson lögg. fasteignasali.
GRAFARVOGUR – OPIÐ HÚS
Heimilisfang: Laufengi 34, 2. hæð.
Stærð 101,9 fm
Byggingarár: 1992
Brunabótamat: 10,9 millj.
Verð: 12,4 millj.
BJÖRT OG OPIN 4RA HERB. ÍBÚÐ Á
2. HÆÐ MEÐ SÉRINNGANGI Í
SNYRTILEGU FJÖLBÝLI.
Rúmgóð og vel skipulögð íbúð í
fjölskylduvænu hverfi. Stutt í alla
þjónustu.
Reynir Erlingsson RE/MAX tekur
á móti gestum í dag
milli kl. 16 og 17
Reynir Erlingsson – símar 520 9556/896 9668
reynir@remax.is – Hans Pétur Jónsson lögg. fasteignasali.
Suðurlandsbraut 54
við Faxafen, 108 Reykjavík.
Sími 568 2444, fax 568 2446.
Ingileifur Einarsson lögg. fasteignasali.
Góð 4ra herb. 96 fm íbúð á 2.
hæð. Endurnýjað baðherbergi,
parket, tvær samliggjandi stofur,
mjög góðar suðursvalir. Góður
21 fm bílskúr. Verð 14,0 millj.
Skoðið myndir á asbyrgi.is
Stóragerði 8
FASTEIGNASALA
HÁTÚNI 6a
SÍMI 512 1212 FAX 512 1213
ÆGISÍÐA 109
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 16-18
Um er að ræða glæsilega 106,4 fm miðhæð í góðu steinhúsi á Ægisíðunni í Reykja-
vík. Eldhús með dökku parketi á gólfi, falleg nýleg eldhúsinnrétting. Rúmgóð sam-
liggjandi stofa og borðstofa, dökkt parket á gólfi, útgengt á svalir frá stofu. Úr stofu
er síðan opið inn í hol með fallegum arni. Nýlega endurnýjað flísalagt baðherbergi í
hólf og gólf, góður flísalagður sturtuklefi. Að sögn seljanda var íbúðin standsett fyrir
ca 3 árum. M.a. nýtt rafmagn, gólfefni og innréttingar. Eignin er laus til afhendingar
mjög fljótlega. Verð 16,5 millj.
Hannes og Kristjana taka vel á móti væntanlegum kaupendum í dag frá kl. 16-18.
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
76,3 fm falleg 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í
Hlíðunum. Íbúðin skiptist í hol, stofu, tvö
svefnherbergi, baðherbergi og eldhús.
Austursvalir. Sameiginlegt þvottahús er í
risi og þurrkherbergi. Sérgeymsla í risi. Ný-
legt parket á íbúð. Góð staðsetning. Íbúðin
er á annarri hæð til vinstri.
Bogahlíð 11 - Opið hús sunnudag
frá kl.14.00–16.00
Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali.
Eyrún sýnir, sími 695 8805
Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
Mjög góð ca 84 fm vel skipulögð
þriggja herbergja íbúð. Vestursvalir.
Þvottahús inn af eldhúsi.
Stutt í alla þjónustu.
Beta tekur á móti ykkur
milli kl. 15 og 17 í dag.
OPIÐ HÚS SUNNUDAG FRÁ KL. 15-17
LAUTASMÁRI 51 - 2. hæð t.v.
Lindir – Kópavogi
Fullbúið 150 m2, 4-5 herbergja, endaraðhús
innst í botnlanga í Lindahverfi til sölu.
Verð 25 milljónir.
Uppl. í síma: 898 0220
NORSKUR menntaskólakennari
hefur nú komið sex sinnum hingað
til lands með hópa nemenda á
framhaldsskólastigi til að kynna
þeim land og þjóð, náttúru og sögu.
Gudveig H. Aaby er framhalds-
skólakennari við Hellerud-skólann
í Osló í Noregi, þar sem hún kennir
norsku og trúarbragðafræði. Gud-
veig segir áhuga sinn á Íslandi eiga
sér langa sögu, en hún hefur lengi
haft áhuga á fornbókmenntum og
sögu.
„Ísland virkar eins og segull á
mig, ég verð alltaf að koma aftur,“
segir Gudveig. „Það er sambland
af heillandi náttúru og sögu lands-
ins sem dregur mig aftur til lands-
ins, auk þess sem ég hef eignast
góða vini hérna og er alltaf vel tek-
ið. Ég verð alltaf að koma aftur og
deila gleðinni við að vera hér með
öðrum.“
Gudveig kom fyrst hingað til
lands 1991 og fór á norrænt móð-
urmálskennaranámskeið í Reyk-
holti. Þar hitti hún Sigurrós Er-
lingsdóttur, kennara í
Menntaskólanum við Sund. Þetta
leiddi til fyrstu ferðar Gudveigar
með hóp nemenda árið 1992, en þá
kom hún með hóp sextán unglinga.
Síðan hefur hún komið alls sex
sinnum með hóp norskra nemenda,
og komast færri en vilja í ferð-
irnar.
Krakkarnir sem koma eru yf-
irleitt á þriðja og síðasta ári í
menntaskóla, og eru átján og
nítján ára. Yfirleitt um tuttugu
nemendur í hverri ferð og því læt-
ur nærri að Gudveig hafi komið
með 120 nemendur hingað til
lands. „Þetta er gott upphaf að síð-
asta árinu,“ segir Gudveig, en
krakkarnir læra meðal annars um
íslenskar fornbókmenntir á síðasta
árinu og lesa eitthvað af texta eins
og hann var skrifaður fyrr á öld-
um. Ferðirnar eru því vel til þess
fallnar að auka áhuga þeirra á
þessu námi og eru Íslandsferðirnar
mjög vinsælar hjá krökkunum,
jafnvel þótt þær séu dýrar og keppi
við ferðir til Spánar og Írlands.
Reykholt einn af hápunktunum
Dagskráin hér á landi er orðin
nokkuð hefðbundin. „Einn af há-
punktunum er alltaf ferðin í Reyk-
holt, til séra Geirs Waage.“ Einnig
fór hópurinn að skoða Þingvelli,
Gullfoss og Geysi, auk
þess að skoða hand-
ritin og fara í Árbæj-
arsafn. „Við reynum
að sameina náttúru og
sögu í þessum skoð-
unarferðum. Krakk-
arnir voru mjög
ánægð með að fá að
skoða upprunalegu
handritin. Þau voru
hneyksluð á því að
hluti Heimskringlu
væri geymdur í Sví-
þjóð, enda Heims-
kringla skrifuð af Ís-
lendingi um meðal
annars norska kon-
unga.“ Gudveig segist
vona að ferðirnar
hingað styrki norræn
samskipti og fái ung-
menni til að íhuga
þessi gömlu tengsl
landanna. „Mér finnst
mjög mikilvægt að
viðhalda og styrkja
böndin milli Norð-
urlandaþjóðanna, við
erum svo lítil í þess-
um stóra heimi að það
er miklilvægara en
oft áður að tengjast
styrkum böndum.“
„Ísland
virkar
eins og
segull“
Morgunblaðið/Sverrir
Norsku menntaskólanemendurnir frá Osló unnu verkefni með íslenskum
nemum í Menntaskólanum við Sund og fóru auk þess víða um.
Gudveig H. Aaby